Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu

RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.

Daðiogmagnið23821382139812.jpeg
Auglýsing

Ríkisútvarpið (RÚV) óskaði eftir undanþágu fyrir Eurovision-hópinn sem fór til Rotterdam í Hollandi til að taka þátt í Eurovision-keppninni í ár til að fá bólusetningu gegn COVID-19. Sóttvarnaryfirvöld veittu undanþáguna og hleypti hópnum fram fyrir röð í bólusetningu. Frá þessu er greint á mbl.is.

Samkvæmt upplýsingum Kjarnans er um allan hópinn sem fór út á vegum RÚV að ræða, ekki einungis þau sem stíga á svið og flytja atriði Íslands, lagið 10 years með Daða og Gagnamagninu. 

Í samtali við mbl.is segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að sóttvarnaryfirvöld hafi verið stíf á því að veita ekki undanþágur og að margir hafi fengið neitun. Eftir umræður hafi hins vegar ákveðið að veita Eurovision-hópnum undanþágu og bólusetja hann.  Það var gert fyrir tíu dögum síðan.

Auglýsing
Við Vísi segir Þórólfur að það hafi ekki verið neinir sérstakir þættir sem gerðu það að verkum að Erovision-hópurinn fór fram fyrir röðina í bólusetningu. „Ég get skilið að mörgum finnst það kannski óréttlátt á meðan það er verið að neita öðrum hópum, en þetta var bara niðurstaðan.“

Smit kom samt sem áður upp í hópnum um helgina en það tekur að jafnaði um tvær til þrjár vikur fyrir bóluefni að virka að fullu. 

Felix Bergsson, farastjóri íslenska hópsins, greindi frá því í viðtali við Vísi í gær að hópurinn hefði verið bólusettur með Jansen bóluefni fyrir brottför en þar kom ekki fram að um undanþágu var að ræða.

Á Íslandi er ekki mælt með bólusetningum 18 ára og yngri en þó kemur fram í upplýsingum yfirvalda að bóluefni Pfizer-BioNtech megi nota hjá sextán ára og eldri.

20 prósent þjóðarinnar eru yngri en sextán ára og 24,5 prósent eru yngri en átján ára. 65 þúsund einstaklingar hér á landi eru þegar orðnir fullbólusettir eða 17,2 prósent allra þeirra sem hér búa.

Á upplýsingafundi almannavarna í febrúar sagði Þórólfur að ólíklegt væri að keppendur Íslands á Olympíuleikunum í Tokýó í sumar yrðu settir í forgang í bólusetningu, en Íþróttasamband Íslands (ÍSÍ) hafði þá kallað eftir því að ólympíufararnir yrðu bólusettir sem fyrst.

Í byrjun maí ákvað Pfizer-bóluefnaframleiðandinn svo að gefa öllum keppendum á Ólympíuleikunum bóluefni, en ekki liggur fyrir hvernig það verði útfært né hvort að keppendur í Ólympíuhópi ÍSÍ verði bólusettir sem hluti af þeirri áætlun. Einn íslenskur keppandi hefur þegar tryggt sér þátttökurétt á leikunum, sundmaðurinn Anton Sveinn McKee.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent