Barbadosar vilja losa sig við Elísabetu, arfleifð nýlendutímans

Ríkisstjórn Barbados ætlar sér að stofna lýðveldi fyrir lok næsta árs. Þá verður þjóðhöfðingi landsins ekki lengur Elísabet Englandsdrottning. Tími er kominn til þess að skilja nýlendufortíð eyjunnar að baki, segja leiðtogar eyríkisins.

„Tíminn er kominn til þess að skilja nýlendufortíð okkar að baki. Barbadosar vilja barbadoskan þjóðhöfðingja,“ sagði yfirlandsstjóri Barbados í stefnuræðu ríkisstjórnarinnar.
„Tíminn er kominn til þess að skilja nýlendufortíð okkar að baki. Barbadosar vilja barbadoskan þjóðhöfðingja,“ sagði yfirlandsstjóri Barbados í stefnuræðu ríkisstjórnarinnar.
Auglýsing

Elísa­bet Eng­lands­drottn­ing verður brátt ekki lengur þjóð­höfð­ingi Karí­ba­hafs­rík­is­ins Bar­bados. Rík­is­stjórn eyrík­is­ins telur að tími sé kom­inn til þess að skilja nýlendu­tím­ann alfarið að baki, sam­kvæmt stefnu­ræðu sem flutt var í upp­hafi þing­starfa þar í gær.

Bar­bados lýsti yfir sjálf­stæði frá Bret­landi árið 1966, eftir að hafa verið bresk nýlenda allt frá 1625, en ríkið er þó enn eitt af þeim fimmtán ríkjum utan Bret­lands þar sem Elísa­bet er þjóð­höfð­ing­i. 

Breska rík­is­út­varpið BBC fjall­aði um málið í gær og hafði eftir tals­manni Buck­ing­ham-hallar að ákvörðun um þetta væri alfarið í höndum rík­is­stjórnar og íbúa Bar­bados og eftir ónefndum heim­ild­ar­manni hjá kon­ungs­fjöl­skyld­unni að tíð­indin hefðu ekki verið með öllu óvið­bú­in.Ef Bar­badosar losa sig við drottn­ing­una og stofna lýð­veldi verður það í fyrsta sinn sem ríki losar sig undan breska þjóð­höfð­ingj­anum síðan árið 1992, þegar eyríkið Mári­tíus í Ind­lands­hafi gerð­ist lýð­veldi.

Mia Mottley forsætisráðherra Barbados. Hún tók við embættinu árið 2018 og er fyrsta konan sem gegnir því.

Sam­kvæmt stefnu­ræðu rík­is­stjórnar Bar­bados, sem var flutt þing­inu af yfir­lands­stjór­anum (og full­trúa drottn­ingar í lands­stjórn­inni) Söndru Mason, en skrifuð af for­sæt­is­ráð­herr­anum Miu Mott­ley, er stefnt að því að lýð­veldi verði stofnað á Bar­bados áður en eyríkið fagna 55 ára sjálf­stæði sínu 30. nóv­em­ber á næsta ári. 

Auglýsing

Í ræð­unni vís­aði Mason til við­vör­un­ar­orða fyrsta for­sæt­is­ráð­herra Bar­bados, Errol Walton Bar­row, sem sagði það óráð að „hangsa á for­sendum nýlendu­herranna“. Hún sagði að það væri eng­inn vafi um að íbúar Bar­bados væru færir um að stýra sér sjálf­ir. 

„Tím­inn er kom­inn til þess að skilja nýlendu­for­tíð okkar að baki. Bar­badosar vilja bar­badoskan þjóð­höfð­ingja,“ sagði yfir­lands­stjór­inn í ræðu sinni, sem sjá má brot úr í mynd­skeið­inu hér að ofan.

Hug­myndin rædd síðan á átt­unda ára­tugnum

Það að gera Bar­bados að lýð­veldi er ára­tuga­gömul hug­mynd, en hefur ekki orðið að veru­leika. Sam­kvæmt umfjöllun bar­badoska mið­ils­ins Bar­bados Today réð­ust stjórn­völd á Bar­bados í fýsi­leika­könnun á því að segja skilið við drottn­ing­una og stofna lýð­veldi árið 1979, en nið­ur­staðan varð sú að halda í stjórn­ar­skrár­bundið kon­ungs­veldi sem stjórn­skipu­lag, þar sem það væri í takt við vilja þjóð­ar­inn­ar.

Árið 1996 var svo sér­stök nefnd skipuð til að fara yfir stjórn­ar­skrá rík­is­ins og sú nefnd mælti með stofnun lýð­veld­is. Frum­varp um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um lýð­veld­is­stofnun var lagt fram árið 2000, en málið sofn­aði að end­ingu í með­förum þings­ins.

Nýlendufáni Barbados, sem var notaður frá 1860 til 1966.

Nú er stefnt að því að hrinda þessu í fram­kvæmd, undir stjórn Miu Mott­ley, sem er fyrsta konan sem gegnir emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra á Bar­bados. 

Eyríkið yrði með þessu fjórða ríkið í Karí­ba­hafi til þess að segja skilið við breska kon­ungs­veldið og Elísa­betu drottn­ingu, en það gerðu Gvæj­ana, Trínídad og Tóbagó og Dóminíka þegar á átt­unda ára­tugn­um. Þessi þrjú ríki eru þó enn hluti af Sam­veld­inu, Comm­onwealth, ríkja­sam­bandi 54 full­valda ríkja sem flest eru fyrr­ver­andi nýlendur breska heims­veld­is­ins.

Þjóðfáni Barbados.

Ef Bar­bados slítur á þjóð­höfð­ingja­tengslin við Bret­land verður Elísa­bet drottn­ing þjóð­höfð­ingi eft­ir­tal­inna ríkja: Antígva og Bar­búda, Ástr­al­íu, Baham­as, Belís, Kana­da, Grena­da, Jamaíku, Nýja Sjá­lands, Papúa Nýju-Gíneu, Saint Kitts og Nevis, Saint Lucia, Saint Vincent og Grenad­ín, Sal­omóns­eyja og Túvalú.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent