Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara

Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.

Eimskip
Auglýsing

Eim­skip segir að félagið hafi ekki komið nálægt þeirri ákvörðun að selja tvö skip sem höfðu verið í eigu þess, Goða­foss og Laxa­foss, í end­ur­vinnslu í Ind­landi. Eim­skip segir enn fremur að félagið hafi ekki komið að ákvörðun um það hvernig skipin voru end­urunn­in. 

Í til­kynn­ingu til Kaupa­hallar Íslands seg­ir: „Eim­skip hefur aflað upp­lýs­inga frá Umhverf­is­stofnun sem hefur nú upp­lýst félagið að stofn­unin hafi í vik­unni kært félagið til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara sem lög­að­ila vegna meintra brota á lögum um með­höndlun úrgangs. Eim­skip hafði engar upp­lýs­ingar um þá kæru fyrr en eftir sam­tal við Umhverf­is­stofnun fyrr í dag og stofn­unin afl­aði engra gagna frá Eim­skip vegna máls­ins. Eim­skip hafnar þessum ásök­unum enda fylgdi félagið í einu og öllu lögum og reglum í þessu sölu­ferli.“

Í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik á RÚV í gær­kvöldi  var fjallað um end­­ur­vinnslu skip­anna tveggja í skipa­n­ið­­ur­rifs­­stöð í Ind­landi sem upp­­­fyllir ekki evr­­ópskar reglur um end­­ur­vinnslu skipa. 

Auglýsing
Skipin tvö voru seld í des­em­ber í fyrra til fyr­ir­tækis sem heitir GMS, og sér­­hæfir sig í að vera milli­­liður sem kaupir skip til að setja þau í nið­­ur­rif í Asíu þar sem kröfur um aðbúnað starfs­­manna og umhverf­is­á­hrif nið­­ur­rifs­ins eru mun lak­­ari en í Evr­­ópu. Þar eru skip oft rifin í flæð­­ar­­mál­inu og ýmis spilli­efni látin flæða út í umhverf­ið. Þá vinna starfs­­menn þar við svo erf­iðar aðstæður að þær hafa verið kall­aðar mann­rétt­inda­brot.

Lax­foss og Goða­­foss voru flutt í skipa­­kirkju­­garð­inn í Alang á Ind­landi í maí síð­­ast­liðn­­­um. Í þætti Kveiks kom fram að ein af ástæðum fyrir því að þetta þætti eft­ir­­sókn­­ar­vert væri sú að í Asíu sé greitt fjórum sinnum meira fyrir skip á leið í nið­­ur­rif en í Evr­­ópu. Að minnsta kosti 137 starfs­­menn í Alang hafa lát­ist við störf síð­­ast­lið­inn ára­tug, sam­­kvæmt því sem kom fram í Kveik. 

­Evr­­ópu­­sam­­bandið (ESB) lög­­­festi Basel-sátt­­mál­ann, sem gerður var 1998, fyrir 14 árum síðan og bann­aði þar með útflutn­ing hætt­u­­lega og meng­andi úrgangs frá Evr­­ópu. Frá 2018 hefur ESB svo lagt bann við því að skip yfir 500 brúttó­­tonnum séu rifin ann­­ars staðar en í vott­uðum end­­ur­vinnslu­­stöðv­­­um. Bæði Lax­­foss og Goða­­foss voru yfir þeirri stærð.

Sú lög­­­gjöf tók gildi á Íslandi fyrir ári síðan og gildir því um starf­­semi Eim­­skips. Brot á henni geta varðar fjár­­­sektum eða nokk­­urra ára fang­elsi. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Fatnaður, geimferðir og sjálfbærni: Þjóðfræðirannsóknir fyrir framtíðina
Kjarninn 26. janúar 2021
Einná ferð á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi.
Ísland fyrst Schengen-ríkja til að gefa út rafræn bólusetningarvottorð
Lönd sunnarlega í Evrópu vilja svör við því hvort að samræmd bólusetningarvottorð séu væntanleg á næstunni. Annað sumar án ferðamanna myndi hafa skelfilegar afleiðingar.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent