Auglýsing

Ísland er í dag einna þekkt­ast í útlöndum fyrir spill­ingu. Það er ein­fald­lega stað­reynd. Fyrir að hafa leyft banka­manna­stóði að fyrst blása upp og svo tæma banka­kerfi að innan með blekk­ingum og lög­brotum með gríð­ar­legum afleið­ingum fyrir almenn­ing í land­inu. Fyrir að vera heims­meist­arar í aflands­fé­laga­eign í skatta­skjólum – sem er ein­vörð­ungu til þess að fela pen­inga frá rétt­mætum eig­endum þeirra – miðað við höfða­tölu líkt og opin­berað var í Panama­skjöl­un­um. Við erum þekkt fyrir að vera eina ríkið á EES-­svæð­inu sem er á gráum lista vegna ónógra pen­inga­þvætt­is­varna.

Og nú erum við þekkt fyrir að múta ráð­herrum í Namibíu til að tryggja mjög ríkum frændum frá Akur­eyri tæki­færi til að verða enn rík­ari á kostnað sam­fé­lags­legrar upp­bygg­ingar í land­inu. Sam­fé­lags­legrar upp­bygg­ingar sem Ísland hefur kostað um tvo millj­arða til að byggja upp í gegnum þró­un­ar­að­stoð til að Namibía gæti haft hag af nýt­ingu fisk­veiði­auð­lind­ar­inn­ar, byggt upp inn­viði og aukið lífs­gæði. Sam­fé­lags­legrar upp­bygg­ingar sem var hætt vegna banka­hruns­ins og skömmu síðar ein­fald­lega sett til hliðar af gráð­ugum mönnum að norðan í veg­ferð sem fyrr­ver­andi stjórn­andi í fyr­ir­tæk­inu þeirra kallar „skipu­lagða glæp­a­starf­sem­i.“

Opin­ber­un KveiksStund­­ar­innar, Al Jazeera og Wik­i­­leaks í gær­kvöldi var vönd­uð, ítar­leg og studd marg­háttuð gögn­um, til við­bótar við játn­ingu lyk­il­stjórn­anda Sam­herja í Afr­íku á þátt­töku í lög­brotum á borð við millj­arða mútu­greiðsl­ur, skatt­svik og pen­inga­þvætt­i. 

Hún setur starf­semi þessa eins stærsta fyr­ir­tækis á Íslandi í nýtt ljós. Fyr­ir­tækis sem hefur hagn­ast um 112 millj­arða króna á átta árum. Fyr­ir­tækis sem á heilu og hálfu byggð­ar­lög­in. Sem hefur teygt anga sína inn í fjöl­marga aðra geira en fisk­vinnslu á Íslandi, svo sem fjöl­miðla­rekst­ur, smá­sölu, vöru­flutn­inga og um tíma banka­starf­sem­i. 

Fyr­ir­tæki sem hefur leynt og ljóst stutt við valda stjórn­mála­flokka, í fleir­tölu, og valda stjórn­mála­menn með því að greiða til þeirra styrki, lána þeim fjár­muni í við­skiptum eða hafa þá jafn­vel á launa­skrá. Fyr­ir­tæki sem er ráð­andi aðili, og með full­trúa í stjórn SFS, áhrifa­mesta hags­muna­gæslu­fyr­ir­bæris Íslands sem hefur bein og óbein áhrif á nán­ast alla laga- og reglu­gerð­ar­setn­ingu um starf­semi sína. Vegna þess að stjórn­mála­menn leyfa þeim það.

Norna­veið­ar, fals­fréttir og mis­heppnuð rann­sókn­ar­blaða­mennska

Í aðdrag­anda opin­ber­un­ar­innar kvað við kunn­ug­legur tónn. Hann minnti óneit­ar­lega á dag­ana á undan því að Pana­ma-skjölin voru opin­beruð. Ráð­ist var að nafn­greindum fjöl­miðlum og nafn­greindum fjöl­miðla­mönnum fyrir að vera óbil­gjarn­ir, óheið­ar­legir og léleg­ir. Það er sama taktík og beitt var í aðdrag­anda birt­ingu Pana­ma-skjal­anna, þegar ríkj­andi valda­jafn­vægi og kerf­inu sem við­heldur því var líka ógn­að.

Auglýsing
Henni beitti for­stjóri Sam­herja kerf­is­bundið strax í kjöl­far þess að hann fékk vit­neskju um hvert umfjöll­un­ar­efni Kveiks yrði. Það gerði líka fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri í Dal­vík, þar sem Sam­herji er allt um lykj­andi, sem sagði: „Rík­is­fjöl­mið­ill­inn er á norna­veiðum og ætlar ekki að láta sér segj­ast í árásum á eitt nafn­tog­að­asta einka­fyr­ir­tæki lands­ins. Fyr­ir­tækið sem á bak við eru fjöl­skyld­ur, eig­end­ur, starfs­fólk (sjó­menn, land­verka­fólk, sölu- og skrif­stofu­fólk) og við­skipta­vinir (kaup­endur á fram­leiðslu­vörum og birgjar). Einnig eru byggð­ar­lög og íbúar sem tengj­ast fyr­ir­tæk­inu sem þurfa að heyra, sjá og borga afnota­gjöld af rík­is­fjöl­miðl­in­um. [...] Rík­is­fjöl­mið­ill­inn er rogg­inn og birtir stiklur um að nú ætli hann sko að hefna sín á Sam­herja eftir að rík­is­fjöl­mið­ill­inn hefur orðið upp­vís að ráða­bruggi og fals­frétt­um. Hermd­ar­verkin eru dýr fyrir land og þjóð. Rík­is­fjöl­mið­ill­inn er orð­inn að stjórn­mála­hreyf­ingu og dóm­stóli göt­unnar án lög­gjaf­ar­valds. Ég legg til aðskilnað rík­is­fjöl­mið­ils­ins og Lýð­veld­is­ins Íslands, þó fyrr hefði ver­ið.“ 

Og það gerði sitj­andi þing­maður sem sagði: „RÚV virð­ist einkum vera í því að eyði­leggja ein­stak­linga og fyr­ir­tæki í full­kom­lega mis­heppn­aðri rann­sókn­ar­blaða­mennsku, þar sem frétta­menn eru að glíma við verk­efni sem þeir ráða ekki við.“

Í yfir­lýs­ingu Sam­herja sem send var út dag­inn áður en Kveiks-þátt­ur­inn var sýndur var haft eftir for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins að þeir myndu ekki „sitja undir röngum og vill­andi ásök­unum frá fyrr­ver­andi starfs­manni sem enn á ný eru mat­reiddar af sömu aðilum og fjöl­miðlum og í Seðla­banka­mál­in­u.“

Þetta var bara hann Jóhannes

Í yfir­lýs­ingu sem Sam­herji sendi eftir þátt­inn var tón­inn búinn að breyt­ast umtals­vert og ekki gerð til­raun til að neita því að spill­ing, mút­ur, skatt­svik eða pen­inga­þvætti hefði átt sér stað í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Þess í stað var Jóhann­esi Stef­áns­syni, fyrr­ver­andi verk­efna­stjóra Sam­herja í Namibíu sem hefur gerst upp­ljóstr­ari, kennt um allt. Þar sagði að svo virt­ist sem að Jóhannes hefði „hugs­an­­lega flækt Sam­herja í við­­skipti sem kunni að vera ólög­­mæt.“ Sam­herji hefði ekki haft neina vit­neskju um umfang og eðli þeirra við­skipta­hátta sem Jóhannes átti að hafa stundað og að Sam­herji hafi ráðið eigin rann­sak­anda til að kanna mál­ið. 

Vanda­málið við þessa fram­setn­ingu er sú að Jóhannes hafði afar tak­mark­aða pró­kúru til að milli­færa af reikn­ingum Sam­herja. Og það var ekki hann sem milli­færði pen­inga sem grunur er um að séu mútu­greiðslur af reikn­ingum Sam­herja í Nor­egi inn á reikn­inga ætl­aðra mútu­þega í Dúbaí. 

Þess utan var Jóhannes rek­inn í júlí 2016, en afhjúp­unin sýndi að him­in­háar pen­inga­greiðslur héldu áfram að ber­ast til Dúbaí-­fé­lags­ins fram í jan­úar 2019 hið minnsta. Sam­herji telur því vænt­an­lega að Jóhannes hafi haldið áfram að greiða meintar mútu­greiðslur inn á reikn­ing­anna í tæp þrjú ár eftir að hann hætti störfum hjá fyr­ir­tæk­in­u. 

En veikasti hluta rök­semd­ar­færsl­unnar er auð­vitað sá að það var ekki Jóhannes Stef­áns­son sem hagn­að­ist á mútu­greiðslum og skatta­snið­göngu. Það voru eig­endur og stjórn­endur Sam­herja, Þor­steinn Már Bald­vins­son og Krist­ján Vil­helms­son.

Áfall en hvað svo?

Fyrstu við­brögð við umfjöll­un­inni í gær eru líka kunn­ug­leg. Hér er þjóð í áfalli yfir því sem hefur verið borið á torg fyrir hana. Lítið fer fyrir úrtölu­mönn­unum og fals­frétt­ar-á­róðr­in­um. En það mun ekki líða langur tími þangað til að sú vél trekkir sig í gang full af heil­agri vand­læt­ingu gagn­vart heilögu vand­læt­ing­unni. Það verður settur mik­ill kraftur í að skil­greina innan hvaða marka umræða um þessi mál megi fara fram. Að það sé far­sa­kennt að yfir­færa með ein­hverjum hætti starfs­hætti Sam­herja í Afr­íku á starfs­hætti fyr­ir­tæk­is­ins á Íslandi. Að það sé út fyrir allan þjófa­bálk að draga ein­hverjar álykt­anir um sjáv­ar­út­veg á Íslandi í heild út frá þess­ari umfjöll­un. Að það sé ósmekk­legt að tengja Sam­herja með ein­hverjum hætti við stjórn­mál. Það hefur fyrr­ver­andi ráð­herra þegar gert þar sem hann segir á heima­síðu sinni: „Hvernig getur frá­sögn rík­is­út­varps­ins sem ætlað er að sýna fram á spill­ingu í Namibíu snert stjórn­ar­skrá Íslands og auð­linda­á­kvæði í henni? Að tengja ástandið í Namibíu fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu á Íslandi er of lang­sótt.“

Vélin kann þennan leik. Vana­lega gengur enda taktík hennar upp. Sitja af sér mesta sjokkið eftir opin­berun en koma síðan í sókn­ar­hug í kjöl­farið og ná að tryggja að málið hafi engar alvar­legar afleið­ing­ar. 

Auglýsing
Þetta sést til að mynda á öðrum, og frekar nið­ur­drep­andi anga, við­bragða almenn­ings. Það búast fáir við því að það muni nokkuð ger­ast. Það virð­ist ekki vera mikil til­trú á að rann­sókn á brotum á 109. grein almennra hegn­ing­ar­laga, sem segir að sá sem ger­ist sekur um að greiða mútur til erlendra ráða­manna, eða ein­hvers á þeirra veg­um, eigi yfir höfði sér allt að fimm ára fang­elsi. 

Það búast enn færri við því að tekið verði raun­hæft á því ofur­valdi og yfir­gangi lít­ils hóps sjáv­ar­út­vegsofur­stéttar sem tekið hefur yfir íslenskt sam­fé­lag með húð og hári og situr á hund­ruðum millj­arða króna auði sem hann nýtir til að rót­festa það tak enn frek­ar. 

Og það virð­ist borin von að gerðar verði vit­rænar til­raunir til að taka á stærsta kerf­is­lega vanda Íslands; djúpri og rót­gró­inni stroku­spill­ingu sem er orðin svo eðl­is­læg að meira segja þeir sem fram­kvæma hana trúa því ekki lengur að í henni felist neitt annað en eðli­legir starfs­hætt­ir. 

Kerf­is­legur til­bún­ingur

Það er lík­ast til óum­flýj­an­legt að Sam­herji verði fyrir miklum alþjóð­legum áhrif­um. Atferli fyr­ir­tæk­is­ins í Namibíu mun hafa áhrif á getu þess til að nálg­ast kvóta alþjóð­lega. Það að DNB, norskur banki að hluta til í eigu norska rík­is­ins, hafi stöðv­­aði við­­skipti við félög tengd Sam­herja á Kýpur og Mar­s­hall-eyjum vegna þess að reglur um varnir gegn pen­inga­þvætti voru ekki upp­­­fyllt, og að þau mál séu nú til skoð­unar hjá norsku efna­hags­brota­­deild­inni og deildar emb­ættis hér­­aðs­sak­­sókn­­ara þar í landi sam­kvæmt Stund­inni, bendir til þess að Sam­herji muni eiga í auknum vand­ræðum í banka­við­skiptum sínum í fram­tíð­inni. Í Namibíu eru báðir ráð­herr­arnir sem taldir eru hafa þegið mútur frá Sam­herja búnir að segja af sér, innan við sól­ar­hring eftir að málið var opin­ber­að.

Hér heima verður áhuga­vert að sjá hvað ger­ist. Það er hið minnsta barna­legt að ætla að við­mót fyr­ir­tæk­is­ins sé annað hér­lendis en í Afr­íku. Að á Íslandi nýti Sam­herji ekki allar leiðir til þess að græða sem mestan pen­ing og borga sem minnstan skatt, líkt og umfjöllun Kveiks og Stund­ar­innar sýndi að fyr­ir­tækið gerði í Namib­íu. 

Bæði hér­aðs­sak­sókn­ari og skatt­rann­sókn­ar­stjóri eru að skoða hin meintu brot í Namib­íu. Þessi emb­ætti munu þurfa stuðn­ing til þess að takast á við valda­mestu menn á Íslandi. Menn sem hafa ekki hikað við að ráð­ast hart per­sónu­lega að þeim sem hafa veitt þeim aðhald, né við að eyða stórum fjár­hæðum í almanna­tengla eða lög­menn til að reyna að fá sínu fram. 

En fyrst og fremst þurfum við að horfast í augu við það að Sam­herji er kerf­is­legur til­bún­ing­ur. 

Stjórn­mála­menn þurfa að horfa í spegil

Það var ákvörðun íslenskra stjórn­mála­manna að leyfa þess­ari stöðu að verða. Þar sem Sam­herji, og eftir atvikum aðrir kóngar úr sama geira, hafa getað sölsað undir sig þorra kvót­ans á Íslandi og veð­sett hann á súr­r­eal­ískt háu verði í rík­is­bönkum til að fá lánsfé út úr þeim. Á þessum grunni hefur Sam­herji skapað sér tæki­færi til að arð­ræna Namibíu með nið­ur­broti á fisk­veiðis­stjórn­un­ar­kerfi, sem greitt var fyrir upp­bygg­ingu á með íslensku skatt­fé, og var meira að segja á pappír betra og sann­gjarn­ara en það sem við búum við á Íslandi.

Það er ákvörðun þeirra að í stað þess að leið­rétta þessa skekkju sem er til staðar vegna nýt­ingar fisk­veiði­auð­lind­ar­inn­ar, þar sem meg­in­þorri arð­sem­innar lendir í vasa eig­enda sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, eru stjórn­mála­menn nú upp­teknir við að afnema stimp­il­gjöld af fiski­skipum að kröfu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja og verja það að veiði­gjöld á næsta ári verða lægri en það gjald sem tóbaks­neyt­endur greiða í tóbaks­gjald.

Það er kom­inn tími til að stjórn­mála­menn líti í spegil og spyrji heið­ar­lega hvort þeir séu ánægðir með það sem kerfin okkar hafa búið til. Með ofur­stétt kvóta­eig­enda? Með Sam­herja? Með und­ir­lægju­stjórn­mál­in? Með spill­ing­una sem opin­ber­ast í því að val­inn hópur fær aðgang að tæki­færum, völd­um, pen­ingum og auð­lindum ann­arra? 

Hvort það geti ekki verið að með­virkni þeirra og and­vara­leysi gagn­vart því sem blasir við geri þá að hluta af vanda­mál­in­u. 

Og þar af leið­andi ekki lausn­inni.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Mótmæli hælisleitenda þann 13. mars á síðasta ári.
Umsóknir um alþjóðlega vernd hlutfallslega flestar á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin
Alls bárust 867 umsóknir um alþjóðlega vernd til Útlendingastofnunar á síðasta ári. Umsækjendur voru af 71 þjóðerni.
Kjarninn 22. janúar 2020
Hremmingarnar halda áfram hjá Boeing
Boeing, stærsta útflutningsfyrirtæki Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum þessi misserin, og reynir nú að styrkja fjárhagsstöðu sína með lánum frá bandarískum bönkum og endurskipulagningu í rekstri.
Kjarninn 22. janúar 2020
Komin inn á hættulega braut ef bóndi getur ekki verið landbúnaðarráðherra
Kristján Þór Júlíusson telur sig ekki vanhæfan til að koma að undirbúningi eða framlagningu frumvarpa um makrílkvóta þótt Samherji eigi þar undir mikla fjárhagslega hagsmuni. Sama gildi um kvótaþak. Það sé alltaf Alþingi sem á endanum setji lög.
Kjarninn 22. janúar 2020
Kristján Þór segist engra hagsmuna hafa að gæta gagnvart Samherja
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að einu tengsl sín við Samherja í dag sé vinátta hans við Þorstein Má Baldvinsson, sem steig tímabundið úr stóli forstjóra Samherja í síðasta mánuði.
Kjarninn 22. janúar 2020
Ketill Sigurjónsson
Er íslenskt raforkuverð hátt eða lágt?
Kjarninn 22. janúar 2020
Bogi Níls Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair mun ekki geta notað Max-vélarnar í sumar
737 Max-vélar Boeing fara ekki í loftið í sumar. Icelandair reiknar því ekki lengur með þeim í flug félagsins á háannatíma. Félagið býst samt sem áður við því að flytja að minnsta kosti jafn marga farþega og í fyrra til landsins.
Kjarninn 22. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum.
Fjórði hver íbúi á Suðurnesjum útlendingur
Tveir af hverjum þremur erlendum ríkisborgurum sem búa á Íslandi búa á höfuðborgarsvæðinu. Þrír af hverjum fjórum þeirra búa annað hvort þar eða á Suðurnesjunum. Það sveitarfélag sem er með lægst hlutfall útlendinga er einungis með einn útlending á skrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari