Trúarbrögð að vera á móti sæstreng

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að sæstrengur sé ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Engin ný ákvörðun hafi verið tekin en hún bendir þó á að forsendur geti breyst og fráleitt að útiloka um alla framtíð að þetta gæti orðið skynsamlegt.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, segir að það „virð­ast vera orðin ein­hver trú­ar­brögð“ að vera á móti sæstreng, svo heift­ar­lega að það sé umsvifa­laust gert grun­sam­legt ef ein­hver segir að það sé sjálf­sagt að skoða mál­in. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag.

„Ég tek eftir því að menn hlaupa upp til handa og fóta, telja sig geta sagt „hah, hvað sagði ég, hún berst fyrir streng!”,“ skrifar hún.

Ástæðan fyrir því að hún tjáir sig um málið er að hún var í við­tali á Sprengisandi á Bylgj­unni í gær, sem og í Víg­lín­unni á Stöð 2, og telur hún að orð hennar þar hafi ekki falið í sér neina stefnu­breyt­ingu hjá stjórn­völd­um. Hún vísar í frétt Vilj­ans um málið þar sem hún segir að rang­lega hafi verið sett í fyr­ir­sögn að hún hafi í við­tal­inu boðað könnun á fýsi­leika sæstrengs. Hún seg­ist ekki hafa boðað neitt slíkt.

Auglýsing

„Heldur svar­aði spurn­ingu Heimis Más almennt og sagði ein­fald­lega að ég gerði enga athuga­semd við að kannað væri hvort kannski ein­hvern tím­ann væri snið­ugt að selja raf­orku til útlanda. Rétt áður sagði ég það sama á Sprengisandi og að í þessu hags­muna­mati yrði að sjálf­sögðu að taka með í mynd­ina þá verð­mæta­sköpun sem getur orðið til með því að nýta ork­una hér á landi, störf­in, áhrif á byggð o.s.frv. Þetta hef ég oft sag­t,“ skrifar hún.

For­sendur geta breyst – Frá­leitt að úti­loka þetta um alla fram­tíð

Þá bendir ráð­herr­ann á að síð­ast þegar þetta hafi verið kannað hafi nið­ur­staðan verið sú að lagn­ing sæstrengs væri fremur lang­sótt og myndi ekki borga sig á mark­aðs­legum grund­velli. „For­sendur geta breyst og frá­leitt að úti­loka um alla fram­tíð að þetta gæti orðið skyn­sam­legt. Rík­is­stjórn Dav­íðs Odds­sonar taldi þetta áhuga­verðan mögu­leika á sínum tíma en það virð­ast vera orðin ein­hver trú­ar­brögð að vera á móti þessu, svo heift­ar­lega að það er umsvifa­laust gert grun­sam­legt ef ein­hver segir að það sé sjálf­sagt að skoða þetta. Hvort hugs­an­lega kannski sé eitt­hvað í þessu fyrir Ísland, ein­hvern tím­ann.“

Hún segir að sæstrengur sé ekki á dag­skrá þess­arar rík­is­stjórn­ar. Engin ný ákvörðun hafi verið tek­in. Alþingi þurfi að taka ákvörðun um að hefja slíka fram­kvæmd. Hún seg­ist sjálf hafa lagt til þær breyt­ing­ar.

„Menn geta skamm­ast í mér fyrir að loka ekki dyrum til fram­tíð­ar, fyrir að gera ekki athuga­semd við að fá frek­ari upp­lýs­ingar fram í ver­öld sem hreyf­ist mjög hratt. Það verður þá að hafa það, ég mun ekki breyta þeirri nálgun minni á fram­tíð Íslands,“ skrifar Þór­dís Kol­brún.

Ég tek eftir því að menn hlaupa upp til handa og fóta, telja sig geta sagt „hah, hvað sagði ég, hún berst fyr­ir­...

Posted by Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dottir on Monday, Febru­ary 17, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent