Segir algjöran skort hafa verið á samtali

Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.

Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Auglýsing

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, segir að skortur hafi verið á sam­tali milli SA og verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um for­sendur Lífs­kjara­samn­ings og ýmis útfærslu­at­riði. Þetta kom fram í máli Hall­dórs í Silfr­inu í morgun en þar ræddi hann fyrst og fremst um samn­ing­inn. SA hefur haldið því fram í vik­unni að for­sendur samn­ings­ins séu brostnar en verka­lýðs­hreyf­ingin segir for­sendur halda. Í þætt­inum sagði Hall­dór að hann hefði lagt til ýmsar lausnir sem gætu tryggt að samn­ing­ur­inn standi, í því efna­hags­á­standi sem nú er uppi. Meðal hug­mynda hans og SA er að fresta launa­hækk­unum en efna kjara­samn­ing­inn að öðru leyti að fullu. Þá hafi SA lagt til að dregið yrði tíma­bundið úr mót­fram­lagi atvinnu­rek­enda inn í líf­eyr­is­sjóð. Þar að auki væri hægt að bíða og sjá hvernig efna­hags­horf­urnar væru eftir tvo mán­uði eða svo. Hann sagði ekk­ert sam­tal hafa átt sér stað um hug­mynd­irnar og þeim ein­fald­lega hafn­að.Auglýsing

Útfærslu­at­riðin kalli á sam­tal

„Ég er til í að skoða allar útfærsl­ur. Vanda­málið er að mót­að­il­inn seg­ir: „Við ætlum ekki að ræða þetta við þig.“ Þetta eru atriði sem þurfa að þroskast í ein­hvers konar sam­tali. Þegar mót­að­il­inn okkar hafnar því að eiga sam­talið þá erum við í dálitlum vanda,“ sagði Hall­dór í þætt­in­um. Hann sagði að það hefði verið for­gangs­mál á síð­ast­liðnum 20 árum, bæði hjá SA og verka­lýðs­hreyf­ing­unni, að við­halda litlu atvinnu­leysi jafn­vel þó það þýddi að draga hafi þurft úr launa­hækk­un­um. „Nú er búið að snúa þessu við og verka­lýðs­hreyf­ingin vill tryggja launa­hækk­anir þeirra sem hafa vinnu jafn­vel þó það séu 20 þús­und manns sem ekki hafa vinn­u,“ sagði Hall­dór.Atkvæða­greiðsla innan SA hefst á morgun

Á morgun hefst atkvæða­greiðsla hjá fyr­ir­tækjum innan vébanda SA um afstöðu þeirra til upp­sagnar kjara­samn­inga. Í beinu fram­haldi mun fram­kvæmda­stjórn SA taka ákvörðun um hvert fram­haldið verð­ur.„Minn fyrsti kostur er alltaf sá að semja um nið­ur­stöðu og ég tel að við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til þess. En ég held að Bubbi Morthens orði þetta best; Bar­átt­an, Fann­ey, hún er von­laus þegar miðin eru dauð,“ voru loka­orð Hall­dórs í þætt­in­um.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent