„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“

Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.

eimskip
Auglýsing

„Sú kæra sem borist hefur frá Umhverf­is­stofnun til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara vegna meintra brota Eim­skips á lögum um með­höndlun úrgangs rímar aug­ljós­lega ekki vel við áherslur okkar um sam­fé­lags­lega ábyrgð í fjár­fest­ing­um. Við lítum það mál að sjálf­sögðu mjög alvar­legum aug­um. Í okkar huga snýst málið ekki ein­göngu um sið­ferð­is­leg sjón­ar­mið í alþjóð­legum við­skiptum heldur hlít­ingu við lög og reglur sem er algjört grund­vall­ar­at­riði við mat á stjórn­ar­hátt­u­m.“

Þetta segir Ólafur Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri Birtu líf­eyr­is­sjóðs, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, en Birta er fimmti stærsti eig­andi Eim­skips með 6,1 pró­sent eign­ar­hlut í félag­inu. Til­efni fyr­ir­spurn­ar­innar var umfjöllun frétta­skýr­inga­þátt­ar­ins Kveiks á fimmtu­dag þar sem greint var frá end­­­ur­vinnslu tveggja skipa, Lax­foss og Goða­foss, í skipa­n­ið­­­ur­rifs­­­stöð í Ind­landi sem upp­­­­­fyllir ekki evr­­­ópskar reglur um end­­­ur­vinnslu skipa. 

Skipin tvö voru seld í des­em­ber í fyrra til fyr­ir­tækis sem heitir GMS, og sér­­­hæfir sig í að vera milli­­­liður sem kaupir skip til að setja þau í nið­­­ur­rif í Asíu þar sem kröfur um aðbúnað starfs­­­manna og umhverf­is­á­hrif nið­­­ur­rifs­ins eru mun lak­­­ari en í Evr­­­ópu. Þar eru skip oft rifin í flæð­­­ar­­­mál­inu og ýmis spilli­efni látin flæða út í umhverf­ið. Þá vinna starfs­­­menn þar við svo erf­iðar aðstæður að þær hafa verið kall­aðar mann­rétt­inda­brot.

Lax­­foss og Goða­­­foss voru flutt í skipa­­­kirkju­­­garð­inn í Alang á Ind­landi í maí síð­­­ast­liðn­­­­­um. Í þætti Kveiks kom fram að ein af ástæðum fyrir því að þetta þætti eft­ir­­­sókn­­­ar­vert væri sú að í Asíu sé greitt fjórum sinnum meira fyrir skip á leið í nið­­­ur­rif en í Evr­­­ópu. Að minnsta kosti 137 starfs­­­menn í Alang hafa lát­ist við störf síð­­­ast­lið­inn ára­tug, sam­­­kvæmt því sem kom fram í Kveik. 

Líf­eyr­is­sjóðir eiga meira en helm­ing

Fram­ferði Eim­skip hefur þegar verið kært til emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara af Umhverf­is­stofn­un. Eim­skip sendi frá sér til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands á föstu­dag þar sem félagið hafn­aði því að hafa brotið lög. 

Stærsti eig­andi Eim­skips er Sam­herji Hold­ing, annar helm­ingur Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unnar sem heldur utan um erlenda starf­­semi hennar og eign­­ar­hlut­inn í Eim­­skip, með 27,06 pró­­sent hlut. Stjórn­­­ar­­for­­maður Eim­­skips er Bald­vin Þor­­steins­­son, sonur Þor­­steins Más Bald­vins­­sonar for­­stjóra Sam­herja.

Auglýsing
Íslenskir líf­eyr­is­­sjóðir eiga hins vegar meira en helm­ing í Eim­­skip. Stærstu sjóðir lands­ins: Líf­eyr­is­­sjóður starfs­­manna rík­­is­ins (LS­R), Gildi, Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna og Birta eiga sam­tals 43,2 pró­­sent í skipa­­fé­lag­inu. Kjarn­inn greindi frá því að þrír stærstu sjóð­irnir séu allir með vinnu­brögð Eim­skips í mál­inu til skoð­un­ar, enda hafa þeir allir und­ir­geng­ist kvaðir um að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð í fjár­fest­ingum sín­um, sem efni þáttar Kveiks rímar illa við. 

Stjórn Eim­skips þarf að upp­lýsa um málið

Birta hefur einnig sett sér slíka stefnu. Sjóð­ur­inn er meðal ann­ars aðili að reglum Sam­ein­uðu þjóð­anna um ábyrgar fjár­fest­ingar (Princip­les for Responsi­ble Invest­ment). Þær eiga að vera leið­bein­andi fyrir stofn­ana­fjár­festa um allan heim og fela í sér að þátt­tak­endur skuld­binda sig til að taka til­lit til umhverf­is­legra og félags­legra þátta við fjár­fest­ingar sín­ar, auk þess sem lögð er áhersla á góða stjórn­ar­hætti fyr­ir­tækja sem fjár­fest er í. Sam­kvæmt því sem fram kemur á heima­síðu Birtu þykja regl­urnar því falla „al­mennt vel að hlut­verki og eðli líf­eyr­is­sjóða enda hafa þeir þýð­ing­ar­miklu sam­fé­lags­legu hlut­verki að gegna og almenn­ingur gerir kröfu um að þeir axli sam­fé­lags­lega ábyrgð.“

Í svari fram­kvæmda­stjóra Birtu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að sjóð­ur­inn hafi ekki  þær rann­sókn­ar­heim­ildir sem þarf til að kom­ast að nið­ur­stöðu í mál­inu. „Á meðan svona mál eru í rann­sókn er nálgun okkar gagn­vart skráðum fyr­ir­tækj­um, jafn­ræði hlut­hafa í upp­lýs­inga­gjöf. Við gerum þannig ráð fyrir að félagið muni upp­lýsa mark­að­inn um málið og fylgja því jafn­ræð­is­sjón­ar­miði eftir því sem mál­inu vindur fram. Þótt Birta telj­ist til stærri hlut­hafa í Eim­skipum höfum við ekki greið­ari aðgang að upp­lýs­ingum en aðrir hlut­haf­ar. Það er því hlut­verk stjórnar Eim­skipa að upp­lýsa um málið og verði ekki orðið við því þarf aug­ljós­lega að grípa til harð­ari aðgerða sem við höfum á þessu stigi ekki lagt mat á. Það mat mun byggja á fram­vindu máls­ins á næstu dögum og vik­um.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent