Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

„Raun­veru­legar ástæður þess að Sam­tök atvinnu­lífs­ins sækj­ast nú eftir að snúa sig út úr gild­andi kjara­samn­ingi koma eig­in­leg­um, umsömdum for­sendum samn­ings­ins ekk­ert við,“ ritar Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður Efl­ingar í grein á vef Frétta­blaðs­ins.

Þar lýsir hún þeirri skoðun sinni að fari svo að aðild­ar­fyr­ir­tæki SA kjósi að segja upp lífs­kjara­samn­ing­um, sem um samd­ist á vor­mán­uðum 2019, sé rétt að skoða að vísa slíkri upp­sögn til Félags­dóms, þar sem skorið verði úr um lög­mæti henn­ar.

Hún segir SA stíga fram til upp­sagnar á gerðum kjara­samn­ingum „með klækja­brögð, óheil­indi og tæki­fær­is­mennsku að vopni“ og sé að nota tækni­at­riði til þess að segja for­sendur kjara­samn­inga brostn­ar, en í yfir­lýs­ingu á vef SA í gær sagði að ­ljóst væri að til­tekin tíma­sett vil­yrði í yfir­lýs­ingu stjórn­valda frá 3. apríl 2019 hefðu ekki gengið eftir og að það veitti báðum samn­ings­að­ilum heim­ild til að lýsa því yfir að for­sendur kjara­samn­inga hafi brost­ið.

Auglýsing

Lof­orða­pakki stjórn­valda, þar sem aðal­lega stendur út af lof­orð um tak­mörkun á 40 ára verð­tryggðum lán­um, er ein af þremur for­sendum sem bæði SA og ASÍ mega nota til að segja upp lífs­kjara­samn­ing­un­um. 

Hinar tvær snúa að um vaxta­lækk­unum og kaup­mátt­ar­aukn­ingu og ljóst er að vextir hafa lækkað og kaup­mátt­ar­aukn­ing átt sér stað síðan samn­ing­arnir voru und­ir­rit­að­ir, þrátt fyrir að blikur séu á lofti um þróun kaup­máttar almenn­ings vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Sól­veig Anna segir í grein sinni að bann við 40 ára verð­tryggðum lánum sé „at­riði sem stjórn­völd lof­uðu að beiðni verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, ekki atvinnu­rek­enda“ og því sé meintur for­sendu­brestur varð­andi það verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar að skera úr um, en ekki atvinnu­rek­enda. „Enn fremur liggur fyrir að frum­varp er í smíðum sem full­nægja mun umræddu lof­orði líkt og for­seti ASÍ lýsti í fréttum í gær­kvöld­i,“ bætir hún við í grein sinni.

Hefur rætt málið við aðra for­ystu­menn innan ASÍ

„Það er merki­legt að verða vitni að þessu, þessum blekk­ing­um,“ segir Sól­veig Anna í sam­tali við Kjarn­ann. 

Spurð hvort hún hafi viðrað þá skoðun sína að rétt sé að fara með upp­sögn samn­ing­anna til Félags­dóms við aðra for­ystu­menn innan ASÍ segir hún að það hafi hún gert og verið sé að skoða mál­ið, en í ljós á eftir að koma hvort fyr­ir­tækin innan SA vilja segja samn­ing­unum upp.

Hún segir að upp­sögn kjara­samn­ing­anna myndi koma verst niður á þeim minni­hluta starfs­manna á almennum vinnu­mark­aði sem séu á stríp­uðum töxt­u­m. 

„Það er fólkið sem þarf mest á því að halda að fá þessar hóf­stilltu hækk­anir sem samið var um. Þetta er fólkið sem fer með allar sínar krónur beint út í nærum­hverfið og eyðir þeim öllum til að örva hér hag­vöxt­inn,“ segir Sól­veig Anna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent