Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“

Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.

Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Auglýsing

Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Unity, segir mikið hugvit og hreina orkuframleiðslu gera Ísland að álitlegum fjárfestingarkosti. Að hans mati væri hægt að framkvæma tilraunir hérlendis tengdar framtíðarnýtingu á orku, þar sem rafmagnið sé nokkurn veginn búið til án þess að losa kolefni.

Þetta sagði Davíð í ítarlegu viðtali í vorhefti Vísbendingar, sem kom út síðasta föstudag. Í viðtalinu var farið yfir reynslu hans sem frumkvöðuls, árangur hjá Unity og áform hans um að flytja til Íslands og fjárfesta í fyrirtækjum sem vinna að lausnum gegn loftslagsvandanum.

Gat ekki annað gert en að fjárfesta í sprotum

Á síðustu árum hefur Davíð einbeitt sér að fjárfestingum í sprotafyrirtækjum. Aðspurður hvers vegna hann hafi ákveðið að gera það segir Davíð það vera bæði vegna reynslu og áhuga. „Ég kann svolítið á að stofna tæknifyrirtæki og hef gaman af ferlinu í kringum það og fólkinu sem stofnar fyrirtækin. Ég gat eiginlega ekki annað en að gera það.“

Auglýsing

Þessa stundina vinnur hann svo að stofnun nýs fjárfestingarsjóðs með bróður sínum, Ara Helgasyni, en þeir hyggjast báðir að flytja til Íslands í sumar. Samkvæmt Davíð er margt enn óútfært í þeim efnum, en hann segir þó að áformin séu meira en bara vangaveltur og að meiri upplýsingar muni koma í ljós þegar nær dregur.

Hugvit og hrein orka gera Ísland aðlaðandi

Samkvæmt honum er margt sem gerir Ísland að álitlegum fjárfestingarkosti, þar sem hér sé fullt af hugviti og nóg af fólki að gera áhugaverða hluti. „Það er líka fínn áhugi á fyrirtækjum sem tengjast loftslagsbreytingum og við höfum verið að tala við nokkur þeirra um það,“ bætir hann við.

„Ísland er auðvitað sérstakt land að því leyti að rafmagnið er nokkurn veginn búið til án þess að losa kolefni, svo ég held að landið geti orðið einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina,“ segir hann einnig. Hér sé hægt að prófa hvernig heimurinn verður, þar sem önnur lönd stefna einnig á jafnhreina orkuframleiðslu.

„Ég held að það sé fullt af fólki sem vill koma til Íslands og vinna þar,“ bætir Davíð við og segir að hann og bróðir hans vilji fá gott fólk með sér hingað til lands, bæði Íslendinga og útlendinga, til að vinna í umhverfismálum.

Hægt er að lesa viðtalið við Davíð í heild sinni með því að smella hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent