Telja tvöfalda skimun kosta þjóðarbúið allt að 20 milljarða króna

Starfshópur fjármálaráðuneytisins áætlar að þjóðarbúið verði af 13-20 milljörðum króna út árið vegna hertra aðgerða á landamærunum, en er þó óviss um eigin útreikninga.

Már Guðmundsson fyrrverandi seðlabankastjóri leiðir starfshópinn
Már Guðmundsson fyrrverandi seðlabankastjóri leiðir starfshópinn
Auglýsing

Sam­kvæmt nýrri skýrslu starfs­hóps fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um efna­hags­leg áhrif val­kosta í sótt­varn­ar­málum gæti ákvörð­unin um að taka upp tvö­falda skimun á landa­mær­unum kostað þjóð­ar­búið um 13 til 20 millj­arða út árið. Þó er hóp­ur­inn óviss um eigin útreikn­inga og bendir á að aðrir þættir en sótt­varn­ar­að­gerðir virð­ast hafa áhrif á efna­hags­um­svif.Starfs­hóp­ur­inn er leiddur af Má Guð­munds­syni fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóra, en í honum eru einnig Tómas Brynj­ólfs­son skrif­stofu­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu og Ásdís Krist­jáns­dóttir aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins.

AuglýsingSkýrslan vísar til þess að fjöldi ferða­manna um Kefla­vík­ur­flug­völl minnk­aði snögg­lega eftir að stjórn­völd fyr­ir­skip­uðu að allir komu­far­þegar þyrftu annað hvort að fara í tvö­falda skimun með sótt­kví á milli eða tveggja vikna sótt­kví. Sú fækkun hafi haldið áfram í sept­em­ber, en dag­legur fjöldi far­þega á vell­inum var þá orð­inn nokkur hund­ruð, miðað við fimm þús­und í byrjun ágúst­mán­að­ar.Út frá breyt­ing­unni í far­þega­tölum gerir hóp­ur­inn ráð fyrir að úrræði stjórn­valda hafi minnkað fjölda ferða­manna um 70 pró­sent. Ef miðað er við að hver ferða­maður dvelur hér á land­inu í tíu daga og eyði að með­al­tali 100 til 120 þús­und króna áætlar hóp­ur­inn að þjóð­ar­búið verði af um 13-20 millj­örðum króna vegna fyr­ir­komu­lags­ins út árið. Þetta jafn­gildi 1,2 til 1,8 pró­sentum af lands­fram­leiðslu.

For­sendur óvissar

Í skýrsl­unni er þó tekið fram að mat hóps­ins á tapi ferða­þjón­ust­unnar vegna tvö­faldrar skimunar er byggt á for­sendum sem óvíst er hvort haldi. Þeirra á meðal er sá ferða­manna­fjöldi sem hefði ann­ars komið til Íslands ef úrræð­anna nyti ekki, en hóp­ur­inn gerir ráð fyrir því að hann hefði hald­ist óbreyttur frá því sem hann var í byrjun ágúst­mán­að­ar, ef tekið er til­lit til árs­tíð­ar­breyt­inga. Hóp­ur­inn nefnir einnig að vís­bend­ingar erlendis frá bendi til þess að aðrir þættir hafi áhrif á umsvif í efna­hags­líf­inu heldur en opin­berar sótt­varn­ar­að­gerð­ir. Þar vísa þeir til rann­sóknar frá Banda­ríkj­unum sem sýnir að neysla og atvinnustig hafi minnkað áður en til­kynnt væri um lok­an­ir, auk þess sem umsvifin hafi hald­ist í skötu­líki þrátt fyrir til­kynn­ingar um opn­un. Þar að auki kemur fram í skýrsl­unni að ólík­legt sé að slak­ari sótt­varn­ar­að­gerðir við landa­mærin myndi skila sér í auknum fjölda ferða­manna þegar far­ald­ur­inn er á upp­leið, þar sem veit­inga-og ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki þyrftu þá að grípa til harð­ari ráð­staf­anna inn­an­lands vegna aukna smit­hætt­u. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent