Lögreglan finnur ekki egypsku fjölskylduna sem vísa átti á brott í morgun

Ekki er vitað um dvalarstað sex manna egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi í morgun.

Abdalla, Rewida, Hamza og Mustafa
Auglýsing

Ekki var unnt að fram­kvæma frá­vísun egypskrar fjöl­skyldu frá land­inu sem fara átti fram í morg­un. Fólkið var ekki á fyr­ir­fram ákveðnum stað þar stoð­deild hugð­ist fylgja þeim úr landi. Þetta kemur fram í til­kynn­ing frá stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra í morg­un. 

Ekki er vitað um dval­ar­stað fólks­ins, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unni. Málið verður áfram á borði stoð­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra en hún mun ekki veita frek­ari upp­lýs­ingar um málið að svo stödd­u. 

Málið hefur vakið mikla athygli en til stóð að vísa sex manna egyp­skri fjöl­skyldu úr landi í dag. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra sagði í sam­tali við RÚV í síð­ustu viku að ekki væri ástæða til að beita sér sér­stak­lega í mál­in­u. 

Auglýsing

Láta reyna á brott­vís­un­ina fyrir dómi

Magnús Norð­da­hl, lög­maður Kehdr-­fjöl­skyld­unnar frá Egypta­landi, sagði í sam­tali við RÚV í morgun að látið yrði reyna á brott­vísun þeirra fyrir dómi. Hann gagn­rýndi enn fremur ummæli sviðs­stjóra Útlend­inga­stofn­unar í Kast­ljósi í gær, stofn­unin hefði vel getað vísað fjöl­skyld­unni fyrr úr landi.

­Magnús sagði að lög­regla hefði átt að sækja fjöl­skyld­una á heim­ili þeirra á Ásbrú klukkan hálfsex í morgun og að þau hefðu átt að fljúga héðan til Amster­dam og þaðan til Kaíró í Egypta­landi. Hann gagn­rýndi ummæli sviðs­stjóra Útlend­inga­stofn­unar og sagði að með þeim væri verið að reyna að skella skuld­inni á fjöl­skyld­una.

„Þar sem hann fer með rangt mál að mínum dómi. Og vísar til þess að það hafi verið fjöl­skyld­unni að kenna að þau voru ekki flutt úr landi með vísan í vega­bréf þeirra sem þau hafi ekki viljað end­ur­nýja. Hið rétta er að vega­bréf tveggja þess­ara barna runnu út 28. jan­ú­ar, úrskuðrur kæru­nefndar útlend­inga­mála var kveð­inn upp 14. nóv­em­ber og birtur fjöl­skyld­unni 18. nóv­em­ber þar sem þau fengu 30 daga til að yfir­gefa land­ið. Það voru þau ekki búin að gera 30 dögum síðar , 18. des­em­ber og frá þeim degi og fram til 28. jan­úar voru vega­bréf fjöl­skyld­unnar gild. Á þeim tíma hefði Útlend­inga­stofnun getað staðið að því, að koma fjöl­skyld­unni úr landi. Það var ekki gert. Þannig að ég tel það mjög ódýrt hjá svið­stjóra Útlend­inga­stofn­unar að benda á fjöl­skyld­una í þessu sam­heng­i,“ sagði Magnús við RÚV. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent