Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda

Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.

Skjáskot úr kveik af Eimskip
Auglýsing

Mögu­leg lög­brot við flutn­ing og nið­ur­rif tveggja skipa sem voru í eigu Eim­skips, Lax­foss og Goða­foss, eru á borði stjórn­valda á Íslandi og í Holland­i. 

Þetta kom fram í Kveik á RÚV í kvöld þar sem fjallað var um end­ur­vinnslu skip­anna tveggja í skipa­nið­ur­rifs­stöð í Ind­landi sem upp­fyllir ekki evr­ópskar reglur um end­ur­vinnslu skipa. 

Sam­kvæmt heim­ildum Kveiks hefur beiðni um opin­bera rann­sókn á meintum ólög­legum flutn­ingi og nið­ur­rifi skip­anna tveggja verið send til emb­ættis Hér­aðs­sak­sókn­ara. 

Lög­gjöf tók gildi á Íslandi fyrir ári síðan

Skipin tvö voru seld í des­em­ber í fyrra til fyr­ir­tækis sem heitir GMS, og sér­hæfir sig í að vera milli­liður sem kaupir skip til að setja þau í nið­ur­rif í Asíu þar sem kröfur um aðbúnað starfs­manna og umhverf­is­á­hrif nið­ur­rifs­ins eru mun lak­ari en í Evr­ópu. Þar eru skip oft rifin í flæð­ar­mál­inu og ýmis spilli­efni látin flæða út í umhverf­ið. Þá vinna starfs­menn þar við svo erf­iðar aðstæður að þær hafa verið kall­aðar mann­rétt­inda­brot.

Auglýsing
Laxfoss og Goða­foss voru flutt í skipa­kirkju­garð­inn í Alang á Ind­landi í maí síð­ast­liðn­um. Í þætti Kveiks kom fram að ein af ástæðum fyrir því að þetta þætti eft­ir­sókn­ar­vert væri sú að í Asíu sé greitt fjórum sinnum meira fyrir skip á leið í nið­ur­rif en í Evr­ópu. Að minnsta kosti 137 starfs­menn í Alang hafa lát­ist við störf síð­ast­lið­inn ára­tug, sam­kvæmt því sem kom fram í Kveik. 

Evr­ópu­sam­bandið (ESB) lög­festi Basel-sátt­mál­ann, sem gerður var 1998, fyrir 14 árum síðan og bann­aði þar með útflutn­ing hættu­lega og meng­andi úrgangs frá Evr­ópu. Frá 2018 hefur ESB svo lagt bann við því að skip yfir 500 brúttó­tonnum séu rifin ann­ars staðar en í vott­uðum end­ur­vinnslu­stöðv­um. Bæði Lax­foss og Goða­foss voru yfir þeirri stærð.

Sú lög­gjöf tók gildi á Íslandi fyrir ári síðan og gildir því um starf­semi Eim­skips. Brot á henni geta varðar fjár­sektum eða nokk­urra ára fang­elsi. 

Líf­eyr­is­sjóðir eiga meira en helm­ing í Eim­skip

Stærsti eig­andi Eim­skips er Sam­herji Hold­ing, annar helm­ingur Sam­herj­a­sam­stæð­unnar sem heldur utan um erlenda starf­semi hennar og eign­ar­hlut­inn í Eim­skip, með 27,06 pró­sent hlut. Stjórn­ar­for­maður Eim­skips er Bald­vin Þor­steins­son, sonur Þor­steins Más Bald­vins­sonar for­stjóra Sam­herja. Bald­vin á nú 20,5 pró­sent hlut í Sam­herja hf.,, hinu félag­inu sem myndar Sam­herj­a­sam­stæð­una. Sam­herji er með tvö af fimm stjórn­ar­sætum í Eim­skip auk þess sem sam­steypan styður einn óháðan stjórn­ar­mann óskorað til stjórn­ar­setu. Í jan­úar 2019 var svo ráð­inn nýr for­stjóri Eim­skips, Vil­helm Már Þor­­­­steins­­­­son. Hann er frændi stjórn­­­­­­­ar­­­­for­­­­manns­ins og tveggja helstu eig­enda Sam­herja. Vil­helm neit­aði að veita Kveik við­tal vegna umfjöll­unar þátt­ar­ins um Eim­skip.

Eim­skip sendi hins vegar frá sér til­kynn­ingu í síð­ustu viku, eftir að Kveikur hafði óskað eftir við­tali, þar sem fyr­ir­tækið sagð­ist ekki hafa tekið ákvörðun um að senda skipin tvö til Ind­lands í end­ur­vinnslu, heldur hafi það verið ákvörðun GMS, sem keypti skipin af Eim­skip.

Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eiga meira en helm­ing í Eim­skip. Stærstu sjóðir lands­ins: Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LS­R), Gildi, Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna og Birta eiga sam­tals 43,2 pró­sent í skipa­fé­lag­inu. Allir sjóð­irnir hafa sam­fé­lags­lega ábyrgð að leið­ar­ljósi í starf­semi sinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent