Telja tvöfalda skimun kosta þjóðarbúið allt að 20 milljarða króna

Starfshópur fjármálaráðuneytisins áætlar að þjóðarbúið verði af 13-20 milljörðum króna út árið vegna hertra aðgerða á landamærunum, en er þó óviss um eigin útreikninga.

Már Guðmundsson fyrrverandi seðlabankastjóri leiðir starfshópinn
Már Guðmundsson fyrrverandi seðlabankastjóri leiðir starfshópinn
Auglýsing

Samkvæmt nýrri skýrslu starfshóps fjármálaráðuneytisins um efnahagsleg áhrif valkosta í sóttvarnarmálum gæti ákvörðunin um að taka upp tvöfalda skimun á landamærunum kostað þjóðarbúið um 13 til 20 milljarða út árið. Þó er hópurinn óviss um eigin útreikninga og bendir á að aðrir þættir en sóttvarnaraðgerðir virðast hafa áhrif á efnahagsumsvif.


Starfshópurinn er leiddur af Má Guðmundssyni fyrrverandi seðlabankastjóra, en í honum eru einnig Tómas Brynjólfsson skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu og Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Auglýsing


Skýrslan vísar til þess að fjöldi ferðamanna um Keflavíkurflugvöll minnkaði snögglega eftir að stjórnvöld fyrirskipuðu að allir komufarþegar þyrftu annað hvort að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli eða tveggja vikna sóttkví. Sú fækkun hafi haldið áfram í september, en daglegur fjöldi farþega á vellinum var þá orðinn nokkur hundruð, miðað við fimm þúsund í byrjun ágústmánaðar.


Út frá breytingunni í farþegatölum gerir hópurinn ráð fyrir að úrræði stjórnvalda hafi minnkað fjölda ferðamanna um 70 prósent. Ef miðað er við að hver ferðamaður dvelur hér á landinu í tíu daga og eyði að meðaltali 100 til 120 þúsund króna áætlar hópurinn að þjóðarbúið verði af um 13-20 milljörðum króna vegna fyrirkomulagsins út árið. Þetta jafngildi 1,2 til 1,8 prósentum af landsframleiðslu.

Forsendur óvissar

Í skýrslunni er þó tekið fram að mat hópsins á tapi ferðaþjónustunnar vegna tvöfaldrar skimunar er byggt á forsendum sem óvíst er hvort haldi. Þeirra á meðal er sá ferðamannafjöldi sem hefði annars komið til Íslands ef úrræðanna nyti ekki, en hópurinn gerir ráð fyrir því að hann hefði haldist óbreyttur frá því sem hann var í byrjun ágústmánaðar, ef tekið er tillit til árstíðarbreytinga. 


Hópurinn nefnir einnig að vísbendingar erlendis frá bendi til þess að aðrir þættir hafi áhrif á umsvif í efnahagslífinu heldur en opinberar sóttvarnaraðgerðir. Þar vísa þeir til rannsóknar frá Bandaríkjunum sem sýnir að neysla og atvinnustig hafi minnkað áður en tilkynnt væri um lokanir, auk þess sem umsvifin hafi haldist í skötulíki þrátt fyrir tilkynningar um opnun. 


Þar að auki kemur fram í skýrslunni að ólíklegt sé að slakari sóttvarnaraðgerðir við landamærin myndi skila sér í auknum fjölda ferðamanna þegar faraldurinn er á uppleið, þar sem veitinga-og ferðaþjónustufyrirtæki þyrftu þá að grípa til harðari ráðstafanna innanlands vegna aukna smithættu. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent