Telja tvöfalda skimun kosta þjóðarbúið allt að 20 milljarða króna

Starfshópur fjármálaráðuneytisins áætlar að þjóðarbúið verði af 13-20 milljörðum króna út árið vegna hertra aðgerða á landamærunum, en er þó óviss um eigin útreikninga.

Már Guðmundsson fyrrverandi seðlabankastjóri leiðir starfshópinn
Már Guðmundsson fyrrverandi seðlabankastjóri leiðir starfshópinn
Auglýsing

Sam­kvæmt nýrri skýrslu starfs­hóps fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um efna­hags­leg áhrif val­kosta í sótt­varn­ar­málum gæti ákvörð­unin um að taka upp tvö­falda skimun á landa­mær­unum kostað þjóð­ar­búið um 13 til 20 millj­arða út árið. Þó er hóp­ur­inn óviss um eigin útreikn­inga og bendir á að aðrir þættir en sótt­varn­ar­að­gerðir virð­ast hafa áhrif á efna­hags­um­svif.Starfs­hóp­ur­inn er leiddur af Má Guð­munds­syni fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóra, en í honum eru einnig Tómas Brynj­ólfs­son skrif­stofu­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu og Ásdís Krist­jáns­dóttir aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins.

AuglýsingSkýrslan vísar til þess að fjöldi ferða­manna um Kefla­vík­ur­flug­völl minnk­aði snögg­lega eftir að stjórn­völd fyr­ir­skip­uðu að allir komu­far­þegar þyrftu annað hvort að fara í tvö­falda skimun með sótt­kví á milli eða tveggja vikna sótt­kví. Sú fækkun hafi haldið áfram í sept­em­ber, en dag­legur fjöldi far­þega á vell­inum var þá orð­inn nokkur hund­ruð, miðað við fimm þús­und í byrjun ágúst­mán­að­ar.Út frá breyt­ing­unni í far­þega­tölum gerir hóp­ur­inn ráð fyrir að úrræði stjórn­valda hafi minnkað fjölda ferða­manna um 70 pró­sent. Ef miðað er við að hver ferða­maður dvelur hér á land­inu í tíu daga og eyði að með­al­tali 100 til 120 þús­und króna áætlar hóp­ur­inn að þjóð­ar­búið verði af um 13-20 millj­örðum króna vegna fyr­ir­komu­lags­ins út árið. Þetta jafn­gildi 1,2 til 1,8 pró­sentum af lands­fram­leiðslu.

For­sendur óvissar

Í skýrsl­unni er þó tekið fram að mat hóps­ins á tapi ferða­þjón­ust­unnar vegna tvö­faldrar skimunar er byggt á for­sendum sem óvíst er hvort haldi. Þeirra á meðal er sá ferða­manna­fjöldi sem hefði ann­ars komið til Íslands ef úrræð­anna nyti ekki, en hóp­ur­inn gerir ráð fyrir því að hann hefði hald­ist óbreyttur frá því sem hann var í byrjun ágúst­mán­að­ar, ef tekið er til­lit til árs­tíð­ar­breyt­inga. Hóp­ur­inn nefnir einnig að vís­bend­ingar erlendis frá bendi til þess að aðrir þættir hafi áhrif á umsvif í efna­hags­líf­inu heldur en opin­berar sótt­varn­ar­að­gerð­ir. Þar vísa þeir til rann­sóknar frá Banda­ríkj­unum sem sýnir að neysla og atvinnustig hafi minnkað áður en til­kynnt væri um lok­an­ir, auk þess sem umsvifin hafi hald­ist í skötu­líki þrátt fyrir til­kynn­ingar um opn­un. Þar að auki kemur fram í skýrsl­unni að ólík­legt sé að slak­ari sótt­varn­ar­að­gerðir við landa­mærin myndi skila sér í auknum fjölda ferða­manna þegar far­ald­ur­inn er á upp­leið, þar sem veit­inga-og ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki þyrftu þá að grípa til harð­ari ráð­staf­anna inn­an­lands vegna aukna smit­hætt­u. Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent