Gömul skip Eimskips í endurvinnslu á Indlandi

Skipin Goðafoss og Laxfoss sem seld voru til fyrirtækisins GMS í fyrra enduðu í endurvinnslu á Indlandi. Eimskip segist ekki hafa tekið ákvörðun um að skipin yrðu sett í endurvinnslu.

Skipið Goðafoss, sem endaði í endurvinnslu á Indlandi.
Skipið Goðafoss, sem endaði í endurvinnslu á Indlandi.
Auglýsing

Eim­skip sendi frá sér yfir­lýs­ingu fyrr í dag þar sem greint var frá sölu fyr­ir­tæk­is­ins á tveimur gáma­skipum í þeirra eigu í fyrra. Skip­in, sem hétu Goða­foss og Lax­foss, voru sett í end­ur­vinnslu á Ind­landi, en fyr­ir­tækið seg­ist ekki hafa tekið ákvörðun um það. 

Til­kynn­ingin er send vegna fyr­ir­spurnar frá RÚV í tengslum við sölu og tíma­bundna end­ur­leigu Eim­skips á gáma­skip­un­um. RÚV spurð­ist einnig fyrir ákvörðun kaup­anda skip­anna á að setja þau í end­ur­vinnslu á Ind­landi í sum­ar. 

Kaup­and­inn var GMS, sem Eim­skip segir vera við­ur­kenndan alþjóð­legan aðila og stærsta kaup­anda í heimi á not­uðum skip­um. Skipin tvö voru orðin 25 ára göm­ul, en sam­kvæmt til­kynn­ing­unni hafði það legið fyrir að selja þau um leið og nýju skip félags­ins, Detti­foss og Brú­ar­foss, yrðu afhent. 

Auglýsing

Sam­hliða söl­unni, sem átti sér stað í des­em­ber í fyrra, gerði Eim­skip samn­ing um að leigja gömlu skipin á meðan beðið var eftir þeim nýju. Sökum mark­aðs­að­stæðna hafi skip­unum hins vegar verið skilað á vor­mán­uð­um, sem var fyrr en áætlað hafði ver­ið. Eftir að þeim var skilað ákvað GMS að selja skipin í end­ur­vinnslu á Ind­landi . 

Eim­skip tekur fram að félagið hafi ekki tekið ákvörðun um að skipin yrðu sett í end­ur­vinnslu, en seg­ist hafa fengið upp­lýs­ingar um að hún hafi átt sér stað hjá tveimur fyr­ir­tækjum sem starfa sam­kvæmt alþjóð­legum samn­ingum um örugga end­ur­vinnslu og hafi verið vott­aðar fyrir gæða­stjórn­un, umhverf­is­stjórnun og vinnu­vernd. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre
Heilbrigðisstarfsfólk og dánaraðstoð
Kjarninn 26. september 2020
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson: „Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna?“
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir flóttamenn sem hafi komið til landsins nýverið muni „þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi“. Hann segir að fiskisagan um að á Íslandi fái fólk hæli hafi fengið byr undir báða vængi. Engar tölur styðja afstöðu þingmannsins.
Kjarninn 26. september 2020
Þrír af stærstu eigendum Eimskips með vinnubrögð félagsins til skoðunar
Lífeyrissjóðir landsins eiga meirihluta hlutafjár í Eimskip. Þrír stærstu lífeyrissjóðirnir segjast allir vera með þau vinnubrögð félagsins, sem lýst var í fréttaskýringaþætti á fimmtudag, til skoðunar.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent