Barbadosar vilja losa sig við Elísabetu, arfleifð nýlendutímans

Ríkisstjórn Barbados ætlar sér að stofna lýðveldi fyrir lok næsta árs. Þá verður þjóðhöfðingi landsins ekki lengur Elísabet Englandsdrottning. Tími er kominn til þess að skilja nýlendufortíð eyjunnar að baki, segja leiðtogar eyríkisins.

„Tíminn er kominn til þess að skilja nýlendufortíð okkar að baki. Barbadosar vilja barbadoskan þjóðhöfðingja,“ sagði yfirlandsstjóri Barbados í stefnuræðu ríkisstjórnarinnar.
„Tíminn er kominn til þess að skilja nýlendufortíð okkar að baki. Barbadosar vilja barbadoskan þjóðhöfðingja,“ sagði yfirlandsstjóri Barbados í stefnuræðu ríkisstjórnarinnar.
Auglýsing

Elísa­bet Eng­lands­drottn­ing verður brátt ekki lengur þjóð­höfð­ingi Karí­ba­hafs­rík­is­ins Bar­bados. Rík­is­stjórn eyrík­is­ins telur að tími sé kom­inn til þess að skilja nýlendu­tím­ann alfarið að baki, sam­kvæmt stefnu­ræðu sem flutt var í upp­hafi þing­starfa þar í gær.

Bar­bados lýsti yfir sjálf­stæði frá Bret­landi árið 1966, eftir að hafa verið bresk nýlenda allt frá 1625, en ríkið er þó enn eitt af þeim fimmtán ríkjum utan Bret­lands þar sem Elísa­bet er þjóð­höfð­ing­i. 

Breska rík­is­út­varpið BBC fjall­aði um málið í gær og hafði eftir tals­manni Buck­ing­ham-hallar að ákvörðun um þetta væri alfarið í höndum rík­is­stjórnar og íbúa Bar­bados og eftir ónefndum heim­ild­ar­manni hjá kon­ungs­fjöl­skyld­unni að tíð­indin hefðu ekki verið með öllu óvið­bú­in.Ef Bar­badosar losa sig við drottn­ing­una og stofna lýð­veldi verður það í fyrsta sinn sem ríki losar sig undan breska þjóð­höfð­ingj­anum síðan árið 1992, þegar eyríkið Mári­tíus í Ind­lands­hafi gerð­ist lýð­veldi.

Mia Mottley forsætisráðherra Barbados. Hún tók við embættinu árið 2018 og er fyrsta konan sem gegnir því.

Sam­kvæmt stefnu­ræðu rík­is­stjórnar Bar­bados, sem var flutt þing­inu af yfir­lands­stjór­anum (og full­trúa drottn­ingar í lands­stjórn­inni) Söndru Mason, en skrifuð af for­sæt­is­ráð­herr­anum Miu Mott­ley, er stefnt að því að lýð­veldi verði stofnað á Bar­bados áður en eyríkið fagna 55 ára sjálf­stæði sínu 30. nóv­em­ber á næsta ári. 

Auglýsing

Í ræð­unni vís­aði Mason til við­vör­un­ar­orða fyrsta for­sæt­is­ráð­herra Bar­bados, Errol Walton Bar­row, sem sagði það óráð að „hangsa á for­sendum nýlendu­herranna“. Hún sagði að það væri eng­inn vafi um að íbúar Bar­bados væru færir um að stýra sér sjálf­ir. 

„Tím­inn er kom­inn til þess að skilja nýlendu­for­tíð okkar að baki. Bar­badosar vilja bar­badoskan þjóð­höfð­ingja,“ sagði yfir­lands­stjór­inn í ræðu sinni, sem sjá má brot úr í mynd­skeið­inu hér að ofan.

Hug­myndin rædd síðan á átt­unda ára­tugnum

Það að gera Bar­bados að lýð­veldi er ára­tuga­gömul hug­mynd, en hefur ekki orðið að veru­leika. Sam­kvæmt umfjöllun bar­badoska mið­ils­ins Bar­bados Today réð­ust stjórn­völd á Bar­bados í fýsi­leika­könnun á því að segja skilið við drottn­ing­una og stofna lýð­veldi árið 1979, en nið­ur­staðan varð sú að halda í stjórn­ar­skrár­bundið kon­ungs­veldi sem stjórn­skipu­lag, þar sem það væri í takt við vilja þjóð­ar­inn­ar.

Árið 1996 var svo sér­stök nefnd skipuð til að fara yfir stjórn­ar­skrá rík­is­ins og sú nefnd mælti með stofnun lýð­veld­is. Frum­varp um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um lýð­veld­is­stofnun var lagt fram árið 2000, en málið sofn­aði að end­ingu í með­förum þings­ins.

Nýlendufáni Barbados, sem var notaður frá 1860 til 1966.

Nú er stefnt að því að hrinda þessu í fram­kvæmd, undir stjórn Miu Mott­ley, sem er fyrsta konan sem gegnir emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra á Bar­bados. 

Eyríkið yrði með þessu fjórða ríkið í Karí­ba­hafi til þess að segja skilið við breska kon­ungs­veldið og Elísa­betu drottn­ingu, en það gerðu Gvæj­ana, Trínídad og Tóbagó og Dóminíka þegar á átt­unda ára­tugn­um. Þessi þrjú ríki eru þó enn hluti af Sam­veld­inu, Comm­onwealth, ríkja­sam­bandi 54 full­valda ríkja sem flest eru fyrr­ver­andi nýlendur breska heims­veld­is­ins.

Þjóðfáni Barbados.

Ef Bar­bados slítur á þjóð­höfð­ingja­tengslin við Bret­land verður Elísa­bet drottn­ing þjóð­höfð­ingi eft­ir­tal­inna ríkja: Antígva og Bar­búda, Ástr­al­íu, Baham­as, Belís, Kana­da, Grena­da, Jamaíku, Nýja Sjá­lands, Papúa Nýju-Gíneu, Saint Kitts og Nevis, Saint Lucia, Saint Vincent og Grenad­ín, Sal­omóns­eyja og Túvalú.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent