„Verið að nota miðstjórn ASÍ sem einhvers konar aflátsbréfa-maskínu“

Einn stjórnarmaður af fimmtán í miðstjórn ASÍ greiddi atkvæði í morgun gegn sameiginlegri yfirlýsingu ASÍ og Icelandair en nokkrir sátu hjá.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, stað­festir í sam­tali við Kjarn­ann að sam­eig­in­leg yfir­lýs­ing Icelandair og Alþýð­u­­sam­­bands Íslands (ASÍ) um að ljúka deilum sín á milli hafi verið lögð fram á fundi mið­stjórnar ASÍ í morg­un.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var umtals­verður stuðn­ingur við yfir­lýs­ing­una innan mið­stjórnar ASÍ, en þó ekki algild­ur. Aðdrag­andi hennar var sú að stjórn­endur Icelandair Group settu sig í sam­band við ASÍ og Flug­freyju­fé­lag Íslands í gær til að kanna sátt­ar­flöt.

Sól­veig Anna stað­festir jafn­framt við Kjarn­ann að hún hafi verið sú eina sem greiddi atkvæði gegn yfir­lýs­ing­unni en nokkrir sátu hjá. „Öllum var afstaða mín mjög skýr ­sem sátu þennan fund í morg­un. Ég útskýrði hana að mínu viti mjög ræki­lega og mál­efna­lega. Að mínu viti er verið að nota mið­stjórn Alþýðu­sam­bands­ins sem ein­hvers konar afláts­bréfa-ma­sk­ín­u,“ segir hún.

Auglýsing

Sann­leikur máls­ins aug­ljós

­Sól­veig Anna segir að sann­leikur máls­ins sé aug­ljós – þ.e. að bein lína sé á milli hluta­fjár­út­boðs Icelandair og síðan þess­arar atburða­rás­ar. „Ef fólk er til í að gera eitt­hvað svona þá á það í það minnsta að segja hátt og skýrt að það auð­vitað skilji og viti um hvað málið snýst,“ segir hún.

Hún segir verið sé að senda skýr skila­boð þess efnis að Icelandair verði ekki lengur í þeirri stöðu að þurfa að fara fyrir Félags­dóm fyrir „eitt gróf­asta brot sem framið hefur verið á íslenskum vinnu­mark­að­i“.

Aldrei gott að vera með ein­hvers konar óvissu

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, sagð­ist í sam­tali við Kjarn­ann í dag fagna því mjög að ein­hver lend­ing væri komin í mál­ið. „Það er aldrei gott að vera með ein­hvers konar óvissu, hvort sem það er í formi átaka fyrir dóm­stólum eða eitt­hvað slíkt. Það gefur okkur færi á því að vinna á hreinni grunni þegar kemur að sam­­skiptum við stór­­fyr­ir­tæki ann­­ars vegar og Sam­tök atvinn­u­lífs­ins hins veg­­ar,“ sagði hann.

Verka­lýðs­­for­ystan hefur haldið uppi harðri orð­ræðu gagn­vart Icelandair og Sam­­tökum atvinn­u­lífs­ins en Ragnar Þór, Drífa Snædal, for­­maður ASÍ, og Sól­­veig Anna hafa öll gagn­rýnt félagið og sam­tökin harð­­lega.

Ragnar Þór telur að afstaða innan verka­lýðs­hreyf­­ing­­ar­innar til sam­komu­lags­ins verði ekki ein­hlít. „En hvað okkur hjá VR varðar þá vorum við löngu búin að taka afstöðu í þessu máli. Stjórnin sendi frá sér yfir­­lýs­ingu á sínum tíma að beina því til stjórn­­­ar­­manna líf­eyr­is­­sjóðs að fjár­­­festa ekki í Icelanda­­ir. Þegar samn­ingar hins vegar náð­ust og félagið bakk­aði á þeirri veg­­ferð, þótt skað­inn hefði verið skeð­­ur, þá töldum við í stjórn VR – að þegar deilu­að­ilar setj­­­ast niður og skrifa undir samn­ing og hann síðan sam­­þykktur – ekki for­­sendur fyrir því að standa við yfir­­lýs­ing­una, og við drógum hana til bak­a.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent