Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

„Raunverulegar ástæður þess að Samtök atvinnulífsins sækjast nú eftir að snúa sig út úr gildandi kjarasamningi koma eiginlegum, umsömdum forsendum samningsins ekkert við,“ ritar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í grein á vef Fréttablaðsins.Þar lýsir hún þeirri skoðun sinni að fari svo að aðildarfyrirtæki SA kjósi að segja upp lífskjarasamningum, sem um samdist á vormánuðum 2019, sé rétt að skoða að vísa slíkri uppsögn til Félagsdóms, þar sem skorið verði úr um lögmæti hennar.

Hún segir SA stíga fram til uppsagnar á gerðum kjarasamningum „með klækjabrögð, óheilindi og tækifærismennsku að vopni“ og sé að nota tækniatriði til þess að segja forsendur kjarasamninga brostnar, en í yfirlýsingu á vef SA í gær sagði að ljóst væri að tiltekin tímasett vilyrði í yfirlýsingu stjórnvalda frá 3. apríl 2019 hefðu ekki gengið eftir og að það veitti báðum samningsaðilum heimild til að lýsa því yfir að forsendur kjarasamninga hafi brostið.

AuglýsingLoforðapakki stjórnvalda, þar sem aðallega stendur út af loforð um takmörkun á 40 ára verðtryggðum lánum, er ein af þremur forsendum sem bæði SA og ASÍ mega nota til að segja upp lífskjarasamningunum. 

Hinar tvær snúa að um vaxtalækkunum og kaupmáttaraukningu og ljóst er að vextir hafa lækkað og kaupmáttaraukning átt sér stað síðan samningarnir voru undirritaðir, þrátt fyrir að blikur séu á lofti um þróun kaupmáttar almennings vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins.

Sólveig Anna segir í grein sinni að bann við 40 ára verðtryggðum lánum sé „atriði sem stjórnvöld lofuðu að beiðni verkalýðshreyfingarinnar, ekki atvinnurekenda“ og því sé meintur forsendubrestur varðandi það verkalýðshreyfingarinnar að skera úr um, en ekki atvinnurekenda. „Enn fremur liggur fyrir að frumvarp er í smíðum sem fullnægja mun umræddu loforði líkt og forseti ASÍ lýsti í fréttum í gærkvöldi,“ bætir hún við í grein sinni.

Hefur rætt málið við aðra forystumenn innan ASÍ

„Það er merkilegt að verða vitni að þessu, þessum blekkingum,“ segir Sólveig Anna í samtali við Kjarnann. 

Spurð hvort hún hafi viðrað þá skoðun sína að rétt sé að fara með uppsögn samninganna til Félagsdóms við aðra forystumenn innan ASÍ segir hún að það hafi hún gert og verið sé að skoða málið, en í ljós á eftir að koma hvort fyrirtækin innan SA vilja segja samningunum upp.

Hún segir að uppsögn kjarasamninganna myndi koma verst niður á þeim minnihluta starfsmanna á almennum vinnumarkaði sem séu á strípuðum töxtum. 

„Það er fólkið sem þarf mest á því að halda að fá þessar hófstilltu hækkanir sem samið var um. Þetta er fólkið sem fer með allar sínar krónur beint út í nærumhverfið og eyðir þeim öllum til að örva hér hagvöxtinn,“ segir Sólveig Anna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent