Telur „jó-jó tímabili“ vegna Hvalárvirkjunar lokið

Vandamálin í raforkukerfinu á Vestfjörðum snúast ekki um orkuskort heldur afhendingaröryggi. Um þetta eru verkefnisstjóri hjá Landsneti og fulltrúi Jarðstrengja sammála. Sá síðarnefndi telur „jó-jó tímabili“ sem fylgdi Hvalárvirkjun lokið.

Kerfið á Vestfjörðum er viðkvæmt fyrir veðri og vindum.
Kerfið á Vestfjörðum er viðkvæmt fyrir veðri og vindum.
Auglýsing

Brýn­asta verk­efnið til að bæta raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum er að tvö­falda flutn­ings­línur inn á suð­ur­firð­ina. Þeim áformum hefur verið flýtt og eiga fram­kvæmdir að hefj­ast árið 2022. Þetta segir Magni Þór Páls­son, verk­efn­is­stjóri rann­sókna hjá Lands­neti.Karl Ing­ólfs­son leið­sögu­maður og þátt­tak­andi í starfi gras­rót­ar­hóps­ins Jarð­strengja, segir umræð­una um Hval­ár­virkjun hafa tafið úrbætur á raf­orku­kerfi Vest­fjarða en nú þegar áformin séu komin á ís verði von­andi hætt að horfa á „óraun­hæfar lausnir“ og farið í það „sem raun­veru­lega kemur að gagn­i“.Magni og Karl eru sam­mála um að vanda­málið á Vest­fjörðum sé ekki orku­skortur heldur afhend­ingar­ör­ygg­ið. Mik­il­vægt sé að finna leiðir til að tryggja hnökra­lausa yfir­færslu á vara­afl þegar straum­leysi verður og benda þeir á að fram­þróun hafi verið í slíkum lausnum síð­ustu ár.Þetta er meðal þess sem fram kom í máli þeirra á fundi Land­verndar um orku­ör­yggi á Vest­fjörðum sem fram fór um síð­ustu helgi.

Auglýsing„Við vitum það að afhend­ingar­ör­yggi á Vest­fjörðum hefur verið með því lægsta sem ger­ist í flutn­ings­kerf­inu á Ísland­i,“ sagði Magni. Aðeins ein meg­in­flutn­ings­lína liggur inn á Vest­fjarða­kjálkann, Vest­ur­lína. Út frá henni taka við tvær línur frá Mjólkár­línu; Tálkna­fjarð­ar­lína og Breið­dals­lína. „Lands­lag á Vest­fjörðum er eins og allir þekkja sem þangað hafa komið fjöll­ótt og frekar óblítt og ekki alls staðar hent­ugt til raf­lagna, hvort sem er loft­línur eða raf­strengir,“ sagði Magni. „Eins er veð­ur­far með þeim hætti að loft­línur eru útsettar fyrir ísingu og sterkum vindi. Einnig eru á svæð­inu langar vega­lengdir en til­tölu­lega lítil orku­notk­un.“Ýmsar úrbætur hafa verið gerðar síð­ustu ár. Bol­ung­ar­vík­ur­lína 2 var t.d. lögð í jarð­streng í Óshlíð­ar­göngin þegar þau voru gerð. Sett var upp stór vara­afls­stöð í Bol­ung­ar­vík ásamt snjall­neti svoköll­uðu sem lág­markar straum­leysi þegar norð­an­verðir Vest­firðir missa teng­ingu við flutn­ings­kerf­ið. Spennu­afl í Mjólká var aukið og eins hafa tengi­virki Lands­nets í Bol­ung­ar­vík og á Ísa­firði verið end­ur­nýjuð og yfir­byggð.

Flutningskerfi Landsnets á Vestfjörðum. Vesturlína frá Hrútatungu að Mjólká er 160 kílómetrar. Mynd: LandsnetSam­kvæmt nýrri kerf­is­á­ætlun Lands­nets til árs­ins 2029 á að hefja fram­kvæmdir við nýtt tengi­virki í Hrúta­tungu þegar á næsta ári. Það tengi­virki er á lyk­il­stað í kerf­inu en þaðan fer byggða­línan út á Vest­firð­ina. Í vonsku­veðrum síð­asta vetur átti Lands­net í miklu basli með þetta tengi­virki og verður hið nýja yfir­byggt.Sam­kvæmt fram­kvæmda­á­ætlun verður svo farið í styrk­ingu á flutn­ings­kerf­inu á suð­ur­fjörð­unum árið 2022 og árið síðar stendur til að end­ur­nýja tengi­virki í Breiða­dal. Á tíu ára áætlun er svo verk­efni sem kall­ast áttan og felur í sér tvö­földun flutn­ings­lína frá Mjólká og í Breiða­dal. Þegar hefur verið lagður jarð­strengur um Dýra­fjarð­ar­göng sem unnið er að. „Ástandið hefur farið batn­andi þó að margt megi en bæta og við erum fylli­lega með­vituð um það,“ sagði Magni.Karl benti á að á Vest­fjörðum væri ein­ungis notað um 1 pró­sent þeirrar raf­orku sem fram­leidd væri í land­inu. Það væri hart að búa við óáreið­an­legt raf­magn í landi þar sem fram­leidd er meiri raf­orka á hvern lands­mann en nokkur staðar ann­ars stað­ar. „Það er eins og að búa við kaffi­leysi í Bras­ilíu eða fá ekki soðn­ingu hér á Íslandi þar sem aflað er tveggja tonna af fiski á mann á ári.“Um­ræðan um raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum hafi síð­ustu ár að miklu leyti snú­ist um Hval­ár­virkj­un. Hann rifj­aði upp að þegar virkj­ana­hug­myndin kom fyrst fram hafi verið rætt um að tengja hana beint inn á Ísa­fjörð, þ.e. inn í end­ann á raf­orku­kerfi svæð­is­ins þar sem þörfin og eft­ir­spurnin væri mest, en að síð­ari ár hafi verið horfið frá því og til staðið að tengja hana við meg­in­flutn­ings­kerfið í Kolla­firði en þaðan eru tugir kíló­metra þangað sem notk­unin er mest og leiðin útsett fyrir áföll­um. Á sama tíma, þ.e. á árunum 2015-2016, hafi HS orka, sem er meiri­hluta­eig­andi Vest­ur­verks, lent í vand­ræðum með rekstur Reykja­nes­virkj­unar og bráð­vantað raf­magn. „Þeir áttu ekki nóg raf­magn fyrir sína við­skipta­vini þegar álagið var mest hjá þeim og þurftu að kaupa það sem uppá vant­aði dýrum dóm­um.“Síðan þá er HS orka búin að „ná upp dampi“ í Reykja­nes­virkj­un, er komin með 42 MW vinnslu­getu í smá­virkj­unum og leyfi til auk­innar orku­vinnslu í Reykja­nes­virkj­un. „Þannig að hagur þessa raf­orku­fram­leið­anda er orð­inn mun betri í dag heldur en þegar unnið var að und­ir­bún­ingi Hval­ár­virkj­un­ar,“ sagði Karl. Nú eru hins vegar allt aðrar aðstæður á raf­orku­mark­aði og fram­kvæmdum við Hval­ár­virkjun verið slegið á frest um ótil­greindan tíma.

Hvalá í Árneshreppi. Mynd: Rakel Valgeirsdóttir„Það er ekki orku­skortur á Vest­fjörð­u­m,“ benti Karl á. „Vest­firðir eru tengdir lands­kerf­inu og það er næg flutn­ings­geta til að koma þeirri orku sem Vest­firð­ingar kjósa að kaupa vest­ur. Vand­inn er þegar kerfið bil­ar.“Hægt er að leggja hluta af flutn­ings­kerf­inu á Vest­fjörðum í jörð en svig­rúmið er ekki mikið að sögn Magna. Jarð­strengir hafa verið lagðir sam­hliða jarð­göngum og einnig er verið að skoða, við tvö­földun flutn­ings­lína sem standa fyrir dyrum á ákveðnum svæð­um, hvaða kaflar séu hvað útsett­astir fyrir bil­unum í vondum veðrum og beri að leggja í jörð.Ýmis­legt hefur áhrif á hið svo­kall­aða skamm­hlaupsafls sem tak­markar lengd jarð­strengja innan kerfa. Sam­kvæmt lang­tíma­á­ætlun Lands­nets stendur til að leggja nýja flutn­ings­línu frá Blöndu og í Hval­fjörð og myndi sú lína vænt­an­lega hafa við­komu í Hrúta­tungu. Við þetta mun kerf­is­styrk­ur­inn á Vest­ur­línu aukast og opn­ast þar með mögu­leikar til frek­ari strengja­lagna. Það mun þó ekki mæl­ast í tugum kíló­metra en yrði vænt­an­lega nóg til að hægt væri að taka af verstu kafla loft­lín­unn­ar.

Ísing er oft vandamál á Vestfjörðum en ákveðið svigrúm er innan kerfisins til að leggja raflínur í jörð. Mynd: Orkubú VestfjarðaKarl benti á að Vest­ur­verk hefði talað um að leggja jarð­streng frá Hval­ár­virkjun og yfir Ófeigs­fjarð­ar­heiði og að tengi­punkti sem fyr­ir­hug­aður var í Ísa­fjarð­ar­djúpi í jörð og spurði Magna hvaða áhrif það hefði haft á mögu­leika til ann­arra strengja­lagna í raf­orku­kerf­inu. „Hval­ár­virkj­un, eins og hún er hugs­uð, er stór eða 55 MW,“ svar­aði Magni og að því hefði hún getað haft umtals­verð jákvæð áhrif á skamm­hlaups­aflið á Vest­fjörð­um. Hins vegar hefði jarð­streng­ur­inn yfir Ófeigs­fjarð­ar­heiði dregið úr þeim ávinn­ingi. Ef 1/3 til helm­ingur leið­ar­innar hefði verið settur í loft­línu hefðu áhrifin virkj­un­ar­innar á skamm­hlaups­aflið verið jákvæð og hægt að leggja nokkra kíló­metra í jörð í kerf­inu til við­bótar að mati Lands­nets.Frestun Hval­ár­virkj­unar um ótil­greindan tíma mun að sögn Magna ekki hafa áhrif á áætl­anir Lands­nets á Vest­fjörðum nema þá á vinn­una við tengi­punkt­inn sem fyr­ir­hug­aður var í Djúp­inu og var á áætlun Lands­nets á árinu 2022. Hann hékk saman við nýja orku­vinnslu á því svæði og var Vest­ur­verk eini virkj­un­ar­að­il­inn sem hafði óskað eftir teng­ingu við flutn­ings­net­ið.Karl sagði það kost að Hval­ár­virkjun væri ekki lengur veifað sem „ein­hverju von­ar­tré“ í sam­bandi við úrbætur á raf­orku­kerfi Vest­fjarða því nú væri hægt að fara beint í aðgerðir sem kæmu að gagni. „Ég held að þessum bið­tíma, þessu jó-jó tíma­bili, sé lok­ið.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent