Flugmálastjórnin fordæmd vegna MAX-vélanna

Skýrsla á vegum Bandaríkjaþings fordæmir flugmálastjórn Bandaríkjanna fyrir yfirsjón á göllum Boeing 737 MAX-vélanna, sem ollu tveimur mannskæðum flugslysum í fyrra. Flugmálastjórnin hyggst breyta regluverki sínu í kjölfar niðurstöðunnar.

boeingin.png
Auglýsing

Sam­göng­u-og inn­viða­nefnd Banda­ríkja­þings for­dæmdi í dag flug­mála­stjórn Banda­ríkj­anna (FAA) fyrir að hafa veitt leyfi fyrir útgáfu Boeing 737 MAX-­vél­anna í nýrri skýrslu sem var gefin út í morg­un. 

Skýrslan er afrakstur 18 mán­aða rann­sókn­ar­vinnu nefnd­ar­inn­ar, sem var ætlað að varpa ljósi á það hvað hafi farið úrskeiðis við þróun flug­vél­ar­innar og leyf­is­veit­ingu henn­ar. Í henni segir að nefndin hafi fundið alvar­lega galla á fram­kvæmd leyf­is­veit­ing­ar­inn­ar, þrátt fyrir að bæði Boeing og FAA hafi haldið því fram að hún væri í sam­ræmi við núver­andi regl­ur. 

Sam­kvæmt nefnd­inni voru tvö flug­slys MAX-­vél­anna, sem kost­uðu 346 manns líf­ið, „hrika­leg afleið­ing“ hönn­un­ar­mistaka og lélegrar stjórn­unar frá flug­véla­fram­leið­and­anum og alvar­legrar yfir­sjónar flug­mála­stjórn­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Í umfjöllun New York Times um málið kemur fram að nefndin telji reg­in­mi­s­tök hafa legið í áherslum Boeing á gróða umfram örygg­is­mál og lin­kind FAA gagn­vart flug­véla­fram­leið­and­an­um. 

FAA var nálægt því að aflétta kyrr­setn­ingu MAX-­vél­anna fyrr í sum­ar, eftir röð til­rauna­flug­ferða. Sam­kvæmt New York Times myndi slík leyf­is­veit­ing hafa áhrif á ákvarð­anir flug­mála­yf­ir­völd ann­arra landa og jafn­vel leiða til þess að vél­arnar færu í loftið í vet­ur. 

Í skýrsl­unni sem gefin var út í dag benti sam­göngu­nefndin hins vegar á fjölda vanda­mála í hönnun vél­ar­inn­ar, ásamt upp­bygg­ingu hennar og leyf­is­veit­ingu. Nefndin segir það vera nauð­syn­legt af Boeing og FAA að takast á við þessi vanda­mál.

Munu fylgja til­mæl­unum

Bæði flug­véla­fram­leið­and­inn og flug­mála­stjórnin gáfu frá sér yfir­lýs­ingar þess efnis í dag að þau hyggj­ast fylgja til­mælum nefnd­ar­inn­ar: „Við höfum unnið hart að því að styrkja örygg­is­menn­ingu okkar og end­ur­byggja traust gagn­vart við­skipta­vinum okk­ar, yfir­völdum og almenn­ing­i,“ kom fram í yfir­lýs­ingu Boeing. Í yfir­lýs­ingu FAA segir einnig að flug­mála­stjórnin hyggst vinna náið með nefnd­inni til þess að koma á ráð­lögðum breyt­ing­um. 

Icelandair hefur sam­tals keypt tólf 737 MAX-­vélar og hyggst koma þeim öllum í gagnið innan tveggja ára, sam­kvæmt fjár­festa­til­kynn­ingu félags­ins. Sex þess­ara véla eru nú í flota flug­fé­lags­ins, en þrjár munu bæt­ast við á næsta ári. Ef fram fer sem horfir mun þriðj­ungur flot­ans sam­an­standa af MAX-­vél­u­m. 

Fjár­festa­til­kynn­ing Icelandair fyrir yfir­stand­andi útboð á hlutafé byggir á þeirri for­sendu að MAX-flug­vélar félags­ins verði teknar í gagnið á síð­asta fjórð­ungi þessa árs.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre
Heilbrigðisstarfsfólk og dánaraðstoð
Kjarninn 26. september 2020
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson: „Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna?“
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir flóttamenn sem hafi komið til landsins nýverið muni „þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi“. Hann segir að fiskisagan um að á Íslandi fái fólk hæli hafi fengið byr undir báða vængi. Engar tölur styðja afstöðu þingmannsins.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent