„Þetta er álag á kerfið allt saman“

Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að þrátt fyrir að móttaka flóttafólks frá Úkraínu hafi gengið vel þá nái heilbrigðiskerfið ekki að mæta þessu fólki eins og það ætti að gera.

Sigríður Dóra Magnúsdóttir
Sigríður Dóra Magnúsdóttir
Auglýsing

Almennt hefur gengið vel að þjón­usta flótta­fólk frá Úkra­ínu, að því er fram kemur í svari Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (HH) við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Sig­ríður Dóra Magn­ús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga hjá HH, segir í sam­tali við Kjarn­ann að mikið álag sé á heil­brigð­is­kerfið í heild sinni og að þrátt fyrir að vel hafi gengið að taka á móti flótta­fólki hingað til þurfi að sýna fyr­ir­hyggju varð­andi kom­andi miss­eri svo hægt sé að sinna öllum þeim sem hingað leita.

HH hefur ákveðnu hlut­verki að gegna við mót­töku flótta­fólks, þar með talið þess hóps sem hingað hefur komið og mun koma frá Úkra­ínu. HH veitir flótta­fólki lækn­is­skoðun eftir kom­una til lands­ins þar sem ski­mað er fyrir berklum, sára­sótt, lifr­ar­bólgu, HIV og COVID-19. Einnig er ski­mað fyrir and­legri van­líð­an, farið yfir hvort gefa þurfi út lyf­seðla fyrir lyfjum sem fólkið hefur verið að taka, boðið upp á bólu­setn­ingu við COVID-19 og annað sem ekki þolir bið.

Í svari HH kemur fram að þegar ljóst var að von væri á tals­verðum fjölda flótta­fólks frá Úkra­ínu hafi verið tekin ákvörðun um að öll þjón­usta við þennan hóp yrði undir sama þaki, í hús­næði Domus Med­ica.

Auglýsing

„HH setti upp aðstöðu í hús­inu og hefur sinnt skimunum þar. Að öðru leyti hefur HH ekki þurft að gera neinar breyt­ingar á sinni starf­semi vegna þessa hóps. Þau eiga rétt á allri þjón­ustu frá heilsu­gæsl­unni eins og aðrir svo okkar heilsu­gæslu­stöðvar hafa tekið á móti þeim sem þurft hafa á þjón­ustu að halda umfram þá sem veitt er í mót­tök­unni í Domus Med­ica,“ segir í svar­inu.

Öll mót­taka umsækj­enda um alþjóð­lega vernd færð á einn stað

Sig­ríður Dóra, sem þekkir mót­töku flótta­fólks og þjón­ustu heilsu­gæslu­stöðva vel, segir í sam­tali við Kjarn­ann að það hafi verið algjör nýbreytni þegar heilsu­gæslan setti upp sér­staka þjón­ustu fyrir hóp flótta­fólks frá Úkra­ínu. Þau séu enn að skipu­leggja starfið og sjá hvernig hægt verði að sam­þætta þessa þjón­ustu við þá þjón­ustu sem almennir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd fá hér á landi. Þeirri skipu­lagn­ingu verði lokið síð­sum­ars.

Á hverju ári koma að sögn Sig­ríðar Dóru 600 til 800 umsækj­endur um alþjóð­lega vernd í þjón­ustu í Mjódd­inni – jafn­vel fleiri – alls staðar að úr heim­inum en þeir fara í sömu skoðun og Úkra­ínu­flótta­fólk­ið. „Þannig að við erum að vinna í því að lag­færa þjón­ust­una og ein­falda hana svo allir fái sömu þjón­ust­u.“

Hún segir að það hafi verið ákveðin prufu­keyrslu með ferlið þegar Úkra­ínu­flótta­fólkið kom fyrst til lands­ins fyrr á þessu ári. „Svo erum við smám saman að vinna í að koma þessu á einn stað í sam­vinnu við Útlend­inga­stofnun og starfs­fólk­ið.“ Tekin hefur verið sú ákvörðun að færa alla mót­töku á einn stað í Domus Med­ica þann 20. júní næst­kom­andi.

Tryggja þarf sál­fræði­þjón­ustu fyrir þennan hóp

Þá minnir Sig­ríður Dóra á að allir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd eigi sama rétt á þjón­ustu og aðrir Íslend­ingar þegar þeir eru komnir með dval­ar­leyfi. „Auð­vitað er það álag fyrir heil­brigð­is­kerfið þegar fólk kemur inn í landið með annan bak­grunn og aðra reynslu – og þarf að fá þjón­ust­u,“ segir hún og bætir því við að heil­brigð­is­kerfið nái ekki að mæta þessu fólki eins og það ætti að gera. Biðin eftir lækn­is­þjón­ustu sé til að mynda oft löng. „Þetta er álag á kerfið allt sam­an.“

Hún segir að nú þurfi einnig að huga að því að bæta sál­fræði­þjón­ustu fyrir þennan hóp. „Þetta er fólk sem er í erf­iðri stöðu og hefur erf­iða lífs­reynslu að baki. Það er eitt sem þarf að tryggja betur en hefur verið gert í dag. Við verðum að skoða hvað við getum gert,“ segir hún.

Sig­ríður Dóra greinir frá því að á göngu­deild­inni séu sál­fræð­ingar í verk­töku og séu þeir því ekki mikið við. „En við verðum bara að skoða þetta og athuga hvaða úrræði eru í gangi en við þurfum að bæta í þarna.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent