Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis

Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.

Guðlaugur Þór
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, segir að þær ásak­anir sem komu fram í frétta­skýr­ing­ar­þætt­inum Kveiki á RÚV í gær, varð­andi mútu­greiðslur Sam­herja í Namib­íu, séu grafal­var­legar og hafi nei­kvæð áhrif á ímynd og orð­spor Íslands. 

Þetta kemur fram í við­tali við Guð­laug á vef mbl.is, en hann var einnig til við­tals í Kast­ljósi RÚV í kvöld. Hann sagði þar, að mik­il­vægt væri að Ísland sendi út þau skila­boð, að það væri verið að rann­saka þessi mál af fullum þunga.

Guð­laugur Þór seg­ir, að ef það reyn­ist rétt sem fram komi í þætt­in­um, þá sé það veru­legt áfall og hátt­semin for­kast­an­leg. „Ef að rétt reyn­ist þá eru þess­ar frétt­ir auð­vitað áfall og hátt­­sem­in sem þarna er lýst auð­vitað for­kast­an­­leg. En núna er nátt­úru­­lega mik­il­vægt að þetta mál verði rann­sakað ofan í kjöl­inn af þar til bær­um yf­ir­völd­um,“ seg­ir Guð­laug­ur Þór.

Auglýsing

Bæði dóms­mála­ráð­herra og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namibíu hafa sagt af sér vegna máls­ins, en þeir voru á meðal þriggja manna, sem nátengdir voru sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra lands­ins, sem fengu yfir millj­arðs króna greiðslur frá Sam­herja í skiptum fyrir fisk­veiði­kvóta.

Guð­laugur Þór segir jafn­framt að það sé mik­il­vægt núna, að Ísland sé aðili að alþjóða­samn­ingum sem tryggi að yfir­völd geti unnið að rann­sókn og leitt það til lykta, í alþjóð­legu sam­starfi.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, lét hafa eftir sér í morg­un, að nú væri mik­il­vægt að velta við hverjum steini til að rann­saka þessi mál, og leiða málin til lykta. 

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, SFS, hafa einnig sagt að nú sé mik­il­vægt að rann­saka ásak­anir vel, sem komi fram í þætt­in­um. Það sé skil­yrð­is­laus krafa til allra fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi að farið sé að lögum bæði inn­an­lands og utan.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent