Barn eigi ekki að þurfa að hrynja niður í dýpsta myrkur til þess að á það sé hlustað

Maní verður ekki vísað úr landi í dag en brottvísun fjölskyldu hans hefur verið frestað vegna bágs heilsuástands drengsins.

Maní og fjölskylda
Maní og fjölskylda
Auglýsing

Maní Shahidi og fjöl­skyldu hans verður ekki vísað úr landi dag. Brott­vís­un­inni hefur verið frestað vegna ann­ar­legs ástands Maní, en hann var í gær lagður inn á barna- og ung­linga­geð­deild Land­spít­al­ans, í hvíld­ar­inn­lögn.

Lög­reglan hefur stað­fest þetta við Claudia Ashonie Wil­son, lög­mann fjöl­skyld­unn­ar, en frá þessu er greint í stöðu­upp­færslu hjá No Borders Iceland.

Tölu­vert hefur verið fjallað um málið en blásið var til mót­mæla í gær fyrir framan dóms­mála­ráðu­neyt­ið. Þær sem stóðu að við­burð­inum eru mæður trans barna. Þá var fólk jafn­framt hvatt til að skrifa undir áskorun þess efnis að styðja við Maní og fjöl­skyldu hans. 

Auglýsing

Búinn að vera hér á landi í tæpt ár

Maní er 17 ára gam­all trans strákur sem kom til Íslands með for­eldrum sínum þann 5. mars árið 2019. Fram kemur á við­burði mót­mæl­enda að Maní sé nem­andi við Fjöl­brauta­skóla Suð­ur­nesja þar sem hann hafi fest ræt­ur, eign­ast vini og tengst sam­fé­lag­inu. „Maní er í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu en rann­sóknir hafa sýnt fram á að trans ung­menni búa við verri and­lega heilsu og eiga í meiri hættu á félags­legri ein­angr­un.“

Síð­ast­lið­inn mánu­dag til­kynnti lög­reglan fjöl­skyld­unni að henni yrði vísað á brott og að flytja ætti þau úr landi mánu­dags­morg­un­inn 17. febr­ú­ar. Fjöl­skyldan yrði þá flutt til Portú­gal þar sem þau dvöldu í nokkra daga áður en þau komu til Íslands. Þar hafa þau ekki hlotið vernd, heldur sjö daga vega­bréfs­á­ritun sem þau not­uðu til að kom­ast til Íslands.

„Hræði­legt“ að dóms­mála­ráð­herra hafi ekki gripið inn í

Á síðu No Borders kemur fram að þó að það hafi verið mik­ill léttir að brott­vís­un­inni hafi verið frestað, þá sé „væg­ast sagt hrika­legt að dóms­mála­ráð­herra, Útlend­inga­stofn­un, kæru­nefnd eða lög­reglan hafi ekki gripið inn í, en öll hafa þau vald til að fresta brott­vís­un­inni. Því það var vissu­lega ekki rétt­læt máls­með­ferð yfir­valda sem stöðv­aði brott­vís­un­ina í nótt, heldur var það hörmu­legt and­legt ástand 17 ára ung­lings.“

Enn fremur telja sam­tökin að barn eigi ekki að þurfa að hrynja niður í dýpsta myrkur og þurfa á neyð­ar­að­stoð lækna, til þess að lög­reglan, Útlend­inga­stofnun og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra hlusti.

Telja málið ekki nægi­lega vel rann­sakað

Sam­kvæmt No Borders hefur það verið ljóst frá fimmtu­degi að málið hafi ekki verið nægj­an­lega rann­sakað og að um hugs­an­leg brot á rétti Maní til að tjá sig við yfir­völd hefðu átt sé stað í máls­með­ferð­inni. „Út­lend­inga­stofnun á að hafa verið á vakt um helg­ina að fara yfir mál Maní og fjöl­skyldu hans, en samt var engum tölvu­póstum lög­manns þeirra svar­að, né þeirra eigin beiðni eftir gögn­um. Ekki var heldur tekið til­lit til þess að storm­ur­inn á föstu­dag­inn hefði valdið því að lög­maður gat ekki fengið öll umbeð­in.

Á meðan við biðum eftir Maní þar sem hann var í við­tali hjá barna­geð­lækni, hringdi lög­regla stoð­deildar í Shokou­fa, móð­ur­ina, til að vita hvar þau væru. Svo virð­ist sem það hafi átt að fram­kvæma brott­vís­un­ina þrátt fyrir all sem á undan var geng­ið. Sem betur fer þvertóku læknar fyrir að brott­vís­unin færi fram í nótt.“

Þau reikna enn fremur með því að bar­áttan þurfi að halda áfram næstu daga. „Von­andi nær Maní að hvíla sig í ró sem ætti að vera svo sjálf­sögð fyrir barn, á meðan við hin klárum þetta mál!“ segir að lokum í stöðu­upp­færslu No Borders.

***NÝJAR FRÉTTIR AF STÖÐU MANÍ OG FJÖL­SKYLD­U***** ((­NEWS ON MANI'S CASE - Eng­lish below)) Brott­vís­un­inni hefur ver­ið...

Posted by No Borders Iceland on Sunday, Febru­ary 16, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent