118 færslur fundust merktar „hælisleitendur“

Hópur hælisleitenda, m.a. barnafjölskyldur, koma til hafnar í Dover eftir förina yfir Ermarsundið.
Aldrei fleiri hælisleitendur yfir Ermarsundið á einum degi
Tæplega 1.300 hælisleitendur sigldu yfir Ermarsundið í gær á smáum bátum. Aldrei hafa fleiri freistað þess að komast þessa leið til Bretlands á einum degi.
23. ágúst 2022
Myndir af kynlífsathöfnum ekki krafa heldur örþrifaráð hinsegin hælisleitenda
Kærunefnd útlendingamála hefur óskað sérstaklega eftir því að gögn í formi mynda og/eða myndskeiða af kynlífsathöfnum verði ekki lögð fram sem gögn í málum hinsegin hælisleitenda.
26. júlí 2022
Í færslu á Facebook segir Þorgerður að í krafti stjórnunar- og eftirlitsheimilda sinna geti dómsmálaráðherra kallað eftir því að agaviðurlögum verði beitt.
Dómsmálaráðherra beiti agaviðurlögum vegna ummæla vararíkissaksóknara
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir óboðlegt að handhafar valds láti hatursfull ummæli falla, og það ítrekað, og kallar eftir því að dómsmálaráðherra beiti agaviðurlögum gegn Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara.
25. júlí 2022
„Ég get ekki skrifað undir minn eigin dauðadóm“
Fyrir átta árum lagði Abdulrahman Aljouburi á flótta frá Mósúl í Írak. Undan sprengjuregni og vígamönnum ISIS. „Ég fæddist í stríði,“ segir hann, „slapp frá dauðanum. Það var kraftaverk.“
9. júlí 2022
Önnur kvennanna á tvö börn sem nú eru í Jemen. Heitasta ósk hennar er að fá börnin hingað til lands.
Voru „korteri frá brottflutningi“ en fá nú efnismeðferð
Tveimur konum frá Sómalíu sem sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi á síðasta ári verður ekki vísað frá Íslandi til Grikklands eins og til stóð og mun Útlendingastofnun taka mál þeirra efnislega fyrir á næstunni.
7. júlí 2022
Stöðvið flugið, stendur á skilti sem mótmælendur brottflutnings fólks til Rúanda héldu á lofti í London í gær.
Framkvæmd „illkvittnu“ laganna að hefjast: Fyrsta vélin á áætlun í kvöld
Í kvöld hefur flugvél sig á loft frá Bretlandi. Um borð verður fólk sem þangað flúði í leit að betra lífi og á að baki hættuför um Ermarsundið. En stjórnvöld vilja sem minnst með þessar manneskjur hafa og ætla að senda þær úr landi. Áfangastaður: Rúanda.
14. júní 2022
Sigríður Dóra Magnúsdóttir
„Þetta er álag á kerfið allt saman“
Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að þrátt fyrir að móttaka flóttafólks frá Úkraínu hafi gengið vel þá nái heilbrigðiskerfið ekki að mæta þessu fólki eins og það ætti að gera.
11. júní 2022
Mohammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Mohammad Ghanbari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
25. maí 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Þarf ekki meira en eitt pennastrik til að sýna aukna mannúð“
Þingmaður Pírata segir að ríkisstjórnin sé í herferð gegn ákveðnum hópum flóttafólks og gagnrýnir brottvísanir stjórnvalda til Grikklands. Dómsmálaráðherra telur aftur á móti að það gangi bara „nokkuð vel og hratt fyrir sig“ í Grikklandi að afgreiða mál.
23. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
20. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
19. maí 2022
Hjá Útlendingastofnun eru nú í vinnslu rúmlega 500 umsóknir um vernd frá umsækjendum sem eiga rétt á þjónustu talsmanns.
Þurfa 15-20 talsmenn fyrir hælisleitendur
Útlendingastofnun telur þörf 15-20 lögfræðingum til að sinna talsmannaþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi. Þjónustan var áður hjá Rauða krossinum en stjórnvöld endurnýjuðu ekki samninginn.
4. apríl 2022
„Hæfum aðilum“ boðið að sækja um hlutverk talsmanna hælisleitenda
Hagsmunagæsla fólks sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd verður frá og með byrjun maí hjá einstökum lögfræðingum en ekki Rauða krossinum eins og verið hefur. Útlendingastofnun hefur auglýst eftir umsóknum.
30. mars 2022
Virkja viðbragðsáætlun á hættustig vegna yfirálags á landamærunum
353 einstaklinga hafa sótt um alþjóðlega vernd frá 1. janúar síðastliðnum. 107 manns eru með tengsl við Úkraínu og hafa sótt um slíka vernd frá því innrás Rússa hófst þar í landi.
8. mars 2022
„Hvað getum við gert hér og nú í okkar eigin kerfi?“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að Íslendingar þurfi að spyrja sig að því hvernig þeirra eigið kerfi sé undir það búið að taka við stórauknum fjölda flóttafólks.
7. mars 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Hvers vegna vill ríkisstjórnin ekki vinna með Rauða krossinum?
19. febrúar 2022
Sumar konur eru merkilegri en aðrar
None
5. febrúar 2022
Umsóknum um alþjóðlega vernd fjölgaði um 33 prósent milli ára
Heimsfaraldur COVID-19 hafði töluverð áhrif á umsóknir um alþjóðlega vernd hér á landi en þeim fer fjölgandi á ný. Til stendur að legggja fram frumvarp um breytingar á útlendingalögum í fjórða sinn.
1. febrúar 2022
Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
„Yfirsýnin greinilega engin og ráðherrar þekkja illa sín málefnasvið“
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði á þingi í dag að hún hefði fullan skilning á því að það tæki ráðherra tíma að setja sig inn í embætti en það væri óheppilegt þegar þeir væru beinlínis að leggja fram frumvörp sem ekki eru á þeirra málefnasviði.
31. janúar 2022
Umsækjendur um alþjóðlega vernd frá Venesúela hætta að fá skilyrðislausa vernd hér á landi
Frá og með 1. janúar næstkomandi mun Útlendingastofnun taka upp nýtt verklag þar sem lagt verður einstaklingsbundið mat á hverja umsókn sem kemur frá einstaklingum með venesúelskt ríkisfang með vísan til sjónarmiða um viðbótarvernd.
17. desember 2021
Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata.
Börn bíða þess óttaslegin að vera send aftur á flótta á meðan við hin njótum „gjafa, matar, friðar og öryggis“
Þingmaður Pírata hvetur Alþingi og innanríkisráðherra að veita börnum á flótta og fjölskyldum þeirra þá jólagjöf að fá tafarlaust hæli hér á landi af mannúðarástæðum.
16. desember 2021
Rauði kross Íslands sinnir hagsmunagæslu og annarri þjónustu við hælisleitendur á meðan þeir bíða úrlausn sinna mála í stjórnkerfinu.
Samningur um hagsmunagæslu hælisleitenda í óvissu
Eftir að málefnum útlendinga var skipt á milli tveggja ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn lítur dómsmálaráðuneytið svo á að forsendur fyrir framlengingu samnings við Rauða krossinn um þjónustu og aðstoð við hælisleitendur séu brostnar.
16. desember 2021
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Fjölskyldum af þýskum gyðingaættum vísað frá í seinni heimsstyrjöldinni– „Þessi saga er að endurtaka sig“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar verði að sýna mannúð og samhug í verki og hjálpa barnafjölskyldum á flótta og fólki í neyð til að finna friðarhöfn og framtíð í öruggu landi.
15. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
4. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
3. desember 2021
Albert Björn Lúðvígsson
Konur á flótta – mannúð útlendingalaga
3. desember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
27. nóvember 2021
Búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd komin að þolmörkum
Dómsmálaráðherra fjallaði um erfiða stöðu í verndarkerfinu á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku.
22. nóvember 2021
Ólafur Páll Jónsson
Hvert verður svarið?
8. september 2021
Dagurinn hefst ekki fyrr en hann veit að fjölskyldan sé heil á húfi
Fjölskyldan hans Ali er föst í Kabúl í Afganistan og reynir hann nú allt sem hann getur til að fá hana hingað til lands. Hópur fólks mótmælti á Austurvelli í dag og krafðist þess að íslensk stjórnvöld brygðust við ástandinu og kæmu Afgönum til bjargar.
23. ágúst 2021
Ófremdarástand skapaðist á flugvellinum í Kabul, höfuðborg Afganistan, eftir að Talíbanar komust til valda á dögunum. Mikill fjöldi fólks vildi flýja landið og myndaðist örtröð og átroðingur þegar fólkið reyndi að fara upp í flugvélar.
Tólf umsækjendur um vernd frá Afganistan bíða úrlausnar sinna mála hér á landi
Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála eru með mál 12 umsækjenda um vernd frá Afganistan til meðferðar. Einn er á lista stoðdeildar og bíður endursendingar til annars Evrópuríkis.
19. ágúst 2021
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
22. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af málflutningi Þórólfs
Hin ýmsu samtök og hagsmunafélög hafa tekið sig saman og skorað á sóttvarnalækni að biðjast afsökunar á ummælum sínum um flóttafólk og hælisleitendur. Þau séu til þess fallin að ala á ótta og fordómum í garð þessa hóps.
7. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
„Getum ekki verið með fólk hérna sem bara ráfar um göturnar tekjulaust“
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Miðflokksins ræddu á þingi kostnað við þjónustu hælisleitenda og þeirra sem sækja um dvalarleyfi hér á landi. Ráðherrann sagði að ef Íslendingar ykju réttindi fólks til að fá stuðning þá myndi það kosta peninga.
28. maí 2021
„Nú þurfum við að ákveða hvoru megin í sögunni við ætlum að vera“
Fjórtán manns hafa nú misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í COVID-19 próf þegar til stóð að vísa þeim úr landi til Grikklands. Nú stendur yfir neyðarsöfnun fyrir þessa flóttamenn sem margir eru frá Palestínu.
25. maí 2021
Anna Lára Steindal og Árni Múli Jónasson
Að einblína á viðkvæma hópa í mestri neyð
21. maí 2021
„Á sjónarmið hans að vega hærra eða stjórnvalda?“
Ákvarðanir um að synja hópi Palestínumanna um alþjóðlega vernd voru teknar „áður en yfirstandandi átök brutust út á Gaza,“ segir sviðsstjóri verndarsviðs Útlendingastofnunar og að stríðið þar hafi „ekki endilega“ áhrif á flutning þeirra úr landi.
20. maí 2021
Fimm ungir Palestínumenn, sem hingað komu og sóttu um alþjóðlega vernd, misstu í fyrradag húsnæði sem þeir voru í á vegum Útlendingastofnunar sem og framfærslu frá stofnuninni. Mohammed Bakri er einn þeirra.
Kæra ákvörðunina að svipta umsækjendur um alþjóðlega vernd þjónustu
„Það er alveg kýrskýrt í okkar huga að þetta er kolólöglegt,“ segir lögmaður Palestínumanns sem nú er kominn á götuna eftir synjun um efnislega meðferð frá kærunefnd Útlendingamála.
20. maí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Áslaug Arna: Eigum að einblína á þá sem eru í mestu neyðinni
Dómsmálaráðherra segir að Ísland sé framarlega meðal þjóða þegar kemur að því að láta hælisleitendakerfið virka vel. „Ef við ætlum að gera betur fyrir þennan viðkvæma hóp sem þar er þá eigum við líka að einblína á þá sem eru í mestu neyðinni.“
20. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna.
Ríkisstjórnin fari eins og köttur í kringum heitan grautinn
Þingmaður Pírata gagnrýnir yfirlýsingu Íslands varðandi árásir Ísraelshers á Palestínu og segir að Ísraelsher sé sýndur mikill skilningur – og hann í raun einungis beðinn að hemja sig aðeins.
20. maí 2021
„Stríðið sem nú geisar kemur alltaf aftur – það er ekki hægt að lífa eðlilegu lífi á Gaza“
Margir hælisleitendur sem hingað koma í leit að skjóli þurfa frá að hverfa þegar þeir hafa þegar fengið hæli í Grikklandi. Þriggja barna faðir í leit að mannsæmandi lífi er einn þeirra en hann kemur frá Gaza þar sem stríðsátök geisa nú um dagana.
19. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
17. maí 2021
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Útlendingastofnun vinnur að því að staðfesta uppruna flóttamanna sem áttu að koma í fyrra
Af þeim 100 kvótaflóttamönnum sem íslensk stjórnvöld höfðu greint frá opinberlega að til stæði að taka á móti á Íslandi árið 2020 er enginn kominn. Unnið er að því að staðfesta uppruna 15 einstaklinga sem Ísland á að taka við.
17. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Ekkert hefur meira heyrst um málið, nú 5 mánuðum síðar“
Þingmaður Samfylkingarinnar spyr félagsmálaráðherra hvenær von sé á flóttafjölskyldum frá Lesbos sem boðað var að myndu koma í september síðastliðnum.
19. febrúar 2021
Flóttafólk mótmælti á Austurvelli og bað um áheyrn dómsmálaráðherra.
Ísland tók ekki á móti neinum kvótaflóttamanni í fyrra
Til stóð að um 100 flóttamenn kæmu hingað til lands á vegum íslenskra stjórnvalda á síðasta ári. Samkvæmt félagsmálaráðuneytinu var ekki unnt að taka á móti flóttafólkinu vegna COVID-19 faraldurs.
18. febrúar 2021
Úr 1. maí göngu árið 2019.
Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkaði um fjórðung á síðasta ári
Samtals fékk 631 einstaklingur alþjóðlega vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi árið 2020 til samanburðar við 531 einstakling 2019.
25. janúar 2021
Smit meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd
Kórónuveirusmit hafa greinst meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelja í þjónustu Hafnarfjarðarbæjar í húsnæði með íbúðum fyrir fjölskyldur. Hælisleitendur gagnrýndu Útlendingastofnun í vikunni fyrir aðstöðu á Grensásvegi.
11. desember 2020
Þingmaður Pírata spurði dómsmálaráðherra út í pólitíska stefnumörkun ríkisstjórnarinnar varðandi endursendingar flóttafólks til Grikklands.
Vonaðist eftir skýrara svari um endursendingar flóttafólks til Grikklands
Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir öfugsnúið að Ísland sendi fólk sem hefur stöðu flóttafólks í Grikklandi aftur þangað, á sama tíma og boðað hefur verið að taka eigi við sýrlenskum flóttamönnum frá Grikklandi.
20. nóvember 2020
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist ekki hafa veitt upplýsingar um fjölda hælisleitenda
Upplýsingar um komu hælisleitenda á Keflavíkurflugvöll, sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur birt á samfélagsmiðlum, komu ekki frá lögreglunni á Suðurnesjum, samkvæmt embættinu.
27. október 2020
Fékk ekki upplýsingar um komu hælisleitenda hjá Útlendingastofnun
Samkvæmt Útlendingastofnun, umsjónarmanni sóttvarnarhúss og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fékk Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ekki upplýsingar um komu hælisleitenda til landsins hjá þeim.
19. október 2020
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni tekur undir áhyggjur Ásmundar Friðrikssonar af kostnaði við hælisleitendur
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra tekur undir áhyggjur Ásmundar Friðrikssonar um að kostnaður vegna umsókna um alþjóðlega vernd sé mikill. Hann segir að reyna ætti að flýta afgreiðslu umsókna sem augljóslega verði ekki samþykktar.
17. október 2020
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Tekur upp þráðinn í málum hælisleitenda – eftir að hafa viljað halda friðinn
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur undanfarnar vikur birt tölur yfir einstaklinga sem lent hafa á Keflavíkurflugvelli og sótt um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki greina frá því hvaðan hann fær tölurnar.
12. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Neitar að hafa talað um „brottvísunarbúðir“
Dómsmálaráðherra segir að það verði að vera hægt að ræða flóttamannamál af yfirvegun. Hún segist ekki hafa haft orð á því að það verklag sem í umræðunni í gær var kallað „brottvísunarbúðir“ væri í vinnslu hérlendis.
6. október 2020
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG.
„Fráleit hugmynd og kemur ekki til greina“
Þingmaður Vinstri grænna hvetur aðra þingmenn til þess að berjast fyrir því að fólk sem hingað sækir fái sanngjarna, réttláta og mannúðlega málsmeðferð. Hún segir hugmynd dómsmálaráðherra um að vista flóttafólk á afmörk­uðu svæði fráleita.
6. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Arfaslæm hugmynd“ að vista flóttafólk á afmörkuðu brottvísunarsvæði
Ekki eru allir parsáttir við vangaveltur dómsmálaráðherra um að koma fólki fyrir á afmörkuðu svæði eftir að ákveðið hefur verið að vísa því úr landi.
5. október 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
24. september 2020
Sema Erla Serdar
Opið bréf til ríkisstjórnar Íslands
23. september 2020
Sabine
„Umræðan fer alltaf í sama farið“
Sabine Leskopf segir það vera skyldu okkar að taka á móti flóttafólki – og þá þurfi pólitískan vilja, samstarf og róttæka kerfisbreytingu.
19. september 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Blöskrar framsetning forsætisráðherra í málum hælisleitenda
Þingmaður Pírata gefur ekki mikið fyrir þær upplýsingar sem koma fram í stöðuuppfærslu forsætisráðherra varðandi mál hælisleitenda á Íslandi.
18. september 2020
Skjáskot af heimasíðu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
Níu skráð sig úr VG en sex nýir bæst við
None
17. september 2020
Eydís Blöndal var varaþingmaður VG.
Varaþingmaður VG hefur sagt sig úr flokknum
Eydís Blöndal: Það síðasta sem ég vildi gera er að láta mál fjölskyldunnar snúast á einhvern hátt um mig, en ég vildi heldur ekki að nokkur manneskja velktist í vafa um það hvar ég stæði í málefnum útlendinga og sér í lagi flóttamanna og hælisleitenda.
17. september 2020
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Rósa Björk segir sig úr Vinstri grænum
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur tilkynnt forsætisráðherra um úrsögn sína úr þingflokki Vinstri grænna. Ástæðan eru nýlegir atburðir er varða brottvísun á barnafjölskyldu frá Egyptalandi.
17. september 2020
Pólitísk stefna VG
Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það pólitíska afstöðu, vilja og stefnu að leita ekki lausna með farsæld flóttamannabarna í huga.
16. september 2020
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Evrópusambandið ætlar að skipta Dyflinnarreglugerðinni út fyrir nýtt regluverk
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti í dag að ESB ætlaði sér að afnema Dyflinnarreglugerðina og koma upp nýju regluverki í kringum umsóknir um alþjóðlega vernd.
16. september 2020
Lögreglan finnur ekki egypsku fjölskylduna sem vísa átti á brott í morgun
Ekki er vitað um dvalarstað sex manna egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi í morgun.
16. september 2020
Börnum ekki bjóðandi að flakka á milli landa
Velferðarríki eins og Íslandi ber að tryggja vernd og réttindi barna á flótta og veita þeim tækifæri til að alast upp í öruggu umhverfi, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Félagsráðgjafafélagi Íslands.
15. september 2020
Ólafur Páll Jónsson
Kófið, kærleikurinn og blik í auga barns
13. september 2020
„Hvað myndir þú gera, ef þú værir dómsmálaráðherra?“
Útlendingamál eru nú í brennidepli, vegna máls egypskrar fjölskyldu með fjögur börn sem á að vísa á brott á miðvikudag. Kjarninn bað stjórnarandstöðuþingmenn um að setja sig í spor dómsmálaráðherra. Hvað myndu þau gera?
12. september 2020
„Við gerum ekki reglugerðarbreytingar til að bjarga einstaka fjölskyldum sem fara í fjölmiðla“
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að stjórnvöld stöðvi brottvísun fjögurra barna og fjölskyldu þeirra. Ummæli dómsmálaráðherra vegna málsins hafa verið harðlega gagnrýnd.
11. september 2020
„Þetta frumvarp eykur líkur á því að ríkið fremji mannréttindabrot“
Undanfarið hefur verið í skoðun á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga og atvinnuréttindi þeirra. Við leituðum svara um álitamál í frumvarpinu hjá Claudie Ashonie Wilson, lögmanni og meðeiganda á lögmannsstofunni Rétti.
25. júní 2020
Samstöðumótmæli voru haldin á Austurvelli vegna morðsins á George Floyd þann 3. júní síðastliðinn þar sem þúsundir mættu til að sýna samstöðu.
Að líta í sinn eigin hvíta barm
Bára Huld Beck fjallar um rasisma á Íslandi og tengir hann við atburðina vestan hafs – og þá byltingu sem á sér stað vegna þeirra.
9. júní 2020
Guðmundur Andri Thorsson
Skilvirkni
12. maí 2020
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Óskandi að VG liðar hefðu kjarkinn til að standa með efasemdum sínum
Þingmaður Viðreisnar spurði dómsmálaráðherra hvort samstaða væri hjá ríkisstjórnarflokkunum þremur varðandi breytingar á útlendingalögum.
7. maí 2020
Andrés Ingi Jónsson
Segir ríkisstjórnina leggja fram frumvarp nú þegar lítið beri á – eins og til að lauma því framhjá þjóðinni
Þingmaður utan flokka segir frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum stórhættulegt og margtuggið.
5. maí 2020
Hægt að læra margt af hælisleitendum og flóttafólki í COVID-19 faraldri
Innflytjendur og hælisleitendur eiga það til að gleymast þegar áföll ríða yfir samfélög og þrátt fyrir að aðstæður einstaklinga innan þessara hópa séu oft og tíðum ólíkar þá eiga þeir jafnan mikið sameiginlegt.
19. apríl 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
28. mars 2020
Leggja til að allar brottvísanir til Grikklands verði stöðvaðar
Nítján þingmenn vilja að brottvísanir fólks til Grikklands verði stöðvaðar án tafar. Í þingsályktunartillögu þingmannanna segir að hætta sé á að flóttafólk í Grikklandi verði fyrir meðferð sem teljist ómannúðleg í lagalegum skilningi.
12. mars 2020
Háskóli Íslands hættir að tanngreina
Háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt að endurnýja ekki verksamning sem hefur verið í gildi á milli Háskóla Íslands og Útlendingastofnunnar.
11. mars 2020
Ali, Kayan, Saja og Jadin
Brottvísun frestað á ný
Búið er að fresta brottvísun ungu flóttabarnanna Ali, Kayan, Saja og Jadin og foreldra þeirra frá Írak til Grikklands um óákveðinn tíma.
10. mars 2020
Ali, Kayan, Saja og Jadin
Beiðni um endurupptöku hafnað
Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni um endurupptöku á máli systkinanna Ali, Kayan, Saja og Jadin og foreldra þeirra frá Írak.
10. mars 2020
Ali, Kayan, Saja og Jadin
Brottvísun systkinanna frestað fram í næstu viku
Vísa átti systkinunum Ali, Kayan, Saja og Jadin og foreldrum þeirra úr landi í dag en þeirri brottvísun hefur verið frestað. „Þá munu þau verða flutt í beinu einkaflugi til Grikklands í boði íslenskra yfirvalda,“ segir Sema Erla Serdar.
5. mars 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
20. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð
Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.
18. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Barn eigi ekki að þurfa að hrynja niður í dýpsta myrkur til þess að á það sé hlustað
Maní verður ekki vísað úr landi í dag en brottvísun fjölskyldu hans hefur verið frestað vegna bágs heilsuástands drengsins.
17. febrúar 2020
Muhammed Zohair Faisal
Rúmlega 17.000 skora á stjórnvöld að hætta við brottvísun
„Í Pakistan bíður þeirra ekkert nema óvissa en þangað hefur drengurinn aldrei komið og foreldrarnir ekki í tíu ár. Þau hafa ástæðu til að óttast hvað tekur við þeim í Pakistan og staða barnsins verður miklu verri en hér á landi.“
2. febrúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
23. janúar 2020
Mótmæli hælisleitenda þann 13. mars á síðasta ári.
Umsóknir um alþjóðlega vernd hlutfallslega flestar á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin
Alls bárust 867 umsóknir um alþjóðlega vernd til Útlendingastofnunar á síðasta ári. Umsækjendur voru af 71 þjóðerni.
22. janúar 2020
Aðlögunarhæfni Íslands
None
17. desember 2019
62 börnum synjað um efnislega meðferð
Samkvæmt dómsmálaráðherra var 62 börnum synjað um efnislega meðferð hér á landi og var 255 börnum synjað um vernd, viðbótarvernd og mannúðarleyfi í kjölfar efnislegrar meðferðar á sex ára tímabili.
3. september 2019
Mótmæli hælisleitenda þann 13. febrúar 2019
118 umsækjendum um alþjóðlega vernd, viðbótarvernd og mannúðarleyfi synjað
Af þeim 229 umsóknum sem Útlendingastofnun tók til efnislegrar meðferðar á fyrstu sex mánuðum ársins var í 118 tilvikum umsækjendum synjað um alþjóðlega vernd, viðbótarvernd og mannúðarleyfi.
28. júlí 2019
Reykjanesbær
Alls ekki kvöð að sinna málaflokki hælisleitenda
Reykjanesbær er eitt þriggja sveitarfélaga sem er með þjónustusaming við umsækjendur um alþjóðlega vernd og segir formaður velferðarráðs bæjarins að allir þurfi að huga betur að sálgæslu og þátttöku þessara einstaklinga í samfélaginu.
2. júlí 2019
Flóttafólk mótmælir í febrúar síðastliðnum.
Æskilegast að umönnun umsækjenda um vernd sé í höndum sveitarfélaganna
Sérfræðingur á kynningarsviði Rauða krossins segir að eðlilegt sé að aðstoð við umsækjendur um alþjóðlega vernd sé með sama hætti og við aðra hópa í þjóðfélaginu.
30. júní 2019
Stuðningur samfélagsins lykillinn að vellíðan flóttafólks
Málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa verið í brennidepli undanfarið og hefur Útlendingastofnun leitað á náðir sveitarfélaganna og biðlað til þeirra að gerður verði þjónustusamningur við þessa einstaklinga.
28. júní 2019
Hundaflaut
None
6. júní 2019
317 börn yfirgefið Ísland eftir synjun stjórnvalda á sex árum
Á tímabilinu 13. mars 2013 til 10. apríl 2019 yfirgáfu 317 börn, sem sótt höfðu um alþjóðlega vernd, landið í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda þess efnis að synja þeim um efnismeðferð eða synja þeim um vernd í kjölfar efnislegrar meðferðar.
31. maí 2019
Borgin stofnar sérstaka deild fyrir börn hælisleitenda
Sérstök stoðdeild ætluð börnum hælisleitenda verður starfrækt við Háaleitisskóla. Formaður skóla- og frístundaráðs segir tilkomu hennar framför.
15. apríl 2019
Hælisleitendur mótmæla fyrir framan Alþingishúsið
Þrír handteknir við Alþingishúsið
Þrír voru handteknir við Alþingishúsið í dag eftir að lögreglan var kölluð þangað vegna mótmæla hælisleitenda. Samtökin Refugees in Iceland segja að um friðsöm mótmæli hafi verið að ræða og að þau hafi ekki ætlað að hindra aðgengi að Alþingi.
19. mars 2019
Flóttafólk mótmælir á Austurvelli. Búið er að taka tjaldið niður.
Sér ekki hvernig sérstök smithætta eigi að vera af því að fólk setji upp tjald
Sóttvarnalæknir hefur meiri áhyggjur af hreinlætisaðstöðu víðs vegar um landið fyrir ferðamenn en að flóttafólk hafi safnast saman á Austurvelli.
19. mars 2019
Ömurlegar aðstæður í grískum flóttamannabúðum
Flóttamannastefna Evrópusambandsins hefur fært byrði hælisleitenda yfir til Grikklands frá öðrum sambandslöndum. Grískar flóttamannabúðir hafa stækkað ört á síðustu árum, en starfsmenn þeirra segja að neyðarástand blasi þar við í geðheilbrigðismálum.
3. nóvember 2018
Reykjanesbær ófær um að þjónusta fleiri hælisleitendur
Velferðarráð Reykjanesbæjar hafnaði beiðni um að sjá um þjónustu við fleiri hælisleitendur en bærinn aðstoðar nú allt að 70 hælisleitendur. Útlendingastofnun bætir við húsnæði í Reykjanesbæ vegna fjölda hælisumsókna.
16. október 2018
Algengast er að hælisleitendur séu frá Sýrlandi, líkt og árin áður.
44% fall í fjölda hælisumsókna
Nær helmingi færri hælisumsóknir bárust Evrópusambandinu í fyrra miðað við árið áður, en voru þó mun fleiri en árið 2013.
19. júní 2018
Elínborg Harpa Önundardóttir
Opið bréf til þeirra sem neita flóttafólki um vernd
8. júní 2018
Afglöp Rauða krossins draga dilk á eftir sér
Eftir mistök hjá lögfræðingi Rauða krossins gefst Nargizu Salimova ekki tækifæri til að kæra úrskurð Útlendingastofnunar en hún sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi í september síðastliðnum.
8. júní 2018
Stór hluti þeirra flóttamanna sem fá hæli á Íslandi koma frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum svæðum.
Færri flóttamenn sóttu um hæli í fyrra en árið áður
Fækkun flóttamanna sem sækja um hæli á Íslandi heldur áfram. Færri komu í byrjun árs 2018 en á sama tíma 2017. Um tíu prósent þeirra sem sækja um hæli fá slíkt og flóttamönnum í þjónustu hefur fækkað um þriðjung á einu ári.
3. apríl 2018
Af hverju finn ég hvergi jólatilfinninguna?
Nichole Leigh Mosty skrifar um flóttamenn og hælisleitendur.
20. desember 2017
Hælisleitendur fá jólauppbót
Ríkisstjórnin ákvað í morgun að veita 4,6 milljónum króna í umframgreiðslu til hælisleitenda.
19. desember 2017
Langflestir þeirra sem fá hæli hérlendis koma frá Afganistan, Írak eða Sýrlandi.
Fjöldi þeirra sem sóttu um hæli á Íslandi í ár er nánast sá sami og í fyrra
Útlit er fyrir að fjöldi hælisleitenda hérlendis á þessu ári verði nánast sá sami og hann var í fyrra. Búist hafði verið við mun fleirum. Alls hafa fimm fleiri fengið hæli á árinu 2017 en fengu árið 2016.
19. desember 2017
Haniye ásamt föður sínum. Til stóð að vísa þeim úr landi á fimmtudag en því hefur verið frestað.
Meirihluti fyrir frumvarpi um að veita stúlkunum ríkisborgararétt
Búið er að senda inn frumvarp til framlagningar á Alþingi sem felur í sér að Haniye og Mary fái ríkisborgararrétt. Þrír þingflokkar standa að frumvarpinu en aðrir þrír myndu að minnsta kosti að mestu styðja það ef kosið verður um frumvarpið.
12. september 2017
Annarri stúlkunni vísað úr landi á fimmtudag
Haniye Maleki og föður hennar verður vísað úr landi á fimmtudag. Í undirbúningi er frumvarp sem fer fram á að þeim verði veittur ríkisborgararréttur. Ekki mun takast að afgreiða það frumvarp áður en þeim verður vísað úr landi.
11. september 2017
Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Þjónusta við hælisleitendur boðin út á EES – Kostnaður metinn á 830 milljónir
Innanríkisráðuneytið hefur birt forauglýsingu þar sem leitað er eftir tilboðum í aðstoð og þjónustu við hælisleitendur. Samkvæmt auglýsingunni er virði samningsins metið á 830 milljónir króna án virðisaukaskatts.
15. ágúst 2017
Katrín Oddsdóttir
Í dag sviptu íslensk yfirvöld þrjú börn lögbundnum mannréttindum
21. júní 2017
Flestir hælisleitendur sendir til Þýskalands og Ítalíu
10. ágúst 2016
Mikill fjöldi flóttafólks hefst við í fjölmennum flóttamannabúðum í nágrenni heimalands þeirra. Þessi unga stúlka býr í flóttamannabúðum í Tyrklandi eftir að hafa flúið Íslamska ríkið í Sýrlandi.
Helmingur flóttafólks leitar til fátækari landa
Fátækari lönd í nágrenni stríðshrjáðra svæða hýsa helming alls flóttafólks í heiminum. Sex ríkustu lönd í heimi hafa aðeins tekið á móti 8,88 prósent. 53 hælisumsóknir hafa verið samþykktar á Íslandi í ár.
18. júlí 2016
Aldrei áður fleiri flóttamenn
Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2015 um málefni flóttamanna í heiminum hefur litið dagsins ljós. Þar kemur meðal annars fram að fjöldi þeirra sem þurfi að flýja heimkyni sín á mínútu sé 24 og að helmingur þeirra sé börn undir 18 ára.
20. júní 2016
367% fjölgun umsókna um vernd milli ára
17. júní 2016
Ríkisstjórnin setur 250 milljónir í aðstoð við flóttafólk
7. mars 2016