Barbadosar vilja losa sig við Elísabetu, arfleifð nýlendutímans

Ríkisstjórn Barbados ætlar sér að stofna lýðveldi fyrir lok næsta árs. Þá verður þjóðhöfðingi landsins ekki lengur Elísabet Englandsdrottning. Tími er kominn til þess að skilja nýlendufortíð eyjunnar að baki, segja leiðtogar eyríkisins.

„Tíminn er kominn til þess að skilja nýlendufortíð okkar að baki. Barbadosar vilja barbadoskan þjóðhöfðingja,“ sagði yfirlandsstjóri Barbados í stefnuræðu ríkisstjórnarinnar.
„Tíminn er kominn til þess að skilja nýlendufortíð okkar að baki. Barbadosar vilja barbadoskan þjóðhöfðingja,“ sagði yfirlandsstjóri Barbados í stefnuræðu ríkisstjórnarinnar.
Auglýsing

Elísa­bet Eng­lands­drottn­ing verður brátt ekki lengur þjóð­höfð­ingi Karí­ba­hafs­rík­is­ins Bar­bados. Rík­is­stjórn eyrík­is­ins telur að tími sé kom­inn til þess að skilja nýlendu­tím­ann alfarið að baki, sam­kvæmt stefnu­ræðu sem flutt var í upp­hafi þing­starfa þar í gær.

Bar­bados lýsti yfir sjálf­stæði frá Bret­landi árið 1966, eftir að hafa verið bresk nýlenda allt frá 1625, en ríkið er þó enn eitt af þeim fimmtán ríkjum utan Bret­lands þar sem Elísa­bet er þjóð­höfð­ing­i. 

Breska rík­is­út­varpið BBC fjall­aði um málið í gær og hafði eftir tals­manni Buck­ing­ham-hallar að ákvörðun um þetta væri alfarið í höndum rík­is­stjórnar og íbúa Bar­bados og eftir ónefndum heim­ild­ar­manni hjá kon­ungs­fjöl­skyld­unni að tíð­indin hefðu ekki verið með öllu óvið­bú­in.Ef Bar­badosar losa sig við drottn­ing­una og stofna lýð­veldi verður það í fyrsta sinn sem ríki losar sig undan breska þjóð­höfð­ingj­anum síðan árið 1992, þegar eyríkið Mári­tíus í Ind­lands­hafi gerð­ist lýð­veldi.

Mia Mottley forsætisráðherra Barbados. Hún tók við embættinu árið 2018 og er fyrsta konan sem gegnir því.

Sam­kvæmt stefnu­ræðu rík­is­stjórnar Bar­bados, sem var flutt þing­inu af yfir­lands­stjór­anum (og full­trúa drottn­ingar í lands­stjórn­inni) Söndru Mason, en skrifuð af for­sæt­is­ráð­herr­anum Miu Mott­ley, er stefnt að því að lýð­veldi verði stofnað á Bar­bados áður en eyríkið fagna 55 ára sjálf­stæði sínu 30. nóv­em­ber á næsta ári. 

Auglýsing

Í ræð­unni vís­aði Mason til við­vör­un­ar­orða fyrsta for­sæt­is­ráð­herra Bar­bados, Errol Walton Bar­row, sem sagði það óráð að „hangsa á for­sendum nýlendu­herranna“. Hún sagði að það væri eng­inn vafi um að íbúar Bar­bados væru færir um að stýra sér sjálf­ir. 

„Tím­inn er kom­inn til þess að skilja nýlendu­for­tíð okkar að baki. Bar­badosar vilja bar­badoskan þjóð­höfð­ingja,“ sagði yfir­lands­stjór­inn í ræðu sinni, sem sjá má brot úr í mynd­skeið­inu hér að ofan.

Hug­myndin rædd síðan á átt­unda ára­tugnum

Það að gera Bar­bados að lýð­veldi er ára­tuga­gömul hug­mynd, en hefur ekki orðið að veru­leika. Sam­kvæmt umfjöllun bar­badoska mið­ils­ins Bar­bados Today réð­ust stjórn­völd á Bar­bados í fýsi­leika­könnun á því að segja skilið við drottn­ing­una og stofna lýð­veldi árið 1979, en nið­ur­staðan varð sú að halda í stjórn­ar­skrár­bundið kon­ungs­veldi sem stjórn­skipu­lag, þar sem það væri í takt við vilja þjóð­ar­inn­ar.

Árið 1996 var svo sér­stök nefnd skipuð til að fara yfir stjórn­ar­skrá rík­is­ins og sú nefnd mælti með stofnun lýð­veld­is. Frum­varp um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um lýð­veld­is­stofnun var lagt fram árið 2000, en málið sofn­aði að end­ingu í með­förum þings­ins.

Nýlendufáni Barbados, sem var notaður frá 1860 til 1966.

Nú er stefnt að því að hrinda þessu í fram­kvæmd, undir stjórn Miu Mott­ley, sem er fyrsta konan sem gegnir emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra á Bar­bados. 

Eyríkið yrði með þessu fjórða ríkið í Karí­ba­hafi til þess að segja skilið við breska kon­ungs­veldið og Elísa­betu drottn­ingu, en það gerðu Gvæj­ana, Trínídad og Tóbagó og Dóminíka þegar á átt­unda ára­tugn­um. Þessi þrjú ríki eru þó enn hluti af Sam­veld­inu, Comm­onwealth, ríkja­sam­bandi 54 full­valda ríkja sem flest eru fyrr­ver­andi nýlendur breska heims­veld­is­ins.

Þjóðfáni Barbados.

Ef Bar­bados slítur á þjóð­höfð­ingja­tengslin við Bret­land verður Elísa­bet drottn­ing þjóð­höfð­ingi eft­ir­tal­inna ríkja: Antígva og Bar­búda, Ástr­al­íu, Baham­as, Belís, Kana­da, Grena­da, Jamaíku, Nýja Sjá­lands, Papúa Nýju-Gíneu, Saint Kitts og Nevis, Saint Lucia, Saint Vincent og Grenad­ín, Sal­omóns­eyja og Túvalú.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent