Stjórnarformaður Vesturverks: Hægt að bæta afhendingaröryggi án Hvalárvirkjunar

Alls óvíst er hvenær Hvalárvirkjun verður byggð. Aðeins er nú unnið að „nauðsynlegum rannsóknum sem bæta aðstöðu okkar þegar þar að kemur til að taka ákvörðun um að byggja eða byggja ekki,“ segir stjórnarformaður Vesturverks.

Hvalárvirkjun yrði byggð í eyðifirðinum Ófeigsfirði og samkvæmt áformunum yrði rennsli þriggja áa á Ófeigsfjarðarheiði virkjað: Hvalár, Rjúkanda og Eyvindarfjarðarár. Byggðar yrðu fimm stíflur við heiðarvötn til að mynda þrjú miðlunarlón
Hvalárvirkjun yrði byggð í eyðifirðinum Ófeigsfirði og samkvæmt áformunum yrði rennsli þriggja áa á Ófeigsfjarðarheiði virkjað: Hvalár, Rjúkanda og Eyvindarfjarðarár. Byggðar yrðu fimm stíflur við heiðarvötn til að mynda þrjú miðlunarlón
Auglýsing

Ekki hefur komið til tals hjá stjórn­endum Vest­ur­verks og HS orku að slá Hval­ár­virkjun í Árnes­hreppi út af borð­inu þó að hægja hafi þurft veru­lega á verk­efn­inu. Hins vegar munu frek­ari rann­sóknir á næstu árum bæta þann grunn sem ákvörðun um „ að byggja eða byggja ekki“ verður tekin á.Þetta segir Ásbjörn Blön­dal, stjórn­ar­for­maður Vest­ur­verks og fram­kvæmda­stjóri þró­unar hjá HS orku, í sam­tali við Kjarn­ann. Í vor var skrif­stofu Vest­ur­verks á Ísa­firði lokað og öllum starfs­mönnum sagt upp. Til stóð að hefja und­ir­bún­ings­fram­kvæmdir í sumar en af þeim varð ekki.„Ég bara veit það ekki,“ svarar Ásbjörn spurður hvenær fram­kvæmdir við virkj­un­ina gætu haf­ist fyrst enn sé stefnt að bygg­ingu henn­ar. Bið­staða er að hans sögn framundan vegna mik­illa breyt­inga á raf­orku­mark­aði og ákvarð­anir um næstu skref stjórn­ist af eft­ir­spurn eftir raf­orku. Hann segir lítið hægt að gera til að bæta þessu fámenn­asta sveit­ar­fé­lagi lands­ins, þar sem í hrepps­nefnd sitja dyggir stuðn­ings­menn virkj­un­ar­inn­ar, upp fyrir taf­irnar og óviss­una sem framundan er en bendir á að hægt sé að bæta raf­orku­ör­yggi og koma á þrí­fösun raf­magns án Hval­ár­virkj­un­ar. Dreifi­veita beri ábyrgð á því að færa kerfin til nútíma­horfs og nú skap­ist eflaust þrýst­ingur á að hrinda slíkum verk­efnum sem og öðrum í fram­kvæmd.

AuglýsingHval­ár­virkjun hefur verið á teikni­borð­inu í mörg ár. Hún var sett inn á aðal­skipu­lag Árnes­hrepps árið, 2014 og er í nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­unar en hefur lengi verið umdeild, bæði meðal íbúa hrepps­ins og ann­arra. Virkj­unin yrði byggð í eyði­firð­inum Ófeigs­firði og sam­kvæmt áformunum yrði rennsli þriggja áa á Ófeigs­fjarð­ar­heiði virkj­að: Hvalár, Rjúkanda og Eyvind­ar­fjarð­ar­ár. Byggðar yrðu fimm stíflur við heið­ar­vötn til að mynda þrjú miðl­un­ar­lón. Virkj­unin yrði 55 MW og orku­fram­leiðslan um 320 gíga­vatt­stundir á ári (Gwh). Hið fyr­ir­hug­aða virkj­ana­svæði er í miðju mestu víð­erna Vest­fjarða.Ætl­unin var að hefja und­ir­bún­ings­fram­kvæmdir í sumar í sam­ræmi við fram­kvæmda­leyfi sem var svo ekki end­ur­nýjað í júní og er því útrunn­ið. „Sökum þess að við vorum aðeins farnir að skoða það að hægja á þá var tekin sú ákvörðun að vera ekki að raska einu né neinu að svo komnu máli,“ segir Ásbjörn. Spurður hvort fyr­ir­tækið getið sótt um end­ur­nýjun á fram­kvæmda­leyf­inu með stuttum fyr­ir­vara segir hann það hægt „ef að það er komin meiri vissa um verk­efn­ið“.

Fyrirhugað er að reisa Hvalárvirkjun í víðernum Ófeigsfjarðarheiðar í Árneshreppi. Mynd: Úr frummatsskýrsluMarg­vís­legar aðstæður á mark­aði gera það að verkum „að tíma­punkt­ur­inn til að keyra Hvalár­verk­efnið á fullu áfram er ekki rétt­ur,“ segir Jóhann Snorri Sig­ur­bergs­son, for­stöðu­maður við­skipta­þró­unar hjá HS orku, við Kjarn­ann. Og að vegna aðstæðna sem nú eru uppi sé „ekki hægt að gefa ákveð­inn tímara­mma um það hvenær bygg­ing virkj­un­ar­innar hefst“.Aðstæð­urnar sem Jóhann Snorri talar um voru til­komnar áður en að heims­far­aldur kór­ónu­veirunnar skall á. „COVID hefur ein­göngu bætt á erf­iðar mark­aðs­að­stæð­ur,“ segir hann. „Það sem hefur ger­st, óháð COVID, er að tvö kís­il­ver sem voru komin í rekstur hafa hætt rekstri í það minnsta tíma­bundið sem dregur umtals­vert úr raf­orku­notkun á litlum mark­aði. Þá hefur álverið í Straums­vík dregið umtals­vert úr afl­notkun sinni. Loks hefur hægst veru­lega á vexti gagna­vera á Íslandi af marg­vís­legum ástæðum og jafn­vel dregið úr, meðal ann­ars vegna breyttrar sam­setn­ingar við­skipta­vina. Hlut­fall raf­mynta­graftrar hefur minnkað en í stað­inn er að aukast önnur þjón­usta hjá þeim sem nýtir minna raf­magn í sama hús­næð­i.“Hann segir far­sótt­ina svo hafa þau áhrif að ekki séu í gangi miklar við­ræður um upp­bygg­ingu erlendra aðila á Íslandi auk þess sem almenni mark­að­ur­inn hafi einnig dreg­ist sam­an. „Ákvörðun um að hægja á Hval­ár­virkjun hafði verið rædd áður en COVID skall á enda voru blikur á lofti varð­andi raf­orku­þörf á Íslandi sem stað­festar voru af raf­orku­hópi orku­spár­nefnd­ar, en hóp­ur­inn mældi í fyrsta sinn í langan tíma sam­drátt í raf­orku­notkun milli áranna 2018 – 2019.“Ásbjörn, sem tók við stjórn­ar­for­mennsku í Vest­ur­verki fyrir um ári af Ásgeiri Mar­geirs­syni, fyrr­ver­andi for­stjóra HS orku, segir að strax árið 2018, jafn­vel fyrr, hafi verð­lag á mark­aði farið lækk­andi. „Þannig að snemma árs í fyrra vorum við byrj­aðir að athuga hvort við værum í réttum takti með þetta verk­efni miðað við mark­að­inn. Það var eig­in­lega nið­ur­staðan að hægja á og sjá til hvernig mál þró­uð­ust hérna á næst­unni. Það var ekki mikið mál þar sem við erum með alla val­kosti Vest­ur­verks á rann­sókn­ar­stig­i.“Hval­ár­virkj­un­ar­verk­efnið sé þó ekki stopp því verið sé að sinna „nauð­syn­legum rann­sóknum sem bæta þá aðstöðu okkar þegar þar að kemur til að taka ákvörðun um að byggja eða byggja ekki“.Þær rann­sóknir lúta fyrst og fremst að frek­ari vatna­mæl­ingum á Ófeigs­fjarð­ar­heiði. „Að öðru leyti höldum við bara sjó og keyrum verk­efnið áfram í ró og spekt.“

Eigendur jarðarinnar Drangavíkur hafa höfðað mál á hendur eigendum tveggja nágrannajarða vegna landamerkja.Um miðjan apríl höfð­uðu eig­endur eyði­jarð­ar­innar Dranga­víkur í Árnes­hreppi mál fyrir hér­aðs­dómi Reykja­víkur á hendur eig­endum jarð­anna Engja­ness og Ófeigs­fjarðar þar sem þess er kraf­ist að við­ur­kennt verði að landa­merki Dranga­víkur gagn­vart jörð­unum séu eins og þeim er lýst í þing­lýstum landa­merkja­bréfum frá árinu 1890. Verði krafa land­eig­end­anna stað­fest mun það þýða að Eyvind­ar­fjarð­ará og Eyvind­ar­fjarð­ar­vatn, sem til hefur staðið að nýta til Hval­ár­virkj­un­ar, eru inni á landi í eigu fólks sem kærir sig margt hvert ekki um virkj­un­ina.Hafði landa­merkja­mál­ið, sem kom upp skömmu áður en ákveðið var að loka skrif­stofu Vest­ur­verks og hægja á fram­kvæmd­inni, áhrif á þá ákvörð­un?„Nei, ekki neitt,“ svarar Ásbjörn. Hann segir Vest­ur­verk ekki beinan aðila að mál­inu og er ekki kunn­ugt um hvar málið er statt.Hins vegar gæti það haft ein­hver áhrif á Hval­ár­virkj­un­ar­verk­efnið þar sem það snerti efsta hluta vatna­kerf­is­ins sem fyr­ir­hugað er að nýta til virkj­un­ar­inn­ar.  Ekki hafi hins vegar verið reiknað út hvort að virkj­unin yrði arð­bær án vatna­sviðs Eyvind­ar­fjarð­ar­ár. „Við erum nátt­úr­lega sífellt að end­ur­meta arð­semi verk­efn­is­ins, eins og mark­aður leyfir og svo fram­veg­is. Þetta yrði bara einn þáttur í því, ef  þar að kemur og ef af verð­ur.“

Gjöbreytt lands­lagÁsgeir Mar­geirs­son sagði í við­tali við mbl.is haustið 2017 að fram­leiðsla raf­magns í Hval­ár­virkjun myndi mögu­lega hefj­ast á árunum 2023-2024. Hann sagði enn­fremur að eft­ir­spurn eftir raf­orku væri mun meiri en fram­boðið og nefndi gagna­verin helst í því sam­bandi. Nú, haustið 2020, er allt gjör­breytt.Ásbjörn segir það ekki hafa verið rætt, hvorki af hálfu Vest­ur­verks né HS orku, að slá verk­efnið út af borð­inu. „Við höldum ótrauð áfram en með þessum breytta takti. Við erum að eyða ein­hverjum tugum millj­ónum króna í ár í rann­sókn­ir.“En er þá eitt­hvað hægt að segja til um hvenær virkj­unin verður byggð? Erum við að tala um á næstu 5 árum eða næstu 10 árum?„Ég bara veit það ekki,“ segir Ásbjörn. „Þetta fer allt eftir mark­aðs­að­stæðum hér heima. Er þörf á raf­orku eða ekki? Hvað kallar raf­væð­ingin á mikla orku? Halda álverin velli? Fer kís­il­iðn­að­ur­inn aftur af stað? Óvissan er all­mik­il. En Hval­ár­virkjun er þó í nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­unar og það eru verk­efnin sem fara fyrst í gang.“Til staðar séu samn­ingar við land­eig­endur í Ófeigs­firði og Eyvind­ar­firði um vatns­rétt­indi og við þá þurfi að nást sátt, verði langur dráttur á verk­efn­inu. Í samn­ing­unum sé sett fram ákveðin hug­mynd að fram­vindu og upp­lýsa þurfi hlut­að­eig­andi um fyr­ir­sjá­an­legar breyt­ingar á henni. Sömu sögu sé að segja um sveit­ar­fé­lag­ið.

Óásætt­an­leg staðaÍ ágúst var sam­þykkt ályktun á fundi hrepps­nefndar Árnes­hrepps þar sem segir að nefndin telji „mjög brýnt“ að „áformum um virkjun Hvalár“ verði haldið til streitu. „At­vinnu­upp­bygg­ing á Vest­fjörðum hefur liðið mikið fyrir skort á raf­orku og því með öllu óásætt­an­legt að málum sé sífellt frestað og sett í bið­stöð­u.“

Djúpavík í Árneshreppi. Mynd: Sunna Ósk LogadóttirÁsbjörn seg­ist gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem frestun fram­kvæmd­ar­innar hafi enda hrepps­nefndin öll stutt verk­efnið dyggi­lega. Íbúar hafi vænst þess að virkjun myndi fylgja umbætur á borð við þrí­fösun raf­magns, trygg­ara afhend­ingar­ör­yggi raf­orku og sam­göngu­bæt­ur. „Ég held að hrepp­ur­inn hafi nú eflaust horft til þess að það væri eitt­hvað ljós fyrir end­ann á gangna­mun­an­um.“Finnið þið ekki til ábyrgðar gagn­vart þessu sveit­ar­fé­lagi, eftir að hafa í öll þessi ár ýtt á þetta verk­efni, fengið til þess mik­inn stuðn­ing en svo er því frestað og eng­inn veit hvert fram­haldið verð­ur?„Við vitum ekk­ert annað en að það er verið að keyra verk­efnið í öðrum takti heldur en var,“ svarar Ásbjörn. „Við höfum gert sveit­ar­fé­lag­inu grein fyrir því. Meira getum við í raun og veru ekki gert. Og von­andi ræt­ist úr síð­ar, sem fyrst.“Ekki sé hægt að ráð­ast í fram­kvæmd án þess að fjár­hags­legar for­sendur séu fyrir hendi. „Þetta eru gríð­ar­lega fjár­frekar fram­kvæmd­ir. Það þarf að vanda vel til verka þegar ráð­ist er í verk­efni af þessu tag­i.“

Ábyrgð dreifi­veit­unnarÁ meðan Hval­ár­virkjun er enn á teikni­borð­inu, en óvíst er hvenær hún rís og jafn­vel hvort, verður að telj­ast ólík­legt að aðrar stórar hug­myndir sem upp hafa kom­ið, á borð við þjóð­garð, fái braut­ar­gengi í hrepps­nefnd sveit­ar­fé­lags­ins. Spurður um þessa klípu, ef svo mætti kalla, sem Árnes­hreppur er í, jafn­vel til margra ára, segir Ásbjörn að á dög­unum hafi verið kynnt ýmis verk­efni sem til standi að fara í norður á Strönd­um.Nýverið voru veittir styrkir til 13 verk­efna í hreppnum úr frum­kvæð­is­sjóði brot­hættra byggða. Þau tengj­ast flest ferða­þjón­ustu í hreppnum og end­ur­bótum á sund­laug­inni í Kross­nesi. Úthlutað var tæpum fimmtán millj­ónum króna. „Það er dreifi­veita í hreppn­um,“ bendir Ásbjörn svo á. „Auð­vitað mynd­ast kannski ein­hver pressa á að flýta ein­hverjum fram­kvæmd­um, bæta úr afhend­ingar­ör­yggi og því að hægt verði að byggja eitt­hvað upp á staðn­um.“Þannig að það ætti að vera hægt með öðrum leiðum heldur en Hval­ár­virkj­un?„Já, það er þarna dreifi­veita sem er með ein­hverja ábyrgð á því að kerfi séu færð til nútíma horfs.“Ábyrgð á dreif­ingu raf­magns á Vest­fjörðum liggur hjá Orku­búi Vest­fjarða sem er að fullu í eigu rík­is­ins. Í umræð­unni um Hval­ár­virkjun síð­ustu ár hefur margoft verið nefnt af stuðn­ings­mönnum hennar að hún myndi auka afhend­ingar­ör­yggi á Vest­fjörð­um. „Það hefur marg­sinnis komið fram í skýrslum frá Lands­neti að afhend­ingar­ör­yggi og afhend­ing­ar­geta á svæð­inu er tak­mörk­uð,“ segir Ásbjörn. „Þetta er senni­lega sá fjórð­ungur sem kemur síst út á land­inu. Það er eitt­hvað sem þyrfti að takast á við sam­eig­in­lega. Það getur vel verið að ríki, sveit­ar­fé­lög og allir þurfi að leggj­ast á eitt að bæta úr svo það hamli ekki atvinnu­upp­bygg­ingu á svæð­in­u.“

Engu tapaðÁsbjörn telur ekk­ert benda til þess að aðstæður á raf­orku­mark­aði muni breyt­ast á næst­unni. Bið­staða verði lík­leg­ast fram á næsta ár. Til standi að ræsa kís­il­verið á Bakka, sem hætti tíma­bundið starf­semi í sum­ar, að nýju við upp­haf næsta árs. „Við eigum eftir að sjá það ger­ast. Á meðan þeir eru niðri þá er mikið afl á lausu.“Áfram verða stund­aðar rann­sóknir í tengslum við Hval­ár­virkj­un­ar­verk­efn­ið. „Með hverju árinu sem við stundum rann­sóknir þá erum við í raun­inni að bæta grunn­inn fyrir ákvarð­ana­töku. Þannig að við teljum okkur ekki vera að tapa neinu eða missa af ein­hverju. Engan veg­inn.“Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal