Mynd: Eimskip

Þrír af stærstu eigendum Eimskips með vinnubrögð félagsins til skoðunar

Lífeyrissjóðir landsins eiga meirihluta hlutafjár í Eimskip. Þrír stærstu lífeyrissjóðirnir segjast allir vera með þau vinnubrögð félagsins, sem lýst var í fréttaskýringaþætti á fimmtudag, til skoðunar.

Þeir þrír líf­eyr­is­sjóðir sem eiga stærstan hlut í Eim­skip, að und­an­skildum stærsta eig­and­anum Sam­herja Hold­ing, hafa allir tekið end­­­ur­vinnslu tveggja skipa, Lax­foss og Goða­foss, í skipa­n­ið­­­ur­rifs­­­stöð í Ind­landi sem upp­­­­­fyllir ekki evr­­­ópskar reglur um end­­­ur­vinnslu skipa til skoð­unar hjá sér. Einn þeirra sagði í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að „vinnu­brögðin sem lýst var í þætt­inum ríma illa við stefnu sjóðs­ins um ábyrgar fjár­fest­ing­ar.“

Fjallað var um málið í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik á fimmtu­dag. 

Skipin tvö voru seld í des­em­ber í fyrra til fyr­ir­tækis sem heitir GMS, og sér­­­hæfir sig í að vera milli­­­liður sem kaupir skip til að setja þau í nið­­­ur­rif í Asíu þar sem kröfur um aðbúnað starfs­­­manna og umhverf­is­á­hrif nið­­­ur­rifs­ins eru mun lak­­­ari en í Evr­­­ópu. Þar eru skip oft rifin í flæð­­­ar­­­mál­inu og ýmis spilli­efni látin flæða út í umhverf­ið. Þá vinna starfs­­­menn þar við svo erf­iðar aðstæður að þær hafa verið kall­aðar mann­rétt­inda­brot.

Lax­­foss og Goða­­­foss voru flutt í skipa­­­kirkju­­­garð­inn í Alang á Ind­landi í maí síð­­­ast­liðn­­­­­um. Í þætti Kveiks kom fram að ein af ástæðum fyrir því að þetta þætti eft­ir­­­sókn­­­ar­vert væri sú að í Asíu sé greitt fjórum sinnum meira fyrir skip á leið í nið­­­ur­rif en í Evr­­­ópu. Að minnsta kosti 137 starfs­­­menn í Alang hafa lát­ist við störf síð­­­ast­lið­inn ára­tug, sam­­­kvæmt því sem kom fram í Kveik. Auglýsing

Fram­ferði Eim­skip hefur þegar verið kært til emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara af Umhverf­is­stofn­un. Eim­skip sendi frá sér til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands í gær þar sem félagið hafn­aði því að hafa brotið lög. 

Sam­herji stærsti eig­and­inn

Stærsti eig­andi Eim­­skips er Sam­herji Hold­ing, annar helm­ingur Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unnar sem heldur utan um erlenda starf­­semi hennar og eign­­ar­hlut­inn í Eim­­skip, með 27,06 pró­­sent hlut. Stjórn­­­ar­­for­­maður Eim­­skips er Bald­vin Þor­­steins­­son, sonur Þor­­steins Más Bald­vins­­sonar for­­stjóra Sam­herja. Bald­vin á nú 20,5 pró­­sent hlut í Sam­herja hf.,, hinu félag­inu sem myndar Sam­herj­­a­­sam­­stæð­una. Sam­herji er með tvö af fimm stjórn­­­ar­­sætum í Eim­­skip auk þess sem sam­­steypan styður einn óháðan stjórn­­­ar­­mann óskorað til stjórn­­­ar­­setu. Í jan­úar 2019 var svo ráð­inn nýr for­­stjóri Eim­­skips, Vil­helm Már Þor­­­­­steins­­­­­son. Hann er frændi stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­for­­­­­manns­ins og tveggja helstu eig­enda Sam­herj­a. 

Íslenskir líf­eyr­is­­sjóðir eiga meira en helm­ing í Eim­­skip. Stærstu sjóðir lands­ins: Líf­eyr­is­­sjóður starfs­­manna rík­­is­ins (LS­R), Gildi, Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna og Birta eiga sam­tals 43,2 pró­­sent í skipa­­fé­lag­in­u. 

Tekur málið alvar­lega

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna er næst stærsti eig­andi Eim­skips og á alls 14,7 pró­sent hlut í Eim­skip. Sjóð­ur­inn hefur und­an­farin ár lagt aukna áherslu á sam­fé­lags­lega ábyrgð við fjár­fest­ing­ar. Er sjóð­ur­inn t.d. aðili að UN-PRI, sam­tökum á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem og FEST­U-­Sam­fé­lags­á­byrgð fyr­ir­tækja. 

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á sjóð­inn og spurði hvernig efni Kveiks­þátt­ar­ins rím­aði við sam­fé­lags­lega ábyrgar áherslur hans.

Björgólfur Jóhannsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru forstjórar Samherja, stærsta eiganda Eimskips.
Mynd: Samherji

Í svari hans sagði að líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna taki „þetta mál alvar­lega og hefur tekið til skoð­un­ar.“ Þar sagði enn fremur að ítar­legra svar verði sent eftir helgi.

Vinnu­brögðin ríma illa við stefnu sjóðs­ins

Gildi líf­eyr­is­sjóður er þriðji stærsti eig­andi Eim­skips með 13,43 pró­sent eign­ar­hlut. Hann hefur und­an­farin ár lagt aukna áherslu á sam­fé­lags­lega ábyrgð við fjár­fest­ing­ar. Í hlut­hafa­stefnu sjóðs­ins segir m.a.: „Gild­i-líf­eyr­is­sjóður leggur áherslu á að þau félög sem hann fjár­festir í fylgi lög­boðnum og góðum stjórn­ar­háttum og gefi út full­nægj­andi stjórn­ar­hátta­yf­ir­lýs­ing­ar, standi vörð um rétt­indi hlut­hafa, fylgi lögum og reglum og gæti að sam­fé­lags­legri ábyrgð, umhverf­is­málum og við­skiptasið­ferð­i.“

Auglýsing

Í svari hans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, um hvernig það sem fram kom í þætti Kveiks rími við áherslur hans um sam­fé­lags­leg ábyrgð við fjár­fest­ing­ar, sagði að „vinnu­brögðin sem lýst var í þætt­inum ríma illa við stefnu sjóðs­ins um ábyrgar fjár­fest­ing­ar.“ Málið yrði tekið til skoð­unar innan Gildis og sjóð­ur­inn biði eftir við­brögðum Eim­skips.

Gerir kröfu um ábyrgð gagn­vart umhverf­is­legum þáttum

LSR er fjórði stærsti eig­andi Eim­skips. Sam­an­lagt eiga A og B-deildir sjóðs­ins 8,97 pró­sent í félag­inu. LSR hefur und­an­farin ár lagt aukna áherslu á sam­fé­lags­lega ábyrgð við fjár­fest­ing­ar. Í áherslum hans, sem birtar eru á heima­síðu sjóðs­ins, segir m.a. að „mik­il­vægi sam­fé­lags­legs hlut­verks líf­eyr­is­sjóð­anna verði haft að leið­ar­ljósi í allri starf­semi þeirra.“

Í svari hans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að við mat á fjár­fest­ingum geri LSR kröfu til þess að félög, sem sjóð­ur­inn fjár­festir í, sýni ábyrgð gagn­vart félags­legum þátt­um, umhverf­is­legum þáttum og að starfað sé í sam­ræmi við við­ur­kenndar leið­bein­ingar um stjórn­ar­hætti fyr­ir­tækja. „LSR hefur sett sér stefnu um ábyrgar fjár­fest­ingar og í henni kemur m.a. fram að LSR hvetur þau fyr­ir­tæki sem sjóð­ur­inn fjár­festir í að sýna gagn­sæi þegar kemur að umhverf­is­legum þátt­um, félags­legum þáttum og stjórn­ar­hátt­um. Í kjöl­far umfjöll­unar frétta­skýr­ing­ar­þátt­ar­ins Kveiks mun sjóð­ur­inn óska eftir skýr­ingum frá Eim­skip vegna þess sem þar kom fram.“

Kjarn­inn sendi einnig fyr­ir­spurn á Birtu líf­eyr­is­sjóðs, sem er fimmti stærsti eig­andi Eim­skips, í gær­morgun sem var efn­is­lega sú sama og hinum sjóð­unum barst. Ekk­ert svar hefur borist frá honum enn sem komið er.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar