Hvernig má nýta helming mannauðs með skilvirkari hætti?

Á hverjum vinnu­stað eru unnin ýmis verk sem ekki leiða til fram­gangs í starfi. Guð­rún John­sen, lektor við CBS, fjallar um svokölluð „vinnu­staða­hús­verk“ en þau lenda í meira mæli á konum en körl­um.

Auglýsing

Við upp­haf 20. aldar voru hátt­settar stöður í atvinnu­líf­inu, bæði hér­lendis og erlend­is, nær ein­göngu skip­aðar karl­mönn­um. Nú um 120 árum síð­ar, eru konur ennþá í minni­hluta í hámennt­un­ar­starfs­grein­um, sér­stak­lega í æðstu stöð­um. Á þessu ári eru konur aðeins 4,8% for­stjóra stærstu 500 fyr­ir­tækja heims, en 8,8% í svoköll­uðum Fortune 500 fyr­ir­tækjum í Banda­ríkj­un­um. Það er þó aukn­ing frá því fyrir fimm árum síð­an. En árið 2017 sátu konur á 5,8% for­stjóra­stóla Fortune 500 fyr­ir­tækj­anna.

Ein­ungis einn tíundi af einka­leyfum á skráðum upp­finn­ingum í OECD ríkjum féll konum í skaut árið 2021. Á háskóla­stigi hallar veru­lega á konur í æðstu stöðum í flestum grein­um, þvert á lönd, en fram­gangur þeirra innan aka­dem­í­unnar er ekki í sam­hengi við það hlut­fall dokt­ors­gráða sem fólk vinnur sér inn.

Auglýsing
Á árunum 2009-2017 voru aðeins 16% akademískra starfa (lekt­or, dós­ent og pró­fess­or) í fjár­málum (e. Fin­ance) í höndum kvenna við 100 bestu háskóla í Banda­ríkj­un­um. Ef tekið er til­lit til rann­sókn­ar­virkni, eru konur lík­legri til að vera í lægri þrepum akademíska stig­ans og mun ólík­legri til að ná pró­fess­or­stöðu. Þær fá einnig lægri laun og birta færri greinar en karl­kyns kollegar þeirra.

Rann­sókn­ar­fram­lagið er ekki síðra að gæð­um, en birtar greinar eru færri að með­al­tali. Konur eru lík­legri til að vinna að rann­sóknum með öðrum kon­um, sem bendir til að sam­starfs­netið þeirra til birt­inga sé minna. Þessi kynja­munur hefur þó minnkað eilítið yfir tíma. Staðan er nokkuð betri í hag­fræði. Konur vinna sér inn 35 pró­sent af öllum dokt­ors­gráðum í hag­fræði í Banda­ríkj­un­um, 24 pró­sent aðstoð­ar­pró­fess­ora eru kon­ur, meðal bestu hag­fræði­deilda í Banda­ríkj­un­um, en ekki nema 14 pró­sent árið 2017. Það er þó mikil aukn­ing síðan árið 1993 þegar ein­ungis 3 pró­sent pró­fess­ora í hag­fræði voru kon­ur.

Það er við­var­andi áhyggju­efni fyrir vís­inda­menn, stefnu­mót­andi aðila og almenn­ing að sé ekki hægt að taka á móti sjón­ar­miðum eða nýta til fulls menntun og mannauð um helm­ings mann­kyns með skil­virkum hætti.

Til að mæta þessum vanda hefur und­an­farin miss­eri m.a. verið lögð mikil áhersla á að breyta sam­setn­ingu tak­mark­aðs hóps innan atvinnu­lífs­ins, þ.e. innan stjórna fyr­ir­tækj­anna. Milli 2008-2015 settu um 32 lönd reglu­bund­inn eða lög­bund­inn kvóta til að auka hlut­deild kvenna í stjórn­um. Hér verður tekið undir það sem m.a. Renée Adams, pró­fessor við Oxford háskóla hefur haldið fram, að slík stefnu­mótun tekur hvorki mið af rann­sóknum um skil­virkni og áhrif setu kvenna í stjórn­um, né heldur er tekið á þeim þáttum sem raun­veru­lega hindra þátt­töku kvenna í ákvörð­unum á hæstu stigum rekstr­ar­á­byrgð­ar.

Lyftu­tón­listin og elda­vél­arnar í íþrótt­um, aka­dem­íu, stjórn­málum og við­skipta­líf­inu

Sér­hæf­ing starfa á sér ekki langa sögu. Hér er því við að etja árþús­unda seigan félags­lær­dóm og upp­eldi gagn­vart fram­lagi og hlut­verki kvenna. Því til vitnis er aðeins rétt rúm­lega tutt­ugu ára gömul til­vitnun í orð Alþing­is­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, Guðna Ágústs­son­ar, sem sagði á fundi um stöðu kon­unnar í nútíma­sam­fé­lagi að „rétti staður kon­unnar er bak við elda­vél­ina“.

Hvar sem drepur niður eiga konur erfitt upp­dráttar við að kom­ast í áhrifa­stöð­ur, hvort sem er á sviði íþrótta, í háskóla­sam­fé­lag­inu, stjórn­málum eða við­skipta­lífi. Fjöl­margar sögur eru sagðar meðal kvenna í atvinnu­líf­inu að ekki sé hlustað á hug­myndir þeirra eða grein­ingu, nema að hún sé end­ur­tekin af karl­manni, helst yfir fimm­tugt.

Það er eins og að lyftu­tón­list fari í gang í eyrum fólks, karla og kvenna, um leið og konur leggja orð í belg, og menn heyri hrein­lega ekki hvað sagt er, fyrr en karl­maður tekur upp sama mál­stað. Þá er stuðn­ingur vís. Hverju sem um er að kenna, mis­mun­andi tján­ing­ar­formi kynj­anna, radd­hæð, klæða­burði, hár­greiðslu eða þró­un­ar­kenn­ing­ar­legum ástæðum af öðrum toga er vert að veita nýrri töl­fræði athygli, sem er raun­veru­lega hægt að hafa áhrif á, til að breyta þessu. Töl­fræði­grein­ingin birt­ist í bók­inni „The No Club: Putt­ing a stop to Women‘s Dea­d-End Work“ eftir Laurie Wein­gart, pró­fess­ors við Carnegie Mellon og ann­arra höf­unda sem tóku saman fjölda fræði­legra rann­sókna m.a. um hvernig störf og verk sem ekki leiða til fram­gangs er skipt ójafnt milli kynj­anna.

Þegar kannað er hvernig tíma sér­fræð­inga er varið á vinnu­stöðum þar sem haldið er utan um hverja vinnu­stund, svo sem á verk­fræði­stof­um, lög­manns­stofum og end­ur­skoð­enda­skrif­stof­um, kemur í ljós að konur taka á sig vinnu­staða­hús­verk, verk sem leiða ekki til fram­gangs (e. Non promota­ble tasks), í miklum meiri mæli en karl­kyns kollegar þeirra.

Mynd 1: Störf sem ekki veita framgang í starfi.

Vinnu­staða­hús­verk eru verk eins og að hjálpa nýliðum kom­ast inní starf, yfir­lestur og leið­rétt­ing á texta, skipu­leggja fund­i/við­burði, nefnd­ar­störf, rit­ari nefnd­ar, ráðn­ing­ar, leysa úr deilum sam­starfs­manna, aðstoða sam­starf­menn í per­sónu­legum vanda, leið­beina, setja í upp­þvotta­vél­ina, taka til á skrif­stofu ofl. Sem eru öll verð­mæt og nauð­syn­leg störf sem þarf að vinna í árang­urs­ríkum rekstri, en leiða ekki til fram­gangs í starfi.

Mið­gildi þeirra klukku­stunda sem konur taka á sig af slíkri vinnu eru ríf­lega 700, meðal lægra settra starfs­manna, á meðan karl­menn á sama stað í starfs­fram­anum taka á sig tæp­lega 500 klukku­stund­ir. Sjá mynd 1.

Munur milli kynj­anna minnkar aðeins þegar komið er hærra í met­orða­stig­an­um. Konur í yfir­manns­stöðum (e. senior staff) verja ríf­lega 400 klukku­stundum í verk sem ekki leiða til fram­gangs á meðan karlar verja um rétt tæp­lega 200. Þegar þetta er tekið saman þá vinna konur um 200 klukku­stundum að mið­gildi fleiri klukku­tíma en karl­ar, sem er meira en heill mán­uður í auka­vinnu á ári. Á sama tíma fá þær að sinna um 250 færri klukku­stundum á ári, að mið­gildi, sem leiða til fram­gangs í starfi, en karl­kyns sér­fræð­ingar með sömu starfstitla, starfs­reynslu og mennt­un. Sjá mynd 2.

Mynd 2: Störf sem veita framgang í starfi.

Yfir tíma mun þessi munur segja til sín í líkum á því að ná fram­gangi í starfi. Sam­keppn­is­staðan er býsna ólík milli kynj­anna þegar kemur að fram­gangi. Þegar skoðað er hversu margar stundir konur í yfir­manns­stöðum vinna að verk­efnum sem stuðla að fram­gangi má glögg­lega sjá að þær vinna nán­ast jafn­mikið og karl­kyns kollegar í sömu stöðum – en þær vinna 250 fleiri klukku­stundir að verk­efnum sem ekki leiða til starfs­frama en karl­arn­ir.

Konur vinna sem sagt miklu meira en karl­arnir að mið­gildi sem eru í yfir­manns­stöðum hjá þekk­ing­ar­fyr­ir­tækj­um, eins og verk­fræði­stof­um, sem selja út klukku­tíma starfs­manna til við­skipta­vina.

Þá er umtals­vert mik­ill munur milli kynja og kyn­þátta þegar kemur að úthlutun verk­efna sem leiða til fram­gangs í starfi. Ein­ungis um 40% kvenna af afrískum upp­runa telja sig hafa sama aðgang að eft­ir­sókn­ar­verðum verk­efnum og sam­starfs­fé­lag­arnir á meðan 85% hvítra karla telja sig hafa það. Um 55% svartra kvenna telja að þær taki á sig meiri vinnu­staða­hús­verk en sam­starfs­fé­lag­arnir á meðan 25% hvítra karl­manna telja sig gera það, sjá mynd 3.

Mynd 3: Verk sem ekki leiða til framgangs í starfi: Samanburður 3.000 verkfræðinga. Samanburður á starfsmönnum með sambærilegt hlutverk, starfsaldur og reynslu.

Þá er ekki öll sagan sögð. Þegar heim er komið vinna konur heim­il­is­störf eða hús­verk mun lengur en karl­ar. Um 91% kvenna með börn á heim­il­inu verja um klukkku­stund á dag í heim­il­is­störf á meðan ein­ungis 30% karla með börn gera það sama. Að með­al­tali verja úti­vinn­andi konur um 2,3 klukku­stundum í hús­verk á dag á meðan meðal karl­maður á vinnu­mark­aði vinnur 1,6 klukku­stundir af heim­il­is­störfum á dag.

Hvers vegna er þetta svona – og hvaða áhrif hefur þessi sam­keppn­is­staða á fram­gang kvenna?

Rann­sak­endur sýna að þessi sam­keppn­is­staða leiðir til þess að starfs­frami kvenna staðn­ar, konur fjar­lægj­ast stétta­með­vit­und sína, sam­sömun þeirra við stétt og vinnu­stað minnkar (e. dimin­is­hed pro­fessional identity), til­finn­inga­leg örmögnun er tíð­ari, átök við sam­starfs­menn verða tíð­ari ef órétt­læti og ójöfn­uður fær að þríf­ast, sem að leiðir eðli­lega til auk­ins álags.

Konur verða því frekar óánægju í starfi að bráð sem leiðir til þess að þær eru lík­legri til að hætta störf­um, og snúa sér jafn­vel að störfum þar sem sér­þekk­ing þeirra nýt­ist ekki, sem hefur aug­ljós áhrif á starfs­frama þeirra og sam­fé­lag en hindrar þær jafn­framt í að fá tæki­færi til að sinna leið­toga­hlut­verk­um.

Þessi staða á vinnu­mark­aði hefur vit­an­lega áhrif á konur í einka­líf­inu. Það að þurfa að leggja meira á sig, vinna lengri vinnu­tíma á vinnu­staðn­um, vinna lengri vinnu­tíma þegar heim er kom­ið, njóta svo ekki sann­mælis og fá ekki sama mögu­leika á fram­gangi fyrir vikið hefur sál­ræn áhrif á ein­stak­ling­inn. Það getur leitt til félags­legrar ein­angr­un­ar, nei­kvæðra áhrifa á fjöl­skyldu­líf, kulnun og stöðnun á starfs­ferl­inum eða hliðrun á starfs­ferli.

En hvers vegna lenda konur frekar í þessu? Rann­sóknir sýna að umhverfið ætl­ast frekar til þess að þær sjái um þessi verk sem ekki leiða til starfs­frama. Konur eru helm­ingi lík­legri til að vera beðnar um að vinna slíka vinnu, og þær eru mun lík­legri til að segja já, þegar þær eru beðnar heldur en karl­menn. En 75% kvenna segja já þegar þær eru beðn­ar, á meðan 50% karla gera það. Að end­ingu eru þær ekki bara bón­betri heldur einnig lík­legri til að bjóða sig fram til að vinna slík verk.

Auglýsing
En hvers vegna? Ímyndin um „kon­una á bak við elda­vél­ina“ er sterk. Umhverfið ætl­ast til þess að konur taki að sér þessi verk­efni og þær hafa þær vænt­ingar um að vænt­ing­arnar séu til staðar gagn­vart þeim. Við vitum að vænt­ingar skipta þarna höf­uð­máli. Ef um per­sónu­eig­in­leika væri að ræða sem er kyn­bund­inn, þá myndi sama mynd birt­ast í öllum mögu­legum hóp­um. En svo er ekki. Þegar höf­und­arnir gerðu til­raunir með það hverjir eru lík­legir til að bjóða fram krafta sína innan kyn­bund­inna hópa, þ.e. ann­ars vegar konur og hins vegar karla­hópar, þá kom annað í ljós. Fleiri karlar buðu sig fram í slík verk í hópum sem var bara sam­settur körlum og færri konur buðu sig fram þegar konur voru einar í hópi. Sama var uppá ten­ingnum ef stjórn­andi var sendur inní hóp þriggja aðila, þar sem ein kona var í hópn­um. Konan var beðin um að sinna hús­verkum í 40% til­vika, 30% líkur á hvorum karl­in­um. En ef hóp­ur­inn var skip­aður tveimur konum voru 25% líkur á því að karl­inn yrði beð­inn um vinnu­staða­hús­verk­in.

Æfingin skaðar meist­ar­ann

Það kann að vera að konur séu frekar beðnar um að taka á sig vinnu­staða­hús­verk heldur en karlar vegna þess að þær eru ein­fald­lega betri í þessum verk­um, vinna hraðar og skila vand­aðra verki. En slík verka­skipt­ing leiðir til kyn­bund­innar skatt­heimtu sem dregur úr tæki­færum á fram­gangi kvenna en kemur jafn­framt í veg fyrir að karl­menn nái sömu færni í þessum nauð­syn­legu störf­um.

Ofan á þetta bæt­ist að mörgum konum finnst þær ekki geta sagt nei þegar þær eru beðn­ar. Ef þær segja nei, þá muni það hafa nei­kvæð áhrif á fram­gang þeirra í starfi. Þær fá þá frekar á sig stimpil um að vera ekki góðir liðs­menn, erf­iðar í sam­skipt­um, nei­kvæð­ar, hroka­fullar eða þaðan af verra.

Fróð­lega sam­an­tekt má lesa í grein The Atl­antic sem ber tit­il­inn „Af hverju haga konur sér ekki meira eins og karlar á vinnu­stöð­u­m?“ Þar kemur fram að ef konur sýna ekki að þær eru sam­vinnu­fús­ar, þá eru þær taldar of ýtnar eða erf­iðar í sam­skipt­um, og ef þær eru of sam­vinnu­fúsar þá eru þær álitnar of rag­ar, ekki nógu sterk­ar.

Konur eru miklum mun lík­legri til að vera flokk­aðar og um þær búnar til ster­eótýpur sem tekið er mark á óháð ein­stak­ling­unum sjálf­um. Konur mega alls ekki virð­ast vera of þægi­leg­ar, of hlýjar né of hæfar eða fag­leg­ar, til að vera álitnar gott leið­toga­efni.

Með­vit­und, neit­un­ar­fé­lagið og stjórn­enda­á­byrgð

Við sjáum vel í fjöl­mörgum sál­fræði­rann­sóknum að með­vit­und um hug­rænt mis­ræmi (e. cognitive dis­son­ance) leiðir til þess að við erum síður lík­leg til að falla í þá pytti sem leiða til slæmra ákvarð­ana vegna hins hug­ræna mis­ræm­is. Því er mikið tæki­færi fólgið í því að flokka sér­stak­lega vinnu­staða­hús­verk sem leiða ekki til fram­gangs, koma okkur upp þjálum hug­tökum um þau og deila þeim út á meðal starfs­fólks með sann­gjörnum hætti.

Konur verða því miður sjálfar að taka það á sig að vera sér­stak­lega með­vit­aðar um hvaða verk af þessum toga þær taka að sér. Þær þurfa að koma sér upp neit­un­ar­fé­lagi meðal jafn­ingja sinna til að fá stuðn­ing og spegl­un. En þær þurfa líka að finna sér leiðir til að segja nei við þessum verkum með diplómat­ísku hætti.

Stjórn­endur verða að vera með­vit­aðir og skapa menn­ingu í kringum þessi nauð­syn­legu verk­efni þannig að það verði eðli­legt að deila þeim milli kynja og kyn­þátta með jöfnum og sann­gjörnum hætti, eða hrein­lega að meta þessi störf jafnt á við hin.

Stjórn­endur sjálfir bera ábyrgð á því að fyrt­ast ekki við þó að konur segi nei við þess­ari skatt­lagn­ingu. Stundum þarf ein­fald­lega að skapa störf sem sjá um vinnu­staða­hús­verk­in, en helst af báðum kynjum og öllum kyn­þáttum eftir atvik­um.

Bjart­ari fram­tíð í fjöl­breyti­leika

Margt smátt gerir eitt stórt. Jafn­ari dreif­ing vinnu­staða­hús­verka er mik­il­vægur þáttur í því að við náum að brjót­ast út úr órétt­læti og óskil­virkni þegar kemur að nýt­ingu mannauðs. Tæki­færi glat­ast í við­skiptum og sam­fé­lag­inu öllu ef við náum ekki að virkja hæfni ein­stak­linga óháð kyni þeirra og kyn­þætti, og eins og hér á landi eftir stuðn­ingi við ólíka stjórn­mála­flokka.

Í því sam­hengi vil ég biðja les­endur um að íhuga hvernig þróun og staða tækni- og fjar­skipta­iðn­að­ar­ins hefði orðið ef Steve Jobs hefði verið kona. Lík­legt er að iMac, iPho­ne, iPod, iPad hefðu aldrei komið á mark­að. Hér er það svo metið að um 99% líkur á því að Steph­anie Jobs hefði ekki fengið fjár­magn til að koma Apple tölv­unni í fram­leiðslu strax í upp­hafi Apple árið 1976. Steph­anie hefði því senni­lega fengið sér eitt­hvað annað að gera að end­ingu og þróun tækni- og fjar­skipta­geirans hefði orðið mjög frá­brugðin því sem síðar varð með fram­lagi Steve Jobs.

Að lokum má benda á að heim­ilin eru litlar rekstr­ar­ein­ingar sem konur hafa borið ábyrgð á alveg síðan mað­ur­inn hætti hirð­ingja­lífi og hóf að sinna land­bún­aði fyrir um 600.000 árum síð­an. Það eru bara um 500 ár síðan að Aust­ur-Ind­ía­fé­lag­ið, fyrsta hluta­fé­lag­ið, var stofnað í Hollandi hinn 31. des­em­ber 1600 – svo segja má að konur hafi um 599.500 ára for­skot í stjórnun og rekstri.

Að öllu gamni slepptu, þá eru leið­toga­efni af skornum skammti almennt. Það er því hrein­lega skað­legt að láta hjá líða að gera það sem við getum til að við fáum að njóta leið­toga­hæfi­leika, grein­ing­ar-og ákvarð­ana­hæfni kvenna til jafns við karla í atvinnu­líf­inu. En það þarf að ger­ast á for­sendum kvenna, en ekki að þjálfa konur í að vera eins og karl­menn. Við það myndi ábat­inn sem fylgir fjöl­breyti­leik­anum glat­ast.

Greinin birt­ist fyrst í ára­móta­blaði Vís­bend­ingar 2022. Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Til­vís­anir

Hinchlif­fe, E., 2022, Female CEOs run just 4,8% of the world‘s largest businesses on the Global 500“, Fortune Mag­azine, 3. ágúst 2022, og Bertrand, M., Black, S.E., Jen­sen,S. og Ller­a­s-Muney, A.. 2019. “Br­eak­ing the glass ceil­ing? The effect of board quotas on female labour market outcomes in Norwa­y.” The Review of Economic Stu­dies 86 (1):191–239, Bertrand, M. and Hall­ock, K.F.,. 2001. “The gender gap in top cor­porate jobs.” ILR Review 55 (1):3–21.

OECD. 2021. “Inventors.”

M.G. Sherman og H.E.Tookes, 2021, „Female Repres­enta­tion in the Academic Fin­ance Pro­fession“, Journal of Fin­ance, Vol. 77, Issue 1.

S. Lund­berg og J. Ste­arns, 2019, „Women in Economics: Stalled Progress“, Journal of Economics Per­spect­i­ves, Vol. 33, no. 1, pp. 3-22

R. Adams, 2016, „Women on boards: The super­her­oes of tomor­row?“, The Leaders­hip Quarterly, No. 27

Guð­jón Ingi Eiríks­son og Jón Hjalta­son, Kæri kjós­andi, Hól­ar, Akur­eyri, 2000. Kæri kjós­andi, Morg­un­blað­ið, 13. des­em­ber 2000.

Tann­en, D., 2001, Talking from 9 to 5: Women and Men at Work, William Mor­row, New York.

L. Babcock, B. Peyser, L. Vesterlund og L. Wein­gart, 2022, The No Club: Putt­ing a stop to Women‘s Dea­d-End Work, Simon & Schuster, New York.

EIG­E-2021 Gender Equ­ality Index 2021 Report: Health, European Institute for Gender Equ­ality

Wein­gart ofl. 2022

Babcock ofl. 2017, „Gender differ­ences in accept­ing and receiv­ing requests for tasks with low promota­bility, Amer­ican Economic Revi­ew, 107(3), 714-17

A. Tugend, „Why don‘t Women Act More Like Men at Work?“, The Atl­ant­ic, 15. mars, 2012.

L. Car­li, 2007, Through the Labyr­inth: The Truth About How Women Become Leaders, Harvard Business Review Press

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit