Þorsteinn Már stígur til hliðar sem forstjóri Samherja

Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri Samherja á meðan að rannsókn á viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu og víðar stendur yfir. Björgólfur Jóhannesson tekur við.

Þorsteinn Már Baldvinsson
Auglýsing

Þorsteinn Már Baldvinsson, einn aðaleigenda Samherja, hefur ákveðið að stíga tímabundið til hliðar sem forstjóri. Þetta er gert í samkomulagi við stjórn fyrirtækisins vegna yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu. Í yfirlýsingu frá Samherja segir að ráðstöfunin gildi þar til að niðurstöður þeirrar rannsóknar Samherja á eigin ætluðum brotum liggja fyrir. Rannsóknin, sem er í höndum alþjóðlegu lögmannsstofunnar Wikborg Rein, mun heyra beint undir stjórn félagsins.

Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, hefur tekið tímabundið við stöðu forstjóra Samherja. 

Í yfirlýsingunni er haft eftir Eiríki S. Jóhannessyni, stjórnarformanni Samherja, að þetta skref sé tekið til að tryggja sem best hlutleysi rannsóknarinnar. „Við viljum stunda heiðarleg viðskipti og leggjum okkur fram um að starfa í samræmi við gildandi lög og reglur.“

Auglýsing

Þar segir enn fremur að til þessa hafi engin yfirvöld haft samband við Samherja en að fyrirtækið muni „að sjálfsögðu starfa með þeim stjórnvöldum sem kunna að sýna starfsemi Samherja á Íslandi, í Namibíu eða annars staðar áhuga.“

Björgólfur Jóhannsson segir Samherja gegna mikilvægu hlutverki í sjávarútvegi á alþjóðavísu og beri við ábyrgð gagnvart sínu fólki og viðskiptavinum. „Ég er dapur yfir þessum kringumstæðum en ég mun gera mitt besta að gæta hagsmuna Samherja og starfsfólksins.“

Í yfirlýsingunni segir að ekki sé að vænta frekari umfjöllunar af hálfu Samherja um málið „fyrr en staðreyndir úr ofangreindri rannsókn taka á sig skýrari mynd.“

Þetta er þriðja yfirlýsingin sem Samherji sendir frá sér í þessari viku vegna umfjöllunar um ætlaðar mútugreiðslur, skattsvik og peningaþvætti fyrirtækisins í Namibíu og víðar, sem opinberuð var á þriðjudag. 

Í frétta­skýr­inga­þætti Kveiks þá um kvöldið kom meðal ann­ars fram að vís­bend­ingar væru um að greiðslur upp á að minnsta kosti 1,4 millj­­arða króna frá Sam­herja til hóps sem inn­i­heldur meðal ann­­ars tvo ráð­herra í Namib­­íu, væru mút­u­greiðslur og að við­­skipti fyr­ir­tæk­is­ins í Afr­ík­u­land­inu væri skýrt dæmi um spill­ing­u. Um­fjöll­unin var unnin í sam­starfi KveiksStund­ar­innar, Al Jazeera og Wiki­leaks. Báðir ráðherrarnir sögðu af sér embætti í gær.

Í yfir­lýs­ingu sem Sam­herji sendi frá sér í kjölfar þáttarins segir að svo virðist sem að Jóhannes Stef­áns­son, fyrr­ver­andi verk­efna­stjóri Sam­herja í land­inu, hafi „hugs­an­lega flækt Sam­herja í við­skipti sem kunni að vera ólög­mæt.“ Það séu mikil von­brigði að sögn Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, for­stjóra og ann­ars aðal­eig­anda Sam­herj­a. Jóhannes steig fram sem uppljóstrari í þættinum og greindi frá því að hann hefði framið margháttuð lögbrot í starfi sínu fyrir Samherja, þegar hann vann að því að tryggja fyrirtækinu verðmætan kvóta í Namibíu ódýrt. Hann sagði að allt sem hann gerði hefði verið gert að fyrirskipan Þorsteins Más og Aðalsteins Helgasonar, sem var yfir starfsemi Samherja í Namibíu á árum áður. Jóhannes hætti störfum hjá Samherja í júlí 2016.

Jóhannes hefur um nokkurt skeið unnið með yfirvöldum í Namibíu við rannsókn á ætluðum brotum Samherja þar og hefur þegar gefið skýrslu hjá embætti héraðssaksóknara á Íslandi. 

Þor­steinn Már sagði í yfirlýsingunni á þriðjudag að stjórn­endum Sam­herja væri illa brugð­ið eftir umfjöllunina. „Ekki ein­ungis við það að Jóhannes stað­hæfi að hann hafi tekið þátt í starf­semi af því tagi sem hann lýsir en ekki síður að hann skuli einnig beina ásök­unum sínum að fyrrum sam­starfs­fólki sínu hjá Sam­herja. Þetta eru ekki vinnu­brögð sem við könn­umst við.“ 

Ef rann­sókn fari fram á við­skipt­unum í Namibíu hafi „Sam­herji ekk­ert að fela.“

Jóhannes var líka sér­­stak­­lega nefndur á nafn í yfir­­lýs­ingu sem Sam­herji sendi frá sér í daginn fyrir umfjöllun Kveiks og Stundarinnar og þar sagt að honum hefði verið sagt upp störfum hjá Sam­herja árið 2016 vegna „óá­­­sætt­an­­legrar fram­­göngu hans og hegð­un­­ar.“ Það hafi gerst í kjöl­far þess að Sam­herji hefði orðið „þess áskynja í árs­­byrjun 2016 að ekki væri allt með felldu í rekstr­inum í Namib­­íu“ og sent íslenskan fyrr­ver­andi rann­­sókn­­ar­lög­­reglu­­mann til lands­ins til að rann­saka mál­ið.

Í fyrri yfirlýsingum hefur Samherji sagt að Jóhannes beri einn ábyrgð á lögbrotunum. Í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar kom fram að ætlaðar mútugreiðslur til ráðamanna í Namibíu fá Samherja hefðu haldið áfram í nokkur ár eftir að Jóhannes lét af störfum hjá fyrirtækinu. Sú síðasta sem miðlarnir eru með upplýsingar um var greidd í janúar 2019.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent