9 færslur fundust merktar „útlendingastofnun“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bergþór Ólason, segja Útlendingastofnun ekki hrósað nóg á Alþingi og bættu úr því undir störfum þingsins í dag þar sem þeir hrósuðu stofnuninni fyrir viðbrögð við jóladagatali RÚV.
Hlutverk RÚV ekki „að mála opinbera embættismenn upp sem einhverjar grýlur“
Þingmenn Miðflokksins hrósa Útlendingastofnun fyrir viðbrögð við jóladagatali RÚV þar sem meðal annars er fjallað um fólk á flótta. Formaður Miðflokksins segir stofnunina hafa orðið fyrir árásum og áróðri af hálfu annarrar ríkisstofnunar.
14. desember 2022
41 lögreglumaður flaug með fimmtán manneskjur úr landi
Það er Ríkislögreglustjóri sem ákveður hvenær og hvernig brottvísun hælisleitenda frá landinu er framkvæmd, segir Íris Kristinsdóttir, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun. Verkbeiðnin kom frá Útlendingastofnun, segir lögreglan.
5. nóvember 2022
Myndir af kynlífsathöfnum ekki krafa heldur örþrifaráð hinsegin hælisleitenda
Kærunefnd útlendingamála hefur óskað sérstaklega eftir því að gögn í formi mynda og/eða myndskeiða af kynlífsathöfnum verði ekki lögð fram sem gögn í málum hinsegin hælisleitenda.
26. júlí 2022
Sema Erla segir kröfuna um að Útlendingastofnun verði lögð niður hafa orðið háværari að undanförnu.
Segir framferði Útlendingastofnunar skýra hvers vegna hana þurfi að leggja niður
Formaður Solaris segir að byrja þurfi upp á nýtt í útlendingamálum á nýjum grunni. Fyrsta skrefið á þeirri vegferð sé að leggja niður Útlendingastofnun.
18. júlí 2021
Mynd af handtökunni sem samtökin No Borders birtu á Facebook-síðu sinni.
Palestínumenn handteknir í húsnæði Útlendingastofnunar
„Þeir börðu þá og hentu þeim í jörðina,“ hafa samtökin No Borders eftir manneskju sem varð vitni að handtöku tveggja Palestínumanna í dag. Lögfræðingur Rauða krossins varð að hluta til vitni að atburðunum.
6. júlí 2021
„Á sjónarmið hans að vega hærra eða stjórnvalda?“
Ákvarðanir um að synja hópi Palestínumanna um alþjóðlega vernd voru teknar „áður en yfirstandandi átök brutust út á Gaza,“ segir sviðsstjóri verndarsviðs Útlendingastofnunar og að stríðið þar hafi „ekki endilega“ áhrif á flutning þeirra úr landi.
20. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
17. maí 2021
Reykjanesbær ófær um að þjónusta fleiri hælisleitendur
Velferðarráð Reykjanesbæjar hafnaði beiðni um að sjá um þjónustu við fleiri hælisleitendur en bærinn aðstoðar nú allt að 70 hælisleitendur. Útlendingastofnun bætir við húsnæði í Reykjanesbæ vegna fjölda hælisumsókna.
16. október 2018
367% fjölgun umsókna um vernd milli ára
17. júní 2016