Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“

Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.

Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Auglýsing

„Mig langar bara að vinna og sjá fyrir mér, verða eins og venju­legur mað­ur.“ Þetta segir hinn 26 ára gamli Palest­ínu­maður Suliman Al Masri í sam­tali við Kjarn­ann. Hann er í hópi þeirra Palest­ínu­manna sem Útlend­inga­stofnun hefur til­kynnt að verði vísað úr hús­næði stofn­un­ar­innar og út á götu á morg­un. Að minnsta kosti sjö hafa fengið sömu skila­boð. Skýr­ingin er sú að þeir vilja ekki fara aftur til Grikk­lands líkt og íslensk yfir­völd hafa fyr­ir­skip­að. Því hefur hann neitað að fara í COVID-­próf sem er for­senda þess að hægt sé að senda hann úr landi. „Ég hef fengið þessa tvo slæmu kosti: Að vera á göt­unni á Íslandi eða á göt­unni í Grikk­land­i,“ segir Sulim­an. Í heila viku hefur hann ótt­ast það versta og átt erfitt með svefn vegna til­hugs­un­ar­innar um að verða sendur til baka.

Tveimur palest­ínskum hæl­is­leit­endum var síð­degis vísað úr hús­næði stofn­un­ar­innar að Bæj­ar­hrauni í Hafn­ar­firði. Þeir hafa í engin hús að venda en hefur verið bent á að leita skjóls í mosk­um. Á morgun munu að óbreyttu fleiri bæt­ast í þann hóp.

Auglýsing

„Það er stríð í heima­landi okk­ar,“ segir Sulim­an. Ísra­elar gera nú harðar loft­árásir á Gaza og tugir hafa fall­ið, m.a. mörg börn. „Fjöl­skyldan mín er á Gaza, aldr­aðir for­eldrar mín­ir, systur mínar og börn ann­arrar þeirra. Við erum mjög áhyggju­fullir út af því. Gaza er mjög lítið svæði. Þar er eng­inn öruggur í augna­blik­in­u.“ Hann segir Útlend­inga­stofnun hins vegar hafa sagt að ekk­ert sé hægt að gera. Þar sem hann og landar hans hafi þegar fengið stöðu flótta­manna í Grikk­landi verði þeir allir sendir til baka þang­að. „Ég flúði Palest­ínu út af ástand­inu þar í leit að venju­legu lífi eins og allir þrá,“ segir Sulim­an. Hann hafi ekki kom­ist neitt annað en til Grikk­lands og þar hafi hann þurft að dvelja í flótta­manna­búðum á eyju í heilt ár. „Það var eins og fang­elsi og alveg hræði­legur tím­i.“ Hann segir ástandið í búð­unum hafa verið skelfi­legt. Glæpa­hópar ráði þar ríkjum og ofbeldi sé dag­legt brauð.

Eftir að Suliman hafði fengið stöðu flótta­manns í Grikk­landi, eftir árið skelfi­lega á eyj­unni, tók ekki mikið betra við. Hann fór til höf­uð­borg­ar­innar Aþenu til að leita sér að vinnu og reyna að læra tungu­mál­ið. En hátt atvinnu­leysi er í Grikk­landi meðan inn­fæddra og atvinnu­á­standið enn erf­ið­ara fyrir flótta­fólk. „Ég gat ekk­ert gert.“ Þegar fólk hefur fengið stöðu flótta­manns fær það ekki lengur opin­beran fjár­stuðn­ing og hann hafði því ekk­ert á milli hand­anna til að bjarga sér og lifa á.

Eftir hálft ár í Aþenu ákvað Suliman að reyna að kom­ast til ann­ars Evr­ópu­lands. Hann íhug­aði að fara til Þýska­lands eða Sví­þjóðar í fyrstu. Hann hafi svo ákveðið að koma til Íslands og fá hæli hér. „Ég hugs­aði að þar yrði komið fram við mig eins og mann­eskju.“ Hingað kom hann í októ­ber á síð­asta ári. En nú, átta mán­uðum síð­ar, hefur hann fengið skýrt svar frá yfir­völd­um: „Þú verður að yfir­gefa landið því þú komst hingað frá Grikk­land­i.“ Hann seg­ist hafa sagt þeim eins og er, að ef hann verði sendur aftur til Grikk­lands bíði hans ekk­ert annað en gat­an. „Þeir hafa þá sagt að ef ég fari ekki verði þeir að vísa mér út á götu og að það sé mjög kalt úti.“ Jú, hann segir vissu­lega rétt að hlýrra sé í Grikk­landi á þessum árs­tíma en að þar séu glæpir tíðir á göt­um. Í hans huga er þetta því ekk­ert val. Hann vill frekar búa á göt­unni á Íslandi en í Grikk­landi – þó að það sé kald­ara hér. „Ég get ekki hugsað mér að fara aftur til Grikk­lands. Það er mjög hættu­legt. Þar á ég enga fram­tíð.“

Suliman Al Masri tók líkt og aðrir hælisleitendur frá Palestínu þátt í matar- og menningarhátíð í ungmennahúsinu Hamrinum í Hafnarfirði fyrir helgi. Þar elduðu þeir alls konar palestínska rétti og buðu gestum. Mynd: Úr einkasafni

Suliman hefur lokið háskóla­námi í við­skipta- og ferða­mála­fræðum í Palest­ínu. Þegar hann greindi yfir­völdum hér frá því voru við­brögðin þau að menntun hans skipti engu máli um það hvort að hann fengi að vera hér áfram eða ekki. „Ég vil ekki vera flótta­mað­ur. Ég vil vinna fyrir mér. Ég vil engar bætur eða slíkt.“

Spurður hvort hann hafi heyrt í fjöl­skyld­unni sinni á Gaza segir hann net- og síma­sam­band mjög stop­ult svo hann nái aðeins annað slagið sam­bandi við hana. Hann hefur miklar áhyggjur af fólk­inu sínu. „Gaza er svo lít­il. Þegar loft­skeytin koma eru allir í hætt­u.“

Suliman hefur kynnst stríði. Hann þekkir í raun ekk­ert annað en stríðs­á­stand. Hann var í heima­land­inu árið 2014 þegar stríð við Ísr­ael hófst og stóð í meira en fimm­tíu daga. „Þess vegna veit ég hvað þetta er hættu­legt. Að eng­inn er örugg­ur. Ég bjó rétt við landa­mær­in.“

Á morgun verður Suliman vísað út úr hús­næði Útlend­inga­stofn­unar þar sem hann heldur nú til. „Já, ég mun vera á göt­unn­i.“

Hann seg­ist finna fyrir miklum ótta vegna ástands­ins heima fyrir og að nú bæt­ist sorg ofan á það. „Mér finnst eins og [ís­lenskum yfir­völd­um] sé sama um mig. Það hljóta allir að hafa séð hvað er að ger­ast á Gaza. Fyrir alla, konur og börn.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent