Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum

Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.

LRG_DSC01753.JPEG
Auglýsing

Skúli Gunnar Sig­fús­son, oft­ast kenndur við Subway, hefur verið ákærður af emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara, vegna atvika í rekstri félags­ins EK1923 ehf. skömmu áður en það fór í gjald­þrot. 

Frá þessu var greint á mbl.is í kvöld, og þar vitnað til ákærunnar sem rit­stjórn mbl.is hefur undir hönd­um. 

Sam­kvæmt frétt mbl.is byggir ákæran á því að milli­færslur af reikn­ingum félags­ins, í aðdrag­anda gjald­þrots þess, hafi verið til þess fallnar að rýra efna­hag félags­ins. Fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjórar félaga í eigu Skúla, Guð­mundur Hjalta­son og Guð­mundur Sig­urðs­son, eru einnig ákærð­ir. 

Auglýsing

Ákært er í þremur lið­um, vegna tveggja milli­færslna. Fyrst er um að ræða 21,3 millj­­óna milli­­­færslu inn á reikn­ing Sjö­­stjörn­unn­ar í mars 2016, að því er fram kemur á vef mbl.­is. Eru Skúli og Guð­mund­ur Hjalta­­son ákærðir fyr­ir að hafa í sam­ein­ingu látið milli­­­færa upp­­hæð­ina. Óskaði Guð­mund­ur eft­ir milli­­­færsl­unni og stað­festi Skúli hana við starfs­­mann banka.

„Næsti liður ákær­unn­ar nær til fram­sals á kröfu á hend­ur rík­­inu sem EK1923 átti vegna út­hlut­un­ar á toll­kvóta, en var fram­seld til Stjörn­unn­­ar. Var heild­­ar­­upp­­hæð kröf­unn­ar 24,6 millj­­ón­ir auk vaxta. Var fram­salið und­ir­­ritað af Skúla og Guð­mundi Sig­­urðs­syni, en í ákær­unni kem­ur fram að ekk­ert end­­ur­­gjald hafi komið fyr­­ir. Ríkið féllst hins veg­ar aðeins á hluta kröf­unn­ar og greiddi Stjörn­unni 14,7 millj­­ón­­ir. Að lok­um er ákært fyr­ir greiðslur frá EK1923 þann 11. Ágúst 2016 til tveggja er­­lendra birgja, en kröf­­urn­ar voru gjald­­falln­­ar. Kem­ur fram í ákær­unni að Guð­mund­ur Hjalta­­son hafi fyr­ir hönd Skúla gefið þáver­andi pró­kúru­hafa EK1923 fyr­ir­­mæli um að fram­­kvæma greiðsl­urn­­ar,“ segir í umfjöllun mbl.­is.

Skúli hefur sent mbl.is yfir­lýs­ingu, þar sem hann segir ákæruna koma veru­lega á óvart, og að hún byggi á upp­lognum sök­um. Hann neitar alfarið sök.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent