EPA

Myndir af kynlífsathöfnum ekki krafa heldur örþrifaráð hinsegin hælisleitenda

Kærunefnd útlendingamála hefur óskað sérstaklega eftir því að gögn í formi mynda og/eða myndskeiða af kynlífsathöfnum verði ekki lögð fram sem gögn í málum hinsegin hælisleitenda. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum nefndarinnar við Rauða krossinn, sem Kjarninn hefur undir höndum.

Í tölvu­pósti sem þáver­andi for­maður kæru­nefndar útlend­inga­mála sendi tveimur starfs­mönnum Rauða kross­ins, sem þá sinnti allri hags­muna­gæslu þeirra sem sóttu um alþjóð­lega vernd á Íslandi, frá árinu 2020 segir að nefndin hafi haft nokkur mál til umfjöll­unar þar sem umsækj­endur um alþjóð­lega vernd byggðu umsókn sína á sam­kyn­hneigð. Í einu máli hafi myndir af umsækj­anda í kyn­lífs­at­höfnum með öðrum mönnum verið lagðar fram, auk þess sem lög­maður hans kvaðst einnig hafa undir höndum mynd­bands­upp­tökur af svip­uðum toga og spurði hvort kæru­nefndin óskaði eftir að þau yrðu lögð fram.

Kæru­nefndin hafi svarað því að ekki væri óskað eftir slíkum gögnum en það væri ákvörðun tals­manns hvaða gögn yrðu lögð fram. Þá segir jafn­framt að af orðum umsækj­anda hafi mátt ráða að tals­maður hans hefði hvatt hann til að leggja fram gögn sem sýndu fram á að hann hefði verið með öðrum mönn­um.

Eftir við­talið við umsækj­anda hafi kæru­nefndin rætt málin og afstaða nefnd­ar­innar hafi verið skýr og afdrátt­ar­laus: Gögn af þessum toga hefðu ekk­ert sönn­un­ar­gildi um sam­kyn­hneigð og að nefndin myndi ekki taka við slíkum gögnum eða byggja á í úrskurðum sín­um. Slíkt mis­bjóði mann­legri reisn allra þeirra sem komi að ferl­inu, og sér­stak­lega þeim sem komið hafi til Íslands til að sækja um vernd. Var þess óskað að hug­myndir sem þessar yrðu alfarið og end­an­lega slegnar út af borð­inu hjá Rauða kross­in­um.

Hér­aðs­dómur slær á fingur útlend­inga­yf­ir­valda

Vísir fjall­aði á dög­unum um dóm hér­aðs­dóms sem sneri við ákvörðun kæru­nefndar útlend­inga­mála um að synja umsækj­anda um alþjóð­lega vernd, sem sótt hafði um hana á grund­velli kyn­hneigð­ar, um hæli á þeim grund­velli að ekki hafi tek­ist að sanna kyn­hneigð hans. Lög­fræð­ingur manns­ins sagði málið afleitt enda væri mað­ur­inn giftur öðrum manni og gagn­rýndi útlend­inga­yf­ir­völd fyrir að ganga alltaf út frá því að umsækj­endur um alþjóð­lega vernd væru að ljúga til um kyn­hneigð sína og leggði á þá mikla sönn­un­ar­byrði í þeim efn­um. Þá gengju yfir­völd jafn­framt langt í að afsanna full­yrð­ingar umsækj­enda. Til dæmis hefðu stjórn­völd eytt mörgum klukku­stundum í að kemba sam­fé­lags­miðla ann­ars skjól­stæð­ings hans til að afsanna að hann væri sam­kyn­hneigð­ur.

Hinsegin réttindum er víða ábótavant í heiminum.
EPA

Lög­mað­ur­inn telur dóm hér­aðs­dóms slá á fingur útlend­inga­yf­ir­valda í þessum mál­um, en í kjöl­farið lét Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari umdeild ummæli falla um hinsegin hæl­is­leit­end­ur, þar sem hann sagði þá „auð­vitað ljúga“ og spurði hvort ekki væri nóg af hommum á Íslandi. Í við­brögðum við ummæl­unum sagði Dan­íel A. Arn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­tak­anna 78, meðal ann­ars að dæmi væru um að hinsegin hæl­is­leit­endur hefðu þurft að sanna kyn­hneigð sína með því að leggja fram myndir og/eða mynd­skeið af sér í kyn­lífs­at­höfn­um.

Mörgum hefur eflaust brugðið við þessi ummæli for­manns sam­tak­anna, en þó þau eigi hugs­an­lega ekki við á Íslandi, eins og tölvu­póst­sam­skiptin sem fjallað var um hér að ofan gefa til kynna, er þetta víða raun­veru­leiki hæl­is­leit­enda sem sækja um alþjóð­lega vernd á grund­velli kyn­hneigð­ar. Í Bret­landi hefur til að mynda verið fjallað um þessi mál í fjöl­miðlum og fræði­menn á sviði inn­flytj­enda og hæl­is­leit­enda hafa tals­vert fjallað um þessi mál í rann­sóknum sínum.

Að bera sönnur á kyn­hneigð

Sönn­un­ar­byrði umsækj­enda um alþjóð­lega vernd er almennt mik­il. Til að fá stöðu flótta­manns þurfa þeir að hafa orðið fyrir ofsókn­um, eða hafa vel rök­studdan ótta um ofsóknir á grund­velli þjóð­fé­lags­hóps sem þeir til­heyra. Í til­fellum sam­kyn­hneigðra getur slík sönn­un­ar­byrði verið sér­stak­lega þung. Líkt og ummæli vara­rík­is­sak­sókn­ara gefa til kynna gera for­dómar og tor­tryggni hinsegin hæl­is­leit­endum sér­stak­lega erfitt fyr­ir. Svo virð­ist sem margir telji að það að sækja um hæli á grund­velli kyn­hneigðar sé ein­hvers konar auð­veld leið sem hæl­is­leit­endur velja sér, en svo er aug­ljós­lega ekki þegar nær ómögu­legt er að bera sönnur á kyn­hneigð. Ekki síst vegna þess að þeir sem eru frá löndum þar sem sam­kyn­hneigð er sam­fé­lags­lega ósam­þykkt eða jafn­vel ólög­leg hafa oftar en ekki þurft að fara leynt með kyn­hneigð sína allt sitt líf til að tryggja öryggi sitt.

Sönnunarbyrði hinsegin hælisleitenda er einstaklega þung.
EPA

Það skapar ákveðin vand­kvæði, en það þekk­ist víðar en á Íslandi að stjórn­völd reiði sig á sam­fé­lags­miðla umsækj­enda til þess að skera úr um hvort trú­verð­ugt sé að við­kom­andi sé sam­kyn­hneigð­ir, en eðli­lega þurfa þessir ein­stak­lingar líka að fara leynt með kyn­hneigð sína á sam­fé­lags­miðl­um. Þegar litið er til þess að jafn­vel á Íslandi hjóna­band umsækj­anda við annan mann ekki verið talin næg sönnun um kyn­hneigð manns­ins má spyrja sig til hvaða ráða hæl­is­leit­endur geta grip­ið.

Það er því ekki endi­lega þannig að inn­flytj­enda­yf­ir­völd biðji sér­stak­lega um sönn­un­ar­gögn í formi ljós­mynda og/eða mynd­skeiða af þeim í kyn­lífs­at­höfn­um, heldur er um að ræða örþrifa­ráð umsækj­enda í til­raun til þess að sanna kyn­hneigð sína þegar allt annað þrýt­ur. Og það má alveg líta þannig á að það standi fátt annað til boða þegar fátt annað er tekið gilt, en slík er van­trúin á upp­lif­anir hinsegin hæl­is­leit­enda, að dæmi eru um það í Bret­landi að hvers kyns vitn­is­burður um kyn­hneigð við­kom­andi er ekki tek­inn trú­an­legur nema vitnið hafi sjálft stundað kyn­líf með hæl­is­leit­and­an­um.

Þó margir séu slegnir yfir frá­sögnum sem þessum er það stað­reynd að hinsegin hæl­is­leit­endur eru ein­hver við­kvæm­asti og ósýni­leg­asti hópur fólks sem sækir um alþjóð­lega vernd í heim­inum í dag og ljóst að víða er pottur brot­inn í með­ferð mála þeirra, bæði hér­lendis og erlend­is.

Fræði­leg heim­ild: https://jo­urnals.sagepu­b.com/doi/10.1177/1363460714552253

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar