Telja tvöfalda skimun kosta þjóðarbúið allt að 20 milljarða króna

Starfshópur fjármálaráðuneytisins áætlar að þjóðarbúið verði af 13-20 milljörðum króna út árið vegna hertra aðgerða á landamærunum, en er þó óviss um eigin útreikninga.

Már Guðmundsson fyrrverandi seðlabankastjóri leiðir starfshópinn
Már Guðmundsson fyrrverandi seðlabankastjóri leiðir starfshópinn
Auglýsing

Sam­kvæmt nýrri skýrslu starfs­hóps fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um efna­hags­leg áhrif val­kosta í sótt­varn­ar­málum gæti ákvörð­unin um að taka upp tvö­falda skimun á landa­mær­unum kostað þjóð­ar­búið um 13 til 20 millj­arða út árið. Þó er hóp­ur­inn óviss um eigin útreikn­inga og bendir á að aðrir þættir en sótt­varn­ar­að­gerðir virð­ast hafa áhrif á efna­hags­um­svif.Starfs­hóp­ur­inn er leiddur af Má Guð­munds­syni fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóra, en í honum eru einnig Tómas Brynj­ólfs­son skrif­stofu­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu og Ásdís Krist­jáns­dóttir aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins.

AuglýsingSkýrslan vísar til þess að fjöldi ferða­manna um Kefla­vík­ur­flug­völl minnk­aði snögg­lega eftir að stjórn­völd fyr­ir­skip­uðu að allir komu­far­þegar þyrftu annað hvort að fara í tvö­falda skimun með sótt­kví á milli eða tveggja vikna sótt­kví. Sú fækkun hafi haldið áfram í sept­em­ber, en dag­legur fjöldi far­þega á vell­inum var þá orð­inn nokkur hund­ruð, miðað við fimm þús­und í byrjun ágúst­mán­að­ar.Út frá breyt­ing­unni í far­þega­tölum gerir hóp­ur­inn ráð fyrir að úrræði stjórn­valda hafi minnkað fjölda ferða­manna um 70 pró­sent. Ef miðað er við að hver ferða­maður dvelur hér á land­inu í tíu daga og eyði að með­al­tali 100 til 120 þús­und króna áætlar hóp­ur­inn að þjóð­ar­búið verði af um 13-20 millj­örðum króna vegna fyr­ir­komu­lags­ins út árið. Þetta jafn­gildi 1,2 til 1,8 pró­sentum af lands­fram­leiðslu.

For­sendur óvissar

Í skýrsl­unni er þó tekið fram að mat hóps­ins á tapi ferða­þjón­ust­unnar vegna tvö­faldrar skimunar er byggt á for­sendum sem óvíst er hvort haldi. Þeirra á meðal er sá ferða­manna­fjöldi sem hefði ann­ars komið til Íslands ef úrræð­anna nyti ekki, en hóp­ur­inn gerir ráð fyrir því að hann hefði hald­ist óbreyttur frá því sem hann var í byrjun ágúst­mán­að­ar, ef tekið er til­lit til árs­tíð­ar­breyt­inga. Hóp­ur­inn nefnir einnig að vís­bend­ingar erlendis frá bendi til þess að aðrir þættir hafi áhrif á umsvif í efna­hags­líf­inu heldur en opin­berar sótt­varn­ar­að­gerð­ir. Þar vísa þeir til rann­sóknar frá Banda­ríkj­unum sem sýnir að neysla og atvinnustig hafi minnkað áður en til­kynnt væri um lok­an­ir, auk þess sem umsvifin hafi hald­ist í skötu­líki þrátt fyrir til­kynn­ingar um opn­un. Þar að auki kemur fram í skýrsl­unni að ólík­legt sé að slak­ari sótt­varn­ar­að­gerðir við landa­mærin myndi skila sér í auknum fjölda ferða­manna þegar far­ald­ur­inn er á upp­leið, þar sem veit­inga-og ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki þyrftu þá að grípa til harð­ari ráð­staf­anna inn­an­lands vegna aukna smit­hætt­u. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent