Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu

RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.

Daðiogmagnið23821382139812.jpeg
Auglýsing

Ríkisútvarpið (RÚV) óskaði eftir undanþágu fyrir Eurovision-hópinn sem fór til Rotterdam í Hollandi til að taka þátt í Eurovision-keppninni í ár til að fá bólusetningu gegn COVID-19. Sóttvarnaryfirvöld veittu undanþáguna og hleypti hópnum fram fyrir röð í bólusetningu. Frá þessu er greint á mbl.is.

Samkvæmt upplýsingum Kjarnans er um allan hópinn sem fór út á vegum RÚV að ræða, ekki einungis þau sem stíga á svið og flytja atriði Íslands, lagið 10 years með Daða og Gagnamagninu. 

Í samtali við mbl.is segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að sóttvarnaryfirvöld hafi verið stíf á því að veita ekki undanþágur og að margir hafi fengið neitun. Eftir umræður hafi hins vegar ákveðið að veita Eurovision-hópnum undanþágu og bólusetja hann.  Það var gert fyrir tíu dögum síðan.

Auglýsing
Við Vísi segir Þórólfur að það hafi ekki verið neinir sérstakir þættir sem gerðu það að verkum að Erovision-hópurinn fór fram fyrir röðina í bólusetningu. „Ég get skilið að mörgum finnst það kannski óréttlátt á meðan það er verið að neita öðrum hópum, en þetta var bara niðurstaðan.“

Smit kom samt sem áður upp í hópnum um helgina en það tekur að jafnaði um tvær til þrjár vikur fyrir bóluefni að virka að fullu. 

Felix Bergsson, farastjóri íslenska hópsins, greindi frá því í viðtali við Vísi í gær að hópurinn hefði verið bólusettur með Jansen bóluefni fyrir brottför en þar kom ekki fram að um undanþágu var að ræða.

Á Íslandi er ekki mælt með bólusetningum 18 ára og yngri en þó kemur fram í upplýsingum yfirvalda að bóluefni Pfizer-BioNtech megi nota hjá sextán ára og eldri.

20 prósent þjóðarinnar eru yngri en sextán ára og 24,5 prósent eru yngri en átján ára. 65 þúsund einstaklingar hér á landi eru þegar orðnir fullbólusettir eða 17,2 prósent allra þeirra sem hér búa.

Á upplýsingafundi almannavarna í febrúar sagði Þórólfur að ólíklegt væri að keppendur Íslands á Olympíuleikunum í Tokýó í sumar yrðu settir í forgang í bólusetningu, en Íþróttasamband Íslands (ÍSÍ) hafði þá kallað eftir því að ólympíufararnir yrðu bólusettir sem fyrst.

Í byrjun maí ákvað Pfizer-bóluefnaframleiðandinn svo að gefa öllum keppendum á Ólympíuleikunum bóluefni, en ekki liggur fyrir hvernig það verði útfært né hvort að keppendur í Ólympíuhópi ÍSÍ verði bólusettir sem hluti af þeirri áætlun. Einn íslenskur keppandi hefur þegar tryggt sér þátttökurétt á leikunum, sundmaðurinn Anton Sveinn McKee.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent