Flugmálastjórnin fordæmd vegna MAX-vélanna

Skýrsla á vegum Bandaríkjaþings fordæmir flugmálastjórn Bandaríkjanna fyrir yfirsjón á göllum Boeing 737 MAX-vélanna, sem ollu tveimur mannskæðum flugslysum í fyrra. Flugmálastjórnin hyggst breyta regluverki sínu í kjölfar niðurstöðunnar.

boeingin.png
Auglýsing

Samgöngu-og innviðanefnd Bandaríkjaþings fordæmdi í dag flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) fyrir að hafa veitt leyfi fyrir útgáfu Boeing 737 MAX-vélanna í nýrri skýrslu sem var gefin út í morgun. 

Skýrslan er afrakstur 18 mánaða rannsóknarvinnu nefndarinnar, sem var ætlað að varpa ljósi á það hvað hafi farið úrskeiðis við þróun flugvélarinnar og leyfisveitingu hennar. Í henni segir að nefndin hafi fundið alvarlega galla á framkvæmd leyfisveitingarinnar, þrátt fyrir að bæði Boeing og FAA hafi haldið því fram að hún væri í samræmi við núverandi reglur. 

Samkvæmt nefndinni voru tvö flugslys MAX-vélanna, sem kostuðu 346 manns lífið, „hrikaleg afleiðing“ hönnunarmistaka og lélegrar stjórnunar frá flugvélaframleiðandanum og alvarlegrar yfirsjónar flugmálastjórnarinnar. 

Auglýsing

Í umfjöllun New York Times um málið kemur fram að nefndin telji reginmistök hafa legið í áherslum Boeing á gróða umfram öryggismál og linkind FAA gagnvart flugvélaframleiðandanum. 

FAA var nálægt því að aflétta kyrrsetningu MAX-vélanna fyrr í sumar, eftir röð tilraunaflugferða. Samkvæmt New York Times myndi slík leyfisveiting hafa áhrif á ákvarðanir flugmálayfirvöld annarra landa og jafnvel leiða til þess að vélarnar færu í loftið í vetur. 

Í skýrslunni sem gefin var út í dag benti samgöngunefndin hins vegar á fjölda vandamála í hönnun vélarinnar, ásamt uppbyggingu hennar og leyfisveitingu. Nefndin segir það vera nauðsynlegt af Boeing og FAA að takast á við þessi vandamál.

Munu fylgja tilmælunum

Bæði flugvélaframleiðandinn og flugmálastjórnin gáfu frá sér yfirlýsingar þess efnis í dag að þau hyggjast fylgja tilmælum nefndarinnar: „Við höfum unnið hart að því að styrkja öryggismenningu okkar og endurbyggja traust gagnvart viðskiptavinum okkar, yfirvöldum og almenningi,“ kom fram í yfirlýsingu Boeing. Í yfirlýsingu FAA segir einnig að flugmálastjórnin hyggst vinna náið með nefndinni til þess að koma á ráðlögðum breytingum. 

Icelandair hefur samtals keypt tólf 737 MAX-vélar og hyggst koma þeim öllum í gagnið innan tveggja ára, samkvæmt fjárfestatilkynningu félagsins. Sex þessara véla eru nú í flota flugfélagsins, en þrjár munu bætast við á næsta ári. Ef fram fer sem horfir mun þriðjungur flotans samanstanda af MAX-vélum. 

Fjárfestatilkynning Icelandair fyrir yfirstandandi útboð á hlutafé byggir á þeirri forsendu að MAX-flugvélar félagsins verði teknar í gagnið á síðasta fjórðungi þessa árs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Samfélagslegar áskoranir og lýðræðislegt hlutverk háskóla
Kjarninn 18. maí 2021
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent