Andmælir því harðlega að Ísland stefni í að vera með hörðustu útlendingastefnu í Evrópu

Forsætisráðherra vill ekki kvitta upp á það að hér á landi sé hörð útlendingastefna. Ísland hafi tekið „á móti fleirum en nokkru sinni fyrr, hlutfallslega fleirum líka af þeim sem hafa sótt um“.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra seg­ist ekki annað geta gert en að and­mæla því harð­lega þegar því er haldið fram að Ísland stefni í að vera með hörð­ustu útlend­inga­stefnu í Evr­ópu.

Þetta kom fram í máli ráð­herr­ans í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag þegar Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar spurði hana meðal ann­ars út í það hvort hún ætl­aði að beita sér fyrir því að það fólk, sem hér hefur dval­ið, unnið og fest rætur í tals­verðan tíma en á nú að senda til Grikk­lands, fengi dval­ar­leyfi.

Logi Ein­ars­son benti á í upp­hafi fyr­ir­spurnar sinnar að Silja Bára Ómar­s­dóttir for­maður Rauða kross­ins hefði sagt að hér væri verið að taka upp útlend­inga­stefnu sem yrði með þeim harð­ari í Evr­ópu og hefði bent á að flótta­fólki væri mis­munað eftir upp­runa.

Auglýsing

„Við sáum þessa stefnu í síð­ustu viku þegar fram kom hjá hæst­virtum dóms­mála­ráð­herra að til standi að vísa hátt í 300 manns til Grikk­lands. Þetta ger­ist á sama tíma og þörf fyrir vinnu­fúsar hendur hefur auk­ist hér á landi vegna auk­ins ferða­manna­straums. Okkur vantar fólk og rík­is­stjórnin hyggst senda úr landi 300 manns,“ sagði hann.

Greindi Logi frá því að í þeim hópi væri 22 ára sómölsk stúlka sem starf­aði sem sjálf­boða­liði hjá Rauða kross­inum og hennar biði hræði­leg örlög í Grikk­landi. „Þarna er líka Palest­ínu­maður sem hefur dvalið hér í tvö ár og starfað í ferða­þjón­ustu og vinnu­veit­andi hans skilur ekki af hverju rík­is­stjórnin hyggst senda hann úr landi. Hvert og eitt í þessum hópi á sína sér­stöku sögu en hæst­virtur dóms­mála­ráð­herra tal­aði ein­ungis um ólög­mæta dvöl eins og að hér séu á ferð glæpa­menn en ekki fólk á flótta undan óbæri­legum aðstæð­um, fólk sem ekk­ert hefur til saka unnið annað en að reyna að brjót­ast út úr ómann­úð­legum aðstæð­u­m.“

Logi Einarsson Mynd: Bára Huld Beck

Vís­aði þing­mað­ur­inn í frétt sem birt­ist á visi.is þar sem Katrín sagði að það þyrfti að horfa á stóru mynd­ina og kenndi síðan skorti á heild­ar­stefnu­mótun í mála­flokknum um. Benti hann á að þessir 300 ein­stak­lingar sem nú eiga yfir höfði sér brott­vísun væru í vanda og þeim gagn­að­ist ekki heild­ar­stefnu­mótun sem eng­inn vissi hver væri og eng­inn geng­ist við. Spurði hann Katrínu hvort hún ætl­aði að beita sér fyrir því að það fólk sem hér hefur dval­ið, unnið og fest rætur í tals­verðan tíma en á nú að senda til Grikk­lands, fengi dval­ar­leyfi.

Mik­il­vægt að horfa til þess hverjar aðstæður eru í Grikk­landi áður en fólk er sent þangað

Katrín svar­aði og þakk­aði Loga fyrir að taka þessi mál upp. „Það er þrennt sem mig langar að nefna af því að það voru þrjú atriði sem hann kom inn á í sinni fyr­ir­spurn. Í fyrsta lagi er því haldið fram að Ísland stefni í það að vera með hörð­ustu inn­flytj­enda- og flótta­fólks­stefnu í Evr­ópu. Ég get ekki annað en and­mælt því harð­lega þegar við skoðum ein­fald­lega þróun síð­ustu ára þar sem einmitt hefur verið tekið á móti fleirum en nokkru sinni fyrr, hlut­falls­lega fleirum líka af þeim sem hafa sótt um.

Ef við berum okkur saman til að mynda við Norð­ur­lönd hefur Ísland verið með mun frjáls­lynd­ari stefnu þar sem aðilar í þess­ari stöðu, sem hátt­virtur þing­maður gerir hér að umtals­efni, eru geymdir í lok­uðum búðum áður en þeir eru sendir úr landi. Við heyrum núna fregnir frá Dan­mörku þar sem Dan­mörk hefur í huga að útvista þjón­ustu sinni við fólk með alþjóð­lega vernd til Rúanda, sem er það sama fyr­ir­komu­lag og Bretar hafa kynnt,“ sagði ráð­herr­ann og bætti því við að hún hlyti að and­mæla því þegar Logi héldi þessu fram í sinni fyr­ir­spurn.

„Í öðru lagi er spurt líka: Eru ein­hverjar sér­reglur um suma? Vænt­an­lega er þá verið að vitna til fólks sem hingað leitar frá Úkra­ínu, hvort það gildi aðrar reglur um það en aðra flótta­menn. Auð­vitað hefur fjöld­inn einn og sér, í ljósi þess að hingað hafa núna meira en 1.000 manns óskað eftir alþjóð­legri vernd frá Úkra­ínu og aðstæður eru mjög sér­stakar í Evr­ópu, gert það að verkum að það hefur verið brugðið á sér­stök úrræði og ég vil nefna sér­staka mót­töku­stöð í Domus Med­ica, tíma­bundnar aðgerðir vegna mót­töku barna í skóla. Það eru engar sér­reglur sem gilda um rétt­indi og þjón­ustu við ein­stak­linga af einu þjóð­erni umfram annað en það var gripið til ákveð­inna aðgerða til að bregð­ast við for­dæma­lausum fjölda.

Þá hvað varðar þennan hóp núna. Ég legg á það áherslu að sjálf­sögðu að við horfum til þess að þetta eru auð­vitað ein­stak­ling­ar. Þetta er ekki eins­leitur hóp­ur. Aðstæður fólks eru mis­mun­andi. Ég veit það hins vegar að þau eiga það sam­merkt að hafa beðið hér vegna COVID. Ég hef ekki fengið svör við því en ég veit að dóms­mála­ráðu­neytið er að afla sér upp­lýs­inga um það hvort það sé verið að senda fólk til Grikk­lands sem stend­ur. Ég hef ekki fengið það stað­fest. En mér finnst mjög mik­il­vægt að við horfum til þess hverjar aðstæður eru þar áður en slíkar ákvarð­anir eru tekn­ar. Ég kem nánar að þessu í seinna svari,“ sagði hún.

Ætlar Katrín að beita sér?

Logi kom aftur í pontu og sagði að auð­vitað ætti sér stað mis­mun­un. „Hér er til dæmis verið að veita börnum af einu þjóð­erni tölu­vert meiri stuðn­ing en öðr­um. Það þarf nátt­úr­lega bara sér­staka útskýr­ingu á því.“

Spurði hann í fram­hald­inu út í orð Katrínar um heild­ar­mynd­ina. Væri stóra myndin sú að sam­þykkja útlend­inga­frum­varp Jóns Gunn­ars­sonar dóms­mála­ráð­herra sem þrengdi enn að mögu­leikum flótta­fólks? „Er for­svar­an­legt að vísa 300 manns úr landi til Grikk­lands í aðstæður sem mann­úð­ar- og mann­rétt­inda­sam­tök telja óör­ugg­ar?“

Hann spurði enn fremur hvort Katrín ætl­aði að beita sér sér­stak­lega fyrir þennan 300 manna hóp sem hér hefur fest ræt­ur. Og ef hún hefði tíma þá lang­aði þing­mann­inn að vita hvort hún styddi útlend­inga­frum­varp dóms­mála­ráð­herra.

Þyrfti að móta stefnu sem byggir á lög­unum

Katrín sagði að sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum sem hún hefði fengið frá dóms­mála­ráð­herra þá hefði meiri­hluti þeirra sem sendir verða út landi á næst­unni fengið vernd í öðru Evr­ópu­ríki, þar af 80 í Grikk­landi.

„Ég hef óskað eftir upp­lýs­ingum um það hvort önnur Evr­ópu­ríki séu að senda til Grikk­lands miðað við aðstæður þar, því að það er eitt af því sem er bent á, að aðstæður þar séu ekki full­nægj­andi, og ég hef ekki fengið svör við því. Mér finnst skipta miklu máli að við kynnum okkur þau mál til hlítar áður en slíkar ákvarð­anir eru tekn­ar,“ sagði hún.

Hún sagði jafn­framt að henni hefði þótt skorta, og þætti enn, „á það að við – eftir að hafa komið okkur saman um lög um mál­efni útlend­inga sem voru sam­þykkt í mik­illi sátt en höfum hins vegar reglu­lega verið að bregð­ast við ýmissi þeirri gagn­rýni sem hefur komið upp, meðal ann­ars með breyt­ingum á máls­með­ferð­ar­tíma og fleira – gerum atlögu að því að móta okkur ein­hverja stefnu sem byggir á þessum lög­um“.

Katrín sagð­ist að lokum vita til þess að Guð­mundur Ingi Guð­brands­son félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra væri að und­ir­búa slíka stefnu­mótun og að ljóst væri að ekki hefði ríkt full sátt um fram­kvæmd þess­ara laga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent