Segir algjöran skort hafa verið á samtali

Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.

Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Auglýsing

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að skortur hafi verið á samtali milli SA og verkalýðshreyfingarinnar um forsendur Lífskjarasamnings og ýmis útfærsluatriði. Þetta kom fram í máli Halldórs í Silfrinu í morgun en þar ræddi hann fyrst og fremst um samninginn. SA hefur haldið því fram í vikunni að forsendur samningsins séu brostnar en verkalýðshreyfingin segir forsendur halda. 


Í þættinum sagði Halldór að hann hefði lagt til ýmsar lausnir sem gætu tryggt að samningurinn standi, í því efnahagsástandi sem nú er uppi. Meðal hugmynda hans og SA er að fresta launahækkunum en efna kjarasamninginn að öðru leyti að fullu. Þá hafi SA lagt til að dregið yrði tímabundið úr mótframlagi atvinnurekenda inn í lífeyrissjóð. Þar að auki væri hægt að bíða og sjá hvernig efnahagshorfurnar væru eftir tvo mánuði eða svo. Hann sagði ekkert samtal hafa átt sér stað um hugmyndirnar og þeim einfaldlega hafnað.


Auglýsing

Útfærsluatriðin kalli á samtal

„Ég er til í að skoða allar útfærslur. Vandamálið er að mótaðilinn segir: „Við ætlum ekki að ræða þetta við þig.“ Þetta eru atriði sem þurfa að þroskast í einhvers konar samtali. Þegar mótaðilinn okkar hafnar því að eiga samtalið þá erum við í dálitlum vanda,“ sagði Halldór í þættinum. 


Hann sagði að það hefði verið forgangsmál á síðastliðnum 20 árum, bæði hjá SA og verkalýðshreyfingunni, að viðhalda litlu atvinnuleysi jafnvel þó það þýddi að draga hafi þurft úr launahækkunum. „Nú er búið að snúa þessu við og verkalýðshreyfingin vill tryggja launahækkanir þeirra sem hafa vinnu jafnvel þó það séu 20 þúsund manns sem ekki hafa vinnu,“ sagði Halldór.


Atkvæðagreiðsla innan SA hefst á morgun

Á morgun hefst atkvæðagreiðsla hjá fyrirtækjum innan vébanda SA um afstöðu þeirra til uppsagnar kjarasamninga. Í beinu framhaldi mun framkvæmdastjórn SA taka ákvörðun um hvert framhaldið verður.


„Minn fyrsti kostur er alltaf sá að semja um niðurstöðu og ég tel að við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til þess. En ég held að Bubbi Morthens orði þetta best; Baráttan, Fanney, hún er vonlaus þegar miðin eru dauð,“ voru lokaorð Halldórs í þættinum.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent