Eljusamur sonur jarðarberjabænda verður arftaki Abe

Japanska þjóðþingið mun á morgun setja Yoshihide Suga, nýjan leiðtoga Frjálslynda flokksins, formlega í embætti forsætisráðherra landsins. Suga er 71 árs gamall og segist gera 200 magaæfingar á dag.

Yoshihide Suga, verðandi forsætisráðherra Japans.
Yoshihide Suga, verðandi forsætisráðherra Japans.
Auglýsing

Á morgun mun jap­anska þjóð­þing­ið, Diet­ið, kjósa sér nýjan for­sæt­is­ráð­herra. Fast­lega má reikna með því að þar muni nýkjör­inn leið­togi Frjáls­lynda flokks­ins LDP, Yos­hi­hide Suga, verða kjör­inn, enda ákváðu þing­menn flokks­ins í gær að hann skyldi taka við kefl­inu af Shinzo Abe, sem hefur yfir­gefið stjórn­mála­sviðið vegna heilsu­far­s­vanda­mála.

Suga hefur verið hægri hönd Abe árum saman og helsti tals­maður japönsku rík­is­stjórn­ar­innar út á við síð­ustu átta árin. Talið er ólík­legt að stefna stjórn­valda muni breyt­ast mikið þegar Suga tekur við, en hann af flestum tal­inn ætla að halda áfram á svip­aðri braut og fram­fylgja stefnu­málum Abe. „Aben­omics“-­vaxt­ar­stefnan í efna­hags­málum sem Abe kynnti til sög­unnar skömmu eftir að hann tók við hjaðn­andi hag­kerfi Jap­ans árið 2012 er því ekki talin á útleið.

En Suga er þó um margt ólíkur for­vera sín­um. Fyrir það fyrsta, þá er Suga sonur jarð­ar­berja­bænda sem nú hefur brot­ist til æðstu met­orða eftir ára­tuga­langan stjórn­mála­fer­il, 71 árs að aldri. Abe er hins vegar yfir­stétt­ar­maður með stjórn­málin í blóð­inu, sonur fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og afa­strákur fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra.

Auglýsing

Suga gerði upp­runa sinn að umræðu­efni er hann þakk­aði þing­mönnum flokks­ins fyrir að velja sig með yfir­gnæf­andi meiri­hluta í gær. „Án nokk­urrar þekk­ingar eða blóð­tengsla, steypti ég mér inn í heim stjórn­mál­anna, byrj­aði frá grunni og hefur nú tek­ist að verða leið­togi LDP, með allar hans hefðir og sög­u,“ sagði Suga.

Verð­andi for­sæt­is­ráð­herra er lög­fræð­ingur að mennt, en hann flutti ungur að aldri úr sveita­sam­fé­lag­inu í Yuzawa og til Tókíó, þar sem hann starf­aði um hríð í pappa­kassa­verk­smiðju og einnig á fisk­mark­aði, til þess að safna sér fyrir háskóla­námi.

Skömmu eftir útskrift úr háskóla fór hann að starfa sem rit­ari þing­manns frá hafn­ar­borg­inni Yoko­hama. Þar sett­ist hann að og ákvað síðan að það væri hans köllun að beita sér sjálfur í stjórn­mál­um. Hann bauð sig fram í borg­ar­stjórn í Yoko­hama árið 1986, án tengsla og reynslu, en er sagður hafa bætt upp fyrir það með dugn­aði.

Sagt er að Suga hafi, í sinni fyrstu kosn­inga­bar­áttu, farið hús úr húsi þegar hann var í fram­boði, heim­sótt 300 hús á dag eða 30.000 hús í heild­ina. Þegar kjör­dagur rann upp hafði hann gengið sól­ann úr sex skópör­um. Og það hreif. Suga var í borg­ar­stjórn í Yoko­hama þar til hann færði sig yfir í lands­málin og var kjör­inn á þing árið 1996.

Óum­deildur en ef til vill lítt spenn­andi

Síðan þá hefur hann unnið sig hægt og bít­andi upp met­orða­stig­ann innan flokks­ins, en það hefur aldrei borið neitt sér­lega mikið á hon­um, þrátt fyrir að honum hafi verið treyst fyrir ráð­herra­stöðum og sam­skiptum rík­is­stjórn­ar­innar út á við síð­ustu átta árin, eins og áður var nefnt.

Koichi Naka­no, stjórn­mála­fræði­pró­fessor við Sof­íu-há­skól­ann í Tókíó, seg­ist í sam­tali við BBC telja að Shinzo Abe og aðrir helstu leið­togar flokks­ins hafi valið Suga til þess að taka við það sem hann væri sá sem væri best til þess fall­inn að leiða áfram­hald­andi stjórn út þetta kjör­tíma­bil, sem nær fram í októ­ber á næsta ári, með þær áherslur sem Abe hafði sett. Hann væri ekki endi­lega mest spenn­andi kost­ur­inn, en sá örugg­asti.

Suga er maður sem vaknar á morgn­ana, les öll helstu dag­blöð, gerir 100 maga­æf­ingar og fer svo í langan göngut­úr, sama hvernig viðr­ar. Svo vinnur hann vinn­una sína og gerir síðan aðrar 100 maga­æf­ingar á kvöld­in, eins og hann lýsti í við­tali við Nikkei í fyrra.

Óljóst þykir hvernig Suga muni ganga að ná hylli kjós­enda fari svo að hann verði leið­togi LDP í næstu kosn­ing­um, enda gengur hann ekki inn í glæstar aðstæð­ur. Stjórn­völd þykja ekki hafa náð að ráða neitt sér­lega vel við kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og efna­hags­sam­drátt­ur­inn vegna hans er sá mesti sem Japan hefur upp­lifað frá upp­hafi mæl­inga.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Forsendur lífskjarasamninga hafa staðist að mati ASÍ
Forsendur kjarasamninganna sem voru undirritaðir í fyrra hafa staðist, þar sem vextir hafa lækkað, kaupmáttur hefur aukist og ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um bann á 40 ára verðtryggðum lánum.
Kjarninn 24. september 2020
Sex mánaða orlof á hvort foreldri verði tekið á fyrstu 18 mánuðunum í lífi barns
Drög að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þegar fæðingarorlofið verður lengt í 12 mánuði um komandi áramót er ráðgert að hvort foreldri taki 6 mánaða orlof. Einungis einn mánuður verður framseljanlegur.
Kjarninn 24. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Upplýsingamengun í boði Alþingis
Kjarninn 24. september 2020
Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er húsnæðismarkaðurinn á fleygiferð. Og skuldsetning heimila hefur verið að aukast.
Eigið fé Íslendinga í fasteignum hefur tvöfaldast á fimm árum
Íslendingar eru að skuldsetja sig hraðar og hærra fasteignaverð drífur áfram aukna eignamyndun. Alls eru tæplega átta af hverjum tíu krónum sem heimili landsins eiga í hreinni eign bundnar í fasteignum.
Kjarninn 24. september 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Gosið í Eyjum notað til þess að sýna áhrif fólksflótta
Börnum sem fluttu frá Vestmannaeyjum vegna gossins árið 1973 og afkomendum þeirra vegnaði að meðaltali betur vegna flutninganna, samkvæmt rannsókn íslenskra hagfræðinga.
Kjarninn 24. september 2020
Rúmlega þrjátíu ný smit í gær – Minnihluti í sóttkví
Alls greindust þrjátíu og þrír einstaklingar með COVID-19 hér á landi í gær. Nítján þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu.
Kjarninn 24. september 2020
Aðstæður dýra sem búa við þauleldi „eru forkastanlegar“
Að hafa varphænur í búrum er slæmt en að bregðast við með því að stafla þeim á palla í sama þrönga rýminu er „aumkunarverð tilraun til málamynda,“ segir í athugasemd um áformaða framleiðsluaukningu Stjörnueggja. Sex þauleldibú eru starfrækt á Kjalarnesi.
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent