Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta

Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.

Alþýðusamband Íslands - ASÍ
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands kallar eftir því að atvinnu­leys­is­bætur hækki sam­hliða bótum almanna­trygg­inga í nýju frum­varpi sem felur í sér mót­væg­is­að­gerðir vegna verð­bólgu. Að öðru leyti hvetur sam­bandið til þess að frum­varpið nái fram að ganga.

„Með frum­varp­inu er ráð­ist í mót­væg­is­að­gerðir vegna hratt vax­andi verð­bólgu sem nú mælist 7,2% og fela aðgerðir í sér hækkun bóta almanna­trygg­inga, hækkun hús­næð­is­bóta og sér­stakan barna­bóta­auka. Sam­bandið telur gagn­rýni­vert að ekki sé stefnt að því að hækka bætur atvinnu­leys­is­trygg­inga sam­hliða hækkun bóta almanna­trygg­inga. Að óbreyttu eru bætur atvinnu­leys­is­trygg­inga að rýrna að raun­virð­i,“ segir í umsögn ASÍ við frum­varpið.

Auglýsing

Vaxta­hækk­anir hafi tölu­verð áhrif á greiðslu­byrði

Sam­bandið telur það jákvætt að stigin séu skref til að mæta þeim nei­kvæðu áhrifum sem vax­andi verð­bólga hefur á kjör heim­ila en for­ysta ASÍ hefur kallað eftir aðgerðum um nokk­urt skeið. Í umsögn­inni segir að verð­bólgan vaxi nú á breiðum grunni sem þýðir að hún fer einnig vax­andi í öðrum liðum en þeim sem alla jafna eru sveiflu­kennd­ir, liðum á borð við hús­næði og þróun hrá­vöru­verðs.

Til að stemma stigu við hækk­andi verð­bólgu hefur Seðla­banki Íslands hækkað stýri­vexti nokkuð skarpt að und­an­förnu. Við síð­ustu vaxta­á­kvörðun í upp­hafi mán­aðar hækk­uðu stýri­vextir um heilt pró­sentu­stig, upp í 3,75 pró­sent. Í sögu­legu til­liti eru stýri­vextir ekki ýkja háir en þeir nálg­ast nú með­al­tal áranna 2012 til 2018. Á síð­ustu miss­erum hafa vext­irnir verði einkar lágir, í nóv­em­ber árið 2020 voru stýri­vextir lækk­aðir niður í 0,75 pró­sent en þeir hafa aldrei verið lægri. Vextir héld­ust þar fram í maí 2021 og hafa hækkað nokkuð skarpt síðan þá. Því fylgir auk­inn kostn­aður fyrir heim­ili með hús­næð­is­lán.

„Ljóst er að vaxta­hækkun hefur umtals­verð áhrif á greiðslu­byrði lána heim­ila, sér­stak­lega nýrra kaup­enda sem kaupa á háu raun­verði með óverð­tryggðum lánum á breyti­legum vöxt­um. Sá hópur getur í dag síður treyst á vaxta­bóta­kerfið til að mæta auk­inni vaxta­byrði vegna brattra skerð­inga í kerf­in­u,“ segir í umsögn ASÍ.

Gera má ráð fyrir að verð­bólgan hafi ekki enn náði hápunkti sínum og að stýri­vextir eigi eftir að hækka enn frekar á árinu. Í nýlegri þjóð­hags­spá Íslands­banka sem birt var í síð­ustu viku er því spáð að verð­bólga verði að með­al­tali 7,6 pró­sent í ár og að stýri­vextir verði komnir í fimm pró­sent fyrir lok árs­ins.

Bætur dreg­ist aftur úr launa­þróun frá 2017

Í umsögn ASÍ er óskýr aðferða­fræði við ákvörðun bóta almanna- og atvinnu­leys­is­trygg­inga gagn­rýnd en sam­kvæmt áður­nefndu frum­varpi munu bætur almanna­trygg­inga hækka um þrjú pró­sent frá og með 1. júní. Sú hækkun kemur til við­bótar við 4,6 pró­senta hækkun sem tók gildi um ára­mót­in. ASÍ bendir á það í umsögn sinni að bætur almanna­trygg­inga hafi dreg­ist aftur úr launa­þróun frá 2017, hvort sem þær eru skoð­aðar í hlut­falli við lægstu taxta eða sem hlut­fall af tekju­trygg­ingu.

Í frum­varp­inu er lagt til að hækka stuðn­ing til leigj­anda. Þannig munu óskertar hús­næð­is­bætur hækka um tíu pró­sent auk þess að frí­tekju­mörk hækka um þrjú pró­sent og mun hækkun frí­tekju­marks vera aft­ur­virk frá ára­mót­um. ASÍ bendir á það í umsögn sinni að fjár­hæðir hús­næð­is­bóta hafi staðið í stað að mestu und­an­farin ár, frí­tekju­markið hefur hækkað en skerð­ing­ar­hlut­fallið líka. Leigu­verð hefur aftur á móti hækkað umfram launa­þróun á tíma­bil­inu 2011 til 2018.

„Leigu­verð hefur verið stöðugt í kjöl­far heims­far­ald­urs en merki eru um að leigu­verð fari nú hratt vax­andi sam­hliða hækkun eigna­verðs og auk­inni eft­ir­spurn. Breyt­ingar sem boð­aðar eru í frum­varp­inu myndu hækka hlut­fall hús­næð­is­bóta í leigu úr 25% í 27% við tekjum í neðri fjórð­ungs­mörkum frá því kerfi sem er í gildi í dag,“ segir í umsögn ASÍ.

Í nið­ur­lagi umsagn­ar­innar segir að nokkrir hópar séu við­kvæm­astir fyrir hækk­andi verð­lagi og vaxta­hækk­un­um. Það eru þeir sem reiða sig á almanna­trygg­inga­kerf­ið, fólk á leigu­mark­aði, barna­fjöl­skyldur og kaup­endur sem komið hafa inn á hús­næð­is­markað á síð­ustu miss­er­um. Í frum­varp­inu er ein­blínt á nokkra við­kvæma hópa og styður ASÍ þá hug­mynda­fræði að ráð­ast í sér­tækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent