Eljusamur sonur jarðarberjabænda verður arftaki Abe

Japanska þjóðþingið mun á morgun setja Yoshihide Suga, nýjan leiðtoga Frjálslynda flokksins, formlega í embætti forsætisráðherra landsins. Suga er 71 árs gamall og segist gera 200 magaæfingar á dag.

Yoshihide Suga, verðandi forsætisráðherra Japans.
Yoshihide Suga, verðandi forsætisráðherra Japans.
Auglýsing

Á morgun mun japanska þjóðþingið, Dietið, kjósa sér nýjan forsætisráðherra. Fastlega má reikna með því að þar muni nýkjörinn leiðtogi Frjálslynda flokksins LDP, Yoshihide Suga, verða kjörinn, enda ákváðu þingmenn flokksins í gær að hann skyldi taka við keflinu af Shinzo Abe, sem hefur yfirgefið stjórnmálasviðið vegna heilsufarsvandamála.

Suga hefur verið hægri hönd Abe árum saman og helsti talsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar út á við síðustu átta árin. Talið er ólíklegt að stefna stjórnvalda muni breytast mikið þegar Suga tekur við, en hann af flestum talinn ætla að halda áfram á svipaðri braut og framfylgja stefnumálum Abe. „Abenomics“-vaxtarstefnan í efnahagsmálum sem Abe kynnti til sögunnar skömmu eftir að hann tók við hjaðnandi hagkerfi Japans árið 2012 er því ekki talin á útleið.

En Suga er þó um margt ólíkur forvera sínum. Fyrir það fyrsta, þá er Suga sonur jarðarberjabænda sem nú hefur brotist til æðstu metorða eftir áratugalangan stjórnmálaferil, 71 árs að aldri. Abe er hins vegar yfirstéttarmaður með stjórnmálin í blóðinu, sonur fyrrverandi utanríkisráðherra og afastrákur fyrrverandi forsætisráðherra.

Auglýsing

Suga gerði uppruna sinn að umræðuefni er hann þakkaði þingmönnum flokksins fyrir að velja sig með yfirgnæfandi meirihluta í gær. „Án nokkurrar þekkingar eða blóðtengsla, steypti ég mér inn í heim stjórnmálanna, byrjaði frá grunni og hefur nú tekist að verða leiðtogi LDP, með allar hans hefðir og sögu,“ sagði Suga.

Verðandi forsætisráðherra er lögfræðingur að mennt, en hann flutti ungur að aldri úr sveitasamfélaginu í Yuzawa og til Tókíó, þar sem hann starfaði um hríð í pappakassaverksmiðju og einnig á fiskmarkaði, til þess að safna sér fyrir háskólanámi.

Skömmu eftir útskrift úr háskóla fór hann að starfa sem ritari þingmanns frá hafnarborginni Yokohama. Þar settist hann að og ákvað síðan að það væri hans köllun að beita sér sjálfur í stjórnmálum. Hann bauð sig fram í borgarstjórn í Yokohama árið 1986, án tengsla og reynslu, en er sagður hafa bætt upp fyrir það með dugnaði.

Sagt er að Suga hafi, í sinni fyrstu kosningabaráttu, farið hús úr húsi þegar hann var í framboði, heimsótt 300 hús á dag eða 30.000 hús í heildina. Þegar kjördagur rann upp hafði hann gengið sólann úr sex skópörum. Og það hreif. Suga var í borgarstjórn í Yokohama þar til hann færði sig yfir í landsmálin og var kjörinn á þing árið 1996.

Óumdeildur en ef til vill lítt spennandi

Síðan þá hefur hann unnið sig hægt og bítandi upp metorðastigann innan flokksins, en það hefur aldrei borið neitt sérlega mikið á honum, þrátt fyrir að honum hafi verið treyst fyrir ráðherrastöðum og samskiptum ríkisstjórnarinnar út á við síðustu átta árin, eins og áður var nefnt.

Koichi Nakano, stjórnmálafræðiprófessor við Sofíu-háskólann í Tókíó, segist í samtali við BBC telja að Shinzo Abe og aðrir helstu leiðtogar flokksins hafi valið Suga til þess að taka við það sem hann væri sá sem væri best til þess fallinn að leiða áframhaldandi stjórn út þetta kjörtímabil, sem nær fram í október á næsta ári, með þær áherslur sem Abe hafði sett. Hann væri ekki endilega mest spennandi kosturinn, en sá öruggasti.

Suga er maður sem vaknar á morgnana, les öll helstu dagblöð, gerir 100 magaæfingar og fer svo í langan göngutúr, sama hvernig viðrar. Svo vinnur hann vinnuna sína og gerir síðan aðrar 100 magaæfingar á kvöldin, eins og hann lýsti í viðtali við Nikkei í fyrra.

Óljóst þykir hvernig Suga muni ganga að ná hylli kjósenda fari svo að hann verði leiðtogi LDP í næstu kosningum, enda gengur hann ekki inn í glæstar aðstæður. Stjórnvöld þykja ekki hafa náð að ráða neitt sérlega vel við kórónuveirufaraldurinn og efnahagssamdrátturinn vegna hans er sá mesti sem Japan hefur upplifað frá upphafi mælinga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent