„Þetta er álag á kerfið allt saman“

Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að þrátt fyrir að móttaka flóttafólks frá Úkraínu hafi gengið vel þá nái heilbrigðiskerfið ekki að mæta þessu fólki eins og það ætti að gera.

Sigríður Dóra Magnúsdóttir
Sigríður Dóra Magnúsdóttir
Auglýsing

Almennt hefur gengið vel að þjón­usta flótta­fólk frá Úkra­ínu, að því er fram kemur í svari Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (HH) við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Sig­ríður Dóra Magn­ús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga hjá HH, segir í sam­tali við Kjarn­ann að mikið álag sé á heil­brigð­is­kerfið í heild sinni og að þrátt fyrir að vel hafi gengið að taka á móti flótta­fólki hingað til þurfi að sýna fyr­ir­hyggju varð­andi kom­andi miss­eri svo hægt sé að sinna öllum þeim sem hingað leita.

HH hefur ákveðnu hlut­verki að gegna við mót­töku flótta­fólks, þar með talið þess hóps sem hingað hefur komið og mun koma frá Úkra­ínu. HH veitir flótta­fólki lækn­is­skoðun eftir kom­una til lands­ins þar sem ski­mað er fyrir berklum, sára­sótt, lifr­ar­bólgu, HIV og COVID-19. Einnig er ski­mað fyrir and­legri van­líð­an, farið yfir hvort gefa þurfi út lyf­seðla fyrir lyfjum sem fólkið hefur verið að taka, boðið upp á bólu­setn­ingu við COVID-19 og annað sem ekki þolir bið.

Í svari HH kemur fram að þegar ljóst var að von væri á tals­verðum fjölda flótta­fólks frá Úkra­ínu hafi verið tekin ákvörðun um að öll þjón­usta við þennan hóp yrði undir sama þaki, í hús­næði Domus Med­ica.

Auglýsing

„HH setti upp aðstöðu í hús­inu og hefur sinnt skimunum þar. Að öðru leyti hefur HH ekki þurft að gera neinar breyt­ingar á sinni starf­semi vegna þessa hóps. Þau eiga rétt á allri þjón­ustu frá heilsu­gæsl­unni eins og aðrir svo okkar heilsu­gæslu­stöðvar hafa tekið á móti þeim sem þurft hafa á þjón­ustu að halda umfram þá sem veitt er í mót­tök­unni í Domus Med­ica,“ segir í svar­inu.

Öll mót­taka umsækj­enda um alþjóð­lega vernd færð á einn stað

Sig­ríður Dóra, sem þekkir mót­töku flótta­fólks og þjón­ustu heilsu­gæslu­stöðva vel, segir í sam­tali við Kjarn­ann að það hafi verið algjör nýbreytni þegar heilsu­gæslan setti upp sér­staka þjón­ustu fyrir hóp flótta­fólks frá Úkra­ínu. Þau séu enn að skipu­leggja starfið og sjá hvernig hægt verði að sam­þætta þessa þjón­ustu við þá þjón­ustu sem almennir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd fá hér á landi. Þeirri skipu­lagn­ingu verði lokið síð­sum­ars.

Á hverju ári koma að sögn Sig­ríðar Dóru 600 til 800 umsækj­endur um alþjóð­lega vernd í þjón­ustu í Mjódd­inni – jafn­vel fleiri – alls staðar að úr heim­inum en þeir fara í sömu skoðun og Úkra­ínu­flótta­fólk­ið. „Þannig að við erum að vinna í því að lag­færa þjón­ust­una og ein­falda hana svo allir fái sömu þjón­ust­u.“

Hún segir að það hafi verið ákveðin prufu­keyrslu með ferlið þegar Úkra­ínu­flótta­fólkið kom fyrst til lands­ins fyrr á þessu ári. „Svo erum við smám saman að vinna í að koma þessu á einn stað í sam­vinnu við Útlend­inga­stofnun og starfs­fólk­ið.“ Tekin hefur verið sú ákvörðun að færa alla mót­töku á einn stað í Domus Med­ica þann 20. júní næst­kom­andi.

Tryggja þarf sál­fræði­þjón­ustu fyrir þennan hóp

Þá minnir Sig­ríður Dóra á að allir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd eigi sama rétt á þjón­ustu og aðrir Íslend­ingar þegar þeir eru komnir með dval­ar­leyfi. „Auð­vitað er það álag fyrir heil­brigð­is­kerfið þegar fólk kemur inn í landið með annan bak­grunn og aðra reynslu – og þarf að fá þjón­ust­u,“ segir hún og bætir því við að heil­brigð­is­kerfið nái ekki að mæta þessu fólki eins og það ætti að gera. Biðin eftir lækn­is­þjón­ustu sé til að mynda oft löng. „Þetta er álag á kerfið allt sam­an.“

Hún segir að nú þurfi einnig að huga að því að bæta sál­fræði­þjón­ustu fyrir þennan hóp. „Þetta er fólk sem er í erf­iðri stöðu og hefur erf­iða lífs­reynslu að baki. Það er eitt sem þarf að tryggja betur en hefur verið gert í dag. Við verðum að skoða hvað við getum gert,“ segir hún.

Sig­ríður Dóra greinir frá því að á göngu­deild­inni séu sál­fræð­ingar í verk­töku og séu þeir því ekki mikið við. „En við verðum bara að skoða þetta og athuga hvaða úrræði eru í gangi en við þurfum að bæta í þarna.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Var Ríkisendurskoðun að misskilja eða veitti Bankasýslan ráðherra ekki réttar upplýsingar?
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Þar hefur meðal annars verið tekist á um hvort Bankasýsla ríkisins hafi verið að fullu meðvituð um hver eftirspurn eftir bréfum í bankanum.
Kjarninn 3. desember 2022
Elísabet Englandsdrottning og hirðdaman Susan Hussey voru nánar vinkonur og samstarfskonur.
Aldursfordómar að kenna elli hirðdömu um kynþáttafordóma
Hirðdama á níræðisaldri hefur sagt skilið við bresku hirðina eftir að hafa látið rasísk ummæli falla um formann góðgerðarsamtaka í móttöku í Buckingham-höll. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem kynþáttafordómar varpa skugga á konungsfjölskylduna.
Kjarninn 2. desember 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að framlengja fjölmiðlastyrki til tveggja ára en ekki eins árs
Þvert á það sem Kjarninn hefur heimildir fyrir að hafi orðið niðurstaðan á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni er nú komið fram frumvarp sem framlengir styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til tveggja ára.
Kjarninn 2. desember 2022
Helgi Þór Ingason
Yfirmaður minn – vitvélin?
Kjarninn 2. desember 2022
Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkurborgar.
Starfsmenn voru að meðaltali 4,5 sekúndur að slá inn kennitöluna í mötuneytinu
Sérfræðingar borgarinnar fylgdust með starfsmönnum stjórnsýslunnar í borginni skammta sér á diska og komust að þeirri niðurstöðu að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um stafræna umbreytingu í mötuneytum svaraði vart kostnaði.
Kjarninn 2. desember 2022
Forsvarsmenn Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun, ásamt tveimur lögfræðingum frá Logos.
Bankasýslumenn ekki orðnir afhuga tilboðsfyrirkomulaginu
Forsvarsmenn Bankasýslunnar sátu fyrir svörum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun og voru þar spurðir hvort þeir myndu mæla með tilboðsfyrirkomulagi í framtíðar bankasölum ríkisins.
Kjarninn 2. desember 2022
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent