Segir algjöran skort hafa verið á samtali

Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.

Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Auglýsing

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, segir að skortur hafi verið á sam­tali milli SA og verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um for­sendur Lífs­kjara­samn­ings og ýmis útfærslu­at­riði. Þetta kom fram í máli Hall­dórs í Silfr­inu í morgun en þar ræddi hann fyrst og fremst um samn­ing­inn. SA hefur haldið því fram í vik­unni að for­sendur samn­ings­ins séu brostnar en verka­lýðs­hreyf­ingin segir for­sendur halda. Í þætt­inum sagði Hall­dór að hann hefði lagt til ýmsar lausnir sem gætu tryggt að samn­ing­ur­inn standi, í því efna­hags­á­standi sem nú er uppi. Meðal hug­mynda hans og SA er að fresta launa­hækk­unum en efna kjara­samn­ing­inn að öðru leyti að fullu. Þá hafi SA lagt til að dregið yrði tíma­bundið úr mót­fram­lagi atvinnu­rek­enda inn í líf­eyr­is­sjóð. Þar að auki væri hægt að bíða og sjá hvernig efna­hags­horf­urnar væru eftir tvo mán­uði eða svo. Hann sagði ekk­ert sam­tal hafa átt sér stað um hug­mynd­irnar og þeim ein­fald­lega hafn­að.Auglýsing

Útfærslu­at­riðin kalli á sam­tal

„Ég er til í að skoða allar útfærsl­ur. Vanda­málið er að mót­að­il­inn seg­ir: „Við ætlum ekki að ræða þetta við þig.“ Þetta eru atriði sem þurfa að þroskast í ein­hvers konar sam­tali. Þegar mót­að­il­inn okkar hafnar því að eiga sam­talið þá erum við í dálitlum vanda,“ sagði Hall­dór í þætt­in­um. Hann sagði að það hefði verið for­gangs­mál á síð­ast­liðnum 20 árum, bæði hjá SA og verka­lýðs­hreyf­ing­unni, að við­halda litlu atvinnu­leysi jafn­vel þó það þýddi að draga hafi þurft úr launa­hækk­un­um. „Nú er búið að snúa þessu við og verka­lýðs­hreyf­ingin vill tryggja launa­hækk­anir þeirra sem hafa vinnu jafn­vel þó það séu 20 þús­und manns sem ekki hafa vinn­u,“ sagði Hall­dór.Atkvæða­greiðsla innan SA hefst á morgun

Á morgun hefst atkvæða­greiðsla hjá fyr­ir­tækjum innan vébanda SA um afstöðu þeirra til upp­sagnar kjara­samn­inga. Í beinu fram­haldi mun fram­kvæmda­stjórn SA taka ákvörðun um hvert fram­haldið verð­ur.„Minn fyrsti kostur er alltaf sá að semja um nið­ur­stöðu og ég tel að við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til þess. En ég held að Bubbi Morthens orði þetta best; Bar­átt­an, Fann­ey, hún er von­laus þegar miðin eru dauð,“ voru loka­orð Hall­dórs í þætt­in­um.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur
Kjarninn 1. mars 2021
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Lífeyriseign landsmanna rúmlega sex þúsund milljarðar
Lífeyrissparnaður landsmanna jókst um 773 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum. Hlutfall erlendra gjaldmiðla af heildareignum samtryggingardeilda hefur aldrei verið hærra.
Kjarninn 1. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Vissi að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal þegar hún hringdi í lögreglustjórann
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafði ekki verið í sambandi við Bjarna Benediktsson áður en hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Hún vissi hins vegar að hann væri sá ráðherra sem hefði verið í Ásmundarsal.
Kjarninn 1. mars 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“
Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.
Kjarninn 1. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Afreksvæðing barnaíþrótta
Kjarninn 1. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent