„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“

Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.

eimskip
Auglýsing

„Sú kæra sem borist hefur frá Umhverf­is­stofnun til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara vegna meintra brota Eim­skips á lögum um með­höndlun úrgangs rímar aug­ljós­lega ekki vel við áherslur okkar um sam­fé­lags­lega ábyrgð í fjár­fest­ing­um. Við lítum það mál að sjálf­sögðu mjög alvar­legum aug­um. Í okkar huga snýst málið ekki ein­göngu um sið­ferð­is­leg sjón­ar­mið í alþjóð­legum við­skiptum heldur hlít­ingu við lög og reglur sem er algjört grund­vall­ar­at­riði við mat á stjórn­ar­hátt­u­m.“

Þetta segir Ólafur Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri Birtu líf­eyr­is­sjóðs, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, en Birta er fimmti stærsti eig­andi Eim­skips með 6,1 pró­sent eign­ar­hlut í félag­inu. Til­efni fyr­ir­spurn­ar­innar var umfjöllun frétta­skýr­inga­þátt­ar­ins Kveiks á fimmtu­dag þar sem greint var frá end­­­ur­vinnslu tveggja skipa, Lax­foss og Goða­foss, í skipa­n­ið­­­ur­rifs­­­stöð í Ind­landi sem upp­­­­­fyllir ekki evr­­­ópskar reglur um end­­­ur­vinnslu skipa. 

Skipin tvö voru seld í des­em­ber í fyrra til fyr­ir­tækis sem heitir GMS, og sér­­­hæfir sig í að vera milli­­­liður sem kaupir skip til að setja þau í nið­­­ur­rif í Asíu þar sem kröfur um aðbúnað starfs­­­manna og umhverf­is­á­hrif nið­­­ur­rifs­ins eru mun lak­­­ari en í Evr­­­ópu. Þar eru skip oft rifin í flæð­­­ar­­­mál­inu og ýmis spilli­efni látin flæða út í umhverf­ið. Þá vinna starfs­­­menn þar við svo erf­iðar aðstæður að þær hafa verið kall­aðar mann­rétt­inda­brot.

Lax­­foss og Goða­­­foss voru flutt í skipa­­­kirkju­­­garð­inn í Alang á Ind­landi í maí síð­­­ast­liðn­­­­­um. Í þætti Kveiks kom fram að ein af ástæðum fyrir því að þetta þætti eft­ir­­­sókn­­­ar­vert væri sú að í Asíu sé greitt fjórum sinnum meira fyrir skip á leið í nið­­­ur­rif en í Evr­­­ópu. Að minnsta kosti 137 starfs­­­menn í Alang hafa lát­ist við störf síð­­­ast­lið­inn ára­tug, sam­­­kvæmt því sem kom fram í Kveik. 

Líf­eyr­is­sjóðir eiga meira en helm­ing

Fram­ferði Eim­skip hefur þegar verið kært til emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara af Umhverf­is­stofn­un. Eim­skip sendi frá sér til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands á föstu­dag þar sem félagið hafn­aði því að hafa brotið lög. 

Stærsti eig­andi Eim­skips er Sam­herji Hold­ing, annar helm­ingur Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unnar sem heldur utan um erlenda starf­­semi hennar og eign­­ar­hlut­inn í Eim­­skip, með 27,06 pró­­sent hlut. Stjórn­­­ar­­for­­maður Eim­­skips er Bald­vin Þor­­steins­­son, sonur Þor­­steins Más Bald­vins­­sonar for­­stjóra Sam­herja.

Auglýsing
Íslenskir líf­eyr­is­­sjóðir eiga hins vegar meira en helm­ing í Eim­­skip. Stærstu sjóðir lands­ins: Líf­eyr­is­­sjóður starfs­­manna rík­­is­ins (LS­R), Gildi, Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna og Birta eiga sam­tals 43,2 pró­­sent í skipa­­fé­lag­inu. Kjarn­inn greindi frá því að þrír stærstu sjóð­irnir séu allir með vinnu­brögð Eim­skips í mál­inu til skoð­un­ar, enda hafa þeir allir und­ir­geng­ist kvaðir um að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð í fjár­fest­ingum sín­um, sem efni þáttar Kveiks rímar illa við. 

Stjórn Eim­skips þarf að upp­lýsa um málið

Birta hefur einnig sett sér slíka stefnu. Sjóð­ur­inn er meðal ann­ars aðili að reglum Sam­ein­uðu þjóð­anna um ábyrgar fjár­fest­ingar (Princip­les for Responsi­ble Invest­ment). Þær eiga að vera leið­bein­andi fyrir stofn­ana­fjár­festa um allan heim og fela í sér að þátt­tak­endur skuld­binda sig til að taka til­lit til umhverf­is­legra og félags­legra þátta við fjár­fest­ingar sín­ar, auk þess sem lögð er áhersla á góða stjórn­ar­hætti fyr­ir­tækja sem fjár­fest er í. Sam­kvæmt því sem fram kemur á heima­síðu Birtu þykja regl­urnar því falla „al­mennt vel að hlut­verki og eðli líf­eyr­is­sjóða enda hafa þeir þýð­ing­ar­miklu sam­fé­lags­legu hlut­verki að gegna og almenn­ingur gerir kröfu um að þeir axli sam­fé­lags­lega ábyrgð.“

Í svari fram­kvæmda­stjóra Birtu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að sjóð­ur­inn hafi ekki  þær rann­sókn­ar­heim­ildir sem þarf til að kom­ast að nið­ur­stöðu í mál­inu. „Á meðan svona mál eru í rann­sókn er nálgun okkar gagn­vart skráðum fyr­ir­tækj­um, jafn­ræði hlut­hafa í upp­lýs­inga­gjöf. Við gerum þannig ráð fyrir að félagið muni upp­lýsa mark­að­inn um málið og fylgja því jafn­ræð­is­sjón­ar­miði eftir því sem mál­inu vindur fram. Þótt Birta telj­ist til stærri hlut­hafa í Eim­skipum höfum við ekki greið­ari aðgang að upp­lýs­ingum en aðrir hlut­haf­ar. Það er því hlut­verk stjórnar Eim­skipa að upp­lýsa um málið og verði ekki orðið við því þarf aug­ljós­lega að grípa til harð­ari aðgerða sem við höfum á þessu stigi ekki lagt mat á. Það mat mun byggja á fram­vindu máls­ins á næstu dögum og vik­um.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Fatnaður, geimferðir og sjálfbærni: Þjóðfræðirannsóknir fyrir framtíðina
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent