Sífellt stærri hluti íbúa landsins útilokaður frá þátttöku í stjórnmálum

„Hverjir stjórna Íslandi?“ spyr Gylfi Magnússon í nýjasta tölublaði Vísbendingar.

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon
Auglýsing

„Það tor­veldar auð­vitað leið þeirra sem fæddir eru utan Íslands á Alþingi að til þess að kom­ast þangað þarf íslenskan rík­is­borg­ara­rétt. Búseta dugar ekki. Það er vita­skuld umhugs­un­ar­vert að sífellt stærri hluti íbúa lands­ins er þannig úti­lok­aður frá þátt­töku í stjórn­málum á lands­vísu. Ríf­lega 50 þús­und búa á Íslandi með erlent rík­is­fang.“

Þetta skrifar Gylfi Magn­ús­son, pró­fessor við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands, í nýj­ustu Vís­bend­ingu.

Hann skoðar meðal ann­ars í grein­inni hvernig lands­menn rað­ast á valda­stóla. „Þannig eru nú rétt tæp­lega 1 af hverjum 5 íbúum Íslands fæddir utan lands­ins. Með hlut­falls­legri skipt­ingu þing­sæta ætti það að þýða að 12 þing­menn væru það líka, þar af 4 fæddir í Pól­landi. Það þarf ekki að leggj­ast í tíma­freka rann­sókn á upp­runa íslenskra alþing­is­manna til að átta sig á að því fer fjarri að skipt­ingin sé þannig.“

Auglýsing

Gylfi bendir að þrír af núver­andi alþing­is­mönnum séu fæddir í útlönd­um, nánar til­tekið einn hver í Stokk­hólmi, Kaup­manna­höfn og Par­ís. „Þeir geta þó tæp­lega talist full­trúar inn­flytj­enda, að minnsta kosti bendir skrán­ing for­eldra í sama tali ekki til þess. Inn­flytj­endur hafa þó setið á Alþingi áður fyrr, þótt ekki séu þeir marg­ir. Einn þeirra virt­ist raunar inni á núver­andi þingi í stutta stund eftir síð­ustu kosn­ingar en datt út aftur þegar búið var að telja nógu oft í Borg­ar­nes­i.“

Hann segir að 38 af alþing­is­mönn­unum séu fæddir í Reykja­vík, sem sé auð­vitað tals­vert hærra hlut­fall en Reyk­vík­ingar eru af íbúum lands­ins en ekki óeðli­legt sé tekið til­lit til þess að þangað leiti konur úr nágranna­sveit­ar­fé­lög­unum og víðar til að fæða. Það sé kannski skrýtn­ara að sex eða tæp 10 pró­sent núver­andi alþing­is­manna eru fæddir á Akra­nesi. „Vænt­an­lega er það þó bara til­vilj­un. En eng­inn alþing­is­maður er fæddur í Var­sjá eða Viln­í­us. Raunar eng­inn fæddur utan Norð­vest­ur­-­Evr­ópu.“

Vantar unga alþing­is­menn

Gylfi horfir einnig til ald­urs­dreif­ingar þing­manna. „Einn alþing­is­maður er eldri en sjö­tugur en það eru 10 pró­sent íbúa lands­ins og 13 pró­sent þeirra sem eru á kjör­skrá. Miðað við það ættu alþing­is­menn yfir sjö­tugu að vera 8. Það vantar líka unga alþing­is­menn. Tveir þeirra eru undir þrí­tugu en það eru 22 pró­sent kjós­enda sem ætti að skila 14 þing­sæt­um.

Alþing­is­manna­talið dugar skammt til að flokka þing­menn eftir öðrum sjón­ar­horn­um, svo sem kyn­hneigð, trú­ar­brögðum eða í vinstr- og hægr­henta. Það liggur þó fyrir að bæði þing­menn og ráð­herrar hafa komið úr hópi sam­kyn­hneigðra. Þeir eru raunar örugg­lega tals­vert fleiri en vitað er enda héldu menn og konur slíku leyndu lengi vel. Það var mik­ill áfangi þegar sam­kyn­hneigð kona varð for­sæt­is­ráð­herra. Mik­il­vægt skref fyrir bæði konur og sam­kyn­hneigða og auð­vitað þjóð­ina alla. Þegar sá múr hafði verið brot­inn var þó eins og hann skipti eftir það sára­litlu máli, að minnsta kosti er varla nokkur þjóð­mála­um­ræða um kyn­hneigð íslenskra stjórn­mála­manna nú og það var nán­ast hvers­dags­legt skref þegar önnur konan varð for­sæt­is­ráð­herra. Það er auð­vitað eins og það á að ver­a.“

Allir for­setar Íslands hægr­hentir

Gylfi telur að sum flokkun skipti litlu ef nokkru máli. Þannig hafi allir for­setar lýð­veld­is­ins verið hægr­hent­ir.

„Það leiða lík­lega fáir hug­ann að því. Kannski munu vinstr­hentir fagna í skamman tíma þegar og ef sá fyrsti úr þeirra hópi nær kjöri en þar með verður það líka útrætt mál. Sex af síð­ustu tólf for­setum Banda­ríkj­anna hafa hins vegar verið vinstr­hent­ir. Það er skemmti­leg stað­reynd sem þó skiptir varla nokkru máli. Nema kannski fyrir Ger­ald Ford, einn þeirra vinstr­hentu. Ein skýr­ing – reyndar lang­sótt – á tapi hans í for­seta­kosn­ing­unum 1976 var að ímynd hans hefði liðið fyrir þetta. Þessi kenn­ing virð­ist þó ekki stand­ast nán­ari skoðun enda hafa aðrir vinstr­hentir Banda­ríkja­for­setar ekki lent í því sama. Almennt eru stjórn­mála­menn auð­vitað ekki flokk­aðir eftir því með hvorri hönd­inni þeir und­ir­rita emb­ætt­is­eið­inn enda engin ástæða til þess. Það skiptir meira máli hvort þeir telj­ast vinstra eða hægra megin á lit­rófi stjórn­mál­anna.“

Fólk rað­ast ekki upp við víg­línur íslenskra stjórn­mála eftir trú­ar­brögðum

Hann bendir á að flokkun eftir trú­ar­brögðum geti hins vegar verið stór­mál. „Spyrjið bara Norð­ur­-Íra. Jafn­vel þar virð­ast trú­ar­brögðin þó smám saman vera farin að skipta minna máli. Að minnsta kosti gerð­ust þau undur og stór­merki nú í vor að flokkur kaþ­ólikka fékk í fyrsta sinn fleiri þing­menn á norð­ur­-írska þing­inu en helsti keppi­naut­ur­inn, flokkur mót­mæl­enda ... og fáir kipptu sér upp við það. Skipt­ing eftir tungu­málum getur verið enn erf­ið­ari, spyrjið bara Belga eða Kanada­menn.“

Hann segir að á Íslandi hafi auð­vitað nán­ast allir verið í þjóð­kirkj­unni lengi vel en jafn­vel eftir að það breytt­ist hafi sára­lítil umræða verið um trú stjórn­mála­manna.

„Kannski skýrir það lít­inn áhuga lands­manna á trú­málum stjórn­mála­fólks að fólk rað­ast ekki upp við víg­línur íslenskra stjórn­mála eftir trú­ar­brögðum og stjórn­mála­menn tala flestir lítið sem ekk­ert um trú. Þjóðin saup hveljur þegar for­sæt­is­ráð­herra bað Guð að blessa Ísland haustið 2009. Það mundi eng­inn eftir nýlegum for­dæmum fyrir slíku tali. Kannski var hann samt bæn­heyrð­ur, að minnsta kosti lenti hag­kerfið á löpp­unum á end­an­um,“ skrifar hann.

Hægt er að lesa grein Gylfa í heild sinni með því að ger­­­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent