Flugmálastjórnin fordæmd vegna MAX-vélanna

Skýrsla á vegum Bandaríkjaþings fordæmir flugmálastjórn Bandaríkjanna fyrir yfirsjón á göllum Boeing 737 MAX-vélanna, sem ollu tveimur mannskæðum flugslysum í fyrra. Flugmálastjórnin hyggst breyta regluverki sínu í kjölfar niðurstöðunnar.

boeingin.png
Auglýsing

Sam­göng­u-og inn­viða­nefnd Banda­ríkja­þings for­dæmdi í dag flug­mála­stjórn Banda­ríkj­anna (FAA) fyrir að hafa veitt leyfi fyrir útgáfu Boeing 737 MAX-­vél­anna í nýrri skýrslu sem var gefin út í morg­un. 

Skýrslan er afrakstur 18 mán­aða rann­sókn­ar­vinnu nefnd­ar­inn­ar, sem var ætlað að varpa ljósi á það hvað hafi farið úrskeiðis við þróun flug­vél­ar­innar og leyf­is­veit­ingu henn­ar. Í henni segir að nefndin hafi fundið alvar­lega galla á fram­kvæmd leyf­is­veit­ing­ar­inn­ar, þrátt fyrir að bæði Boeing og FAA hafi haldið því fram að hún væri í sam­ræmi við núver­andi regl­ur. 

Sam­kvæmt nefnd­inni voru tvö flug­slys MAX-­vél­anna, sem kost­uðu 346 manns líf­ið, „hrika­leg afleið­ing“ hönn­un­ar­mistaka og lélegrar stjórn­unar frá flug­véla­fram­leið­and­anum og alvar­legrar yfir­sjónar flug­mála­stjórn­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Í umfjöllun New York Times um málið kemur fram að nefndin telji reg­in­mi­s­tök hafa legið í áherslum Boeing á gróða umfram örygg­is­mál og lin­kind FAA gagn­vart flug­véla­fram­leið­and­an­um. 

FAA var nálægt því að aflétta kyrr­setn­ingu MAX-­vél­anna fyrr í sum­ar, eftir röð til­rauna­flug­ferða. Sam­kvæmt New York Times myndi slík leyf­is­veit­ing hafa áhrif á ákvarð­anir flug­mála­yf­ir­völd ann­arra landa og jafn­vel leiða til þess að vél­arnar færu í loftið í vet­ur. 

Í skýrsl­unni sem gefin var út í dag benti sam­göngu­nefndin hins vegar á fjölda vanda­mála í hönnun vél­ar­inn­ar, ásamt upp­bygg­ingu hennar og leyf­is­veit­ingu. Nefndin segir það vera nauð­syn­legt af Boeing og FAA að takast á við þessi vanda­mál.

Munu fylgja til­mæl­unum

Bæði flug­véla­fram­leið­and­inn og flug­mála­stjórnin gáfu frá sér yfir­lýs­ingar þess efnis í dag að þau hyggj­ast fylgja til­mælum nefnd­ar­inn­ar: „Við höfum unnið hart að því að styrkja örygg­is­menn­ingu okkar og end­ur­byggja traust gagn­vart við­skipta­vinum okk­ar, yfir­völdum og almenn­ing­i,“ kom fram í yfir­lýs­ingu Boeing. Í yfir­lýs­ingu FAA segir einnig að flug­mála­stjórnin hyggst vinna náið með nefnd­inni til þess að koma á ráð­lögðum breyt­ing­um. 

Icelandair hefur sam­tals keypt tólf 737 MAX-­vélar og hyggst koma þeim öllum í gagnið innan tveggja ára, sam­kvæmt fjár­festa­til­kynn­ingu félags­ins. Sex þess­ara véla eru nú í flota flug­fé­lags­ins, en þrjár munu bæt­ast við á næsta ári. Ef fram fer sem horfir mun þriðj­ungur flot­ans sam­an­standa af MAX-­vél­u­m. 

Fjár­festa­til­kynn­ing Icelandair fyrir yfir­stand­andi útboð á hlutafé byggir á þeirri for­sendu að MAX-flug­vélar félags­ins verði teknar í gagnið á síð­asta fjórð­ungi þessa árs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent