Lögreglan finnur ekki egypsku fjölskylduna sem vísa átti á brott í morgun

Ekki er vitað um dvalarstað sex manna egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi í morgun.

Abdalla, Rewida, Hamza og Mustafa
Auglýsing

Ekki var unnt að fram­kvæma frá­vísun egypskrar fjöl­skyldu frá land­inu sem fara átti fram í morg­un. Fólkið var ekki á fyr­ir­fram ákveðnum stað þar stoð­deild hugð­ist fylgja þeim úr landi. Þetta kemur fram í til­kynn­ing frá stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra í morg­un. 

Ekki er vitað um dval­ar­stað fólks­ins, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unni. Málið verður áfram á borði stoð­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra en hún mun ekki veita frek­ari upp­lýs­ingar um málið að svo stödd­u. 

Málið hefur vakið mikla athygli en til stóð að vísa sex manna egyp­skri fjöl­skyldu úr landi í dag. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra sagði í sam­tali við RÚV í síð­ustu viku að ekki væri ástæða til að beita sér sér­stak­lega í mál­in­u. 

Auglýsing

Láta reyna á brott­vís­un­ina fyrir dómi

Magnús Norð­da­hl, lög­maður Kehdr-­fjöl­skyld­unnar frá Egypta­landi, sagði í sam­tali við RÚV í morgun að látið yrði reyna á brott­vísun þeirra fyrir dómi. Hann gagn­rýndi enn fremur ummæli sviðs­stjóra Útlend­inga­stofn­unar í Kast­ljósi í gær, stofn­unin hefði vel getað vísað fjöl­skyld­unni fyrr úr landi.

­Magnús sagði að lög­regla hefði átt að sækja fjöl­skyld­una á heim­ili þeirra á Ásbrú klukkan hálfsex í morgun og að þau hefðu átt að fljúga héðan til Amster­dam og þaðan til Kaíró í Egypta­landi. Hann gagn­rýndi ummæli sviðs­stjóra Útlend­inga­stofn­unar og sagði að með þeim væri verið að reyna að skella skuld­inni á fjöl­skyld­una.

„Þar sem hann fer með rangt mál að mínum dómi. Og vísar til þess að það hafi verið fjöl­skyld­unni að kenna að þau voru ekki flutt úr landi með vísan í vega­bréf þeirra sem þau hafi ekki viljað end­ur­nýja. Hið rétta er að vega­bréf tveggja þess­ara barna runnu út 28. jan­ú­ar, úrskuðrur kæru­nefndar útlend­inga­mála var kveð­inn upp 14. nóv­em­ber og birtur fjöl­skyld­unni 18. nóv­em­ber þar sem þau fengu 30 daga til að yfir­gefa land­ið. Það voru þau ekki búin að gera 30 dögum síðar , 18. des­em­ber og frá þeim degi og fram til 28. jan­úar voru vega­bréf fjöl­skyld­unnar gild. Á þeim tíma hefði Útlend­inga­stofnun getað staðið að því, að koma fjöl­skyld­unni úr landi. Það var ekki gert. Þannig að ég tel það mjög ódýrt hjá svið­stjóra Útlend­inga­stofn­unar að benda á fjöl­skyld­una í þessu sam­heng­i,“ sagði Magnús við RÚV. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent