Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda

Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.

Skjáskot úr kveik af Eimskip
Auglýsing

Mögu­leg lög­brot við flutn­ing og nið­ur­rif tveggja skipa sem voru í eigu Eim­skips, Lax­foss og Goða­foss, eru á borði stjórn­valda á Íslandi og í Holland­i. 

Þetta kom fram í Kveik á RÚV í kvöld þar sem fjallað var um end­ur­vinnslu skip­anna tveggja í skipa­nið­ur­rifs­stöð í Ind­landi sem upp­fyllir ekki evr­ópskar reglur um end­ur­vinnslu skipa. 

Sam­kvæmt heim­ildum Kveiks hefur beiðni um opin­bera rann­sókn á meintum ólög­legum flutn­ingi og nið­ur­rifi skip­anna tveggja verið send til emb­ættis Hér­aðs­sak­sókn­ara. 

Lög­gjöf tók gildi á Íslandi fyrir ári síðan

Skipin tvö voru seld í des­em­ber í fyrra til fyr­ir­tækis sem heitir GMS, og sér­hæfir sig í að vera milli­liður sem kaupir skip til að setja þau í nið­ur­rif í Asíu þar sem kröfur um aðbúnað starfs­manna og umhverf­is­á­hrif nið­ur­rifs­ins eru mun lak­ari en í Evr­ópu. Þar eru skip oft rifin í flæð­ar­mál­inu og ýmis spilli­efni látin flæða út í umhverf­ið. Þá vinna starfs­menn þar við svo erf­iðar aðstæður að þær hafa verið kall­aðar mann­rétt­inda­brot.

Auglýsing
Laxfoss og Goða­foss voru flutt í skipa­kirkju­garð­inn í Alang á Ind­landi í maí síð­ast­liðn­um. Í þætti Kveiks kom fram að ein af ástæðum fyrir því að þetta þætti eft­ir­sókn­ar­vert væri sú að í Asíu sé greitt fjórum sinnum meira fyrir skip á leið í nið­ur­rif en í Evr­ópu. Að minnsta kosti 137 starfs­menn í Alang hafa lát­ist við störf síð­ast­lið­inn ára­tug, sam­kvæmt því sem kom fram í Kveik. 

Evr­ópu­sam­bandið (ESB) lög­festi Basel-sátt­mál­ann, sem gerður var 1998, fyrir 14 árum síðan og bann­aði þar með útflutn­ing hættu­lega og meng­andi úrgangs frá Evr­ópu. Frá 2018 hefur ESB svo lagt bann við því að skip yfir 500 brúttó­tonnum séu rifin ann­ars staðar en í vott­uðum end­ur­vinnslu­stöðv­um. Bæði Lax­foss og Goða­foss voru yfir þeirri stærð.

Sú lög­gjöf tók gildi á Íslandi fyrir ári síðan og gildir því um starf­semi Eim­skips. Brot á henni geta varðar fjár­sektum eða nokk­urra ára fang­elsi. 

Líf­eyr­is­sjóðir eiga meira en helm­ing í Eim­skip

Stærsti eig­andi Eim­skips er Sam­herji Hold­ing, annar helm­ingur Sam­herj­a­sam­stæð­unnar sem heldur utan um erlenda starf­semi hennar og eign­ar­hlut­inn í Eim­skip, með 27,06 pró­sent hlut. Stjórn­ar­for­maður Eim­skips er Bald­vin Þor­steins­son, sonur Þor­steins Más Bald­vins­sonar for­stjóra Sam­herja. Bald­vin á nú 20,5 pró­sent hlut í Sam­herja hf.,, hinu félag­inu sem myndar Sam­herj­a­sam­stæð­una. Sam­herji er með tvö af fimm stjórn­ar­sætum í Eim­skip auk þess sem sam­steypan styður einn óháðan stjórn­ar­mann óskorað til stjórn­ar­setu. Í jan­úar 2019 var svo ráð­inn nýr for­stjóri Eim­skips, Vil­helm Már Þor­­­­steins­­­­son. Hann er frændi stjórn­­­­­­­ar­­­­for­­­­manns­ins og tveggja helstu eig­enda Sam­herja. Vil­helm neit­aði að veita Kveik við­tal vegna umfjöll­unar þátt­ar­ins um Eim­skip.

Eim­skip sendi hins vegar frá sér til­kynn­ingu í síð­ustu viku, eftir að Kveikur hafði óskað eftir við­tali, þar sem fyr­ir­tækið sagð­ist ekki hafa tekið ákvörðun um að senda skipin tvö til Ind­lands í end­ur­vinnslu, heldur hafi það verið ákvörðun GMS, sem keypti skipin af Eim­skip.

Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eiga meira en helm­ing í Eim­skip. Stærstu sjóðir lands­ins: Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LS­R), Gildi, Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna og Birta eiga sam­tals 43,2 pró­sent í skipa­fé­lag­inu. Allir sjóð­irnir hafa sam­fé­lags­lega ábyrgð að leið­ar­ljósi í starf­semi sinni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent