Eljusamur sonur jarðarberjabænda verður arftaki Abe

Japanska þjóðþingið mun á morgun setja Yoshihide Suga, nýjan leiðtoga Frjálslynda flokksins, formlega í embætti forsætisráðherra landsins. Suga er 71 árs gamall og segist gera 200 magaæfingar á dag.

Yoshihide Suga, verðandi forsætisráðherra Japans.
Yoshihide Suga, verðandi forsætisráðherra Japans.
Auglýsing

Á morgun mun jap­anska þjóð­þing­ið, Diet­ið, kjósa sér nýjan for­sæt­is­ráð­herra. Fast­lega má reikna með því að þar muni nýkjör­inn leið­togi Frjáls­lynda flokks­ins LDP, Yos­hi­hide Suga, verða kjör­inn, enda ákváðu þing­menn flokks­ins í gær að hann skyldi taka við kefl­inu af Shinzo Abe, sem hefur yfir­gefið stjórn­mála­sviðið vegna heilsu­far­s­vanda­mála.

Suga hefur verið hægri hönd Abe árum saman og helsti tals­maður japönsku rík­is­stjórn­ar­innar út á við síð­ustu átta árin. Talið er ólík­legt að stefna stjórn­valda muni breyt­ast mikið þegar Suga tekur við, en hann af flestum tal­inn ætla að halda áfram á svip­aðri braut og fram­fylgja stefnu­málum Abe. „Aben­omics“-­vaxt­ar­stefnan í efna­hags­málum sem Abe kynnti til sög­unnar skömmu eftir að hann tók við hjaðn­andi hag­kerfi Jap­ans árið 2012 er því ekki talin á útleið.

En Suga er þó um margt ólíkur for­vera sín­um. Fyrir það fyrsta, þá er Suga sonur jarð­ar­berja­bænda sem nú hefur brot­ist til æðstu met­orða eftir ára­tuga­langan stjórn­mála­fer­il, 71 árs að aldri. Abe er hins vegar yfir­stétt­ar­maður með stjórn­málin í blóð­inu, sonur fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og afa­strákur fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra.

Auglýsing

Suga gerði upp­runa sinn að umræðu­efni er hann þakk­aði þing­mönnum flokks­ins fyrir að velja sig með yfir­gnæf­andi meiri­hluta í gær. „Án nokk­urrar þekk­ingar eða blóð­tengsla, steypti ég mér inn í heim stjórn­mál­anna, byrj­aði frá grunni og hefur nú tek­ist að verða leið­togi LDP, með allar hans hefðir og sög­u,“ sagði Suga.

Verð­andi for­sæt­is­ráð­herra er lög­fræð­ingur að mennt, en hann flutti ungur að aldri úr sveita­sam­fé­lag­inu í Yuzawa og til Tókíó, þar sem hann starf­aði um hríð í pappa­kassa­verk­smiðju og einnig á fisk­mark­aði, til þess að safna sér fyrir háskóla­námi.

Skömmu eftir útskrift úr háskóla fór hann að starfa sem rit­ari þing­manns frá hafn­ar­borg­inni Yoko­hama. Þar sett­ist hann að og ákvað síðan að það væri hans köllun að beita sér sjálfur í stjórn­mál­um. Hann bauð sig fram í borg­ar­stjórn í Yoko­hama árið 1986, án tengsla og reynslu, en er sagður hafa bætt upp fyrir það með dugn­aði.

Sagt er að Suga hafi, í sinni fyrstu kosn­inga­bar­áttu, farið hús úr húsi þegar hann var í fram­boði, heim­sótt 300 hús á dag eða 30.000 hús í heild­ina. Þegar kjör­dagur rann upp hafði hann gengið sól­ann úr sex skópör­um. Og það hreif. Suga var í borg­ar­stjórn í Yoko­hama þar til hann færði sig yfir í lands­málin og var kjör­inn á þing árið 1996.

Óum­deildur en ef til vill lítt spenn­andi

Síðan þá hefur hann unnið sig hægt og bít­andi upp met­orða­stig­ann innan flokks­ins, en það hefur aldrei borið neitt sér­lega mikið á hon­um, þrátt fyrir að honum hafi verið treyst fyrir ráð­herra­stöðum og sam­skiptum rík­is­stjórn­ar­innar út á við síð­ustu átta árin, eins og áður var nefnt.

Koichi Naka­no, stjórn­mála­fræði­pró­fessor við Sof­íu-há­skól­ann í Tókíó, seg­ist í sam­tali við BBC telja að Shinzo Abe og aðrir helstu leið­togar flokks­ins hafi valið Suga til þess að taka við það sem hann væri sá sem væri best til þess fall­inn að leiða áfram­hald­andi stjórn út þetta kjör­tíma­bil, sem nær fram í októ­ber á næsta ári, með þær áherslur sem Abe hafði sett. Hann væri ekki endi­lega mest spenn­andi kost­ur­inn, en sá örugg­asti.

Suga er maður sem vaknar á morgn­ana, les öll helstu dag­blöð, gerir 100 maga­æf­ingar og fer svo í langan göngut­úr, sama hvernig viðr­ar. Svo vinnur hann vinn­una sína og gerir síðan aðrar 100 maga­æf­ingar á kvöld­in, eins og hann lýsti í við­tali við Nikkei í fyrra.

Óljóst þykir hvernig Suga muni ganga að ná hylli kjós­enda fari svo að hann verði leið­togi LDP í næstu kosn­ing­um, enda gengur hann ekki inn í glæstar aðstæð­ur. Stjórn­völd þykja ekki hafa náð að ráða neitt sér­lega vel við kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og efna­hags­sam­drátt­ur­inn vegna hans er sá mesti sem Japan hefur upp­lifað frá upp­hafi mæl­inga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent