„Verið að nota miðstjórn ASÍ sem einhvers konar aflátsbréfa-maskínu“

Einn stjórnarmaður af fimmtán í miðstjórn ASÍ greiddi atkvæði í morgun gegn sameiginlegri yfirlýsingu ASÍ og Icelandair en nokkrir sátu hjá.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, stað­festir í sam­tali við Kjarn­ann að sam­eig­in­leg yfir­lýs­ing Icelandair og Alþýð­u­­sam­­bands Íslands (ASÍ) um að ljúka deilum sín á milli hafi verið lögð fram á fundi mið­stjórnar ASÍ í morg­un.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var umtals­verður stuðn­ingur við yfir­lýs­ing­una innan mið­stjórnar ASÍ, en þó ekki algild­ur. Aðdrag­andi hennar var sú að stjórn­endur Icelandair Group settu sig í sam­band við ASÍ og Flug­freyju­fé­lag Íslands í gær til að kanna sátt­ar­flöt.

Sól­veig Anna stað­festir jafn­framt við Kjarn­ann að hún hafi verið sú eina sem greiddi atkvæði gegn yfir­lýs­ing­unni en nokkrir sátu hjá. „Öllum var afstaða mín mjög skýr ­sem sátu þennan fund í morg­un. Ég útskýrði hana að mínu viti mjög ræki­lega og mál­efna­lega. Að mínu viti er verið að nota mið­stjórn Alþýðu­sam­bands­ins sem ein­hvers konar afláts­bréfa-ma­sk­ín­u,“ segir hún.

Auglýsing

Sann­leikur máls­ins aug­ljós

­Sól­veig Anna segir að sann­leikur máls­ins sé aug­ljós – þ.e. að bein lína sé á milli hluta­fjár­út­boðs Icelandair og síðan þess­arar atburða­rás­ar. „Ef fólk er til í að gera eitt­hvað svona þá á það í það minnsta að segja hátt og skýrt að það auð­vitað skilji og viti um hvað málið snýst,“ segir hún.

Hún segir verið sé að senda skýr skila­boð þess efnis að Icelandair verði ekki lengur í þeirri stöðu að þurfa að fara fyrir Félags­dóm fyrir „eitt gróf­asta brot sem framið hefur verið á íslenskum vinnu­mark­að­i“.

Aldrei gott að vera með ein­hvers konar óvissu

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, sagð­ist í sam­tali við Kjarn­ann í dag fagna því mjög að ein­hver lend­ing væri komin í mál­ið. „Það er aldrei gott að vera með ein­hvers konar óvissu, hvort sem það er í formi átaka fyrir dóm­stólum eða eitt­hvað slíkt. Það gefur okkur færi á því að vinna á hreinni grunni þegar kemur að sam­­skiptum við stór­­fyr­ir­tæki ann­­ars vegar og Sam­tök atvinn­u­lífs­ins hins veg­­ar,“ sagði hann.

Verka­lýðs­­for­ystan hefur haldið uppi harðri orð­ræðu gagn­vart Icelandair og Sam­­tökum atvinn­u­lífs­ins en Ragnar Þór, Drífa Snædal, for­­maður ASÍ, og Sól­­veig Anna hafa öll gagn­rýnt félagið og sam­tökin harð­­lega.

Ragnar Þór telur að afstaða innan verka­lýðs­hreyf­­ing­­ar­innar til sam­komu­lags­ins verði ekki ein­hlít. „En hvað okkur hjá VR varðar þá vorum við löngu búin að taka afstöðu í þessu máli. Stjórnin sendi frá sér yfir­­lýs­ingu á sínum tíma að beina því til stjórn­­­ar­­manna líf­eyr­is­­sjóðs að fjár­­­festa ekki í Icelanda­­ir. Þegar samn­ingar hins vegar náð­ust og félagið bakk­aði á þeirri veg­­ferð, þótt skað­inn hefði verið skeð­­ur, þá töldum við í stjórn VR – að þegar deilu­að­ilar setj­­­ast niður og skrifa undir samn­ing og hann síðan sam­­þykktur – ekki for­­sendur fyrir því að standa við yfir­­lýs­ing­una, og við drógum hana til bak­a.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre
Heilbrigðisstarfsfólk og dánaraðstoð
Kjarninn 26. september 2020
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson: „Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna?“
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir flóttamenn sem hafi komið til landsins nýverið muni „þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi“. Hann segir að fiskisagan um að á Íslandi fái fólk hæli hafi fengið byr undir báða vængi. Engar tölur styðja afstöðu þingmannsins.
Kjarninn 26. september 2020
Þrír af stærstu eigendum Eimskips með vinnubrögð félagsins til skoðunar
Lífeyrissjóðir landsins eiga meirihluta hlutafjár í Eimskip. Þrír stærstu lífeyrissjóðirnir segjast allir vera með þau vinnubrögð félagsins, sem lýst var í fréttaskýringaþætti á fimmtudag, til skoðunar.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent