„Þarf ekki meira en eitt pennastrik til að sýna aukna mannúð“

Þingmaður Pírata segir að ríkisstjórnin sé í herferð gegn ákveðnum hópum flóttafólks og gagnrýnir brottvísanir stjórnvalda til Grikklands. Dómsmálaráðherra telur aftur á móti að það gangi bara „nokkuð vel og hratt fyrir sig“ í Grikklandi að afgreiða mál.

Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
Auglýsing

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra og Andrés Ingi Jóns­son þing­maður Pírata voru ekki sam­mála á Alþingi í dag um ágæti þess að senda umsækj­endur um alþjóð­lega vernd sem fengið hafa synjun aftur til Grikk­lands eins og til stendur hjá stjórn­völdum að gera.

Þing­mað­ur­inn spurði ráð­herr­ann í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma hvort hann teldi raun­veru­lega að vernd­ar­kerfið í Grikk­landi gæti boðið upp á virka alþjóð­lega vernd fyrir fólkið sem flúið hefur til Íslands frá Grikk­landi.

Ráð­herr­ann sagði meðal ann­ars að það væri ekki mat grískra stjórn­valda að þau réðu ekki við vand­ann. Þau væru að vinna ágæt­lega í því að afgreiða mál þeirra sem þangað leita. „Það er alla­vega sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum sem ég fékk,“ sagði hann.

Auglýsing

Andrés Ingi hóf fyr­ir­spurn sína á því að segja að rík­is­stjórnin væri í her­ferð gegn ákveðnum hópum flótta­fólks. „Þau sýna það reglu­lega með útlend­inga­frum­varpi sem er sér­stak­lega beint gegn þeim sem hafa fengið sam­þykkta umsókn um alþjóð­lega vernd í öðru ríki eins og fólkið sem er að flýja brotin vernd­ar­kerfi Grikk­lands. En það er nákvæm­lega ekk­ert öruggt við að vera með alþjóð­lega vernd í Grikk­landi. Við vitum að fólk í þeirri stöðu býr á göt­unni, það er aft­ast í röð­inni þegar kemur að hús­næði, atvinnu, menntun fyrir börnin sín. Þau eru útsett fyrir mis­munun og ofbeldi á hverjum ein­asta degi. Þessu bera íslensk stjórn­völd ábyrgð á í hvert sinn sem þau brott­vísa fólki aftur til Grikk­lands.“

Hann sagði jafn­framt að þetta væru engin ný tíð­indi heldur hefði verið bent á þetta í mörg ár af sér­fræð­ingum og mann­rétt­inda­sam­tök­um. Nú ætl­uðu stjórn­völd að halda upp­teknum hætti með því að vísa næstum 300 flótta­mönnum í þess­ari stöðu frá Íslandi.

Stærstu og ógeð­felld­ustu fjölda­brott­vís­anir Íslands­sög­unnar

Þing­mað­ur­inn benti á að lög væru verk þing­fólks og spurði í fram­hald­inu hvað þingið gæti gert í þessum málum núna. Hann svar­aði spurn­ing­unni með því að segja að Alþingi gæti til að mynda breytt lögum á þann hátt að heim­iluð yrði sér­stök með­ferð þeirra flótta­manna sem hafa verið fastir í tvö ár vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs.

„Þar eigum við meira að segja for­dæmi í frum­varpi sem Katrín Jak­obs­dótt­ir, þá þing­mað­ur, lagði fram fyrir kosn­ingar 2017. Ráð­herra gæti meira segja bara sett reglu­gerð sem skil­greinir ástandið vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru sem sér­stakar aðstæður og þar með væri heim­ilt að veita hæli öllum þeim sem vegna ástands­ins ílengd­ust hér á landi. Það þarf nefni­lega bara eitt penna­strik til að grípa inn í. Það þarf ekki meira en eitt penna­strik til að sýna aukna mann­úð.

Núna þegar dóms­mála­ráð­herra býr sig undir að fylla nokkrar flug­vélar af flótta­fólki og hefja þannig stærstu og ógeð­felld­ustu fjölda­brott­vísun Íslands­sög­unnar liggur bein­ast við að spyrja af hverju. Það er hægt að breyta reglum til að ná utan um þennan hóp. Það þarf bara eitt penna­strik, það þarf bara póli­tískan vilja. Af hverju er það ekki gert? Er það þetta sem rík­is­stjórnin öll sem eitt vilja ger­a?“ spurði Andrés Ingi.

Ekki verið hægt að fram­fylgja brott­vís­unum – og hóp­ur­inn því safn­ast upp

Dóms­mála­ráð­herra svar­aði og sagði að mik­il­vægt væri að hafa það í huga að vernd­ar­kerfið gengi út á sam­komu­lag milli landa um skil­grein­ingu á fólki á flótta sem væri í bráðri hættu af ein­hverjum ástæð­um.

„Það er regla hjá okkur og flestum öðrum ríkjum Evr­ópu að hafi fólk fengið vernd í öðru ríki þá sé það ekki að sækja um vernd ann­ars stað­ar. Við erum því ekk­ert almennt að skilja okkur frá öðrum ríkjum sem við berum okkur saman við þegar við sendum fólk úr landi. Máls­með­ferðin sem hér er stunduð er víð­tæk­ari og meiri en gengur og ger­ist í mörgum löndum í kringum okk­ur, þar sem aðilar hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að synja við­kom­andi um vernd meðal ann­ars á þessum for­send­um. Það verður að hafa í huga að fyrst ger­ist þetta á stjórn­sýslu­stigi sam­kvæmt lög­um, gegnum Útlend­inga­stofn­un. Fólk getur svo áfrýjað máli sínu til úrskurð­ar­nefndar útlend­inga­mála. Það er eftir slíka máls­með­ferð, þar sem fólkið hefur bæði fram­færslu og lög­lærðan tals­mann sér við hlið í öllu ferl­inu, að fólk er orðið hér í ólög­mætri dvöl ef það fer ekki úr landi.

Það er alveg rétt að hér hafa verið vel á þriðja hund­rað manns, ætli það séu ekki svona 270 manns. Almennt er ástæðan sú að það hefur neitað að fara í svo­kallað PCR-­próf og því hefur ekki verið hægt að fram­fylgja brott­vís­un. Þá hefur þessi hópur safn­ast upp og við því er verið að bregð­ast núna þegar ríkið er að fella niður þetta eft­ir­lit á landa­mærum sín­um. Alþingi getur vissu­lega breytt þessu. Alþingi setti okkur reglur og eftir þeim erum við að vinna í öllu ferl­inu. Það er þá Alþingis að breyta þeim ef það vill við­hafa önnur vinnu­brögð,“ sagði ráð­herr­ann.

Jón Gunnarsson á Alþingi í dag. Mynd: Skjáskot/Alþingi

Ráð­herr­ann kom­inn í mót­sögn við sér­fræð­inga

Andrés Ingi kom aftur í pontu og sagði að það væri alltaf jafn stuð­andi að heyra dóms­mála­ráð­herra tala eins og það væri eitt­hvað ann­ar­legt að flótta­fólk und­ir­geng­ist ekki þving­aða lækn­is­rann­sókn til að vera vísað út „á guð og gadd­inn“.

„Hér ger­ist það enn einu sinni. Auð­vitað neit­aði fólk að fara í PCR-­próf eins og því ber réttur til sam­kvæmt lög­um, lög­unum sem ráð­herra hvetur okkur til að breyta. Vernd­ar­kerfið er sett upp til að tryggja að umsækj­endur um alþjóð­lega vernd fái ein­hvers staðar efn­is­lega með­ferð sinna umsókna frekar en að þeim sé skákað á milli. Það var ekki sett upp til að vera mis­notað eins og gert er af íslenskum stjórn­völdum til að senda fólk til fyrsta við­komu­lands og segja bara: Grikk­land, dílið þið við þetta. Við nennum því ekki. Grikk­land er búið að senda út neyð­ar­kall árum saman því að það ræður ekki við verk­efn­ið. Hvar er sam­staðan með grískum stjórn­völdum hjá ráð­herra?“ spurði þing­mað­ur­inn.

„Í lög­unum er líka talað um að fólk eigi að fá virka alþjóð­lega vernd þegar því er vísað til ann­ars rík­is. Ætlar ráð­herr­ann í alvöru að standa hér og segja okkur að vernd­ar­kerfið í Grikk­landi geti boðið upp á virka alþjóð­lega vernd? Þá er hann kom­inn í mót­sögn við alla sér­fræð­inga,“ sagði Andrés Ingi í síð­asti fyr­ir­spurn sinni.

„Það gengur bara nokkuð vel og hratt fyrir sig í Grikk­landi að afgreiða mál“

Jón svar­aði í annað sinn en hann telur að það sé ekki „eitt­hvert ann­ar­legt sjón­ar­mið að biðja fólk um að gang­ast undir PCR-­próf“. Hann sagði að stjórn­völd væru ekki með þving­unar­úr­ræði í þeim efnum í lögum í dag eins og mörg önnur lönd væru með þar sem þetta væri gert að skil­yrði. „Reyndar er reynslan sú hjá þeim löndum þar sem þetta skil­yrði er fyrir hendi að þá reynir sárasjaldan á það.“

Hann sagði að það væri rétt hjá Andr­ési Inga að vernd­ar­kerfið væri til að fólk á flótta fengi ein­hvers staðar máls­með­ferð og það væri nákvæm­lega það sem gerð­ist í Grikk­landi.

„Varð­andi það að Grikk­land hafi sent út neyð­ar­kall og ráði ekki við vand­ann þá er það ekki mat grískra stjórn­valda vegna þess að grísk stjórn­völd eru að taka á móti þessu fólki og eru að vinna ágæt­lega í því að afgreiða mál þeirra sem þangað leita. Það er alla­vega sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum sem ég fékk. Það gengur bara nokkuð vel og hratt fyrir sig í Grikk­landi að afgreiða mál þeirra sem þangað leita til að fá vernd þegar það á við,“ sagði ráð­herr­ann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent