Telur „jó-jó tímabili“ vegna Hvalárvirkjunar lokið

Vandamálin í raforkukerfinu á Vestfjörðum snúast ekki um orkuskort heldur afhendingaröryggi. Um þetta eru verkefnisstjóri hjá Landsneti og fulltrúi Jarðstrengja sammála. Sá síðarnefndi telur „jó-jó tímabili“ sem fylgdi Hvalárvirkjun lokið.

Kerfið á Vestfjörðum er viðkvæmt fyrir veðri og vindum.
Kerfið á Vestfjörðum er viðkvæmt fyrir veðri og vindum.
Auglýsing

Brýn­asta verk­efnið til að bæta raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum er að tvö­falda flutn­ings­línur inn á suð­ur­firð­ina. Þeim áformum hefur verið flýtt og eiga fram­kvæmdir að hefj­ast árið 2022. Þetta segir Magni Þór Páls­son, verk­efn­is­stjóri rann­sókna hjá Lands­neti.



Karl Ing­ólfs­son leið­sögu­maður og þátt­tak­andi í starfi gras­rót­ar­hóps­ins Jarð­strengja, segir umræð­una um Hval­ár­virkjun hafa tafið úrbætur á raf­orku­kerfi Vest­fjarða en nú þegar áformin séu komin á ís verði von­andi hætt að horfa á „óraun­hæfar lausnir“ og farið í það „sem raun­veru­lega kemur að gagn­i“.



Magni og Karl eru sam­mála um að vanda­málið á Vest­fjörðum sé ekki orku­skortur heldur afhend­ingar­ör­ygg­ið. Mik­il­vægt sé að finna leiðir til að tryggja hnökra­lausa yfir­færslu á vara­afl þegar straum­leysi verður og benda þeir á að fram­þróun hafi verið í slíkum lausnum síð­ustu ár.



Þetta er meðal þess sem fram kom í máli þeirra á fundi Land­verndar um orku­ör­yggi á Vest­fjörðum sem fram fór um síð­ustu helgi.

Auglýsing



„Við vitum það að afhend­ingar­ör­yggi á Vest­fjörðum hefur verið með því lægsta sem ger­ist í flutn­ings­kerf­inu á Ísland­i,“ sagði Magni. Aðeins ein meg­in­flutn­ings­lína liggur inn á Vest­fjarða­kjálkann, Vest­ur­lína. Út frá henni taka við tvær línur frá Mjólkár­línu; Tálkna­fjarð­ar­lína og Breið­dals­lína. „Lands­lag á Vest­fjörðum er eins og allir þekkja sem þangað hafa komið fjöll­ótt og frekar óblítt og ekki alls staðar hent­ugt til raf­lagna, hvort sem er loft­línur eða raf­strengir,“ sagði Magni. „Eins er veð­ur­far með þeim hætti að loft­línur eru útsettar fyrir ísingu og sterkum vindi. Einnig eru á svæð­inu langar vega­lengdir en til­tölu­lega lítil orku­notk­un.“



Ýmsar úrbætur hafa verið gerðar síð­ustu ár. Bol­ung­ar­vík­ur­lína 2 var t.d. lögð í jarð­streng í Óshlíð­ar­göngin þegar þau voru gerð. Sett var upp stór vara­afls­stöð í Bol­ung­ar­vík ásamt snjall­neti svoköll­uðu sem lág­markar straum­leysi þegar norð­an­verðir Vest­firðir missa teng­ingu við flutn­ings­kerf­ið. Spennu­afl í Mjólká var aukið og eins hafa tengi­virki Lands­nets í Bol­ung­ar­vík og á Ísa­firði verið end­ur­nýjuð og yfir­byggð.

Flutningskerfi Landsnets á Vestfjörðum. Vesturlína frá Hrútatungu að Mjólká er 160 kílómetrar. Mynd: Landsnet



Sam­kvæmt nýrri kerf­is­á­ætlun Lands­nets til árs­ins 2029 á að hefja fram­kvæmdir við nýtt tengi­virki í Hrúta­tungu þegar á næsta ári. Það tengi­virki er á lyk­il­stað í kerf­inu en þaðan fer byggða­línan út á Vest­firð­ina. Í vonsku­veðrum síð­asta vetur átti Lands­net í miklu basli með þetta tengi­virki og verður hið nýja yfir­byggt.



Sam­kvæmt fram­kvæmda­á­ætlun verður svo farið í styrk­ingu á flutn­ings­kerf­inu á suð­ur­fjörð­unum árið 2022 og árið síðar stendur til að end­ur­nýja tengi­virki í Breiða­dal. Á tíu ára áætlun er svo verk­efni sem kall­ast áttan og felur í sér tvö­földun flutn­ings­lína frá Mjólká og í Breiða­dal. Þegar hefur verið lagður jarð­strengur um Dýra­fjarð­ar­göng sem unnið er að. „Ástandið hefur farið batn­andi þó að margt megi en bæta og við erum fylli­lega með­vituð um það,“ sagði Magni.



Karl benti á að á Vest­fjörðum væri ein­ungis notað um 1 pró­sent þeirrar raf­orku sem fram­leidd væri í land­inu. Það væri hart að búa við óáreið­an­legt raf­magn í landi þar sem fram­leidd er meiri raf­orka á hvern lands­mann en nokkur staðar ann­ars stað­ar. „Það er eins og að búa við kaffi­leysi í Bras­ilíu eða fá ekki soðn­ingu hér á Íslandi þar sem aflað er tveggja tonna af fiski á mann á ári.“



Um­ræðan um raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum hafi síð­ustu ár að miklu leyti snú­ist um Hval­ár­virkj­un. Hann rifj­aði upp að þegar virkj­ana­hug­myndin kom fyrst fram hafi verið rætt um að tengja hana beint inn á Ísa­fjörð, þ.e. inn í end­ann á raf­orku­kerfi svæð­is­ins þar sem þörfin og eft­ir­spurnin væri mest, en að síð­ari ár hafi verið horfið frá því og til staðið að tengja hana við meg­in­flutn­ings­kerfið í Kolla­firði en þaðan eru tugir kíló­metra þangað sem notk­unin er mest og leiðin útsett fyrir áföll­um. Á sama tíma, þ.e. á árunum 2015-2016, hafi HS orka, sem er meiri­hluta­eig­andi Vest­ur­verks, lent í vand­ræðum með rekstur Reykja­nes­virkj­unar og bráð­vantað raf­magn. „Þeir áttu ekki nóg raf­magn fyrir sína við­skipta­vini þegar álagið var mest hjá þeim og þurftu að kaupa það sem uppá vant­aði dýrum dóm­um.“



Síðan þá er HS orka búin að „ná upp dampi“ í Reykja­nes­virkj­un, er komin með 42 MW vinnslu­getu í smá­virkj­unum og leyfi til auk­innar orku­vinnslu í Reykja­nes­virkj­un. „Þannig að hagur þessa raf­orku­fram­leið­anda er orð­inn mun betri í dag heldur en þegar unnið var að und­ir­bún­ingi Hval­ár­virkj­un­ar,“ sagði Karl. Nú eru hins vegar allt aðrar aðstæður á raf­orku­mark­aði og fram­kvæmdum við Hval­ár­virkjun verið slegið á frest um ótil­greindan tíma.

Hvalá í Árneshreppi. Mynd: Rakel Valgeirsdóttir



„Það er ekki orku­skortur á Vest­fjörð­u­m,“ benti Karl á. „Vest­firðir eru tengdir lands­kerf­inu og það er næg flutn­ings­geta til að koma þeirri orku sem Vest­firð­ingar kjósa að kaupa vest­ur. Vand­inn er þegar kerfið bil­ar.“



Hægt er að leggja hluta af flutn­ings­kerf­inu á Vest­fjörðum í jörð en svig­rúmið er ekki mikið að sögn Magna. Jarð­strengir hafa verið lagðir sam­hliða jarð­göngum og einnig er verið að skoða, við tvö­földun flutn­ings­lína sem standa fyrir dyrum á ákveðnum svæð­um, hvaða kaflar séu hvað útsett­astir fyrir bil­unum í vondum veðrum og beri að leggja í jörð.



Ýmis­legt hefur áhrif á hið svo­kall­aða skamm­hlaupsafls sem tak­markar lengd jarð­strengja innan kerfa. Sam­kvæmt lang­tíma­á­ætlun Lands­nets stendur til að leggja nýja flutn­ings­línu frá Blöndu og í Hval­fjörð og myndi sú lína vænt­an­lega hafa við­komu í Hrúta­tungu. Við þetta mun kerf­is­styrk­ur­inn á Vest­ur­línu aukast og opn­ast þar með mögu­leikar til frek­ari strengja­lagna. Það mun þó ekki mæl­ast í tugum kíló­metra en yrði vænt­an­lega nóg til að hægt væri að taka af verstu kafla loft­lín­unn­ar.

Ísing er oft vandamál á Vestfjörðum en ákveðið svigrúm er innan kerfisins til að leggja raflínur í jörð. Mynd: Orkubú Vestfjarða



Karl benti á að Vest­ur­verk hefði talað um að leggja jarð­streng frá Hval­ár­virkjun og yfir Ófeigs­fjarð­ar­heiði og að tengi­punkti sem fyr­ir­hug­aður var í Ísa­fjarð­ar­djúpi í jörð og spurði Magna hvaða áhrif það hefði haft á mögu­leika til ann­arra strengja­lagna í raf­orku­kerf­inu. „Hval­ár­virkj­un, eins og hún er hugs­uð, er stór eða 55 MW,“ svar­aði Magni og að því hefði hún getað haft umtals­verð jákvæð áhrif á skamm­hlaups­aflið á Vest­fjörð­um. Hins vegar hefði jarð­streng­ur­inn yfir Ófeigs­fjarð­ar­heiði dregið úr þeim ávinn­ingi. Ef 1/3 til helm­ingur leið­ar­innar hefði verið settur í loft­línu hefðu áhrifin virkj­un­ar­innar á skamm­hlaups­aflið verið jákvæð og hægt að leggja nokkra kíló­metra í jörð í kerf­inu til við­bótar að mati Lands­nets.



Frestun Hval­ár­virkj­unar um ótil­greindan tíma mun að sögn Magna ekki hafa áhrif á áætl­anir Lands­nets á Vest­fjörðum nema þá á vinn­una við tengi­punkt­inn sem fyr­ir­hug­aður var í Djúp­inu og var á áætlun Lands­nets á árinu 2022. Hann hékk saman við nýja orku­vinnslu á því svæði og var Vest­ur­verk eini virkj­un­ar­að­il­inn sem hafði óskað eftir teng­ingu við flutn­ings­net­ið.



Karl sagði það kost að Hval­ár­virkjun væri ekki lengur veifað sem „ein­hverju von­ar­tré“ í sam­bandi við úrbætur á raf­orku­kerfi Vest­fjarða því nú væri hægt að fara beint í aðgerðir sem kæmu að gagni. „Ég held að þessum bið­tíma, þessu jó-jó tíma­bili, sé lok­ið.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent