Eljusamur sonur jarðarberjabænda verður arftaki Abe

Japanska þjóðþingið mun á morgun setja Yoshihide Suga, nýjan leiðtoga Frjálslynda flokksins, formlega í embætti forsætisráðherra landsins. Suga er 71 árs gamall og segist gera 200 magaæfingar á dag.

Yoshihide Suga, verðandi forsætisráðherra Japans.
Yoshihide Suga, verðandi forsætisráðherra Japans.
Auglýsing

Á morgun mun jap­anska þjóð­þing­ið, Diet­ið, kjósa sér nýjan for­sæt­is­ráð­herra. Fast­lega má reikna með því að þar muni nýkjör­inn leið­togi Frjáls­lynda flokks­ins LDP, Yos­hi­hide Suga, verða kjör­inn, enda ákváðu þing­menn flokks­ins í gær að hann skyldi taka við kefl­inu af Shinzo Abe, sem hefur yfir­gefið stjórn­mála­sviðið vegna heilsu­far­s­vanda­mála.

Suga hefur verið hægri hönd Abe árum saman og helsti tals­maður japönsku rík­is­stjórn­ar­innar út á við síð­ustu átta árin. Talið er ólík­legt að stefna stjórn­valda muni breyt­ast mikið þegar Suga tekur við, en hann af flestum tal­inn ætla að halda áfram á svip­aðri braut og fram­fylgja stefnu­málum Abe. „Aben­omics“-­vaxt­ar­stefnan í efna­hags­málum sem Abe kynnti til sög­unnar skömmu eftir að hann tók við hjaðn­andi hag­kerfi Jap­ans árið 2012 er því ekki talin á útleið.

En Suga er þó um margt ólíkur for­vera sín­um. Fyrir það fyrsta, þá er Suga sonur jarð­ar­berja­bænda sem nú hefur brot­ist til æðstu met­orða eftir ára­tuga­langan stjórn­mála­fer­il, 71 árs að aldri. Abe er hins vegar yfir­stétt­ar­maður með stjórn­málin í blóð­inu, sonur fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og afa­strákur fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra.

Auglýsing

Suga gerði upp­runa sinn að umræðu­efni er hann þakk­aði þing­mönnum flokks­ins fyrir að velja sig með yfir­gnæf­andi meiri­hluta í gær. „Án nokk­urrar þekk­ingar eða blóð­tengsla, steypti ég mér inn í heim stjórn­mál­anna, byrj­aði frá grunni og hefur nú tek­ist að verða leið­togi LDP, með allar hans hefðir og sög­u,“ sagði Suga.

Verð­andi for­sæt­is­ráð­herra er lög­fræð­ingur að mennt, en hann flutti ungur að aldri úr sveita­sam­fé­lag­inu í Yuzawa og til Tókíó, þar sem hann starf­aði um hríð í pappa­kassa­verk­smiðju og einnig á fisk­mark­aði, til þess að safna sér fyrir háskóla­námi.

Skömmu eftir útskrift úr háskóla fór hann að starfa sem rit­ari þing­manns frá hafn­ar­borg­inni Yoko­hama. Þar sett­ist hann að og ákvað síðan að það væri hans köllun að beita sér sjálfur í stjórn­mál­um. Hann bauð sig fram í borg­ar­stjórn í Yoko­hama árið 1986, án tengsla og reynslu, en er sagður hafa bætt upp fyrir það með dugn­aði.

Sagt er að Suga hafi, í sinni fyrstu kosn­inga­bar­áttu, farið hús úr húsi þegar hann var í fram­boði, heim­sótt 300 hús á dag eða 30.000 hús í heild­ina. Þegar kjör­dagur rann upp hafði hann gengið sól­ann úr sex skópör­um. Og það hreif. Suga var í borg­ar­stjórn í Yoko­hama þar til hann færði sig yfir í lands­málin og var kjör­inn á þing árið 1996.

Óum­deildur en ef til vill lítt spenn­andi

Síðan þá hefur hann unnið sig hægt og bít­andi upp met­orða­stig­ann innan flokks­ins, en það hefur aldrei borið neitt sér­lega mikið á hon­um, þrátt fyrir að honum hafi verið treyst fyrir ráð­herra­stöðum og sam­skiptum rík­is­stjórn­ar­innar út á við síð­ustu átta árin, eins og áður var nefnt.

Koichi Naka­no, stjórn­mála­fræði­pró­fessor við Sof­íu-há­skól­ann í Tókíó, seg­ist í sam­tali við BBC telja að Shinzo Abe og aðrir helstu leið­togar flokks­ins hafi valið Suga til þess að taka við það sem hann væri sá sem væri best til þess fall­inn að leiða áfram­hald­andi stjórn út þetta kjör­tíma­bil, sem nær fram í októ­ber á næsta ári, með þær áherslur sem Abe hafði sett. Hann væri ekki endi­lega mest spenn­andi kost­ur­inn, en sá örugg­asti.

Suga er maður sem vaknar á morgn­ana, les öll helstu dag­blöð, gerir 100 maga­æf­ingar og fer svo í langan göngut­úr, sama hvernig viðr­ar. Svo vinnur hann vinn­una sína og gerir síðan aðrar 100 maga­æf­ingar á kvöld­in, eins og hann lýsti í við­tali við Nikkei í fyrra.

Óljóst þykir hvernig Suga muni ganga að ná hylli kjós­enda fari svo að hann verði leið­togi LDP í næstu kosn­ing­um, enda gengur hann ekki inn í glæstar aðstæð­ur. Stjórn­völd þykja ekki hafa náð að ráða neitt sér­lega vel við kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og efna­hags­sam­drátt­ur­inn vegna hans er sá mesti sem Japan hefur upp­lifað frá upp­hafi mæl­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent