Gömul skip Eimskips í endurvinnslu á Indlandi

Skipin Goðafoss og Laxfoss sem seld voru til fyrirtækisins GMS í fyrra enduðu í endurvinnslu á Indlandi. Eimskip segist ekki hafa tekið ákvörðun um að skipin yrðu sett í endurvinnslu.

Skipið Goðafoss, sem endaði í endurvinnslu á Indlandi.
Skipið Goðafoss, sem endaði í endurvinnslu á Indlandi.
Auglýsing

Eim­skip sendi frá sér yfir­lýs­ingu fyrr í dag þar sem greint var frá sölu fyr­ir­tæk­is­ins á tveimur gáma­skipum í þeirra eigu í fyrra. Skip­in, sem hétu Goða­foss og Lax­foss, voru sett í end­ur­vinnslu á Ind­landi, en fyr­ir­tækið seg­ist ekki hafa tekið ákvörðun um það. 

Til­kynn­ingin er send vegna fyr­ir­spurnar frá RÚV í tengslum við sölu og tíma­bundna end­ur­leigu Eim­skips á gáma­skip­un­um. RÚV spurð­ist einnig fyrir ákvörðun kaup­anda skip­anna á að setja þau í end­ur­vinnslu á Ind­landi í sum­ar. 

Kaup­and­inn var GMS, sem Eim­skip segir vera við­ur­kenndan alþjóð­legan aðila og stærsta kaup­anda í heimi á not­uðum skip­um. Skipin tvö voru orðin 25 ára göm­ul, en sam­kvæmt til­kynn­ing­unni hafði það legið fyrir að selja þau um leið og nýju skip félags­ins, Detti­foss og Brú­ar­foss, yrðu afhent. 

Auglýsing

Sam­hliða söl­unni, sem átti sér stað í des­em­ber í fyrra, gerði Eim­skip samn­ing um að leigja gömlu skipin á meðan beðið var eftir þeim nýju. Sökum mark­aðs­að­stæðna hafi skip­unum hins vegar verið skilað á vor­mán­uð­um, sem var fyrr en áætlað hafði ver­ið. Eftir að þeim var skilað ákvað GMS að selja skipin í end­ur­vinnslu á Ind­landi . 

Eim­skip tekur fram að félagið hafi ekki tekið ákvörðun um að skipin yrðu sett í end­ur­vinnslu, en seg­ist hafa fengið upp­lýs­ingar um að hún hafi átt sér stað hjá tveimur fyr­ir­tækjum sem starfa sam­kvæmt alþjóð­legum samn­ingum um örugga end­ur­vinnslu og hafi verið vott­aðar fyrir gæða­stjórn­un, umhverf­is­stjórnun og vinnu­vernd. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Umsókn um líf- og sjúkdómatryggingu frestað vegna „óljósra aukaverkana af bóluefni“
Kona sem sótti um líf- og sjúkdómatryggingu hjá TM fékk ekki trygginguna heldur var umsókninni frestað vegna óljósra aukaverkana af bóluefni. Embætti landlæknis hefur ekki heyrt af málum sem þessu.
Kjarninn 9. desember 2021
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins
Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.
Kjarninn 9. desember 2021
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent