Hlutverk RÚV ekki „að mála opinbera embættismenn upp sem einhverjar grýlur“

Þingmenn Miðflokksins hrósa Útlendingastofnun fyrir viðbrögð við jóladagatali RÚV þar sem meðal annars er fjallað um fólk á flótta. Formaður Miðflokksins segir stofnunina hafa orðið fyrir árásum og áróðri af hálfu annarrar ríkisstofnunar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bergþór Ólason, segja Útlendingastofnun ekki hrósað nóg á Alþingi og bættu úr því undir störfum þingsins í dag þar sem þeir hrósuðu stofnuninni fyrir viðbrögð við jóladagatali RÚV.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bergþór Ólason, segja Útlendingastofnun ekki hrósað nóg á Alþingi og bættu úr því undir störfum þingsins í dag þar sem þeir hrósuðu stofnuninni fyrir viðbrögð við jóladagatali RÚV.
Auglýsing

„Mig langar í dag undir störfum þings­ins að hrósa Útlend­inga­stofn­un. Það er ekki gert mikið af því hér úr þessum ræðu­stól,“ sagði Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins, við upp­haf þing­fundar í morg­un.

Til­efnið er sér­stakur vefur Útlend­inga­stofn­unar sem settur var í loftið í vik­unni þar sem farið er yfir efn­is­at­riði í jóla­daga­tal­inu sem sýnt er á RÚV nú á aðvent­unni, en það ber heitið Randa­lín og Mundi: Dagar í des­em­ber og fjallar meðal ann­­ars um fólk á flótta.

Auglýsing
Á vef Útlend­inga­­stofn­unar segir að jóla­daga­talið sé „vel tíma­­sett“ því aldrei hafi áður jafn margir flúið til Íslands og á þessu ári, sem þýði að aldrei áður hafi jafn mörg börn á Íslandi átt bekkj­­ar­­systkin og nágranna sem hafi þurft að flýja heima­lönd sína.

„Per­­sónur þátt­anna eru skáld­aðar en áhorf­endur velta því örugg­­lega fyrir sér hvort þætt­irnir gætu gerst í raun­veru­­leik­an­­um. Randa­lín og Mundi eru klárir krakkar sem spyrja margra skyn­­sam­­legra spurn­inga um flótta­­fólk. Full­orðna fólkið í þátt­unum á hins vegar oft ekki til nein svör við spurn­ingum þeirra. Fyrir þá krakka, for­eldra og kenn­­ara, sem eru að velta þessum spurn­ingum fyrir sér, ákváðum við hjá Útlend­inga­­stofnun að taka saman upp­­lýs­ingar í tengslum við efni þeirri þátta sem fjalla um mál­efni flótta­­fólks. Við vonum að upp­­lýs­ing­­arnar nýt­ist sem grunnur að góðum sam­­tölum á aðvent­unni og í fram­­tíð­inn­i,“ segir einnig á vef Útlend­inga­­stofn­un­­ar.

„Meira að segja ég skildi þennan texta ágæt­lega“

Berg­þór segir Útlend­inga­stofnun hafa tek­ist vel til þar sem „meira að segja“ hann sjálfur hafi skilið text­ann ágæt­lega. Hvetur hann fólk ein­dregið til að kynna sér við­brögð stofn­un­ar­innar við jóla­daga­tal­inu.

Meðal útskýr­inga sem settar eru fram á vefnum er að þrátt fyrir að for­­stjóri Útlend­inga­­stofnun sé „svaka­­leg gribba“ í þátt­unum sé það svo að í „al­vör­unni vinna engar gribbur hjá Útlend­inga­­stofn­un“ og útskýrt er að fólkið sem vinni hjá Útlend­inga­­stofnun vilji fólki eins og Fatimu, karakter í þátt­unum sem senda á úr landi, vel, „þótt það þurfi að segja henni að lögin séu þannig að hún fái ekki að vera áfram á land­in­u“.

„Ég held að þetta sé til mik­illa bóta og til fyr­ir­mynd­ar. Ég vil ítreka það að ég hrósa Útlend­inga­stofnun fyrir þetta fram­tak því eins og við vitum í þessum þing­sal þá kom til hvassra orða­skipta vegna barna­efnis Rík­is­út­varps­ins í síð­ustu viku,“ sagði Berg­þór.

Jóla­daga­talið var gagn­rýnt nokkuð í upp­­hafi mán­að­­ar, í kjöl­far þess að leik­­konan Ilmur Krist­jáns­dótt­ir, sem er einn höf­unda jóla­daga­tals­ins og túlkar jafn­­framt for­­stjóra Útlend­inga­­stofn­unar í þátt­un­um, lét hafa eftir sér í skemmti­þætt­inum Vik­unni með Gísla Mart­eini að hún hefði sett sér það ára­­móta­heit að taka að sér hlut­verk vondrar konu á árinu og upp­­­fyllt það með því að leika for­­stjóra Útlend­inga­­stofn­un­­ar.

Andri Steinn Hilm­­­ar­s­­son bæj­­­ar­­full­­trúi Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Kópa­vogi sagði það nýjan lág­­punkt „þegar útlend­inga­­stefna RÚV er orðin að meg­in­þema í jóla­­barna­efni sem er fram­­leitt“ og að emb­ætt­is­­menn væru „settir í skot­miðin hjá stofn­un­inni með þessum hætt­i“.

Fyrir viku sagð­ist þátta­gerð­ar­kona á vegum RÚV, í þætti á RÚV þar sem hún var gestur og fjallað var um annan vænt­an­legan þátt á RÚV, hafa strengt ára­móta­heit að leika vonda konu á árinu. Það hafi hún fengið upp­fyllt þegar hún fékk að leika for­stjóra Útlend­inga­stofn­unar í jóla­daga­tali barn­anna á RÚV. Gísli Mart­einn, sem fannst þetta greini­lega algjör snilld, lýsti þessu þannig að þarna væri verið að blanda saman list og póli­tík. Það er nú ekki beint laun­ung­ar­mál að RÚV hafi póli­tíska slag­síðu, bæði í dag­skrár­gerð og hjá frétta­stofu. Frétta­stofan velur oft fyr­ir­sagnir og frétta­vinkla sem lit­ast af ákveð­inni sýn á mál­in. Hleypir oft kappi í kinn hjá spyrlum þegar ákveðnir stjórn­mála­menn mæta en rauður dreg­ill dreg­inn fram þegar aðrir eru í sett­inu. Síð­ast­liðin miss­eri er eins og RÚV hafi end­an­lega kastað því fyrir róður að gæta hlut­leysis í stórum mál­um. Ég verð samt að segja að það er nýr lág­punktur þegar útlend­inga­stefna RÚV er orðin að meg­in­þema í jóla­barna­efni sem er fram­leitt. Hvað þá að emb­ætt­is­menn, sem fram­fylgja lögum sem Alþingi set­ur, séu settir í skot­miðin hjá stofn­un­inni með þessum hætti. Ég held að þessi klippa sem ég tók saman lýsi ágæt­lega stemn­ing­unni hjá þess­ari ágætu stofnun sem við þurfum öll að greiða fyrir hvort sem við höfum áhuga á því eða ekki.

Posted by Andri Steinn Hilm­ars­son on Fri­day, Decem­ber 2, 2022

Ásmundur Frið­­riks­­son þing­­maður sama flokks tók svo málið upp á þingi og í kjöl­farið sagði í leið­­ara Morg­un­­blaðs­ins að alvar­­legt væri að „RÚV skuli bjóða upp á barna­efni þar sem veist er að opin­berum emb­ætt­is­­manni og fluttur áróður um póli­­tísk mál­efn­i“.

Berg­þór sagði það ekki geta verið hlut­verk Rík­is­út­varps­ins að „mála opin­bera emb­ætt­is­menn upp sem ein­hverjar grýlur þegar stofnun við­kom­andi aðila er ein­göngu að fram­fylgja lögum sem við á Alþingi höfum sam­þykkt“.

„Það er þá okkar hér að gera breyt­ingar ef til­efni er til,“ sagði Berg­þór.

Útlend­inga­stofnun reyni að gaslýsa börn

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Mynd: Bára Huld Beck

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dóttir Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Pírata, var hrós ekki efst í huga þegar hún tók til máls. „Fyrir utan það hversu van­hugsað og und­ar­legt útspil stofn­un­ar­innar er — hver í alvör­unni er að fara að lesa þetta upp fyrir börnin sín? — þá er margt við útskýr­ingar stofn­un­ar­innar gagn­rýni­vert,“ sagði Arn­dís í ræðu sinni.

Arn­dís Anna sagði að sam­kvæmt útskýr­ingum Útelnd­inga­stofn­unar eru brott­vís­an­irnar á ábyrgð þing­manna. „Fyrir þau okkar sem vita betur og þekkja lög um útlend­inga vel er þetta grát­bros­legur snún­ingur á raun­veru­leik­anum þegar litið er til allra þeirra sér­stöku og mats­kenndu heim­ilda og ákvæða sem stjórn­sýsl­unni er mögu­legt að beita til þess að kom­ast hjá því að vísa fólki af landi brott,“ sagði Arn­dís, sem segir stofn­un­ina svo gott sem reyna að gaslýsa börn­in.

Rík­is­stofnun beiti árás og áróðri gegn annarri rík­is­stofnun

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, tók undir orð flokks­bróð­urs síns og lýsti yfir mik­illi ánægju með við­brögð Útlend­inga­stofn­unar við þeim „árásum og áróðri, það er ekki hægt að kalla það ann­að, sem stofn­unin hefur orðið fyrir af hálfu ann­arrar rík­is­stofn­unar og það í formi meints barna­tíma“.

Sig­mundur sagði Útlend­inga­stofnun hafa það erf­iða hlut­verk að fram­fylgja reglum án þess að mega nokkurn tím­ann að ræða ein­stök mál sem birt­ast í fjöl­miðl­um.

„En þarna er á mjög kurt­eis­legan hátt farið yfir stað­reyndir mála og ég hvet fólk til að kynna sér það. En þess­ari stofn­un, sem fæst við mjög erfitt verk­efni, er ekki gert auð­veld­ara fyrir af stjórn­völdum því eins og við þekkjum og meira að segja ráð­herra mála­flokks­ins hefur við­ur­kennt þá eru þessi mál í ólestri, stjórn­laus,“ sagði Sig­mund­ur.

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra sagði í októ­ber að ástandið í mál­efnum flótta­fólks væri stjórn­laust og að bregð­ast þurfi við auknum fjölda hæl­is­leit­enda með hertum regl­um. Önnur umræða um útelnd­inga­frum­varp dóms­mála­ráð­herra var fyr­ir­huguð á Alþingi fyrir jól en á fundi þing­flokks­for­manna í hádeg­inu var ákveðið að fresta umræður um útlend­inga­frum­varp dóms­mála­ráð­herra fram yfir ára­mót.

Farið var því að vilja stjórn­ar­and­stöðu­þing­manna eftir að til­laga þing­manns Pírata um að taka af frum­varpið af dag­skrá var felld á Alþingi í síð­ustu viku. Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn sögðu það fárán­legt að afgreiða eigi frum­varpið áður en ein­greiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent