Golli

Höfða landamerkjamál á Ströndum sem gæti sett áform um Hvalárvirkjun í uppnám

Meirihluti eigenda eyðijarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi segir það sinn vilja „að óbyggðir Ófeigsfjarðarheiðar, vatnsföllin, fossarnir og strandlengjan fái að vera óröskuð um ókomna tíð og náttúran fái að þróast á eigin forsendum“.

Eig­endur um 75 pró­sent eyði­jarð­ar­innar Dranga­víkur í Árnes­hreppi hafa höfðað mál fyrir hér­aðs­dómi Reykja­víkur á hendur eig­endum jarð­anna Engja­ness og Ófeigs­fjarðar í Árnes­hreppi sem og eig­endum Lauga­lands í Stranda­byggð. Er þess kraf­ist að við­ur­kennt verði með dómi að landa­merki Dranga­víkur gagn­vart hinum jörð­unum þremur séu eins og þeim var lýst í þing­lýstum landa­merkja­bréfum frá árinu 1890. Landa­merkja­bréf­in, sem vor­u ör­uggar heim­ildir síns tíma, hafa verið sam­þykkt af eig­endum þeirra jarða er áttu land að við­kom­andi jörð og eru þing­lýstar heim­ildir fyrir eign­ar­rétti.

Engir ­samn­ingar hafa verið gerðir eftir að landa­merkja­bréfin voru skráð sem breyta að mati land­eig­enda Dranga­víkur merkjum milli jarð­anna svo merkja­lýs­ingar þeirra skulu gilda.

Verði krafa land­eig­end­anna stað­fest mun það setja áform Vest­ur­verks um Hval­ár­virkjun í upp­nám. Eyvind­ar­fjarð­ará og Eyvind­ar­fjarð­ar­vatn, sem til stendur að nýta til virkj­un­ar­inn­ar, yrðu þá inni á landi í eigu fólks sem margt hvert kærir sig ekki um virkj­un­ina. 

Auglýsing

Sam­kvæmt þeim kortum sem Vest­ur­verk notar í sínum áætl­un­um, m.a. mati á umhverf­is­á­hrifum virkj­un­ar­innar, og sveit­ar­fé­lagið í sínum skipu­lags­upp­dráttum frá árinu 2014 eru Ey­vind­ar­fjarð­ar­vatn og áin úr því innan landa­merkja Engja­ness.

Í stefn­unni, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, er heim­ildin fyrir þeim mörkum sögð sú sama: Gagna­grunnur verk­efn­is­ins Nytja­lands frá árinu 2002. Sá grunnur hafi ekki verið ætl­aður sem heim­ild um landa­merki. Við vinnslu verk­efn­is­ins hafi almenna reglan verið sú að afla heim­ilda um bújarð­irn­ar frá eig­endum sjálf­um. Eng­inn eig­enda Dranga­víkur var hins vegar spurður álits.

Enda segir á skipu­lags­upp­dráttum Árnes­hrepps: „Heim­ild­ar­maður vegna jarða­marka Hauk­ur Jó­hann­es­son án ábyrgð­ar.”

Hauk­ur Jó­hann­es­son er jarð­fræð­ing­ur. Sam­kvæmt stað­festu end­ur­riti skýrslu­töku af hon­um í nýlegu óbyggð­ar­nefnd­ar­máli, sem rakið er í stefn­unni, tók hann enga afstöð­u til merkj­anna. Þetta sýn­ir, að mati land­eig­enda Dranga­vík­ur, að eng­in áreið­an­leg heim­ild sé að baki þeim gögnum er stuðst hefur verið við.

Til vinstri má sjá þær kröfur sem eigendur Drangavíkur gera og til hægri jarðamörk sem Vesturverk hefur stuðst við í áætlunum sínum um fyrirhugaða Hvalárvirkjun.

Í stjórn­sýslu- og dóms­málum sem rekin hafa verið vegna fyr­ir­hug­aðr­ar Hval­ár­virkj­unar hefur komið fram að óleystur sé ágrein­ingur um landa­merki Dranga­víkur gagn­vart jörð­unum Engja­nesi og Ófeigs­firði. Telur meiri­hlut­i ­eig­enda Dranga­víkur því nauð­syn­legt að höfða mál til við­ur­kenn­ingar á landa­merkjum milli jarð­anna. Inn í málið dregst einnig jörðin Lauga­land í Stranda­byggð, ­sem á land að umdeildu svæði.

Ekki hef­ur verið búið á jörð­inni Engja­nesi í hund­ruð ára. Hún er nú í eigu ítalsks bar­óns, ­Felix von Lon­go-Lieb­en­stein. Vest­ur­verk samdi við hann um vatns­rétt­indi vegna Hval­ár­virkj­unar árið 2008. Það sama ár samdi fyr­ir­tækið við eig­endur Ófeigs­fjarð­ar­ en í þeirri jörð á Pétur Guð­munds­son, sem þar er fæddur og upp­al­inn, langstærstan hlut.

Jörð­in Dranga­vík er víð­feðm land­náms­jörð og nær frá Dranga­jökli í sjó fram, segir í stefn­unni. Hún­ liggur sunnan Dranga­skarða en norðan þeirra er jörðin Drang­ar. Síð­ast var búið í Dranga­vík 1947. Hefur jörðin síð­ustu ára­tugi verið nytjuð til reka, sel­veiða og dún­tekju. 

Í stefn­unn­i er vísað til fjölda heim­ilda. Þeirra elst er sjálf Land­náma en þar seg­ir:

„Þor­valdr Ásvalds­son, ­Úlfs­son­ar, Yxna-Þór­is­son­ar, nam Dranga­land ok Dranga­vík til Enginess ok bjó at Drǫngum alla ævi. [...] Herrøðr hvíta­ský var gǫfugr maðr; hann var drep­inn af ráðum Har­alds kon­ungs, en synir hans þrír fóru til Íslands ok námu land á Strǫnd­um: Eyvindr Eyvind­ar­fjǫrð, Ófeigr Ófeigs­fjǫrð, Ingólfr Ing­ólfs­fjǫrð; þeir ­bjǫggu þar síð­an.“

Stóra mál­ið í stefn­unni snýst um landa­merkin milli Dranga­víkur og Engja­ness og kemur þar fram að ekki séu til skýrar heim­ildir um til­urð og afmörkun Engja­ness. Hún sé ekki land­náms­jörð en virð­ist hafa fengið land frá Dranga­vík og Eyvind­ar­firði. Vís­að er til mál­daga Staf­holts­kirkju þar sem segir m.a. um eignir kirkj­unn­ar: „Eng­i ­nes a strondum norðr [ok] reki með.“

Í Jarða­bók Árna Magn­ús­sonar og Páls Vídalín yfir Tré­kyllis­vík­ur­hrepp frá 1706 seg­ir eft­ir­far­andi um Engja­nes:

„Þetta kot hefur aldrei bygt ver­ið, nema fyrir x árum tók það einn maður og flosn­aði upp, síðan hefur það ei bygt ver­ið. Það kann ei að ­byggjast, nema sá sem er í Dránga­vík hafi það með. Þar hefur nú eng­inn mað­ur­ ­gagn af sem menn vita.“

Í jarða­mat­i ­Stranda­sýslu frá 1804 er dýr­leiki Engja­ness met­inn sex hund­ruð en eig­and­i jarð­ar­innar var Staf­holts­kirkja. Þá segir að engin búseta sé á jörð­inn­i. Enn­fremur segir að hún not­ist aðeins sem beiti­land fyrir næstu jörð, þ.e. jörð­ina Dranga­vík. Ekk­ert kemur þar fram um afmörkun eða ítök Engja­ness.  

Eng­ar ­upp­lýs­ingar eru um Engja­nes í jarða­mati Stranda­sýslu frá 1849 til 1850. 

Landamerkjabréfi Drangavíkur var þinglýst árið 1890.

En þau gögn ­sem land­eig­endur telja að renni helst stoðum undir kröfur sínar eru hin svoköll­uðu landa­merkja­bréf.

Landa­merkja­bréf er skjal sem hefur að geyma upp­lýs­ingar um landa­merki, auð­kenni þeirra svo sem ­nátt­úru­leg kenni­leiti, hlaðnar vörður o.þ.u.l. og um skyld efni. Merkja­lýs­ing­ar þessar voru að mestu leyti skráðar á síð­ustu tveimur ára­tugum 19. aldar í kjöl­farið á settum lögum um landa­merki frá árinu 1882. Ný lög um landa­merki tóku gildi árið 1919 og eru þau enn í fullu gildi. Þessar lýs­ingar eru geymd­ar í landa­merkja­bók­um, en unnt er að nálg­ast þær hjá við­kom­andi sýslu­manns­emb­ætt­i og á vef Þjóð­skjala­safns Íslands.

Landa­merkja­bréfin dregin fram

Er upp kom­st ­síð­asta sumar að landa­merki þau sem notuð voru á skipu­lags­upp­drátt­u­m Ár­nes­hrepps, sem eru þau sömu og Vest­ur­verk hefur stuðst við, voru ekki þau sem ­stað­kunn­ugir töldu sig þekkja, var farið að skoða málið nán­ar.

Í ljós kom að þing­lýst landa­merkja­bréf Dranga­víkur er dag­sett 2. júlí 1890.  Því var þing­lýst sama dag við ­mann­tals­þings­rétt að Árnesi, og hljóðar svo:

„Landa­merkja­skrá fyrir jör­dina Dranga­vík í Árnes­hreppi. Milli­ Dranga er Dranga­tangi við sjó­inn sjón­hend­ing af lægsta Skar­datind­inum á vör­du þá sem er á Klett­unum skammt fyrir ofan sjó­inn og svo eptir þeirri línu til­ ­sjó­ar. En milli Dranga­víkur og Engja­nes er Þrælsk­leif og nor­dan­verdu kúp­ótt­ur ­klettur og varda beint upp af hon­um. Kál­hólmar 3 med Ædar­varpi.“

Landa­merkja­bréf Engja­ness er einnig dag­sett 2. júlí 1890.  Því var þing­lýst sama dag og hljóðar svo:

„Landa­merkja­skrá fyrir eyði­jör­dina Engja­nes í Árnes­hreppi. Horn­mark milli Engja­nes og Dranga­víkur er Þrælsk­leif, þadan beint til fjalls, svo eptir hæstu fjalls­brún ad Eyvind­ar­fjardará en hún ræður merkjum til sjóar milli­ Engja­ness og Ófeigs­fjard­ar.“

Landa­merkja­bréf Ó­feigs­fjarðar er dag­sett 21. jan­úar 1890, en því var þing­lýst 2. júlí sama ár og hljóðar svo:

„Landa­merki fyrir jör­dinni Ófeigs­firði í Árnes­hreppi inn­an­ ­Stranda­sýslu. Land jardar­innar er frá Helga­skjóli og nordur ad Eyvind­ar­fjardará og eru þar skír landa­merki, fram til fjalls á Ófeigs­fjör­dur svo langt sem vötnum hallar að Ófeigs­fjarð­ar­landi og liggur því undir Ófeigs­fjörð all­ur Húsa­dalur og allur Sýrár­dalur út á Selja­nes­múla ad vör­dum þeim, sem skilja milli Ófeigs­fjardar og Selja­nes­lands. Á sjó á Ófeigs­fjör­dur út þangað til­ Helga­skjól er ad bera í landa­merkja­vör­du, sem þar er uppi á múl­an­um, þ.e. Ó­feigs­fjörður á nokkuð lengra á sjó úteptir en á land­i.“

Auglýsing

Í maí árið 1921 ­seldi Guð­mundur Pét­urs­son hálfa jörð­ina Ófeigs­fjörð til Pét­urs Guð­munds­son­ar. Landa­merki jarð­ar­innar eru skráð í kaup­samn­ing­inn í afsals- og veð­mála­bók ­Stranda­sýslu að því er fram kemur í stefn­unni og þau eru eft­ir­far­andi:

„Milli Selja­ness og Ófeigs­fjarðar í læk, er fellur til sjáv­ar­ hjá svo­nefndu Helga­skjóli, ræður hann merkjum frá sjó að vörðu á múla­brún­inn­i þar upp af, þaðan sjón­hend­ing eptir sömu stefnu uppá hámúl­ann. – Milli­ Dranga­víkur og Ófeigs­fjarðar ræður Eyvind­ar­fjarð­ará merkjum frá sjó til­ ­upp­taka, en á aðra vegu á Ófeigs­fjörður land eins langt og vötn falla þar til­ ­sjáv­ar.“

Meiri­hlut­i land­eig­enda Dranga­víkur gerðu gang­skör að því að sýslu­maður leit­aði sátta um landa­merkja­á­grein­ing­inn ­sam­kvæmt lögum um landa­merki „en af hálfu eig­enda Engja­ness og Ófeigs­fjarð­ar­ var talið þýð­ing­ar­laust að reyna slíkar sætt­ir,“ segir í stefn­unni.

Land­eig­end­urn­ir telja að þegar Dranga­vík var ásamt Dröngum numin á land­náms­öld hafi land­nám­ið ­náð til vatna­skila á Dranga­jökli og hafi landið fylgt jörð­inni allar göt­ur ­síðan og að land Ófeigs­fjarð­ar, hafi verið þar sunnan við. Engar vís­bend­ing­ar eða skrif­legar heim­ildir séu um ann­að.

Þá telja þeir að í þeim til­vikum sem öðrum heim­ildum sé ekki til að dreifa um merki land­náms­jarða hafi almennt verið litið svo á að land hafi verið numið milli­ fjalls og fjöru. Því megi álykta að lönd land­náms­manna á Ströndum hafi náð frá­ há­bungu á vatna­skilum í vestri og til sjáv­ar. 

Drangaskörð.
Ólafur Már Björnsson

Sam­kvæmt landa­merkja­bréfi Engja­ness var jörðin með skýrt afmarkað land á alla vegu og hring­ur­inn lok­að­ist við Eyvind­ar­fjarðarána. „Þegar haft er í huga að Engja­nes verður til síðar en land­náms­jarð­irnar þá er skilj­an­legt hvers vegna sú ein jörðin er með afmarkað land á alla vegu en Dranga­vík og hinar land­náms­jarð­irn­ar eru áfram með sitt afrétt­ar- eða eign­ar­land upp að vatna­skil­u­m,“ segir í stefn­unni.

Land­eig­end­ur Dranga­víkur telja ljóst af merkja­lýs­ingu í landa­merkja­bréfi Engja­ness að jörð­in Engja­nes sé afmörkuð sneið úr því landi sem liggi á milli jarð­anna Ó­feigs­fjarðar og Dranga og að land hennar nái hvergi upp fyr­ir­ Ey­vind­ar­fjarð­ará. Þetta fær að þeirra mati stuðn­ing í nið­ur­stöðum úrskurðar óbyggða­nefnd­ar um Dranga­jök­ul­svíð­erni sem birtur var á þessu ári. Í nið­ur­stöðum nefnd­ar­inn­ar er fjallað nokkuð um kröfur Engja­ness og eru leiddar líkur að því til­vís­un landa­merkja­bréfs Engja­ness til vatna­skila eigi við vatna­skil á Dranga­vík­ur­fjalli en síður ofan við svo­kallað Efra-Dranga­vík­ur­vatn. Þar seg­ir m.a.:

„Telja verður ljóst að þar sem merkjum Engja­ness er lýst frá­ ­Þrælsk­leif „beint til fjalls“ og svo „eptir hæstu fjalls­brún“ sé a.m.k. átt við fram­an­greind vatna­skil á Dranga­vík­ur­fjalli, enda liggur Dranga­vík­ur­fjall bein­t ­upp af Þrælsk­leif, myndar skýr skil milli vatna­sviða Eyvind­ar­fjarð­arár og Dranga­vík­urár og eðli­legt má telja að vísa til hæstu brúna þess sem „hæst­u fjalls­brún­ar“. 

Auglýsing

Í frétta­til­kynn­ingu frá eig­endum Dranga­víkur segir að ástæða þess­ara aðgerða þeirra sé „vilji til að óbyggðir Ófeigs­fjarð­ar­heið­ar, vatns­föll­in, foss­arnir og ­strand­lengjan fái að vera óröskuð um ókomna tíð og nátt­úran fái að þró­ast á eigin for­send­um. Hval­ár­virkjun mun ekk­ert gera fyrir mann­líf á Ströndum norð­ur­, heldur þvert á móti eyði­leggja þá mögu­leika sem fel­ast í nátt­úru­vænn­i ­upp­bygg­ingu atvinnu­lífs til fram­tíð­ar. Hval­ár­virkjun er ekki nauð­syn­leg til að ­tryggja raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum og bygg­ing hennar myndi enn­fremur leiða til­ ­nei­kvæðra umhverf­is­á­hrifa af háspennu­línum og veg­slóðum í óbyggð­u­m.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar