Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu

Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“

Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Auglýsing

Til stendur að vísa hópi Palest­ínu­manna og Sýr­lend­inga úr landi á næst­unni, ein­hverjum þegar á morg­un. Fólkið á að senda til Grikk­lands þar sem það hafði þegar fengið stöðu flótta­manna. Lög­menn þeirra segja hins vegar ástandið þar engan veg­inn ásætt­an­legt og því ekki for­svar­an­legt að íslensk stjórn­völd sendi þangað fólk sem leitað hefur hér skjóls. Magnús Norð­da­hl, lög­maður um tíu Palest­ínu­manna, segir að á Grikk­landi sé, ólíkt því sem íslensk yfir­völd vilja meina, „ekki virk alþjóð­leg vernd. Ekki í neinum skiln­ing­i”. Um það votti nið­ur­stöður fjöl­margra alþjóð­legra skýrslna. „Mínir skjól­stæð­ingar geta ekki hugsað sér að vera sendir þangað aft­ur.“

Rauði kross­inn vill svör frá Útlend­inga­stofnun

Arn­dís Anna Gunn­ars­dótt­ir, lög­maður nokk­urra Palest­ínu­manna og Sýr­lend­inga, minnir á að það sé engin til­viljun að fólk sem fengið hafi stöðu flótta­manna í Grikk­landi flýi það­an. Hún segir Útlend­inga­stofnun beita fólk sem senda á héðan hót­unum sem felist í því að neiti það að fara í COVID-­próf sé það svipt fram­færslu og jafn­vel hús­næði. Einum sýr­lenskum skjól­stæð­ingi hennar hafi þegar verið gert að yfir­gefa hús­næði sem hann sé í á vegum stofn­un­ar­inn­ar. Guð­ríður Lára Þrast­ar­dóttir lög­fræð­ingur hjá Rauða kross Íslands, seg­ist aðspurð hafa fengið það stað­fest hjá Útlend­inga­stofnun að þetta séu þau skila­boð sem hæl­is­leit­endur sem senda á aftur til Grikk­lands og neita að fara í COVID-­próf fái. Sam­tökin hafa óskað eftir upp­lýs­ingum um á hvaða laga­heim­ild þessi aðgerð stofn­un­ar­innar byggi.

Auglýsing

Palest­ínsku umbjóð­endur Magn­úsar eru flestir karl­menn sem hafa komið hingað til lands á síð­ustu mán­uðum og beðið um hæli. Magnús segir „alltaf tekið harðar á þeim hópi í kerf­in­u“. Þeim hafi margoft verið til­kynnt af lög­reglu á síð­ustu vikum að nú verði þeir sendir til Grikk­lands – þennan dag­inn eða hinn. „En við erum ekki með neinar áreið­an­legar upp­lýs­ingar um hvenær þeim verði vísað úr land­i“. Honum er ekki kunn­ugt um að þeir séu bólu­settir gegn COVID-19 og ekki heldur að þeir hafi farið í sýna­töku sem sé for­senda þess að hægt sé að senda þá úr landi.

Á fyrri stigum heims­far­ald­urs­ins var brott­vís­unum héðan og til Grikk­lands frestað. Nú eru yfir­völd aftur farin að fram­kvæma brott­vís­anir og það í ástandi sem sé að sögn Magn­úsar enn verra en það var. Arn­dís bendir á að það sé engin til­viljun að flestir þeir sem hér leiti verndar núna séu að koma frá Grikk­landi. Það eigi sér ein­fald­lega þá skýr­ingu að ástandið þar sé skelfi­legt. „Af hverju er fólk sem fengið hefur stöðu flótta­manna á Spáni ekki að koma hing­að? Eða Búlgar­íu? Lit­há­en? Það er af því að flótta­fólk á Grikk­landi hefur enga kosti. Það á sér þar enga fram­tíð. Það er ekk­ert sem það getur gert til að kom­ast út úr þeirri stöðu. Þetta er fólk sem átti heim­ili, fjöl­skyldu og hafði vinnu. En svo missir það allt.“ Stað­reyndin sé sú að í Grikk­landi sé flótta­fólk að deyja á götum úti. Ástandið sé „stóral­var­legt“ og að þangað eigi ekki að vísa fólki. „En það er ekkert hlust­að.“

Eftir mannskæðan eldsvoða í flóttamannabúðum í Grikklandi í fyrra ákváðu mörg lönd að taka sérstaklega við flóttamönnum þaðan. Hér er sýrlensk fjölskylda á leið til Þýskalands. Mynd: EPA

Ástandið í Palest­ínu hefur lengi verið slæmt og síð­ustu daga og vikur hefur það versnað enn frek­ar. „Svarið frá íslenskum stjórn­völdum verður alltaf á þá leið að það sé ekki verið að vísa þeim þangað – heldur til Grikk­lands,“ segir Magnús en bendir á að það sé rík ástæða fyrir því að fólkið hafi haldið flótt­anum áfram frá Grikk­landi og til Íslands. „Það er að mínum dómi algjör­lega ófor­svar­an­legt að íslensk stjórn­völd vísi hæl­is­leit­endum aftur til Grikk­lands þegar að fyr­ir­liggj­andi gögn, fyr­ir­liggj­andi skýrsl­ur, bendi til þess að ástandið þar sé á engan hátt öruggt fyrir þá sem hafa fengið þar alþjóð­lega vernd. Það er ástæða fyrir því að þessir aðilar flýja þetta land. Sama hvort að þar eigi í hlut fólk sem flúið hefur Palest­ínu eða ein­hver önnur lönd.“

Ekki með atvinnu­leyfi

Arn­dís Anna hefur verið með um 10 umbjóð­endur frá Palest­ínu og Sýr­landi á síð­ustu vikum en ein­hverjir þeirra eru farnir úr landi. Eftir að úrskurðir í þeirra málum hafi legið fyr­ir, um að mál þeirra verði ekki tekin til efn­is­legrar með­ferðar og þeir því aftur sendir til Grikk­lands, hafi sumir þeirra neitað að gang­ast undir sýna­töku vegna COVID-19 og í kjöl­farið hafi Útlend­inga­stofnun í ein­hverjum til­vikum sagt þeim að geri þeir það ekki verði þeir sviptir fram­færslu og jafn­vel hús­næði. „Þeir eru ekki með atvinnu­leyfi. Hvað eiga þeir að ger­a?“ spyr Arn­dís. Hún segir að það sem yfir­völd ætli sér með þessu sé að fá fólkið til að sam­þykkja að fara aftur til Grikk­lands.

Einn skjól­stæð­inga Arn­dísar frá Sýr­landi hafði sam­band í morgun og greindi henni frá því að honum hafi verið sagt að taka saman allt dótið sitt. Að það væri að koma leigu­bíll að sækja hann. Hvert hann átti að fara vissi hann ekki en að minnsta kosti væri búið að vísa honum út úr því hús­næði sem hann hefur dvalið í á vegum Útlend­inga­stofn­un­ar. „Hann veit ekk­ert hvað hann á að gera. Hvort að hann eigi að láta sig hafa það að fara aftur til Grikk­lands. Hvar á hann að sofa í nótt? Þetta er frá­leit staða.“

Taka skárri kost­inn

Arn­dís segir ein­hverja hafa tekið þann kost­inn að fara í COVID-­próf og til Grikk­lands enda sé þar hlýrra að dvelja á göt­unni en hér á landi. Um það snú­ist kost­irnir tveir í raun. Hún segir það bók­staf­lega þannig að margir muni enda á göt­unni í Grikk­landi því þar sé enga aðstoð að fá, hvorki húsa­skjól, heil­brigð­is­þjón­ustu og hvað þá atvinnu. Einn umbjóð­andi Arn­dísar sá sér þann kost vænstan að fara aftur til Grikk­lands nýverið en þar ætli hann ekki að staldra lengi við heldur fara aftur til lands­ins sem hann flúði fyrst: Sýr­lands. „Þar hefur hann alla vega fjöl­skyld­una.“ Þetta segir hún til marks um þær aðstæður sem flótta­fólk í Grikk­landi þurfi að búa við.

Yfir­völd hér á landi séu að „ger­ast harð­ari og harð­ari“ og að þau láti eins og COVID-far­ald­ur­inn sé búinn. En far­ald­ur­inn hafi verið eins og „olía á eld“ aðstæðna flótta­fólks í Grikk­landi.

Þeir hæl­is­leit­endur sem fari aftur til Grikk­lands ætli sér alls ekki að vera þar áfram. Það sé ein­fald­lega ekki hægt. „Þeir halda áfram að leita. Að reyna að kom­ast af. Lifa.“

Auglýsing

Á heima­síðu Útlend­inga­stofn­unar kemur fram að á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins hafi 23 Palest­ínu­menn sótt um vernd hér á landi og átta frá Sýr­landi. Í heild hafi 28 hæl­is­leit­endur verið fluttir frá land­inu á tíma­bil­inu. Á sama tíma hafi fjórir Palest­ínu­menn fengið hér vernd, átján fengið svo­kall­aða við­bót­ar­vernd, fimm verið brott­vísað á for­sendum Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar og 45 fengið vernd í öðru ríki.

122 Palest­ínu­menn sóttu um alþjóð­lega vernd hér á landi í fyrra og sex­tíu Sýr­lend­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent