Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“

Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.

Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Auglýsing

„Mig langar bara að vinna og sjá fyrir mér, verða eins og venju­legur mað­ur.“ Þetta segir hinn 26 ára gamli Palest­ínu­maður Suliman Al Masri í sam­tali við Kjarn­ann. Hann er í hópi þeirra Palest­ínu­manna sem Útlend­inga­stofnun hefur til­kynnt að verði vísað úr hús­næði stofn­un­ar­innar og út á götu á morg­un. Að minnsta kosti sjö hafa fengið sömu skila­boð. Skýr­ingin er sú að þeir vilja ekki fara aftur til Grikk­lands líkt og íslensk yfir­völd hafa fyr­ir­skip­að. Því hefur hann neitað að fara í COVID-­próf sem er for­senda þess að hægt sé að senda hann úr landi. „Ég hef fengið þessa tvo slæmu kosti: Að vera á göt­unni á Íslandi eða á göt­unni í Grikk­land­i,“ segir Sulim­an. Í heila viku hefur hann ótt­ast það versta og átt erfitt með svefn vegna til­hugs­un­ar­innar um að verða sendur til baka.

Tveimur palest­ínskum hæl­is­leit­endum var síð­degis vísað úr hús­næði stofn­un­ar­innar að Bæj­ar­hrauni í Hafn­ar­firði. Þeir hafa í engin hús að venda en hefur verið bent á að leita skjóls í mosk­um. Á morgun munu að óbreyttu fleiri bæt­ast í þann hóp.

Auglýsing

„Það er stríð í heima­landi okk­ar,“ segir Sulim­an. Ísra­elar gera nú harðar loft­árásir á Gaza og tugir hafa fall­ið, m.a. mörg börn. „Fjöl­skyldan mín er á Gaza, aldr­aðir for­eldrar mín­ir, systur mínar og börn ann­arrar þeirra. Við erum mjög áhyggju­fullir út af því. Gaza er mjög lítið svæði. Þar er eng­inn öruggur í augna­blik­in­u.“ Hann segir Útlend­inga­stofnun hins vegar hafa sagt að ekk­ert sé hægt að gera. Þar sem hann og landar hans hafi þegar fengið stöðu flótta­manna í Grikk­landi verði þeir allir sendir til baka þang­að. „Ég flúði Palest­ínu út af ástand­inu þar í leit að venju­legu lífi eins og allir þrá,“ segir Sulim­an. Hann hafi ekki kom­ist neitt annað en til Grikk­lands og þar hafi hann þurft að dvelja í flótta­manna­búðum á eyju í heilt ár. „Það var eins og fang­elsi og alveg hræði­legur tím­i.“ Hann segir ástandið í búð­unum hafa verið skelfi­legt. Glæpa­hópar ráði þar ríkjum og ofbeldi sé dag­legt brauð.

Eftir að Suliman hafði fengið stöðu flótta­manns í Grikk­landi, eftir árið skelfi­lega á eyj­unni, tók ekki mikið betra við. Hann fór til höf­uð­borg­ar­innar Aþenu til að leita sér að vinnu og reyna að læra tungu­mál­ið. En hátt atvinnu­leysi er í Grikk­landi meðan inn­fæddra og atvinnu­á­standið enn erf­ið­ara fyrir flótta­fólk. „Ég gat ekk­ert gert.“ Þegar fólk hefur fengið stöðu flótta­manns fær það ekki lengur opin­beran fjár­stuðn­ing og hann hafði því ekk­ert á milli hand­anna til að bjarga sér og lifa á.

Eftir hálft ár í Aþenu ákvað Suliman að reyna að kom­ast til ann­ars Evr­ópu­lands. Hann íhug­aði að fara til Þýska­lands eða Sví­þjóðar í fyrstu. Hann hafi svo ákveðið að koma til Íslands og fá hæli hér. „Ég hugs­aði að þar yrði komið fram við mig eins og mann­eskju.“ Hingað kom hann í októ­ber á síð­asta ári. En nú, átta mán­uðum síð­ar, hefur hann fengið skýrt svar frá yfir­völd­um: „Þú verður að yfir­gefa landið því þú komst hingað frá Grikk­land­i.“ Hann seg­ist hafa sagt þeim eins og er, að ef hann verði sendur aftur til Grikk­lands bíði hans ekk­ert annað en gat­an. „Þeir hafa þá sagt að ef ég fari ekki verði þeir að vísa mér út á götu og að það sé mjög kalt úti.“ Jú, hann segir vissu­lega rétt að hlýrra sé í Grikk­landi á þessum árs­tíma en að þar séu glæpir tíðir á göt­um. Í hans huga er þetta því ekk­ert val. Hann vill frekar búa á göt­unni á Íslandi en í Grikk­landi – þó að það sé kald­ara hér. „Ég get ekki hugsað mér að fara aftur til Grikk­lands. Það er mjög hættu­legt. Þar á ég enga fram­tíð.“

Suliman Al Masri tók líkt og aðrir hælisleitendur frá Palestínu þátt í matar- og menningarhátíð í ungmennahúsinu Hamrinum í Hafnarfirði fyrir helgi. Þar elduðu þeir alls konar palestínska rétti og buðu gestum. Mynd: Úr einkasafni

Suliman hefur lokið háskóla­námi í við­skipta- og ferða­mála­fræðum í Palest­ínu. Þegar hann greindi yfir­völdum hér frá því voru við­brögðin þau að menntun hans skipti engu máli um það hvort að hann fengi að vera hér áfram eða ekki. „Ég vil ekki vera flótta­mað­ur. Ég vil vinna fyrir mér. Ég vil engar bætur eða slíkt.“

Spurður hvort hann hafi heyrt í fjöl­skyld­unni sinni á Gaza segir hann net- og síma­sam­band mjög stop­ult svo hann nái aðeins annað slagið sam­bandi við hana. Hann hefur miklar áhyggjur af fólk­inu sínu. „Gaza er svo lít­il. Þegar loft­skeytin koma eru allir í hætt­u.“

Suliman hefur kynnst stríði. Hann þekkir í raun ekk­ert annað en stríðs­á­stand. Hann var í heima­land­inu árið 2014 þegar stríð við Ísr­ael hófst og stóð í meira en fimm­tíu daga. „Þess vegna veit ég hvað þetta er hættu­legt. Að eng­inn er örugg­ur. Ég bjó rétt við landa­mær­in.“

Á morgun verður Suliman vísað út úr hús­næði Útlend­inga­stofn­unar þar sem hann heldur nú til. „Já, ég mun vera á göt­unn­i.“

Hann seg­ist finna fyrir miklum ótta vegna ástands­ins heima fyrir og að nú bæt­ist sorg ofan á það. „Mér finnst eins og [ís­lenskum yfir­völd­um] sé sama um mig. Það hljóta allir að hafa séð hvað er að ger­ast á Gaza. Fyrir alla, konur og börn.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent