Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu

RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.

Daðiogmagnið23821382139812.jpeg
Auglýsing

Rík­is­út­varpið (RÚV) óskaði eftir und­an­þágu fyrir Eurovision-hóp­inn sem fór til Rott­er­dam í Hollandi til að taka þátt í Eurovision-keppn­inni í ár til að fá bólu­setn­ingu gegn COVID-19. Sótt­varn­ar­yf­ir­völd veittu und­an­þág­una og hleypti hópnum fram fyrir röð í bólu­setn­ingu. Frá þessu er greint á mbl.is.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans er um allan hóp­inn sem fór út á vegum RÚV að ræða, ekki ein­ungis þau sem stíga á svið og flytja atriði Íslands, lagið 10 years með Daða og Gagna­magn­in­u. 

Í sam­tali við mbl.is segir Þórólfur Guðna­son sótt­varn­ar­læknir að sótt­varn­ar­yf­ir­völd hafi verið stíf á því að veita ekki und­an­þágur og að margir hafi fengið neit­un. Eftir umræður hafi hins vegar ákveðið að veita Eurovision-hópnum und­an­þágu og bólu­setja hann.  Það var gert fyrir tíu dögum síð­an.

Auglýsing
Við Vísi segir Þórólfur að það hafi ekki verið neinir sér­stakir þættir sem gerðu það að verkum að Erovision-hóp­ur­inn fór fram fyrir röð­ina í bólu­setn­ingu. „Ég get skilið að mörgum finnst það kannski órétt­látt á meðan það er verið að neita öðrum hóp­um, en þetta var bara nið­ur­stað­an.“

Smit kom samt sem áður upp í hópnum um helg­ina en það tekur að jafn­aði um tvær til þrjár vikur fyrir bólu­efni að virka að fullu. 

­Felix Bergs­son, fara­stjóri íslenska hóps­ins, greindi frá því í við­tali við Vísi í gær að hóp­ur­inn hefði verið bólu­settur með Jan­sen bólu­efni fyrir brott­för en þar kom ekki fram að um und­an­þágu var að ræða.

Á Íslandi er ekki mælt með bólu­setn­ingum 18 ára og yngri en þó kemur fram í upp­lýs­ingum yfir­valda að bólu­efni Pfiz­er-BioNtech megi nota hjá sextán ára og eldri.

20 pró­sent þjóð­ar­innar eru yngri en sextán ára og 24,5 pró­sent eru yngri en átján ára. 65 þús­und ein­stak­lingar hér á landi eru þegar orðnir full­bólu­settir eða 17,2 pró­sent allra þeirra sem hér búa.

Á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í febr­úar sagði Þórólfur að ólík­legt væri að kepp­endur Íslands á Olymp­íu­leik­unum í Tokýó í sumar yrðu settir í for­gang í bólu­setn­ingu, en Íþrótta­sam­band Íslands (ÍSÍ) hafði þá kallað eftir því að ólymp­íu­far­arnir yrðu bólu­settir sem fyrst.

Í byrjun maí ákvað Pfiz­er-­bólu­efna­fram­leið­and­inn svo að gefa öllum kepp­endum á Ólymp­íu­leik­unum bólu­efni, en ekki liggur fyrir hvernig það verði útfært né hvort að kepp­endur í Ólymp­íu­hópi ÍSÍ verði bólu­settir sem hluti af þeirri áætl­un. Einn íslenskur kepp­andi hefur þegar tryggt sér þátt­töku­rétt á leik­un­um, sund­mað­ur­inn Anton Sveinn McKee.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent