Eljusamur sonur jarðarberjabænda verður arftaki Abe

Japanska þjóðþingið mun á morgun setja Yoshihide Suga, nýjan leiðtoga Frjálslynda flokksins, formlega í embætti forsætisráðherra landsins. Suga er 71 árs gamall og segist gera 200 magaæfingar á dag.

Yoshihide Suga, verðandi forsætisráðherra Japans.
Yoshihide Suga, verðandi forsætisráðherra Japans.
Auglýsing

Á morgun mun jap­anska þjóð­þing­ið, Diet­ið, kjósa sér nýjan for­sæt­is­ráð­herra. Fast­lega má reikna með því að þar muni nýkjör­inn leið­togi Frjáls­lynda flokks­ins LDP, Yos­hi­hide Suga, verða kjör­inn, enda ákváðu þing­menn flokks­ins í gær að hann skyldi taka við kefl­inu af Shinzo Abe, sem hefur yfir­gefið stjórn­mála­sviðið vegna heilsu­far­s­vanda­mála.

Suga hefur verið hægri hönd Abe árum saman og helsti tals­maður japönsku rík­is­stjórn­ar­innar út á við síð­ustu átta árin. Talið er ólík­legt að stefna stjórn­valda muni breyt­ast mikið þegar Suga tekur við, en hann af flestum tal­inn ætla að halda áfram á svip­aðri braut og fram­fylgja stefnu­málum Abe. „Aben­omics“-­vaxt­ar­stefnan í efna­hags­málum sem Abe kynnti til sög­unnar skömmu eftir að hann tók við hjaðn­andi hag­kerfi Jap­ans árið 2012 er því ekki talin á útleið.

En Suga er þó um margt ólíkur for­vera sín­um. Fyrir það fyrsta, þá er Suga sonur jarð­ar­berja­bænda sem nú hefur brot­ist til æðstu met­orða eftir ára­tuga­langan stjórn­mála­fer­il, 71 árs að aldri. Abe er hins vegar yfir­stétt­ar­maður með stjórn­málin í blóð­inu, sonur fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og afa­strákur fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra.

Auglýsing

Suga gerði upp­runa sinn að umræðu­efni er hann þakk­aði þing­mönnum flokks­ins fyrir að velja sig með yfir­gnæf­andi meiri­hluta í gær. „Án nokk­urrar þekk­ingar eða blóð­tengsla, steypti ég mér inn í heim stjórn­mál­anna, byrj­aði frá grunni og hefur nú tek­ist að verða leið­togi LDP, með allar hans hefðir og sög­u,“ sagði Suga.

Verð­andi for­sæt­is­ráð­herra er lög­fræð­ingur að mennt, en hann flutti ungur að aldri úr sveita­sam­fé­lag­inu í Yuzawa og til Tókíó, þar sem hann starf­aði um hríð í pappa­kassa­verk­smiðju og einnig á fisk­mark­aði, til þess að safna sér fyrir háskóla­námi.

Skömmu eftir útskrift úr háskóla fór hann að starfa sem rit­ari þing­manns frá hafn­ar­borg­inni Yoko­hama. Þar sett­ist hann að og ákvað síðan að það væri hans köllun að beita sér sjálfur í stjórn­mál­um. Hann bauð sig fram í borg­ar­stjórn í Yoko­hama árið 1986, án tengsla og reynslu, en er sagður hafa bætt upp fyrir það með dugn­aði.

Sagt er að Suga hafi, í sinni fyrstu kosn­inga­bar­áttu, farið hús úr húsi þegar hann var í fram­boði, heim­sótt 300 hús á dag eða 30.000 hús í heild­ina. Þegar kjör­dagur rann upp hafði hann gengið sól­ann úr sex skópör­um. Og það hreif. Suga var í borg­ar­stjórn í Yoko­hama þar til hann færði sig yfir í lands­málin og var kjör­inn á þing árið 1996.

Óum­deildur en ef til vill lítt spenn­andi

Síðan þá hefur hann unnið sig hægt og bít­andi upp met­orða­stig­ann innan flokks­ins, en það hefur aldrei borið neitt sér­lega mikið á hon­um, þrátt fyrir að honum hafi verið treyst fyrir ráð­herra­stöðum og sam­skiptum rík­is­stjórn­ar­innar út á við síð­ustu átta árin, eins og áður var nefnt.

Koichi Naka­no, stjórn­mála­fræði­pró­fessor við Sof­íu-há­skól­ann í Tókíó, seg­ist í sam­tali við BBC telja að Shinzo Abe og aðrir helstu leið­togar flokks­ins hafi valið Suga til þess að taka við það sem hann væri sá sem væri best til þess fall­inn að leiða áfram­hald­andi stjórn út þetta kjör­tíma­bil, sem nær fram í októ­ber á næsta ári, með þær áherslur sem Abe hafði sett. Hann væri ekki endi­lega mest spenn­andi kost­ur­inn, en sá örugg­asti.

Suga er maður sem vaknar á morgn­ana, les öll helstu dag­blöð, gerir 100 maga­æf­ingar og fer svo í langan göngut­úr, sama hvernig viðr­ar. Svo vinnur hann vinn­una sína og gerir síðan aðrar 100 maga­æf­ingar á kvöld­in, eins og hann lýsti í við­tali við Nikkei í fyrra.

Óljóst þykir hvernig Suga muni ganga að ná hylli kjós­enda fari svo að hann verði leið­togi LDP í næstu kosn­ing­um, enda gengur hann ekki inn í glæstar aðstæð­ur. Stjórn­völd þykja ekki hafa náð að ráða neitt sér­lega vel við kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og efna­hags­sam­drátt­ur­inn vegna hans er sá mesti sem Japan hefur upp­lifað frá upp­hafi mæl­inga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent