Samherji hótar RÚV málshöfðun og segist ekki hafa verið sakfelldur fyrir mútugreiðslur

Samherji vill afsökunarbeiðni og leiðréttingu frá RÚV og segist ekki hafa verið dæmt né ákært fyrir mútugreiðslur né hafi starfsmenn þess stöðu sakbornings. Fjöldi manns hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur frá Samherja í Namibíu.

Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Auglýsing

Samherji hf. hefur sent erindi til stjórnar RÚV og starfandi útvarpsstjóra vegna fréttar sem var flutt í tíufréttum RÚV síðastliðinn fimmtudag, þar sem fjallað var um þróunaraðstoð og sagt að Samherji hefið tekist að „afla sér kvóta í landinu með því að múta embættismönnum, eins og fjallað var um í Kveik í vetur, heimamenn nutu því ekki aðstoðarinnar sem veitt var.“

Í erindinu krefst Samherji afsökunarbeiðni og leiðréttingar á meiðandi fréttaflutningi. 
Sam­herji hefur verið í miklu brim­róti und­an­farna mán­uði eftir umfjöllun Kveiks, Stund­­ar­inn­­ar, Al Jazeera og Wikileaks um mút­u­greiðsl­­ur, meint pen­inga­þvætti og skattsnið­­göngu Sam­herja, sem byggði að mestu á tug­­þús­undum gagna og upp­­­ljóstrun Jóhann­esar Stef­áns­­son­­ar, fyrr­ver­andi starfs­­manns Sam­herja í Namib­­íu. 

Í bréfi sem lögmenn Samherja hafa sent til RÚV segir að fullyrðing fréttamannsins, Hallgríms Indriðasonar, eigi sér „enga stoð í raunveruleikanum og er úr lausu lofti gripin.“ Þar segir enn fremur að mál Samherja sé fréttastofu RÚV „undarlega hugleikið“, að í fréttinni sé því haldið fram að starfsmenn Samherja hafi gerst sekir um alvarlega refsiverða háttsemi með því að múta embættismönnum í Namibíu, en þeir hafi hvorki verið sakfelldir né ákærðir fyrir slíka háttsemi. Auk þess sé enginn starfsmaður Samherja með réttarstöðu sakbornings vegna málsins. 

Auglýsing
Þegar er búið að hand­­taka og ákæra Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­­­ar­út­­­­­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­­­íu, Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­­­­­mála­ráð­herra Namib­­­­­íu, og fjóra aðra menn fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­­­ónir namibískra doll­­­­­ara, jafn­­­­­virði 860 millj­­­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­­­sóttan kvóta í land­in­u.  

Auk Shanghala og Esau voru James Hatuikulipi, sem hætti sem stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­for­­­­­maður namibísku rík­­­­­is­út­­­­­­­­­gerð­­­­­ar­inn­ar Fishcor ný­ver­ið, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­­­son­ur Esau, Ricardo Gustavo, sam­­­­­starfs­­­­­maður hans og Pius Mwatelulo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi ­fjöl­­­­­skyld­u­­­­­bönd­um, ákærð­­­­ir. 

Í morgun var svo Mike Nghipunya, forstjóri ríkisútgerðarinnar Fischor í Namibíu, handtekinn vegna málsins. Nghipunya var vikið tímabundið úr starfi í desember síðastliðnum. Hann er tíundi einstaklingurinn sem er handtekinn í Namibíu vegna Samherjamálsins.

Mál Sam­herja er til rann­­sóknar í Namib­­íu, á Íslandi og í Nor­egi. Þá hafa eignir verið frystar í Angóla vegna máls­ins og þar á sér einnig stað saka­­mála­rann­­sókn.

Í bréfinu sem lögmaðurinn Magnús Óskarsson, sonur Óskars Magnússonar, stjórnarmanns í Samherja, skrifar undir gerir Samherji alvarlegar athugasemdir við framsetningu fréttarinnar sem birtist á fimmtudag. Í tilkynningu um það á vef Samherja segir meðan annars að þar hafi verið „viðtal við erlendan viðmælanda um spillingu en látið líta út fyrir að umræðuefnið væri mál Samherja. Viðmælandinn minntist þó ekki einu orði á fyrirtækið eða starfsemi þess. Á meðan voru sýndar myndir af stjórnendum Samherja. Alvarlegast sé þó að í fréttinni hafi verið fullyrt að stjórnendur Samherja hafi gerst sekir um alvarlega refsiverða háttsemi með því að múta embættismönnum í Namibíu en þeir hafi hvorki verið sakfelldir né ákærðir fyrir slíka háttsemi. Þá sé enginn starfsmaður Samherja með réttarstöðu sakbornings vegna málsins. 

Er þess óskað að Ríkisútvarpið leiðrétti meiðandi ummæli í fréttinni 13. febrúar og biðjist afsökunar. Þá áskilur Samherji sér rétt til að höfða mál vegna þessara ummæla og annarra.“

Hægt er að lesa bréf lögmanna Samherja hér.

Magnús skrifaði grein í Morgunblaðið nýverið þar sem hann gagnrýndi fréttastofu RÚV fyrir ófagleg vinnubrögð, sagði fréttamenn og starfsmenn fyrirtækisins brjóta lög um RÚV í störfum sínum og að það hefði meðal annars verið gert í umfjöllunum um meint mútumál Samherja í Namibíu. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent