„Takmörk fyrir því hvað hægt er að verja“

Formaður VR veltir fyrir sér stöðu álversins í Straumsvík en hann hefur miklar áhyggjur af stöðu stóriðjunnar og vel launuðum störfum sem hún skapar.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, fjallar um stöðu álvers­ins í Straums­vík í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag. Fram kom í fréttum í síð­ustu viku að Lands­­­virkjun ætti í sam­tali við Rio Tin­to, eig­anda álver­s­ins í Straum­s­vík, en fyr­ir­tækið hefur til­kynnt að það ætli að hefja sér­­­­staka end­­­­ur­­­­skoðun á starf­­­­semi álver­s­ins til að meta rekstr­­­­ar­hæfni þess til fram­­­­tíð­­­­ar­.

Hann seg­ist hafa miklar áhyggjur af stöðu stór­iðj­unnar og vel laun­uðum störfum sem hún skapar en það séu tak­mörk fyrir því hvað hægt sé að verja.

Ragnar Þór segir að eftir að hafa skoðað rekstr­ar­tölur fyr­ir­tæk­is­ins komi margt áhuga­vert í ljós. Sér­stak­lega þegar skoðað sé hvaða liðir í rekstri orsaki þetta mikla tap síð­ast­liðin 10 ár. „Árið 2011 voru afskriftir 2,77 pró­sent af eignum og hafa hækkað jafnt og þétt síð­ustu ár og voru komnar upp í 10,52 pró­sent af eignum árið 2018 og voru rúmir 45,6 millj­ónir doll­arar það árið á meðan tapið var rúmir 44,6 millj­ónir doll­ar­ar. Þetta þýðir að sam­kvæmt rekstr­ar­reikn­ingi verður verk­smiðjan verð­laus með öllu eftir um 10 ár,“ skrifar hann.

Þannig að tapið liggi að mestu í háum afskriftum þó mark­aðs­að­stæður hjálpi þar ekki til.

Auglýsing

„Ýmsum brellum beitt“

Ragnar Þór bendir á að á árinu 2018 hafi Ísal greitt 15,4 millj­ónir doll­arar í þóknun til móð­ur­fé­lags um 2 millj­arðar króna á meðan að allar launa­greiðslur með launa­tengdum gjöldum hjá fyr­ir­tæk­inu hafi verið 46,6 millj­ónir doll­ara eða um 6 millj­arðar króna.

Ef veltufé frá rekstri sé skoðað þá sé það jákvætt fyrir öll árin. Þannig sé ljóst að fyr­ir­tækið sé ekki eins illa statt og búið hafi verið að full­yrða í „hræðslu­á­róðri gagn­vart starfs­fólki og stjórn­völd­um.“

Auk þess taki móð­ur­fé­lagið um 2 millj­arða í þóknun á hverju ári út úr rekstr­inum á Íslandi. Þá sé ótalið að fyr­ir­tækið sitji beggja megin borðs þegar kemur að hrá­efn­is­kaupum og sölu afurða sem álverið fram­leiðir og geti þannig haft áhrif á afkomu þess eftir henti­semi.

„Það er ýmsum brellum beitt til að græða meira og borga minni skatta. Og eru alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki alræmd í þeim efn­um. Ekki er lík­legt að Rio Tinto sé und­an­tekn­ing í þeim efn­um,“ skrifar hann.

Starfs­fólki haldið í gísl­ingu

Þá telur Ragnar Þór að það ógeð­fellda í þessu öllu saman sé að Rio Tinto neiti að gefa stjórn­endum Ísal og SA leyfi til að skrifa undir kjara­samn­ing sem aðilar hafi komið sér saman um og ætli sér að nota starfs­fólkið í póli­tískri ref­skák í samn­inga­við­ræðum við stjórn­völd og Lands­virkj­un. „Ógeð­felld­ari aðferð er ekki hægt að hugsa sér að halda starfs­fólki í gísl­ingu með þessum hætti ásamt gegnd­ar­lausum hræðslu­á­róðri með til­heyr­andi óvissu fyrir starfs­fólk og fjöl­skyldur þeirra.“

Hann lýkur færslu sinni á að segja að tryggja verði að öllum samn­inga­við­ræður stjórn­valda og Lands­virkj­unar við Rio Tinto um hugs­an­lega end­ur­skoðun á raf­orku­samn­ingi verði frestað þangað til búið sé að semja við fólkið sem þar starfar.

Staða Álvers­ins í Straums­vík er mikið í umræð­unni þessa dag­ana. Eig­endur hafa lýst því yfir að end­ur­mat sé hafið á...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Monday, Febru­ary 17, 2020

Verið að sturta niður lífs­við­ur­væri fólks­ins niður í hol­ræsið

Sjá má að ekki eru allir verka­lýðs­for­ingjar á sama máli er varðar vand­ræði álvers­ins en Vil­hjálmur Birg­is­son, ­for­­maður Verka­lýðs­­fé­lags Akra­­ness, telur að ef af verður og álver­inu verði lokað þá sé verið að sturta niður lífs­við­ur­væri fólks­ins sem þar starfar niður í hol­ræs­ið.

Hann greindi frá því í stöðu­upp­færslu í síð­ustu viku að álverið væri í dauða­teygj­unum vegna „græðg­i­svæð­ingar Lands­virkj­un­ar.“ Hann sagði að á meðan álverið í Straums­vík hefði tapað tæpum 25 millj­örðum hefði Lands­virkjun skilað tæpum 70 millj­örðum í hagn­að.

Vilhjálmar Birgisson Mynd: Bára Huld Beck

„Eins og margir tóku eftir þá fagn­aði álverið í Straums­vík 50 ára afmæli í fyrra, en Lands­virkjun hélt upp á 50 ára afmæli sitt árið 2015.

Það er rétt að nefna að Lands­virkjun var í raun stofnuð vegna bygg­ingu Búr­fells­virkj­un­ar, fyrstu stór­virkjun lands­ins, sem sá og sér álver­inu fyrir raf­magni og því sé fróð­legt að bera saman afkomu fyr­ir­tækj­anna síð­ustu árin,“ skrif­aði hann.

Hann telur því að álverið í Straums­vík hafi markað upp­hafið að því stór­veldi sem Lands­virkjun sé nú orð­ið, en „rétt er að geta þess að álverið í Straums­vík er næst stærsti við­skipta­vinur Lands­virkj­un­ar. Það er því eilítið fróð­legt að skoða fjár­hags­stöðu þess­ara tveggja fyr­ir­tækja síð­ustu 7 ára í ljósi þess að bæði fyr­ir­tækin hafa fagnað 50 ára afmæli.“

Eins og margir tóku eftir þá fagn­aði álverið í Straums­vík 50 ára afmæli í fyrra, en Lands­virkjun hélt upp á 50 ára...

Posted by Vil­hjálmur Birg­is­son on Wed­nes­day, Febru­ary 12, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent