Lögreglan finnur ekki egypsku fjölskylduna sem vísa átti á brott í morgun

Ekki er vitað um dvalarstað sex manna egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi í morgun.

Abdalla, Rewida, Hamza og Mustafa
Auglýsing

Ekki var unnt að fram­kvæma frá­vísun egypskrar fjöl­skyldu frá land­inu sem fara átti fram í morg­un. Fólkið var ekki á fyr­ir­fram ákveðnum stað þar stoð­deild hugð­ist fylgja þeim úr landi. Þetta kemur fram í til­kynn­ing frá stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra í morg­un. 

Ekki er vitað um dval­ar­stað fólks­ins, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unni. Málið verður áfram á borði stoð­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra en hún mun ekki veita frek­ari upp­lýs­ingar um málið að svo stödd­u. 

Málið hefur vakið mikla athygli en til stóð að vísa sex manna egyp­skri fjöl­skyldu úr landi í dag. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra sagði í sam­tali við RÚV í síð­ustu viku að ekki væri ástæða til að beita sér sér­stak­lega í mál­in­u. 

Auglýsing

Láta reyna á brott­vís­un­ina fyrir dómi

Magnús Norð­da­hl, lög­maður Kehdr-­fjöl­skyld­unnar frá Egypta­landi, sagði í sam­tali við RÚV í morgun að látið yrði reyna á brott­vísun þeirra fyrir dómi. Hann gagn­rýndi enn fremur ummæli sviðs­stjóra Útlend­inga­stofn­unar í Kast­ljósi í gær, stofn­unin hefði vel getað vísað fjöl­skyld­unni fyrr úr landi.

­Magnús sagði að lög­regla hefði átt að sækja fjöl­skyld­una á heim­ili þeirra á Ásbrú klukkan hálfsex í morgun og að þau hefðu átt að fljúga héðan til Amster­dam og þaðan til Kaíró í Egypta­landi. Hann gagn­rýndi ummæli sviðs­stjóra Útlend­inga­stofn­unar og sagði að með þeim væri verið að reyna að skella skuld­inni á fjöl­skyld­una.

„Þar sem hann fer með rangt mál að mínum dómi. Og vísar til þess að það hafi verið fjöl­skyld­unni að kenna að þau voru ekki flutt úr landi með vísan í vega­bréf þeirra sem þau hafi ekki viljað end­ur­nýja. Hið rétta er að vega­bréf tveggja þess­ara barna runnu út 28. jan­ú­ar, úrskuðrur kæru­nefndar útlend­inga­mála var kveð­inn upp 14. nóv­em­ber og birtur fjöl­skyld­unni 18. nóv­em­ber þar sem þau fengu 30 daga til að yfir­gefa land­ið. Það voru þau ekki búin að gera 30 dögum síðar , 18. des­em­ber og frá þeim degi og fram til 28. jan­úar voru vega­bréf fjöl­skyld­unnar gild. Á þeim tíma hefði Útlend­inga­stofnun getað staðið að því, að koma fjöl­skyld­unni úr landi. Það var ekki gert. Þannig að ég tel það mjög ódýrt hjá svið­stjóra Útlend­inga­stofn­unar að benda á fjöl­skyld­una í þessu sam­heng­i,“ sagði Magnús við RÚV. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre
Heilbrigðisstarfsfólk og dánaraðstoð
Kjarninn 26. september 2020
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson: „Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna?“
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir flóttamenn sem hafi komið til landsins nýverið muni „þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi“. Hann segir að fiskisagan um að á Íslandi fái fólk hæli hafi fengið byr undir báða vængi. Engar tölur styðja afstöðu þingmannsins.
Kjarninn 26. september 2020
Þrír af stærstu eigendum Eimskips með vinnubrögð félagsins til skoðunar
Lífeyrissjóðir landsins eiga meirihluta hlutafjár í Eimskip. Þrír stærstu lífeyrissjóðirnir segjast allir vera með þau vinnubrögð félagsins, sem lýst var í fréttaskýringaþætti á fimmtudag, til skoðunar.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent