Barbadosar vilja losa sig við Elísabetu, arfleifð nýlendutímans

Ríkisstjórn Barbados ætlar sér að stofna lýðveldi fyrir lok næsta árs. Þá verður þjóðhöfðingi landsins ekki lengur Elísabet Englandsdrottning. Tími er kominn til þess að skilja nýlendufortíð eyjunnar að baki, segja leiðtogar eyríkisins.

„Tíminn er kominn til þess að skilja nýlendufortíð okkar að baki. Barbadosar vilja barbadoskan þjóðhöfðingja,“ sagði yfirlandsstjóri Barbados í stefnuræðu ríkisstjórnarinnar.
„Tíminn er kominn til þess að skilja nýlendufortíð okkar að baki. Barbadosar vilja barbadoskan þjóðhöfðingja,“ sagði yfirlandsstjóri Barbados í stefnuræðu ríkisstjórnarinnar.
Auglýsing

Elísabet Englandsdrottning verður brátt ekki lengur þjóðhöfðingi Karíbahafsríkisins Barbados. Ríkisstjórn eyríkisins telur að tími sé kominn til þess að skilja nýlendutímann alfarið að baki, samkvæmt stefnuræðu sem flutt var í upphafi þingstarfa þar í gær.

Barbados lýsti yfir sjálfstæði frá Bretlandi árið 1966, eftir að hafa verið bresk nýlenda allt frá 1625, en ríkið er þó enn eitt af þeim fimmtán ríkjum utan Bretlands þar sem Elísabet er þjóðhöfðingi. 

Breska ríkisútvarpið BBC fjallaði um málið í gær og hafði eftir talsmanni Buckingham-hallar að ákvörðun um þetta væri alfarið í höndum ríkisstjórnar og íbúa Barbados og eftir ónefndum heimildarmanni hjá konungsfjölskyldunni að tíðindin hefðu ekki verið með öllu óviðbúin.

Ef Barbadosar losa sig við drottninguna og stofna lýðveldi verður það í fyrsta sinn sem ríki losar sig undan breska þjóðhöfðingjanum síðan árið 1992, þegar eyríkið Máritíus í Indlandshafi gerðist lýðveldi.

Mia Mottley forsætisráðherra Barbados. Hún tók við embættinu árið 2018 og er fyrsta konan sem gegnir því.

Samkvæmt stefnuræðu ríkisstjórnar Barbados, sem var flutt þinginu af yfirlandsstjóranum (og fulltrúa drottningar í landsstjórninni) Söndru Mason, en skrifuð af forsætisráðherranum Miu Mottley, er stefnt að því að lýðveldi verði stofnað á Barbados áður en eyríkið fagna 55 ára sjálfstæði sínu 30. nóvember á næsta ári. 

Auglýsing

Í ræðunni vísaði Mason til viðvörunarorða fyrsta forsætisráðherra Barbados, Errol Walton Barrow, sem sagði það óráð að „hangsa á forsendum nýlenduherranna“. Hún sagði að það væri enginn vafi um að íbúar Barbados væru færir um að stýra sér sjálfir. 

„Tíminn er kominn til þess að skilja nýlendufortíð okkar að baki. Barbadosar vilja barbadoskan þjóðhöfðingja,“ sagði yfirlandsstjórinn í ræðu sinni, sem sjá má brot úr í myndskeiðinu hér að ofan.

Hugmyndin rædd síðan á áttunda áratugnum

Það að gera Barbados að lýðveldi er áratugagömul hugmynd, en hefur ekki orðið að veruleika. Samkvæmt umfjöllun barbadoska miðilsins Barbados Today réðust stjórnvöld á Barbados í fýsileikakönnun á því að segja skilið við drottninguna og stofna lýðveldi árið 1979, en niðurstaðan varð sú að halda í stjórnarskrárbundið konungsveldi sem stjórnskipulag, þar sem það væri í takt við vilja þjóðarinnar.

Árið 1996 var svo sérstök nefnd skipuð til að fara yfir stjórnarskrá ríkisins og sú nefnd mælti með stofnun lýðveldis. Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um lýðveldisstofnun var lagt fram árið 2000, en málið sofnaði að endingu í meðförum þingsins.

Nýlendufáni Barbados, sem var notaður frá 1860 til 1966.

Nú er stefnt að því að hrinda þessu í framkvæmd, undir stjórn Miu Mottley, sem er fyrsta konan sem gegnir embætti forsætisráðherra á Barbados. 

Eyríkið yrði með þessu fjórða ríkið í Karíbahafi til þess að segja skilið við breska konungsveldið og Elísabetu drottningu, en það gerðu Gvæjana, Trínídad og Tóbagó og Dóminíka þegar á áttunda áratugnum. Þessi þrjú ríki eru þó enn hluti af Samveldinu, Commonwealth, ríkjasambandi 54 fullvalda ríkja sem flest eru fyrrverandi nýlendur breska heimsveldisins.

Þjóðfáni Barbados.

Ef Barbados slítur á þjóðhöfðingjatengslin við Bretland verður Elísabet drottning þjóðhöfðingi eftirtalinna ríkja: Antígva og Barbúda, Ástralíu, Bahamas, Belís, Kanada, Grenada, Jamaíku, Nýja Sjálands, Papúa Nýju-Gíneu, Saint Kitts og Nevis, Saint Lucia, Saint Vincent og Grenadín, Salomónseyja og Túvalú.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent