ASÍ og Icelandair Group komast að samkomulagi um að ljúka deilum sínum

Í dag stendur til að birta sameiginlega yfirlýsingu ASÍ og Icelandair Group þar sem fyrirtækið gengst við því að hafa brotið „góðar samskiptareglur“ vinnumarkaðarins þegar það sagði upp flugfreyjum. Með yfirlýsingunni lýkur öllum deilum milli aðila.

Drífa Snædal er forseti ASÍ og Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Drífa Snædal er forseti ASÍ og Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Auglýsing

Mið­stjórn Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) var boð­uð, með stuttum fyr­ir­vara, á fund sem hófst klukkan átta í morg­un. Á þeim fundi var lögð fram sam­eig­in­leg yfir­lýs­ing ASÍ og Icelandair Group um að þau ljúki deilum sín á milli sem staðið hafa yfir frá því um miðjan júlí, þegar Icelandair Group sagði upp öllum starf­andi flug­þjónum og -freyjum og sagð­ist ætla að semja við annað stétt­ar­fé­lag en þeirra. Þær deilur voru á leið fyrir Félags­dóm en sam­kvæmt yfir­lýs­ing­unni verður fallið frá þeirri veg­ferð. 

Í yfir­lýs­ing­unni, sem Kjarn­inn hefur undir höndum þótt hún hafi ekki verið gerð opin­ber, segir að aðilar séu sam­mála um að lög­mæt og rétt við­brögð atvinnu­rek­enda og stétt­ar­fé­laga í erf­iðum og lang­dregnum kjara­deilum eigi að fara eftir þeim leik­reglum og lögum sem gildi í sam­skiptum aðila vinnu­mark­aðar sam­kvæmt lög­um. 

Síðan seg­ir: „Það við­brögð Icelanda­ir, þegar félagið taldi von­laust um frek­ari árangur í við­ræðum við Flug­freyju­fé­lag Íslands, að segja upp öllum starf­andi flug­freyjum og flug­þjónum þann 17.7.2020 eru hörmuð enda brutu þau í bága við góðar sam­skipta­reglur sem aðilar vinnu­mark­að­ar­ins vilja við­hafa. Icelandair telur nauð­syn­legt fyrir fram­tíð félags­ins að virða stétt­ar­fé­lög og sjálf­stæðan samn­ings­rétt starfs­fólks síns sem tryggir frið um starf­semi félags­ins á gild­is­tíma kjara­samn­inga og á meðan leitað er lausna í kjara­við­ræð­um. Aðilar munu leggja sig fram um að halda góðu sam­starfi og munu leggja sitt af mörkum til þess að end­ur­vinna og efla traust sín á milli.“

Með yfir­lýs­ing­unni segj­ast aðilar hennar vera sam­mála um að „með henni ljúki öllum deilum þeirra á milli um þá atburði sem áttu sér stað í sam­skiptum þeirra þann 17.7.2020 og mun hvor­ugur aðila gera kröfur á hinn vegna þeirra.“

Auglýsing
Samkvæmt heim­ildum Kjarn­ans var umtals­verður stuðn­ingur við yfir­lýs­ing­una innan mið­stjórnar ASÍ, en þó ekki full­ur. Aðdrag­andi hennar var sú að stjórn­end­ur Icelanda­ir Group ­settu sig í sam­band við ASÍ og Flug­freyju­fé­lag Íslands í gær til að kanna sátt­ar­flöt. Loka­út­gáfa yfir­lýs­ing­ar­innar er enn ekki til­búin en stefnt var að því að hún yrði send út í dag.

Reglu­legur mið­stjórn­ar­fundur innan ASÍ fer svo fram eftir hádegið í dag. 

Útboð Icelandair Group hófst í dag

Hluta­fjár­út­boð Icelandair Group, þar sem félagið ætlar að safna að minnsta kosti 20 millj­örðum króna í nýtt hluta­fé, hófst í morg­un. Á meðal þeirra fjár­festa sem helstar vonir eru bundnar við að taki þátt í útboð­inu eru líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna og Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur. Stétt­ar­fé­lögin VR og Efl­ing skipa stjórn­ar­menn í báða sjóð­ina, en for­svars­menn þeirra beggja hafa gagn­rýnt Icelandair harð­lega und­an­far­ið. Það hefur Drífa Snædal, for­seti ASÍ, líka gert. Í grein sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í gær kall­aði hún upp­sagnir flug­þjóna og -freyja eina „gróf­­­ustu aðför að rétt­indum vinn­andi fólks hér á landi á síð­­­ari tím­um, aðför sem er þegar skráð á spjöld sög­unn­­ar“. 

Sam­­bæri­­leg gagn­rýni kom fram í grein Sól­­veigar Önnu Jóns­dóttur og Jónu Sveins­dótt­­ur, stjórn­­­ar­­manna í Efl­ingu sem báðar sitja í full­­trú­a­ráði Gildis líf­eyr­is­­sjóð, sem birt­ist um helg­ina. Þar sagði m.a.: „Við mun­um aldrei una við það að eft­ir­­­launa­­­sjóður okk­ur verði not­aður til að nið­­ur­­greiða ta­p­­rekst­ur stór­­­fyr­ir­tæk­is­ins Icelandair og árás­ir þess á grunn­rétt­indi launa­­­fólks. Aldrei."

Líf­eyr­is­sjóð­irnir sem um ræðir funda í dag og á morgun til að taka ákvörðun um hvort þeir muni taka þátt í útboð­inu eða ekki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent