Hildur kallar Samfylkingu, Viðreisn og Pírata „þrjóskubandalag“ og biðlar til Framsóknar

Oddviti Sjálfstæðisflokks biðlar til Framsóknarflokksins um að hafa „hugrekkið til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál.“ Bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar hefur kallað eftir viðræðum við Framsókn um myndum 13 manna meirihluta í borginni.

Hildur Björnsdóttir.
Hildur Björnsdóttir.
Auglýsing

Hildur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, segir að úr kjör­köss­unum í kosn­ing­unum fyrir rúmri viku síðan hafi birst skýrt ákall á breytt stjórn­mál. Að hennar mati voru nið­ur­stöð­urnar skýr­ar. Sitj­andi meiri­hluti féll og þeir flokkar sem stóðu utan hans fengu nálægt 60 pró­sent atkvæða. 

Þetta segir Hildur hafa verið ákall kjós­enda eftir breyt­ingum og að þeir hafi sömu­leiðis verið að hafna klækja­stjórn­málum úr Ráð­húsi Reykja­vík­ur.  „Ná­kvæm­lega sömu klækja­stjórn­málum og þrjósku­banda­lag Sam­fylk­ing­ar, Við­reisnar og Pírata beitir nú við meiri­hluta­við­ræð­ur. Banda­lagið þráskall­ast við að halda völdum sem kjós­endur vilja ekki fela þeim lengur – með úti­lok­unum og þving­un­um. Það getur tæp­lega talist upp­taktur að far­sælu sam­starfi fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn.“

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem Hildur birti á Face­book í dag.

Þór­dís Lóa segir and­stöðu­flokk­anna hafa tapað

Til­efni hennar er að til­kynn­ing Þór­dísar Lóu Þór­halls­dótt­ur, odd­vita Við­reisn­ar, um að það sé sé alveg skýrt að flokkur hennar sé í banda­lagi með Pírötum og Sam­­fylk­ing­unni hvað varðar meiri­hluta­við­ræður í kjöl­far borg­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­anna og að flokk­­ur­inn ætli ekki að leita ann­að. Banda­lagið sé aug­­ljós kostur þegar mál­efna­á­herslur Við­reisnar í kosn­inga­bar­átt­unni séu skoð­að­­ar, sér­­stak­­lega hvað varðar skipu­lags-, sam­göngu- og lofts­lags­­mál. Við­reisn vilji láta reyna á að banda­lagið hefji meiri­hluta­við­ræður við Fram­sókn­ar­flokk­inn, en slíkur meiri­hluti hefði tæp­lega 56 pró­sent atkvæða á bak­við sig og 13 af 23 borg­ar­full­trú­um. 

Auglýsing
Í Morg­un­út­varpi Rásar 2 í morgun bætti Þór­dís Lóa við að þótt meiri­hlut­inn hafi fallið í síð­ustu kosn­ing­um, mætti segja að minni­hlut­inn hafi líka gert það. Stjórn­ar­flokk­arnir hafi tapað tveimur mönnum en stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir þrem­ur. „Það er ekki verið að kjósa þá, þeir falla meira en meiri­hlut­inn og þegar við tökum þetta inn þá hugsa ég; hvað er það sem að borg­ar­búar voru að kjósa? Þeir voru að kjósa nýtt afl sann­ar­lega en þeir voru að kjósa eftir stórum lín­um.“

Hildur biðlar til Fram­sóknar

Án Við­reisnar á Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki leið í meiri­hluta en Sam­fylk­ing­in, Píratar og Sós­í­alista­flokk­ur­inn hafa allir úti­lokað sam­starf við flokk­inn og Vinstri græn hafa gefið það út að þau muni ekki setj­ast í meiri­hluta eftir að hafa beðið afhroð í síð­ustu kosn­ing­um. Án Við­reisnar getur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ein­ungis náð ell­efu borg­ar­full­trúum með sam­starfi við Fram­sókn og Flokk fólks­ins, sem dugir ekki í meiri­hluta. 

Einar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar, hefur boðað bak­land sitt á fund í kvöld þar sem hann ætlar að ræða það sem virð­ist vera eini mögu­leik­inn í stöð­unni sem stend­ur: meiri­hluti með Sam­fylk­ingu, Pírötum og Við­reisn­.  

Hildur er þó ekki sam­mála því að þetta sé eini mögu­leik­inn. Í stöðu­upp­færslu sinni segir hún að það þurfi eng­inn að und­ir­gang­ast þær þving­anir sem banda­lagið bjóði upp á að hennar mati. „Það eru margir mögu­leikar á borð­inu við myndun meiri­hluta. Ekki síst ef flokk­arnir velja að svara ákalli kjós­enda eftir mál­efna­legum stjórn­málum og auk­inni sam­vinnu um mik­il­væg fram­fara­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er reiðu­bú­inn til sam­tals við alla flokka um verk­efni næsta kjör­tíma­bils. Við gengum óbundin til kosn­inga, boð­uðum breyt­ingar og vorum heið­ar­leg gagn­vart okkar kjós­end­um. Nú reynir á Fram­sókn­ar­flokk­inn – og auð­vitað alla flokka innan borg­ar­stjórnar - að hafa hug­rekkið til að svara kröfu kjós­enda um breytt stjórn­mál.“

Nið­ur­stöður nýaf­stað­inna borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga voru skýr­ar. Meiri­hlut­inn féll með afger­andi hætti. Þeir flokkar sem...

Posted by Hildur Björns­dóttir / Borg­ar­full­trúi on Monday, May 23, 2022

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent