Mannlíf/Ivan Burkni

Stuðningur samfélagsins lykillinn að vellíðan flóttafólks

Málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa verið í brennidepli undanfarið og hefur Útlendingastofnun leitað á náðir sveitarfélaganna og biðlað til þeirra að gerður verði þjónustusamningur við þessa einstaklinga. Einungis þrjú sveitarfélög á landinu hafa gert slíka samninga en samkvæmt sérfræðingi hjá Rauða krossinum er eðlilegt að aðstoð við þennan hóp sé með sama hætti og við aðra hópa í þjóðfélaginu.

Útlend­inga­stofnun sendi bréf um miðjan mars síð­ast­lið­inn til allra sveit­ar­fé­laga á land­inu til að kanna áhuga þeirra á að gera samn­ing við stofn­un­ina um þjón­ustu við umsækj­endur um alþjóð­lega vernd, sam­bæri­lega við þá sem stofn­unin hefur nú þegar gert við Reykja­vík­ur­borg, Reykja­nesbæ og Hafn­ar­fjarð­ar­bæ.

Í svari Útlend­inga­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að ekk­ert þeirra sveit­ar­fé­laga sem svarað hefur erind­inu taldi sig að svo stöddu í stakk búið til að bæt­ast í hóp sveit­ar­fé­laga sem veita umsækj­endum um vernd þjón­ustu en mörg þeirra hafi þó lýst yfir jákvæðri afstöðu til verk­efn­is­ins.

Auk Reykja­nes­bæjar hefur Reykja­vík­ur­borg boð­ist til að kynna reynslu sína af verk­efn­inu fyrir öðrum sveit­ar­fé­lög­um. Útlend­inga­stofnun hyggst ræða það við dóms­mála­ráðu­neytið hvernig best megi standa að slíkri kynn­ingu fyrir önnur sveit­ar­fé­lög en ekki er komin tíma­setn­ing á hana. 

Á meðan þjón­ustu­samn­ingar Útlend­inga­stofn­unar við sveit­ar­fé­lög ná ekki utan um þann fjölda umsækj­enda um vernd sem staddur er hér á landi og á til­kall til þjón­ustu mun stofn­unin sjálf veita þeim þjón­ustu sem umfram eru. Um þessar mundir þiggja um 590 umsækj­endur um vernd þjón­ustu hér á landi, þar af eru sam­an­lagt um 330 hjá sveit­ar­fé­lög­unum þremur og um 260 hjá Útlend­inga­stofn­un.

Útlend­inga­stofnun er nú með tvö búsetu­úr­ræði fyrir umsækj­endur um vernd í Bæj­ar­hrauni í Hafn­ar­firði, eitt á Grens­ás­vegi í Reykja­vík og tvö á Ásbrú í Reykja­nes­bæ.

Samn­ing­arnir ná ekki utan um alla sem þurfa á þjón­ustu að halda

Engin opin­ber stefna er til hjá Útlend­inga­stofnun um dreif­ingu umsækj­enda milli sveit­ar­fé­laga eða um land­ið. Mark­mið stofn­un­ar­innar er að búsetu­úr­ræði séu að jafn­aði rekin á vegum sveit­ar­fé­laga en stofn­unin sinni fyrstu mót­töku í einni komu­gátt. 

Þrátt fyrir að þjón­ustu­samn­ingum við sveit­ar­fé­lög hafi fjölgað á und­an­förnum árum og þeir verið stækk­aðir – þannig að þeir nái til fleiri ein­stak­linga – þá hefur fjöldi umsækj­enda um vernd verið slíkur á sama tíma að þjón­ustu­samn­ing­arnir hafa ekki náð utan um alla sem hafa þurft á þjón­ustu að halda. Útlend­inga­stofnun hefur því þurft að veita tölu­verðum fjölda umsækj­enda þjón­ustu á und­an­förnum árum og bætt við og lokað búsetu­úr­ræðum eftir þörf­um.

800 umsóknir um vernd árið 2018

Útlend­inga­stofnun afgreiddi 790 umsóknir um alþjóð­lega vernd árið 2018, sam­an­borið við 976 afgreidd mál árið 2017. 406 umsóknir voru teknar til efn­is­legrar með­ferðar en þar af voru 111 mál afgreidd með ákvörðun í for­gangs­með­ferð. 152 mál voru afgreidd með ákvörðun um end­ur­send­ingu á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar, 70 mál voru afgreidd með synjun á grund­velli þess að við­kom­andi höfðu þegar fengið alþjóð­lega vernd í öðru ríki og 162 umsækj­endur drógu umsóknir sínar til baka eða hurfu frá þeim.

Auk þeirra 160 ein­stak­linga sem hlutu alþjóð­lega vernd, við­bót­ar­vernd eða dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­á­stæðum með ákvörðun Útlend­inga­stofn­unar fengu 35 alþjóð­lega vernd eða mann­úð­ar­leyfi hjá kæru­nefnd útlend­inga­mála, 41 ein­stak­lingur fékk alþjóð­lega vernd og dval­ar­leyfi hér á landi sem aðstand­andi flótta­manns og 53 ein­stak­lingar komu hingað til lands og fengu alþjóð­lega vernd í boði íslenskra stjórn­valda (kvótaflótta­menn). Sam­tals fengu því 289 ein­stak­lingar alþjóð­lega vernd, við­bót­ar­vernd eða dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­á­stæðum hér á landi árið 2018.

Umsækjendur um alþjóðlega vernd árið 2018 voru af 70 þjóðernum. Heildarfjöldi umsókna – sem var 800 – var lægri en árin tvö þar á undan en árið 2017 var hann 1096 og árið 2016 1133. Samkvæmt Útlendingastofnun var samsetning hópsins önnur og dreifing umsókna milli mánaða enn fremur jafnari en verið hefur.

Fjöl­skyldur með börn í for­gangi

Í Bæj­ar­hrauni eru mót­töku­úr­ræði stofn­un­ar­inn­ar, eitt fyrir karla og annað fyrir konur og fjöl­skyldur en þar dvelja allir fyrst eftir kom­una til lands­ins. Sam­kvæmt Útlend­inga­stofnun er það for­gangs­at­riði að fjöl­skyldur með börn fari sem fyrst í þjón­ustu hjá sveit­ar­fé­lög­un­um. 

Þar á eftir sé það við­miðið að þeir umsækj­endur fari í þjón­ustu hjá sveit­ar­fé­lög­unum sem fá efn­is­lega með­ferð umsóknar sinnar hér á landi því það séu þeir umsækj­endur sem lengst þurfa að bíða eftir svari við umsókn sinni og þeir sem lík­leg­astir eru til þess að fá jákvæða nið­ur­stöð­u. 

Umsækj­endur frá öruggum upp­runa­ríkjum sem fá mál sín afgreidd í for­gangs­með­ferð og umsækj­endur sem eru með mál sem afgreidd eru á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar dvelji alla jafna í búsetu­úr­ræðum Útlend­inga­stofn­un­ar.

Skýr stefna að upp­fylla þjón­ustu­samn­ing­inn

Í fund­ar­gerð vel­ferð­ar­ráðs Reykja­nes­bæjar frá 12. júní síð­ast­liðnum kemur fram að bréfið frá Útlend­inga­stofnun hafi verið lagt fram þar sem óskað hafi verið eftir því við sveit­ar­fé­lög að auka við þjón­ustu við umsækj­endur um alþjóð­lega vernd en engin jákvæð svör hafi borist. Einnig hafi verið leitað að hent­ugu hús­næði á suð­vest­ur­horn­inu. Stofn­unin sé í við­ræðum um hús­næði á Ásbrú sem væri þá við­bót við það sem fyrir er á svæð­inu. Það þýði að 170 manns gætu verið í þjón­ustu Útlend­inga­stofn­unar á Ásbrú með mögu­leika á fjölgun í allt að 250 manns.

Þá segir í fund­ar­gerð vel­ferð­ar­ráðs­ins að það hafi ekki legið á skoð­unum sínum varð­andi mál­efni ein­stak­linga sem koma til lands­ins í leit að alþjóð­legri vernd. Skýr stefna sveit­ar­fé­lags­ins sé sú að upp­fylla þjón­ustu­samn­ing sem gerður hefur verið við Útlend­inga­stofnun um að sinna þjón­ustu við fjöl­skyldur eða ein­stak­linga í við­kvæmri stöðu, allt að 70 manns, og gera það vel. 

Útlend­inga­stofnun skortir hús­næði

„Í þeirri þjón­ustu hefur tek­ist nokkuð vel að aðlaga ein­stak­linga að sam­fé­lag­inu og veita stuðn­ing í nærum­hverfi á meðan ein­stak­ling­arnir bíða eftir úrlausn sinna mála. Á sama tíma hefur Útlend­inga­stofnun skort hús­næði til að taka á móti fleiri ein­stak­lingum og því þurft að leigja hús­næði meðal ann­ars í Reykja­nesbæ þar sem Útlend­inga­stofnun sér um dag­legan rekstur þar sem dvalið geta allt að 100 manns í einu. Þeir ein­stak­lingar tengj­ast þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins ekki á nokkurn hátt,“ segir í fund­ar­gerð­inn­i. 

Vel­ferð­ar­ráði hugn­ast ekki sú hug­mynd Útlend­inga­stofn­unar að stækka þjón­ustu­hóp þeirra í sveit­ar­fé­lag­inu enn frekar og hefur áður leitað til stofn­un­ar­innar og mælt með aðkomu fleiri sveit­ar­fé­laga. Mik­il­vægt sé að kynna vel fyrir öðrum sveit­ar­fé­lögum hver sam­fé­lags­legi ávinn­ing­ur­inn er af því að sinna þess­ari þjón­ustu. Full­trúar Reykja­nes­bæjar séu til­búnir að taka þátt í þeirri vinnu.

„Þessir ein­stak­lingar hafa gefið okkur mik­ið“

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Mynd: AðsendHall­dóra Fríða Þor­valds­dótt­ir, for­maður vel­ferð­ar­ráðs Reykja­nes­bæj­ar, segir í sam­tali við Kjarn­ann að þau hafi átt von á þess­ari til­kynn­ingu eftir að hafa verið í miklum sam­skiptum við Útlend­inga­stofn­un. Hún segir að mik­il­vægt sé að fleiri sveit­ar­fé­lög komi að borð­inu og geri þjón­ustu­samn­inga við stofn­un­ina. „Það er fyrst og fremst til að tryggja að hægt sé að mæta ein­stak­ling­unum í nærum­hverfi þeirra og það gerum við með því að hafa dreif­ing­una betri. Þetta eru ólíkir ein­stak­lingar með ólíkar þarf­ir.“

Hún telur að sveit­ar­fé­lögin verði að sjá ávinn­ing þess að gera slíka samn­inga en að hennar sögn er hann mik­ill bæði fyrir umsækj­end­urna sjálfa og sam­fé­lag­ið. „Þessir ein­stak­lingar hafa nefni­lega gefið okkur mik­ið.“

Hall­dóra veltir því fyrir sér hvort heppi­legt sé að tugir, jafn­vel hund­ruð, manna séu í einu eða tveimur hús­um, eins og raunin er í Reykja­nesbæ á vegum Útlend­inga­stofn­un­ar. „Með því að þjón­usta minni hópa þá eru meiri líkur á að þörfum ein­stak­ling­anna sé mætt.“ Hún bendir á að umsækj­endur um alþjóð­lega vernd sem búa í þessum tveimur húsum séu ekki hluti af þjón­ustu­sam­ingi við Reykja­nesbæ og því geti þeir ekki leitað þjón­ustu til sveit­ar­fé­lags­ins. 

Það er fyrst og fremst til að tryggja að hægt sé að mæta einstaklingunum í nærumhverfi þeirra og það gerum við með því að hafa dreifinguna betri. Þetta eru ólíkir einstaklingar með ólíkar þarfir.
Bára Huld Beck

Kröfur flóttafólks á Íslandi

Flótta­fólk á Íslandi boðaði til sinna fyrstu mótmæla þann 13. febrúar síðastliðinn við Hall­gríms­kirkju en þaðan var gengið á Aust­ur­völl en síðan þá hefur það staðið fyrir hinum ýmsu gjörningum til að vekja athygli á málstað sínum. Helstu kröfur þeirra voru meðal annars að ekki yrði fleirum vísað úr landi og að flótta­fólk fengi sann­gjarna máls­með­ferð, auk þess að Dyfl­inn­ar­reglu­gerðin og hinar ein­angr­uðu flótta­manna­búðir á Ásbrú – eins og þau orðuðu það – yrðu lagðar nið­ur.

Mik­ill sam­fé­lags­legur ávinn­ingur

„Við fengum full­trúa dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins til fundar við okkur og buðum fram krafta okkar til að móta skýr­ari stefnu. Okkur hefur gengið vel hér; við erum með margar fjöl­skyldur þar sem börnin ganga í skóla og leik­skóla og við reynum að sinna þess­ari þjón­ustu eins vel og við get­u­m,“ segir Hall­dóra og bætir því við að þau sjái mik­inn sam­fé­lags­legan ávinn­ing að hafa hæl­is­leit­endur í bæn­um. „Við lærum líka af þeim og það mynd­ast vin­átta og sam­kennd. Við græðum öll á þessu,“ segir hún. 

Sam­kvæmt Hall­dóru hefur dóms­mála­ráðu­neytið tekið vel í til­lögur þeirra og von­ast hún til að það muni leita til þeirra í náinni fram­tíð. „Við þurfum öll að huga betur að sál­gæslu og þátt­töku ein­stak­linga í sam­fé­lag­inu. Það er alls ekki kvöð að sinna þessum mála­flokki eða upp­fylla þjón­ustu­samn­ing­inn,“ segir hún. 

Vel hefur tek­ist hjá Hafn­ar­fjarð­arbæ

Hafn­ar­fjarð­ar­bær er, eins og áður seg­ir, eitt þriggja sveit­ar­fé­laga á land­inu sem er með þjón­ustu­samn­ing við Útlend­inga­stofn­un. Í svari Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að sveit­ar­fé­lagið hafi brugð­ist vel við erindum Útlend­inga­stofn­un­ar. „Sveit­ar­fé­lagið hefur unnið vel að þessum málum og sinnt þeim af ábyrgð og metn­að­i,“ segir í svar­in­u. 

Þá hafi Hafn­ar­fjarð­ar­bær enn fremur lagt áherslu á að fá fleiri sveit­ar­fé­lög til að koma að þess­ari þjón­ustu og láta reyna á það áður en fleiri hæl­is­leit­endur yrðu settir í úrræði í Hafn­ar­fjarð­ar­bæ. Bær­inn er með samn­ing sem hljóðar upp á þjón­ustu við allt að 60 hæl­is­leit­endur og sam­kvæmt sam­skipta­stjóra sveit­ar­fé­lags­ins hefur gengið vel að upp­fylla þann samn­ing. 

Reykja­vík fjölgar þeim sem borgin þjón­ustar

Borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar, Dagur B. Egg­erts­son, svar­aði bréfi Útlend­inga­stofn­unar og var svarið lagt fram í borg­ar­ráði 9. maí síð­ast­lið­inn. Samn­ingur vel­ferð­ar­sviðs við Útlend­inga­stofnun var sam­þykktur í borg­ar­ráði þann 2. maí og er um að ræða fjölgun upp á 20 ein­stak­linga sem Reykja­vík þjón­ustar á milli ára – úr 200 í 220. 

Í bréfi borg­ar­stjóra til Útlend­inga­stofn­unar segir að sam­kvæmt fréttum hafi borið á því að sveit­ar­fé­lög skorist undan að veita umsækj­endum um alþjóð­lega vernd þjón­ustu. Það séu von­brigði og býðst Reykja­vík­ur­borg til að kynna reynslu sína af verk­efn­inu fyrir hik­andi eða nei­kvæðum sveit­ar­fé­lög­um, ef Útlend­inga­stofnun óskar eft­ir. Sem fyrr sé Reykja­vík­ur­borg einnig til­búin til frek­ari við­ræðna við Útlend­inga­stofnun um aukna þjón­ustu fáist ekki nægi­lega mörg sveit­ar­fé­lög til að veita slíka þjón­ustu.

Reykjavíkurborg er tilbúin til frekari viðræðna við Útlendingastofnun um aukna þjónustu fáist ekki nægilega mörg sveitarfélög til að veita slíka þjónustu.
Mannlíf/Ivan Burkni

Úti­loka ekki að skoða málið síðar

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn til hinna sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og bár­ust svör frá Garða­bæ, Kópa­vogi, Mos­fellsbæ og Sel­tjarn­ar­nes­bæ. 

Bæj­ar­ráð Garða­bæjar fjall­aði um bréf Útlend­inga­stofn­unar á fundi sínum þann 19. mars síð­ast­lið­inn og fól bæj­ar­ráð bæj­ar­stjóra að ræða við for­stjóra Útlend­inga­stofn­un­ar. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Garðabæ ræddi bæj­ar­stjór­inn, Gunnar Ein­ars­son, nýverið við Krist­ínu Völ­und­ar­dótt­ur, for­stjóra Útlend­inga­stofn­un­ar, um erind­ið. Í sam­tali þeirra kom fram að Garða­bær er sem stendur á fullu að und­ir­búa komu flótta­fólks til Garða­bæjar í haust en bæj­ar­stjórnin sam­þykkti sam­hljóða á fundi sínum 6. júní síð­ast­lið­inn samn­ing félags­mála­ráðu­neyt­is­ins og Garða­bæjar um mót­töku, aðstoð og þjón­ustu við hóp flótta­fólks 2019 til 2021. 

Í svar­inu kemur enn fremur fram að við­brögð bæj­ar­yf­ir­valda hafi verið á þá veg að Garða­bær vilji fyrst ein­beita sér og gera vel í því verk­efni sem framundan er að taka á móti þessum tíu flótta­mönn­um. „Á meðan á því stendur verður því ekki farið af stað með gerð þjón­ustu­samn­ings við Útlend­inga­stofnun vegna umsækj­enda um alþjóð­lega vernd en ekki úti­lokað að hægt verði að skoða það síð­ar­.“ 

Segja hús­næð­is­vanda hafa áhrif

Í svari Mos­fells­bæjar kemur fram að bæj­ar­ráðið hafi orðið við beiðni félags­mála­ráðu­neyt­is­ins að taka í ár á móti tíu ein­stak­lingum sem hafa stöðu flótta­fólks sam­kvæmt skil­grein­ingu Flótta­manna­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Þá segir í svar­inu að fjölgun íbúa í Mos­fellsbæ und­an­farið ár sé umtals­verð og sam­fara henni sé eðli­lega aukin eft­ir­spurn eftir þjón­ustu sem fjöl­skyldu­svið hafi ekki farið var­hluta af. Mos­fells­bær hafi tekið á móti hópi flótta­fólks fyrir ári og einu erf­ið­leik­arnir við fram­kvæmd þess hafi falist í vanda við að útvega hús­næði fyrir fólk­ið. Hús­næð­is­mark­að­ur­inn sé enn með þeim hætti að ætla megi að vand­kvæðum væri bundið að finna við­eig­andi hús­næði fyrir svo stóran hóp fólks.

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæjar sam­þykkti í því ljósi að gera að svo stöddu ekki þjón­ustu­samn­ing við Útlend­inga­stofnun um að tryggja þjón­ustu við 40 til 50 umsækj­endur um alþjóð­lega vernd. Afgreiðsla bæj­ar­ráðs var stað­fest á fundi bæj­ar­stjórnar í apríl og Útlend­inga­stofnun hefur verið upp­lýst um þá afgreiðslu.

Hafa ekki tök á að aðstoða Útlend­inga­stofnun í þessu verk­efni

Ásgerður Hall­dórs­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Sel­tjarn­ar­nes­bæj­ar, svar­aði bréfi Útlend­inga­stofn­unar í lok mars síð­ast­lið­ins þar sem hún greindi frá því að erindið hefði verið tekið fyrir á bæj­ar­ráðs­fundi sama dag. „Á þeim sama fundi sam­þykkti bæj­ar­ráð að taka á móti flótta­fólki, sem hafa stöðu flótta­fólks sam­kvæmt Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna á næstu mán­uð­u­m,“ sagði í svari bæj­ar­stjór­ans. „Við höfum því miður ekki tök á að aðstoða Útlend­inga­stofnun í þessu verk­efni sam­hliða því.“

Sam­kvæmt almanna­tengli Kópa­vogs­bæjar var bréf Útlend­inga­stofn­unar lagt fram í bæj­ar­ráði og vísað þaðan til úrvinnslu hjá sviðs­stjóra vel­ferð­ar­sviðs. Ekki hafi enn verið sent svar frá Kópa­vogsbæ til Útlend­inga­stofn­un­ar.

Æski­leg­ast að sveit­ar­fé­lögin ann­ist umsækj­endur

Sam­kvæmt svörum frá Rauða kross­inum hefur stofn­unin lengi bent á það að æski­leg­ast sé að umönnun umsækj­enda um alþjóð­lega vernd sé í höndum sveit­ar­fé­laga enda sé félags­leg þjón­usta byggð upp á nær­þjón­ustu í land­inu öllu og því eðli­legt að aðstoð við þennan hóp sé með sama hætti og við aðra hópa í þjóð­fé­lag­inu.

Þær félags­þjón­ustur sem hafa sinnt þjón­ust­unni hingað til hafi gert það með mik­illi prýði og ekki sé nein ástæða til að ætla annað en að ef fleiri sveit­ar­fé­lög bæt­ist í hóp­inn verði sami metn­aður þar að leið­ar­ljósi. Rauði kross­inn telur því mjög jákvætt að fleiri umsækj­endur um alþjóð­lega vernd dvelj­ist í umsjón sveit­ar­fé­laga á meðan á máls­með­ferð stend­ur.

Það er nefnilega lykillinn að vellíðan að fólk fái upplýsingar, finni fyrir öryggi og fái nauðsynlega þjónustu eins og félagslegan stuðning og heilbrigðisþjónustu.

Ísa­bella Ósk Más­dótt­ir, sér­fræð­ingur á kynn­ing­ar­sviði Rauða kross­ins, segir að mik­il­væg­ast sé að þjón­ustan sé sam­bæri­leg óháð því hver veitir hana og því skipti í raun ekki máli í hvaða sveit­ar­fé­lagi fólk býr. Mis­munur í þjón­ustu­stigi sé alltaf áskorun líkt og er núna þar sem þjón­usta sveit­ar­fé­lag­anna er á mun breið­ari grunni en þjón­ustan sem Útlend­inga­stofnun veit­ir. 

Ef aðgengi er skert getur fólki liðið verr

Ísabella Ósk Másdóttir Mynd: Aðsend„Það hafa verið gerðar kann­anir hjá Rauða kross­inum sem gefa vís­bend­ingar um að stað­setn­ing geti haft áhrif á líðan fólks á meðan á máls­með­ferð stend­ur. Það sem er lyk­il­at­riði þar, er aðgengið að þjón­ustu, þ.e. ef aðgengið er skert þá upp­lifir fólk stað­setn­ingu mögu­lega sem ein­angrun og það hefur nei­kvæð áhrif á líðan og örygg­is­til­finn­ing­u,“ segir Ísa­bella. En ef þjón­ustan er góð þá líði fólki eins vel og hægt er miðað við aðstæð­ur. Þau hjá Rauða kross­inum sjái til að mynda að fólk sem býr hjá félags- og fjöl­skyldu­þjón­ustu Reykja­nes­bæjar kvarti ekki undan stað­setn­ingu þar sem öll sú þjón­usta sem þau þurfa sé í nærum­hverf­inu.

„Það er nefni­lega lyk­ill­inn að vellíðan að fólk fái upp­lýs­ing­ar, finni fyrir öryggi og fái nauð­syn­lega þjón­ustu eins og félags­legan stuðn­ing og heil­brigð­is­þjón­ust­u,“ segir hún en bætir því við að ekki sé þó hlaupið að því að færa umsækj­endur um alþjóð­lega vernd of langt frá þeim stöðum þar sem máls­með­ferðin fer fram á meðan á máls­með­ferð stjórn­valda stendur því það skapi þessa raun­veru­legu fjar­lægð sem sé ekki af hinu góða. Öðru máli gegni þegar fólk er komið með vernd og er að taka sín fyrstu skref út í sam­fé­lag­ið. Þá skipti stað­setn­ingin ekki lengur höf­uð­máli heldur nær­sam­fé­lagið og mögu­leikar sem fólk hefur til að taka þátt.

Frétta­skýr­ingin birt­ist einnig í síð­asta tölu­blaði Mann­lífs

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar