Æskilegast að umönnun umsækjenda um vernd sé í höndum sveitarfélaganna

Sérfræðingur á kynningarsviði Rauða krossins segir að eðlilegt sé að aðstoð við umsækjendur um alþjóðlega vernd sé með sama hætti og við aðra hópa í þjóðfélaginu.

Flóttafólk mótmælir í febrúar síðastliðnum.
Flóttafólk mótmælir í febrúar síðastliðnum.
Auglýsing

Rauði krossinn hefur lengi bent á það að æskilegast sé að umönnun umsækjenda um alþjóðlega vernd sé í höndum sveitarfélaga enda sé félagsleg þjónusta byggð upp á nærþjónustu í landinu öllu og því eðlilegt að aðstoð við þennan hóp sé með sama hætti og við aðra hópa í þjóðfélaginu.

Í svörum stofnunarinnar við fyrirspurn Kjarnans kemur fram að þær félagsþjónustur sem hafa sinnt þjónustunni hingað til hafi gert það með mikilli prýði og ekki sé nein ástæða til að ætla annað en að ef fleiri sveitarfélög bætist í hópinn verði sami metnaður þar að leiðarljósi. Nú eru einungis þrjú sveitarfélög með slíka þjónustusamninga: Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbær og Reykjanesbær. 

Rauði krossinn telur því mjög jákvætt að fleiri umsækjendur um alþjóðlega vernd dveljist í umsjón sveitarfélaga á meðan á málsmeðferð stendur. Út­lend­inga­stofnun sendi bréf um miðjan mars síð­ast­lið­inn til allra sveit­ar­fé­laga á land­inu til að kanna áhuga þeirra á að gera samn­ing við stofn­un­ina um þjón­ustu við umsækj­endur um alþjóð­lega vernd, sam­bæri­lega við þá sem stofn­unin hefur nú þegar gert við fyrrnefnd sveitarfélög. Ekk­ert þeirra sveit­ar­fé­laga sem svarað hefur erind­inu taldi sig að svo stöddu í stakk búið til að bæt­ast í hóp sveit­ar­fé­laga sem veita umsækj­endum um vernd þjón­ustu en mörg þeirra hafi þó lýst yfir jákvæðri afstöðu til verk­efn­is­ins, samkvæmt Útlendingastofnun. 

Auglýsing

Ísabella Ósk Másdóttir, sérfræðingur á kynningarsviði Rauða krossins, segir að mikilvægast sé að þjónustan sé sambærileg óháð því hver veitir hana og því skipti í raun ekki máli í hvaða sveitarfélagi fólk býr. Mismunur í þjónustustigi sé alltaf áskorun líkt og er núna þar sem þjónusta sveitarfélaganna er á mun breiðari grunni en þjónustan sem Útlendingastofnun veitir.

Ef aðgengi er skert getur fólki liðið verr

Ísabella Ósk Másdóttir Mynd: Aðsend„Það hafa verið gerðar kannanir hjá Rauða krossinum sem gefa vísbendingar um að staðsetning geti haft áhrif á líðan fólks á meðan á málsmeðferð stendur. Það sem er lykilatriði þar, er aðgengið að þjónustu, þ.e. ef aðgengið er skert þá upplifir fólk staðsetningu mögulega sem einangrun og það hefur neikvæð áhrif á líðan og öryggistilfinningu,“ segir Ísabella. En ef þjónustan er góð þá líði fólki eins vel og hægt er miðað við aðstæður. Þau hjá Rauða krossinum sjái til að mynda að fólk sem býr hjá félags- og fjölskylduþjónustu Reykjanesbæjar kvarti ekki undan staðsetningu þar sem öll sú þjónusta sem þau þurfa sé í nærumhverfinu.

„Það er nefnilega lykillinn að vellíðan að fólk fái upplýsingar, finni fyrir öryggi og fái nauðsynlega þjónustu eins og félagslegan stuðning og heilbrigðisþjónustu,“ segir hún en bætir því við að ekki sé þó hlaupið að því að færa umsækjendur um alþjóðlega vernd of langt frá þeim stöðum þar sem málsmeðferðin fer fram á meðan á málsmeðferð stjórnvalda stendur því það skapi þessa raunverulegu fjarlægð sem sé ekki af hinu góða. Öðru máli gegni þegar fólk er komið með vernd og er að taka sín fyrstu skref út í samfélagið. Þá skipti staðsetningin ekki lengur höfuðmáli heldur nærsamfélagið og möguleikar sem fólk hefur til að taka þátt.

Hægt er að lesa ítarlega fréttaskýringu um málið hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent