Biðst afsökunar á að tilkynning um 30 prósent leiguhækkun hafi ekki verið nærgætnari

Stjórnarformaður Ölmu leigufélags segir að 30 prósent hækkun á leigu leigutaka félagsins hafi verið „fullkomlega eðlileg aðlögun að gjörbreyttu markaðsverði í miðborginni.“ Það hefði þó mátt tilkynna hana með nærgætnari hætti.

7DM_9561_raw_2113.JPG
Auglýsing

Gunnar Þór Gísla­son, stjórn­ar­for­maður Ölmu leigu­fé­lags og einn helsti eig­andi þess, segir að 30 pró­sent hækkun á leigu til leigu­taka félags­ins sem rataði nýverið í fréttir hafi verið full­kom­lega eðli­leg aðlögun að gjör­breyttu mark­aðs­verði í mið­borg­inni. Eftir nán­ari skoðun skuli það þó „ fús­lega við­ur­kennt að standa hefði mátt með nær­gætn­ari hætti að til­kynn­ing­unni um nýtt leigu­verð þegar hækkun var jafn mikil og raun bar vitni. Á því er beðist afsök­un­ar.“

Þetta kemur fram í grein sem Gunnar skrifar í Frétta­blaðið í dag.

­Fyrir rúmri viku greindi Ragnar Þór Ing­­ólfs­­son, for­­maður VR, frá því á Face­book-­­síðu sinni að hann hefði fengið tölvu­­póst frá leig­u­­taka á almennum leig­u­­mark­aði. Póst­­­ur­inn var frá konu sem heit­ir Brynja Bjarna­dótt­ir, er 65 ára ein­­stæð kona og sjúk­l­ingur sem leigir hjá Ölmu íbúða­­fé­lagi. „Alma býður henni nýj­an 12 mán­aða leig­u­­­samn­ing sem mun taka gildi frá byrj­­­un fe­brú­ar á næsta ári með hækk­­­un upp á 75.247 kr. á mán­uði miðað við vísi­­­tölu í nóv­­­em­ber, sem var 555,6 en er kom­in 560,9. Það þýðir að hækk­­­un­in sem henni stend­ur til boða verður 78.347 kr. á mán­uði frá og með fe­brú­ar næst­kom­andi en fer að öll­um lík­­­ind­um hækk­­­andi fram að þeim tíma.“ Leiga Brynju myndi sam­­kvæmt þessu hækka upp í 328 þús­und krónur á mán­uði.

Þessi skila­boð vöktu hörð við­brögð víða. Rætt var um þau á þingi þar sem Ást­hildur Lóa Þór­s­dótt­ir, þing­­maður Flokks fólks­ins, fór fram á að sett yrðu neyð­­ar­lög til að verja heim­ili lands­ins fyrir hækk­­unum eins og þess­­um. Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, tók undir gagn­rýn­ina og sagði hækk­­un­ina „ófor­svar­an­­lega“. Ekki væri hægt að þola hvaða fram­komu sem er gagn­vart leigj­end­­um. 

Hafa end­ur­skoðað verk­ferla

Gunnar segir í grein sinni í dag að sumir hafi talað um þessa hækkun í fleir­tölu og gefið þannig í skyn að Alma hafi hækkað húsa­leigu til allra við­skipta­vina sinna um 30 pró­sent. „Það er alrangt. Þær hækk­anir sem hluta af leigj­endum okkar var til­kynnt um að kæmu til fram­kvæmda í upp­hafi næsta árs voru að með­al­tali innan við tíu pró­sent. Þetta til­tekna til­felli kom upp vegna þess að verið var að upp­reikna og end­ur­nýja samn­ing sem upp­haf­lega var stofnað til þegar leigu­verð í mið­bænum var lágt í miðjum kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. Sá veru­leiki er allt annar í dag.“ 

Auglýsing
Hann upp­lýsir í grein­inni að Alma hafi þegar brugð­ist við vegna þeirra mis­taka sem urðu við til­kynn­ingu á hækkun á leigu Brynju og þeirrar umræðu sem skap­að­ist í kjöl­far­ið. „Við höfum end­ur­skoðað verk­ferla okkar þannig að við munum héðan í frá setja hækk­unum leigu­verðs við end­ur­nýjun samn­inga ákveðin mörk, bæta upp­lýs­inga­gjöf okkar og sam­skipti við við­skipta­vini og auka sveigj­an­leika þeirra leigu­taka okkar sem vilja leita á önnur mið.“

Gunnar segir að á leigu­mark­aði gildi sömu lög­mál og við fast­eigna­kaup. „Leigu­verð hlýtur alltaf að fylgja kostn­aði og mark­aði. Rétt eins og kaup­verð íbúða. Þegar grannt er skoðað er annað óhugs­andi. Og hefur ekk­ert með græðgi að gera heldur eðli­lega fram­legð af því fjár­magni sem bundið er í rekstr­in­um.“

Hvatt til snið­göngu á vörum fram­leiddum af eig­and­anum

Eig­andi Ölmu er fjár­­­fest­inga­­fé­lagið Langisjór. Það er stór­tækt í mat­væla­fram­­leiðslu og á meðal ann­­ars Mata hf., Mat­­fugl ehf. Sal­at­­húsið ehf. og Síld og fisk ehf. Langisjór hagn­að­ist alls um 13,7 millj­­arða króna í fyrra og eigið fé þess var 23 millj­­arðar króna. Félagið er að í eigu fjög­­urra syst­k­ina: Egg­erts, Guð­nýjar Eddu, Gunn­­ars Þórs og Hall­­dórs Páls Gísla­­sona og fjöl­­skyldna þeirra. Á sam­­fé­lags­miðlum síð­­­ustu daga hafa margir hvatt til þess að allar vörur sem fyr­ir­tæki í eigu Langa­­sjávar selja verði snið­­gengn­­ar. Á meðal þeirra er Gunnar Smári Egils­­son, for­­maður fram­­kvæmda­­stjórnar Sós­í­a­lista­­flokks Íslands. Færslu hans hefur verið deilt yfir 1.700 sinn­­um. 

Hér eru vöru­merki sem fólk ætti að snið­ganga ef því blöskrar 30% hækkun leigu hjá Ölmu leigu­fé­lagi. Systk­inin sem eiga...

Posted by Gunnar Smári Egils­son on Thurs­day, Decem­ber 8, 2022

Alma hagn­að­ist um 12,4 millj­­arðar króna í fyrra. Ofan á það nam hagn­aður félags­­ins á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2022 4,7 millj­­örðum króna. Sam­an­lagt hagn­að­ist félagið því um 17,1 millj­­arð króna á 18 mán­uð­um, eða um 950 millj­­ónir króna að með­­al­tali á mán­uði. Hagn­að­­ur­inn er að mestu til­­kom­inn vegna mats­breyt­inga á eignum og hækkun á virði hluta­bréfa sem Alma á í. Þar er um að ræða hluti í fast­­eigna­­fé­lög­unum Eik, Reitum og Reg­inn sem öll eru skráð á mark­að. Þeir hlutir eru í gegnum dótt­­ur­­fé­lagið Brim­­­garða, sem er stærsti ein­staki eig­andi Eikar með 16,5 pró­­sent hlut, stærsti einka­fjár­­­fest­ir­inn í Reitum með 5,6 pró­­sent hlut og í Reg­inn með 3,9 pró­­sent hlut. 

Þessi þrjú fast­­eigna­­fé­lög eru langstærstu slíku félögin á Íslandi. Sam­eig­in­­legt heild­­ar­­mark­aðsvirði þeirra er um 159 millj­­arðar króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent