20 færslur fundust merktar „eimskip“

Markaðsvirði Eimskips hefur hækkað um 53 milljarða króna á einu ári
Þrátt fyrir að Eimskip hafi gert upp risavaxna sekt vegna samkeppnisbrots á öðrum ársfjórðungi þá vænkaðist hagur félagsins verulega. Tekjur hækkuðu mikið og fjármagnskostnaður dróst saman. Hlutabréf í félaginu hafa margfaldast í verði á einu ári.
21. ágúst 2021
Virði hlutabréfa í Eimskip hefur aukist um 17 milljarða króna á undir tveimur vikum
Frá þeim degi sem tilkynnt var um sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið, þar sem félagið samþykkti að greiða metsekt fyrir samkeppnislagabrot, hafa hlutabréf í félaginu hækkað um þriðjung.
29. júní 2021
Í umsögn Eimskips er sagt að líklega sé ófýsilegt að flytja stóran hluta þeirra vara sem nú eru fluttar í landflutningum með sjófrakt um landið.
Auknar strandsiglingar „óraunhæfur og óhagkvæmur“ kostur að mati Eimskips
Talið er ólíklegt að auknar strandsiglingar hefðu jákvæð sparnaðaráhrif á flutningskostnað samkvæmt umsögn Eimskips við þingsályktunartillögu um efnið. Félagið kallar eftir innviðauppbyggingu fyrir vistvæna flutningabíla og aukna fjárfestingu í vegum.
18. mars 2021
Baldvin Þorsteinsson, forstjóri Samherja í Evrópu og einn aðaleigenda Samherja hf., er stjórnarformaður Eimskips.
Gildi telur starfsreglur stjórnar Eimskips færa stjórnarformanni „heldur mikið vald“
Lífeyrissjóður sem er þriðji stærsti eigandi Eimskips vill láta breyta starfsreglum stjórnar félagsins þannig að stjórnarformaðurinn Baldvin Þorsteinsson geti ekki kallað inn varamenn að eigin frumkvæði og án sérstakrar ástæðu.
16. mars 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji tekur ekki yfir Eimskip
Sárafáir hluthafar í Eimskip tóku yfirtökutilboði Samherja í félagið, sem rann út í gær.
9. desember 2020
Fréttamenn Kveiks eru í yfirlýsingu GMS sakaðir um upplýsingaóreiðu og falsfréttir í „illa rannsakaðri og villandi 30 mínútna heimildarmynd“ sem þjóni helst þeim tilgangi að fá háar áhorfstölur.
Milliliðurinn hraunar yfir þátt Kveiks, skoðar málsóknir og segir Eimskip hafa gert allt rétt
Fyrirtækið GMS hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna umfjöllunar Kveiks um endurvinnslu fyrrum flutningaskipa Eimskips í Indlandi. Þar segir meðal annars að Kveikur hafi sleppt því að ræða við þúsundir ánægðra starfsmanna í Alang.
8. október 2020
Eimskip biðst afsökunar á að skip hafi verið endurunnin í Indlandi
Eimskip segir að sér þyki leitt að tvö skip félagsins hafi endað í endurvinnslu í Indlandi, þar sem kröfur um aðbúnað starfs­­­manna og umhverf­is­á­hrif nið­­­ur­rifs­ins eru mun lak­­­ari en í Evr­­­ópu.
30. september 2020
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
30. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
28. september 2020
Þrír af stærstu eigendum Eimskips með vinnubrögð félagsins til skoðunar
Lífeyrissjóðir landsins eiga meirihluta hlutafjár í Eimskip. Þrír stærstu lífeyrissjóðirnir segjast allir vera með þau vinnubrögð félagsins, sem lýst var í fréttaskýringaþætti á fimmtudag, til skoðunar.
26. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
25. september 2020
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
24. september 2020
Skipið Goðafoss, sem endaði í endurvinnslu á Indlandi.
Gömul skip Eimskips í endurvinnslu á Indlandi
Skipin Goðafoss og Laxfoss sem seld voru til fyrirtækisins GMS í fyrra enduðu í endurvinnslu á Indlandi. Eimskip segist ekki hafa tekið ákvörðun um að skipin yrðu sett í endurvinnslu.
16. september 2020
Tugum sagt upp hjá Eimskip
Í dag verður stöðugildum hjá Eimskip fækkað um 73. Beinar uppsagnir í heildina eru 54 talsins, þar af 39 á Íslandi. Aðgerðirnar ná til flestra starfshópa fyrirtækisins, þar með talið stjórnenda.
28. apríl 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Samherji kominn með yfir 30 prósent í Eimskip og mun gera yfirtökutilboð
Samherji hefur bætt við sig hlutum í Eimskip og mun á næstu fjórum vikum gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð vegna þessa. Sitjandi forstjóri, sem boðað hefur starfslok í lok mánaðar, segist vona að lífeyrissjóðir og aðrir hluthafar eigi áfram í félaginu.
11. mars 2020
Minni innflutningur og minni veiðar leiddu til afkomuviðvörunar hjá Eimskip
Hagnaður Eimskips verður lægri á síðasta ári en áður var áætlað. Hlutabréfaverð í félaginu hefur lækkað um 16 prósent á einu ári.
31. janúar 2020
Ekki tókst að kjósa lögmæta stjórn Eimskips
Ekki tókst að kjósa lögmæta stjórn Eimskips á aðalfundi félagsins í gær. Lífeyrissjóðirnir studdu tvo karlkyns frambjóðendur en Samherji, stærsti einstaki hluthafinn, aðra tvo karla. Niðurstaðan uppfyllti ekki skilyrði um kynjakvóta.
29. mars 2019
Með lækkun á hlutafé Eimskipa hefur eignarhlutdeild Gildis í Eimskipum komist yfir tíu prósent
Gildi kominn með yfir 10 prósent í Eimskipum
Eignarhlutur lífeyrissjóðsins Gildis í Eimskipum fór yfir tíu prósent nú á dögunum.
14. ágúst 2018
Lægra hlutafé og kaup á eigin bréfum Eimskipa
Samþykkt var á hluthafafundi Eimskipa að hlutafé félagsins yrði lækkað auk þess sem stjórnin mætti kaupa eigin bréf upp að 18 milljónum að nafnvirði.
24. júlí 2018
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja
Samherji keypti 25,3% í Eimskip
Systurfélag Samherja keypti öll bréf bandaríska fjárfestingasjóðsins Yucaipa í gærkvöldi. Með því eignast félagið rúman fjórðungshlut í Eimskipum.
19. júlí 2018