Dreifing Fréttablaðsins fer úr 80 þúsund í 45 þúsund eintök á dag eftir breytingarnar

Lesendur fá ekki lengur prentútgáfu Fréttablaðsins inn um lúguna snemma að morgni heldur þurfa að sækja sér blaðið á fjölfarna staði í þar til gerða kassa. Upplag blaðsins var 80 þúsund þegar því var dreift í hús. Það næstum helmingast við breytinguna.

Þeir sem vilja lesa Fréttablaðið á prenti þurfa nú að nálgast blaðið í kassa sem þessum, sem er að finna í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu.
Þeir sem vilja lesa Fréttablaðið á prenti þurfa nú að nálgast blaðið í kassa sem þessum, sem er að finna í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu.
Auglýsing

Frétta­blað­inu, sem áður kom út í 80 þús­und ein­tökum á dag og var dreift inn á heim­ili fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Akur­eyri að morgni, er nú dreift í 25 þús­und ein­tökum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og tíu þús­und ein­tökum á lands­byggð­inni. Dreif­ingin fer fram á 120 stöð­um, á borð við mat­vöru­versl­an­ir, bens­ín­stöðvar og sund­laug­ar, á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, á Suð­ur­nesjum, Árborg, Ölf­usi, Akra­nesi, Borg­ar­nesi, Akur­eyri og víð­ar. Dreif­ing blaðs­ins í lið­inni viku var því um 43 pró­sent af því sem hún var þegar blaðið var borið í hús. 

Í Frétta­blað­inu í dag er greint frá því að til standi að auka dag­lega dreif­ingu í 45 þús­und í næstu viku. Það er 56 pró­sent af því upp­lagi sem dreift var af síð­asta Frétta­blaði árs­ins 2022.

Greint var frá því í upp­hafi árs að hætt yrði að dreifa Frétta­blað­inu inn á heim­ili fólks, líkt og gert hefur verið frá því að frí­blaðið var stofn­sett árið 2021. Dreif­ingin var í höndum Póst­dreif­ing­ar, fyr­ir­tækis sem Torg, útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins, á stóran hluta í á móti fram­kvæmda­stjóra þess og Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins. Með því að hætta dreif­ingu í hús áætlar Torg að Póst­dreif­ing verði af um einum millj­arði króna í tekjum á þessu ári, en heild­ar­tekjur þess fyr­ir­tækis voru um 1,7 millj­arðar króna árið 2021.

Lestur dreg­ist hratt saman

Með þeirri dreif­ingu sem áður var, þar sem blaðið kom inn um lúgu fjölda fólks á hverjum morgni, náði Frétta­blaðið yfir­burða­stöðu á prent­mark­aði á Íslandi. Vorið 2007 sögð­ust til að mynda 65,2 pró­­­­­­sent lands­­­­­­manna lesa Frétta­­­­­­blað­ið. 

Síðan hefur fjarað jafnt og þétt undan lestr­inum vegna ýmissa ástæðna. Tækni­bylt­ing sam­hliða snjall­væð­ingu og staf­rænum fram­förum hefur skilað breyttri neyslu­hegð­un, enda leiðir les­enda og áhorf­enda til að nálg­ast fréttir allt aðrar í dag en þær voru fyrir 15 árum síð­an. 

Auglýsing
Lestur Frétta­blaðs­ins hefur dreg­ist hratt saman sam­hliða þessum breyt­ing­um. Hann fór undir 50 pró­sent 2015, undir 40 pró­sent fyrir tæpum þremur árum undir 30 pró­sent í fyrra og í síð­ustu mæl­ingu fyrir breyt­ing­arnar á dreifi­kerf­inu stóð hann í 28,2 pró­sent­um. Sam­drátt­ur­inn er enn meiri hjá yngri hluta þjóð­ar­inn­ar, full­orðnum ein­stak­lingum undir 50 ára sem alla jafna eru taldir mik­il­væg­ustu skot­mörk aug­lýsenda. Hjá þeim hópi hefur lest­ur­inn farið úr 64 pró­sent í 17,9 pró­sent á tólf árum. 

Til að bregð­ast við þess­ari þróun fækk­aði Frétta­blaðið útgáfu­dögum úr sex í fimm árið 2020. Í haust boð­aði jón Þór­is­son, for­stjóri útgáfu­fé­lags blaðs­ins, svo frek­ari breyt­ingar og sagði óum­flýj­an­legt að á ein­hverjum tíma­punkti myndi Frétta­blaðið hætta að koma út á prent­i. 

„Er álverið hætt að veita bjart­sýn­is­verð­laun­in?“

Skrefið sem var stigið í byrjun árs var þó ekki full til­færsla yfir í staf­ræna útgáfu, heldur að dreifa blað­inu í þar til gerða kassa á fjöl­förnum stöð­um. Gunnar Smári Egils­son, sem tók þátt i að stofna Frétta­blað­ið, var einn helsti hug­mynda­fræð­ing­ur­inn á bak­við útgáfu­mód­elið í árdaga þess og stýrði útgáf­unni á þeim tíma sem hún var í mestum vexti, virð­ist ekki hafa mikla trú á þess­ari breyt­ingu. Hann skrif­aði í stöðu­upp­færslu á Face­book: „Fólk í vanda verður oft von­glatt. Útgef­andi Frétta­blaðs­ins, sem telur sér trú um að halda megi óbreyttum lestri með því að hætta að bera út blað­ið, er að slá ein­hver met að þessu leyti. Er álverið hætt að veita bjart­sýn­is­verð­laun­in?“

Gunnar Smári Egilsson stýrði Fréttablaðinu þegar það var í sem mestum vexti í upphafi aldarinnar. Mynd: Bára Huld Beck

Fyr­ir­komu­lagið sem nú verður á dreif­ing­unni felur í sér að Frétta­blaðið liggur ekki lengur á mott­unni hjá fólki að morgni, heldur þurfa áhuga­samir að sækja sér blað­ið, vilji þeir það á prenti, í mat­vöru­versl­un, á bens­ín­stöð, í sund­laug eða á aðra staði þar sem það er fáan­legt í þar til gerðum stönd­um. Í þessu fyr­ir­komu­lagi felst sú eðl­is­breyt­ing að íbúar á dreif­ing­ar­svæði Frétta­blaðs­ins þurfa að velja að sækja sér blað­ið, í stað þess að fá það nema þeir óski sér­stak­lega eftir því að fá það ekki. Auk þess stendur fólki áfram sem áður til boða að lesa blaðið staf­rænt á net­inu eða í appi, líkt og verið hefur árum sam­an. 

Hver áhrif þess­ara breyt­inga verða á lestur Frétta­blaðs­ins mun koma í ljós þegar Gallup birtir fyrstu mæl­ingu sínu á lestri prent­miðla þar sem að fullu verður tekið til­lit til þeirra. Það verður lík­ast til ekki fyrr en í byrjun febr­ú­ar. 

Nýir eig­endur sett mikið fé inn í rekst­ur­inn

Frétta­­­blaðið er í eigu útgáfu­­­­­fé­lags­ins Torgs og er flagg­­­­­skip þess félags. Félagið rekur einnig vef­miðl­ana dv.is, eyj­an.is, press­an.is, 433.is, hring­braut.is, fretta­bla­did.is og sjón­­­­­­varps­­­­­­stöð­ina Hring­braut.

Torg er í eigu tveggja félaga, Hof­­­­­­­garða ehf. og HFB-77 ehf. Eig­andi fyrr­­­­­­­nefnda félags­­­­­­­ins er fjár­­­­­­­­­­­­­fest­ir­inn Helgi Magn­ús­­­­­­­son og hann á 82 pró­­­­­­­sent í því síð­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­nefnda. Helgi er auk þess stjórn­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­for­­­­­­­maður Torgs. Aðrir eig­endur þess eru Sig­­­­­­­urður Arn­gríms­­­­­­­son, fyrr­ver­andi aðal­­­­­­­eig­andi Hring­brautar og við­­­­­­­skipta­­­­­­­fé­lagi Helga til margra ára, áður­­­­­nefndur Jón Þór­is­­­­­­­son, fyrr­ver­andi rit­­­­­­­stjóri Frétta­­­­­­­blaðs­ins og núver­andi fram­­­kvæmda­­­stjóri Torgs, og Guð­­­­­­­­­­­mundur Örn Jóhanns­­­­­­­­­­­son, fyrr­ver­andi sjón­­­­­­­­­­­varps­­­­­­­­­­­stjóri Hring­brautar og nú fram­­­­­­­­­­­kvæmda­­­­­­­­­­­stjóri sölu, mark­aðs­­­­­­­­­­­­mála og dag­­­­­­­­­­­­skrár­­­­­­­­­­­­gerðar hjá Torg­i. Hlutur ann­­­­­­arra en Helga er hverf­andi.

Helgi Magnússon aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs. Mynd: Torg

Hóp­­­­­­ur­inn keypti Torg í tveimur skrefum á árinu 2019. Kaup­verðið var trún­­­­­­­að­­­­­­­ar­­­­­­­mál en í árs­­­­­­­reikn­ingi HFB-77 ehf. fyrir árið 2019 má sjá að það félag keypti hluta­bréf fyrir 592,5 millj­­­­­­­­­ónir króna á því ári. Torg var og er eina þekkta eign félags­­­­­­­ins. Hlutafé í Torgi var svo aukið um 600 millj­­­­ónir króna í lok árs 2020 og aftur um 300 millj­­­ónir króna um ári síð­ar. Með nýju hluta­fjár­­­­aukn­ing­unni höfðu verið settir 1,5 millj­­­­arðar króna í kaup á Torgi og hluta­fjár­­­­aukn­ingar frá því að Helgi og sam­­­­starfs­­­­menn hans komu að rekstr­inum 2019.

Tap af reglu­­­legri starf­­­semi fjöl­miðla­­­fyr­ir­tæk­is­ins Torgs var 325,7 millj­­­ónir króna á árinu 2021, sam­­­kvæmt árs­­­reikn­ingi félags­­­ins. Heild­­­ar­tapið var 252,5 millj­­­ónir króna en þar munar mestu um að tekju­skattsinn­­­eign vegna taps árs­ins var bók­­­færð sem tekjur upp á 73 millj­­­ónir króna. Upp­­­safnað skatta­­­legt tap nýt­ist ekki nema að fyr­ir­tæki skila hagn­að­i. 

Á árunum 2019 og 2020 var millj­­­­arðs króna tap af reglu­­­­legri starf­­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Sam­an­lagt hefur því verið rúm­­­lega 1,3 millj­­­arða króna tap af henni á þremur árum. Heild­­­ar­tap, þegar búið er að taka til­­­lit til þeirrar tekju­skattsinn­­­eignar sem skap­að­ist vegna taps­ins á þessum árum, var tæp­­­lega 1,1 millj­­­arður króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent