Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

„Raun­veru­legar ástæður þess að Sam­tök atvinnu­lífs­ins sækj­ast nú eftir að snúa sig út úr gild­andi kjara­samn­ingi koma eig­in­leg­um, umsömdum for­sendum samn­ings­ins ekk­ert við,“ ritar Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður Efl­ingar í grein á vef Frétta­blaðs­ins.

Þar lýsir hún þeirri skoðun sinni að fari svo að aðild­ar­fyr­ir­tæki SA kjósi að segja upp lífs­kjara­samn­ing­um, sem um samd­ist á vor­mán­uðum 2019, sé rétt að skoða að vísa slíkri upp­sögn til Félags­dóms, þar sem skorið verði úr um lög­mæti henn­ar.

Hún segir SA stíga fram til upp­sagnar á gerðum kjara­samn­ingum „með klækja­brögð, óheil­indi og tæki­fær­is­mennsku að vopni“ og sé að nota tækni­at­riði til þess að segja for­sendur kjara­samn­inga brostn­ar, en í yfir­lýs­ingu á vef SA í gær sagði að ­ljóst væri að til­tekin tíma­sett vil­yrði í yfir­lýs­ingu stjórn­valda frá 3. apríl 2019 hefðu ekki gengið eftir og að það veitti báðum samn­ings­að­ilum heim­ild til að lýsa því yfir að for­sendur kjara­samn­inga hafi brost­ið.

Auglýsing

Lof­orða­pakki stjórn­valda, þar sem aðal­lega stendur út af lof­orð um tak­mörkun á 40 ára verð­tryggðum lán­um, er ein af þremur for­sendum sem bæði SA og ASÍ mega nota til að segja upp lífs­kjara­samn­ing­un­um. 

Hinar tvær snúa að um vaxta­lækk­unum og kaup­mátt­ar­aukn­ingu og ljóst er að vextir hafa lækkað og kaup­mátt­ar­aukn­ing átt sér stað síðan samn­ing­arnir voru und­ir­rit­að­ir, þrátt fyrir að blikur séu á lofti um þróun kaup­máttar almenn­ings vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Sól­veig Anna segir í grein sinni að bann við 40 ára verð­tryggðum lánum sé „at­riði sem stjórn­völd lof­uðu að beiðni verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, ekki atvinnu­rek­enda“ og því sé meintur for­sendu­brestur varð­andi það verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar að skera úr um, en ekki atvinnu­rek­enda. „Enn fremur liggur fyrir að frum­varp er í smíðum sem full­nægja mun umræddu lof­orði líkt og for­seti ASÍ lýsti í fréttum í gær­kvöld­i,“ bætir hún við í grein sinni.

Hefur rætt málið við aðra for­ystu­menn innan ASÍ

„Það er merki­legt að verða vitni að þessu, þessum blekk­ing­um,“ segir Sól­veig Anna í sam­tali við Kjarn­ann. 

Spurð hvort hún hafi viðrað þá skoðun sína að rétt sé að fara með upp­sögn samn­ing­anna til Félags­dóms við aðra for­ystu­menn innan ASÍ segir hún að það hafi hún gert og verið sé að skoða mál­ið, en í ljós á eftir að koma hvort fyr­ir­tækin innan SA vilja segja samn­ing­unum upp.

Hún segir að upp­sögn kjara­samn­ing­anna myndi koma verst niður á þeim minni­hluta starfs­manna á almennum vinnu­mark­aði sem séu á stríp­uðum töxt­u­m. 

„Það er fólkið sem þarf mest á því að halda að fá þessar hóf­stilltu hækk­anir sem samið var um. Þetta er fólkið sem fer með allar sínar krónur beint út í nærum­hverfið og eyðir þeim öllum til að örva hér hag­vöxt­inn,“ segir Sól­veig Anna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent