„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat

Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.

Fossinn Rjúkandi
Fossinn Rjúkandi
Auglýsing

Til stendur að land ofan fyr­ir­hug­aðs virkj­un­ar­svæð­is Hval­ár­virkj­unar í Árnes­hreppi fái notið hverf­is­verndar vegna nálægðar við Dranga­jök­ul. Svæðið yrði rúm­lega 10.000 hekt­arar að stærð. Innan þess er að finna nokkuð magn stein­gerv­inga. Þeir finn­ast einnig utan hins fyr­ir­hug­aða vernd­ar­svæðis og njóta verndar sem slíkir sam­kvæmt lög­um.

Þetta kemur fram í skipu­lags-  og mats­lýs­ingu vegna fyr­ir­hug­aðrar breyt­ing­ar á aðal­skipu­lagi hrepps­ins og í svörum til Kjarn­ans frá Vest­ur­verki sem áformar að reisa virkj­un­ina. ­Skipu­lags- og mats­lýs­ingin var nýlega aug­lýst en frestur til að skila ­at­huga­semdum rann út 19. febr­ú­ar. 

Í umsögn Land­verndar um lýs­ing­una kemur fram að „hverf­is­vernd utan um ein­staka minjar við hlið ákvörð­unar um risa­vaxna eyði­legg­ingu nátt­úru­verð­mæta er ekki svæð­inu til fram­drátt­ar“. Sam­tökin segja að skýrt hafi komið fram að svæðið allt þarfn­ist vernd­ar. „Sveit­ar­fé­lag­ið er því hvatt til að hlusta á ráð­legg­ingar inn­lendra og erlendra sér­fræð­inga og ­stöðva eyði­legg­ing­una á ómet­an­legum nátt­úru­verð­mætum innan marka sveit­ar­fé­lags­ins.“

Auglýsing

Hval­ár­virkjun er fyr­ir­huguð á svæði sem nú er óbygg­t víð­erni. Með henni yrði rennsli Hvalár, Rjúkanda og Eyvind­ar­fjarð­arár virkj­að ­með miðl­un­ar­lónum á Ófeigs­fjarð­ar­heiði, aðrennsl­is­göngum niður í Ófeigs­fjörð, ­stöðv­ar­húsi neðan Strand­ar­fjalla og útrás í Hvalá. Gert er ráð fyrir að upp­sett afl virkj­un­ar­innar verði 55 MW og árs­fram­leiðsla 320 GWh/a.

Helstu þættir aðal­skipu­lags­breyt­ing­anna sem standa fyrir dyrum eru breytt umfang virkj­un­ar­inn­ar og tengdra fram­kvæmda. Meðal ann­ars er áformað að setja inn ákvæði þar sem skil­greindar eru fimm stíflur til mynd­unar miðl­un­ar­lóna: Rjúkanda­stífla í Rjúkanda og Vatna­lauta­stífla í Hvalá myndi Vatna­lauta­lón, Hvalár­vatns­stífla í Neðra-Hvalár­vatni og Dag­verð­ar­dals­stífla í Efra-Hvalár­vatni myndi Hvalár­lón og Eyvind­ar­fjarð­ar­vatns­stífla ­myndi Eyvind­ar­fjarð­ar­lón í Neðra-Ey­vind­ar­fjarð­ar­vatni.

Gera verði nýtt umhverf­is­mat

Í umsögn Land­verndar við skipu­lags- og mats­lýs­ing­una kem­ur fram að sam­tökin telja að breyt­ingar á fram­kvæmd­inni Hval­ár­virkjun sem þar er greint frá séu svo stór­tækar að gera verði nýtt umhverf­is­mat fram­kvæmda vegna þeirra. „Hér­ er um að ræða alveg nýtt land­töku­svæð­i/höfn í óspilltri nátt­úru, mikla stækk­un ­starfs­manna­búða, nýtt mann­virki („gesta­stofu“) við­bót­ar­vegi og fjölda nýrra ­náma. Þá verður fyr­ir­hug­uðum lón­um breytt og stíflu­garðar hækka (þó það sé ekki tekið fram í skýrsl­unn­i).“

Land­vernd minnir í umsögn sinni á álit Skipu­lags­stofn­unar á fyr­ir­liggj­and­i um­hverf­is­mat Hval­ár­virkj­unar hafi verið virkj­un­inni mjög óhag­fellt, „þar sem eng­inn þeirra þátta sem metnir voru, voru taldir hafa jákvæð áhrif en þrír af þeim þáttum sem voru metnir taldir hafa veru­lega nei­kvæð áhrif.“ Ekki sé gerð ­grein fyrir þessu í mats­lýs­ing­unni.

Fossinn Drynjandi í Hvalá. Mynd:Landvernd

Þá bendir Land­vernd á að í kafla um eign­ar­hald á landi sem færi undir virkj­un­ina sé ekk­ert minnst á landa­merkja­deilur sem nú standa um vatna­svið það sem Hval­ár­virkjun myndi taka til. „Þessar deilur gætu ráðið úrslitum um útfærslu, áhrif og afdrif virkj­un­ar­innar og því eðli­legt að geta þeirra.“

Hvalá í Ófeigs­firði á upp­tök á Ófeigs­fjarð­ar­heiði ofan við Nyrðra-Vatna­lauta­vatn og rennur þaðan í gegnum Nyrðra-Vatna­laut­ar­vatn og Neðra-Hvalár­vatn til sjáv­ar. Vatna­svið Hvalár, sem hefur afrennsli af Ó­feigs­fjarð­ar­heiði, nær allt norður til suð­ur­enda Dranga­jök­uls og suður að vatna­skilum við Selá í Stein­gríms­firði og er ós hennar skammt frá bæj­ar­hús­um­ Ó­feigs­fjarð­ar. Eyvind­ar­fjarð­ar­vötn eiga vatna­svið upp að suð­aust­ur­enda Dranga­jök­uls.

Frið­lýs­ing­ar­til­laga enn í ferli hjá Umhverf­is­stofnun

Vorið 2018 lagði Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands til að Dranga­jök­ull og nágrenni hans yrði frið­lýst. Í grein­ar­gerð með til­lög­unni kom ­meðal ann­ars fram að á svæð­inu væri til­komu­mikið lands­lag mótað af jöklum ísald­ar­ og þar væru fyrir hendi mjög virk land­mót­un­ar­ferli og lit­fögur set- og hraun­lög. Telur stofn­unin að Dranga­jök­ul­svíð­erni hafi hátt vís­inda­legt gild­i, ­sér­stak­lega vegna jök­ul­sögu og  forn­lofts­lags­sögu lands­ins. Frið­lýs­ing­ar­til­lagan er enn til með­ferðar hjá Umhverf­is­stofn­un.

Land­vernd telur það mjög alvar­legan ágalla á skipu­lags- og ­mats­lýs­ing­unni að í kafla um ný gögn sé  sé ekki getið um frið­lýs­ing­ar­til­lög­u ­Nátt­úru­fræði­stofn­unar Íslands og skýrslu Alþjóð­legu nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna, I­UCN, þar sem segir að virkjun myndi valda veru­legum breyt­ingum á vatnaf­ari, hafa nei­kvæð áhrif á lands­lag, nátt­úru­legan breyti­leika og nátt­úru­lega ferla.

­Nið­ur­stöður nýrrar forn­lofts­lags­rann­sóknar sem gerð var við Dranga­jök­ul­ benda til þess að með áfram­hald­andi hlýnun gæti jök­ull­inn horfið eða verið um það bil að hverfa um árið 2050. Þá eru líkur á að hita­stig verði orðið það sama og það var fyrir um 9000 árum er for­veri hans á svæð­inu hvarf. Aðal­höf­und­ur ­rann­sókn­ar­inn­ar, forn­lofts­lags­fræð­ing­ur­inn David John Harn­ing, benti í sam­tal­i við Kjarn­ann á að nið­ur­stöð­urnar gætu nýst stjórn­völdum til stefnu­mót­un­ar, til­ ­dæmis þegar komi að fyr­ir­hug­uðum vatns­afls­virkj­un­um.

Bráðnun jök­uls­ins mun ekki hafa áhrif

Það er mat Vest­ur­verks að bráðnun Dranga­jök­uls muni ekki hafa áhrif á vinnslu­getu Hval­ár­virkj­unar þar sem hún myndi fyrst og fremst nýta ­rennsli í dragám á svæð­inu. Gera megi ráð fyrir lít­ils­háttar jök­ul­vatni í ár­far­vegi sem leiðir að Eyvind­ar­fjarð­ar­lóni en það myndi enga þýð­ingu hafa fyr­ir­ vatns­bú­skap virkj­un­ar­inn­ar. Ekk­ert jök­ul­vatn finnst í Hvalá eða Rjúkanda, seg­ir í svörum Birnu Lár­us­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa Vest­ur­verks, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.  

Drangajökull hvarf fyrir 9.000 árum er hitastig var jafn hátt og það verður um árið 2050.  Mynd: Jutta Würth

Birna bendir á að dragár séu bergvatnsár sem mynd­ist smá­m ­saman þegar yfir­borðs­vatn í lækjum leitar sam­eig­in­legs far­vegs. „Mögu­legt hvarf Dranga­jök­uls mun því hafa óveru­leg eða engin nei­kvæð áhrif á Hval­ár­virkj­un,“ ­skrifar Birna. Hún segir sömu sögu að segja hvað Skúfna­vatna­virkj­un, sem Vest­ur­verk áformar einnig á svæð­inu, varð­ar. „Hverfi jök­ull­inn mun áfram rigna og snjóa í fjöll og úrkoman mun því skila sér í sama mæli til virkj­un­ar­inn­ar. ­Jafn­vel gæti hvarf jök­uls­ins gert það að verkum að rennsli til virkj­an­anna eykst.“

Í skipu­lags- og mats­lýs­ing­unni kemur fram að mark­mið ­fyr­ir­hug­aðrar Hval­ár­virkj­unar sé að auka fram­leiðslu raf­orku innan Vest­fjarða og um leið bæta afhend­ingar­ör­yggi þar. Stefnt er að því að tengja hana ­flutn­ings­net­inu með jarð­streng yfir Ófeigs­fjarð­ar­heiði og í nýjan tengi­punkt ­sem Lands­net myndi reisa í Ísa­fjarð­ar­djúpi. Þaðan yrði raf­magnið flutt með­ ­loft­línum yfir Kolla­fjarð­ar­heiði og að Vest­ur­línu.

Ferlið of stutt á veg komið

„Á þessu stigi getur eng­inn full­yrt hvert orkan úr Hvalá verður á end­anum seld enda ferlið allt of stutt á veg komið til þess,“ segir í svörum frá Vest­ur­verki um þetta atriði. Þar kemur fram að und­ir­rituð hafi ver­ið vilja­yf­ir­lýs­ing um sölu á 10 MW til Íslenska kal­þör­unga­fé­lags­ins, sem ­fyr­ir­hugar að reisa kal­þör­unga­verk­smiðju í Súða­vík. Mögu­lega verði orku­þörf verk­smiðj­unnar meiri þegar fram í sæki. Þá er bent á að stór áform séu uppi um ­upp­bygg­ingu í fisk­eldi á norð­an­verðum Vest­fjörðum sem muni kalla á meiri orku en fáan­leg er á svæð­inu í dag. Þess utan horfi vest­firsk sveit­ar­fé­lög og at­vinnu­líf til orku­skipta, til dæmis í tengslum við sjáv­ar­út­veg og mót­töku ­skemmti­ferða­skipa.

Í svörum Vest­ur­verks kemur fram að öll orka sem unnin yrði í Hvalá mun renna inn á raf­orku­kerfi Vest­fjarða í gegnum Vest­ur­línu og þaðan út á meg­in­flutn­ings­kerfið ef hún nýt­ist ekki öll innan svæð­is­ins. Það sem ekki myndi nýt­ast á Vest­fjörðum myndi nýt­ast í mið­læga raf­orku­kerf­inu óháð því hver kaup­and­i orkunnar yrði og hvar hann yrði stað­sett­ur.  „Miðað við ýmis spenn­andi fram­tíð­ar­á­form í upp­bygg­ingu atvinnu­lífs á Vest­fjörðum þá gerir Vest­ur­verks sér vonir um að selja strax í upp­hafi væn­an s­kerf orkunnar til Vest­fjarða,“ segir í svörum Vestu­verks.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent