Samherji hótar RÚV málshöfðun og segist ekki hafa verið sakfelldur fyrir mútugreiðslur

Samherji vill afsökunarbeiðni og leiðréttingu frá RÚV og segist ekki hafa verið dæmt né ákært fyrir mútugreiðslur né hafi starfsmenn þess stöðu sakbornings. Fjöldi manns hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur frá Samherja í Namibíu.

Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Auglýsing

Sam­herji hf. hefur sent erindi til stjórnar RÚV og starf­andi útvarps­stjóra vegna fréttar sem var flutt í tíu­fréttum RÚV síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, þar sem fjallað var um þró­un­ar­að­stoð og sagt að Sam­herji hefið tek­ist að „afla sér kvóta í land­inu með því að múta emb­ætt­is­mönn­um, eins og fjallað var um í Kveik í vet­ur, heima­menn nutu því ekki aðstoð­ar­innar sem veitt var.“

Í erind­inu krefst Sam­herji afsök­un­ar­beiðni og leið­rétt­ingar á meið­andi frétta­flutn­ing­i. 

Sam­herji hefur verið í miklu brim­­róti und­an­farna mán­uði eftir umfjöllun Kveiks, Stund­­­ar­inn­­­ar, Al Jazeera og Wiki­leaks um mút­­u­greiðsl­­­ur, meint pen­inga­þvætti og skattsnið­­­göngu Sam­herja, sem byggði að mestu á tug­­­þús­undum gagna og upp­­­­­ljóstrun Jóhann­esar Stef­áns­­­son­­­ar, fyrr­ver­andi starfs­­­manns Sam­herja í Namib­­­íu. 

Í bréfi sem lög­menn Sam­herja hafa sent til RÚV segir að full­yrð­ing frétta­manns­ins, Hall­gríms Ind­riða­son­ar, eigi sér „enga stoð í raun­veru­leik­anum og er úr lausu lofti grip­in.“ Þar segir enn fremur að mál Sam­herja sé frétta­stofu RÚV „und­ar­lega hug­leik­ið“, að í frétt­inni sé því haldið fram að starfs­menn Sam­herja hafi gerst sekir um alvar­lega refsi­verða hátt­semi með því að múta emb­ætt­is­mönnum í Namib­íu, en þeir hafi hvorki verið sak­felldir né ákærðir fyrir slíka hátt­semi. Auk þess sé eng­inn starfs­maður Sam­herja með rétt­ar­stöðu sak­born­ings vegna máls­ins. 

Auglýsing
Þegar er búið að hand­­­taka og ákæra Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­­­­ar­út­­­­­­­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­­­­íu, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­­­­­mála­ráð­herra Namib­­­­­­íu, og fjóra aðra menn fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­­­­ónir namibískra doll­­­­­­ara, jafn­­­­­­virði 860 millj­­­­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­­­­sóttan kvóta í land­in­u.  

Auk Shang­hala og Esau voru James Hatuikulipi, sem hætti sem stjórn­­­­­­­­­­­ar­­­­­­for­­­­­­maður namibísku rík­­­­­­is­út­­­­­­­­­­­gerð­­­­­­ar­inn­ar Fis­hcor ný­ver­ið, Tam­son 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­­­­son­ur Esau, Ricardo Gusta­vo, sam­­­­­­starfs­­­­­­maður hans og Pius Mwa­telu­lo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi ­fjöl­­­­­­skyld­u­­­­­­bönd­um, ákærð­­­­­ir. 

Í morgun var svo Mike Nghip­unya, for­stjóri rík­is­út­gerð­ar­innar Fischor í Namib­íu, hand­tek­inn vegna máls­ins. Ng­hip­unya var vikið tíma­bundið úr starfi í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Hann er tíundi ein­stak­ling­ur­inn sem er hand­tek­inn í Namibíu vegna Sam­herj­a­máls­ins.

Mál Sam­herja er til rann­­­sóknar í Namib­­­íu, á Íslandi og í Nor­egi. Þá hafa eignir verið frystar í Angóla vegna máls­ins og þar á sér einnig stað saka­­­mála­rann­­­sókn.

Í bréf­inu sem lög­mað­ur­inn Magnús Ósk­ars­son, sonur Ósk­ars Magn­ús­son­ar, stjórn­ar­manns í Sam­herja, skrifar undir gerir Sam­herji alvar­legar athuga­semdir við fram­setn­ingu frétt­ar­innar sem birt­ist á fimmtu­dag. Í til­kynn­ingu um það á vef Sam­herja segir meðan ann­ars að þar hafi verið „við­tal við erlendan við­mæl­anda um spill­ingu en látið líta út fyrir að umræðu­efnið væri mál Sam­herja. Við­mæl­and­inn minnt­ist þó ekki einu orði á fyr­ir­tækið eða starf­semi þess. Á meðan voru sýndar myndir af stjórn­endum Sam­herja. Alvar­leg­ast sé þó að í frétt­inni hafi verið full­yrt að stjórn­endur Sam­herja hafi gerst sekir um alvar­lega refsi­verða hátt­semi með því að múta emb­ætt­is­mönnum í Namibíu en þeir hafi hvorki verið sak­felldir né ákærðir fyrir slíka hátt­semi. Þá sé eng­inn starfs­maður Sam­herja með rétt­ar­stöðu sak­born­ings vegna máls­ins. 

Er þess óskað að Rík­is­út­varpið leið­rétti meið­andi ummæli í frétt­inni 13. febr­úar og biðj­ist afsök­un­ar. Þá áskilur Sam­herji sér rétt til að höfða mál vegna þess­ara ummæla og ann­arra.“

Hægt er að lesa bréf lög­manna Sam­herja hér.

Magnús skrif­aði grein í Morg­un­blaðið nýverið þar sem hann gagn­rýndi frétta­stofu RÚV fyrir ófag­leg vinnu­brögð, sagði frétta­menn og starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins brjóta lög um RÚV í störfum sínum og að það hefði meðal ann­ars verið gert í umfjöll­unum um meint mútu­mál Sam­herja í Namib­íu. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent