Forsætisráðherra ósammála dómsmálaráðherra um „stjórnlaust ástand“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur ekki undir orð dómsmálaráðherra að hér sé stjórnlaust ástand í málefnum flóttafólks. Ástandið megi meðal annars rekja til tveggja stjórnvaldsákvarðana.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spyr hvort það sé stefna rík­is­stjórn­ar­innar að koma í veg fyrir að fólk frá ríkjum á borð við Venes­ú­ela og Sýr­land geti komið til Íslands og fengið vernd í sam­ræmi við ákvæði Flótta­manna­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna?

Spurn­ing­unni beindi hún að Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í morg­un.

„Und­an­farna viku hafa þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks, með hæst­virtan dóms­mála­ráð­herra í broddi fylk­ing­ar, farið mik­inn í umræðu um stjórn­laust ástand í mál­efnum flótta­fólks og umsækj­enda um vernd hér á landi en for­dæma­laus fjöldi fólks er á flótta í heim­in­um, ekki síst vegna stríðs­ins í Úkra­ín­u,“ sagði Helga Vala.

Auglýsing

Hún sagði einnig að í umræð­unni í vik­unni hafi nokkuð frjáls­lega hafi verið farið með stað­reyndir og „alið mjög á ótta um að hér sé jafn­vel allt að fyll­ast af afbrota­fólki þegar um er að ræða fólk sem flýr stríðs­hörm­ung­ar“.

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra mælti í vik­unni fyrir frum­varpi til laga um landa­mæri. Ráð­herra sagði af því til­efni í sam­tali við Morg­un­blaðið að borið hafi á því að hæl­is­leit­endur hafi komið til Íslands með venes­ú­elsk vega­bréf „þrátt fyrir að vera frá öðrum lönd­um“. Þá sagði hann í sam­tali við RÚV fyrr í vik­unni að ástandið væri stjórn­laust og að bregð­ast þurfi við auknum fjölda hæl­is­leit­enda með hertum regl­um.

Dóms­mála­ráð­herra hyggst á leggja fram breyt­ingar á lögum um útlend­inga (al­þjóð­lega vernd) síðar í þessum mán­uði. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að frum­varp­inu sé meðal ann­ars ætlað að „sam­ræma lög­gjöf og fram­kvæmd þess­ara mála við umgjörð ann­arra Evr­ópu­ríkja, einkum ann­arra Norð­ur­landa.“

Helga Vala spurði for­sæt­is­ráð­herra, sem leið­toga rík­is­stjórn­ar­inn­ar, hvort hún muni styðja breyt­ingar á lögum um útlend­inga „sem fela í sér frek­ari hindr­anir fyrir fólk á flótta sem Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna og kæru­nefnd útlend­inga­mála hafa sagt að þurfi vernd?“

Stöð­una megi rekja til tveggja stjórn­valds­á­kvarð­ana

Umsóknir um alþjóð­lega vernd hafa aldrei verið fleiri en nú. Í máli for­sæt­is­ráð­herra kom fram að umsókn­irnar eru nú yfir þrjú þús­und tals­ins, alls 3.133. Hátt í 1.900 eru frá Úkra­ínu og 653 frá Venes­ú­ela. Yfir 100 manns frá Venes­ú­ela hafa fengið við­bót­ar­vernd frá á Íslandi eftir að kæru­nefnd útlend­inga­­mála kvað upp úrskurð í máli ein­stak­l­ings frá Venes­ú­ela þann 18. júlí og felldi með honum úr gildi fyrri ákvörðun Útlend­inga­­stofn­un­­ar, um að synja kær­anda um alþjóð­­lega vernd og dval­­ar­­leyfi á Íslandi.

Katrín benti á að stöð­una í mál­efnum útlend­inga megi meðal ann­ars rekja til tveggja stjórn­valds­á­kvarð­ana sem hafa verið tekn­ar, ann­ars vegar af hálfu stjórn­valda að bjóða öll vel­kom­inn frá Úkra­ínu og hins vegar ákvörðun kæru­nefndar útlend­inga­mál. „Því get ég ekki tekið undir að hér sé stjórn­laust ástand. Þetta eru ákvarð­anir sem hafa verið tekn­ar. Þegar við lítum á önnur þau sem hingað hafa komið er sá fjöldi í sjálfu sér ekk­ert umfram það sem ætla mætti að væri eðli­leg­t,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra.

Staðan eins og hún er núna skapi hins vegar álag. „Þetta skapar álag á hús­næð­is­mál hjá sveit­ar­fé­lög­um, þetta skapa álag úti í skól­un­um,“ sagði Katrín, sem hefur stofnað ráð­herra­nefnd um mál­efni útlend­inga og inn­flytj­enda þar sem ætl­unin er að fara heild­stætt yfir þessi mál. Í nefnd­inni sitja, auk for­sæt­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, mennta- og barna­mála­ráð­herra, háskóla­ráð­herra.

„Af því að auð­vitað þurfum við að tryggja það að við getum tek­ist á við stöð­una með sóma­sam­legum hætti, staða sem er, eins og ég segi, fyrst og síð­ast til komin vegna ákvörð­unar rík­is­stjórnar ann­ars vegar og ákvörð­unar kæru­nefndar útlend­inga­mála hins veg­ar,“ sagði Katrín.

Kostn­aði skellt á sveit­ar­fé­lögin sem „nú emja hávært“

Helga Vala þakk­aði for­sæt­is­ráð­herra fyrir afdrátt­ar­laust svar til stuðn­ings fólki á flótta frá Venes­ú­ela og Úkra­ínu en spurði svo hvers vegna und­ir­bún­ingur fyrir fyr­ir­sjá­an­legan fjölda flótta­fólks frá Úkra­ínu var ekki betri.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Mynd: Bára Huld Beck

„Hvers vegna hefur rík­inu ekki tek­ist að gera samn­inga við fleiri sveit­ar­fé­lög um mót­töku fólks á flótta? Og hvers vegna er ekki tryggt að fjár­magn með hverjum og einum sem nýtur þjón­ust­unnar sé tryggt heldur kostn­aði skellt á sveit­ar­fé­lögin sem nú emja hávært, eðli­lega?“ spurði Helga Vala.

Fjölda­hjálp­ar­stöð fyrir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd var opnuð í skrif­stofu­hús­næði í Borg­ar­túni í síð­ustu viku. Rauði kross­inn hefur kallað eftir því að fleiri sveit­ar­fé­lög verði að koma að verk­efn­inu eigi Rauði kross­inn að ná utan um það. Til þessa dags hafa ein­ungis fimm sveit­­­ar­­­fé­lög und­ir­­­ritað samn­ing um þátt­­­töku í sam­ræmdri mót­­­töku flótta­­­fólks, og sumir þeirra eru auk þess útrunn­ir. Það eru Reykja­vík­­­­­ur­­­borg, Hafn­­­ar­fjarð­­­ar­­bær, Reykja­­­nes­­bær, Árborg og Akur­eyr­­­ar­­­bær.

Katrín sagð­ist furða sig á þeim mál­flutn­ingi um að ekk­ert sam­ráð hafi verið haft við sveit­ar­fé­lög vegna mót­töku flótta­fólks. Vís­aði hún í nefnd sem hefur verið starf­andi frá árinu 2017 um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks og hennar hlut­verk var að gera til­lögur að sam­ræmdu mót­töku­kerfi fyrir flótta­fólk óháð því hvernig það kæmi til lands­ins.

„Ég átta mig ekki alveg á þess­ari umræðu um að þetta hafi ekki verið und­ir­búið með nægj­an­legum hætti. Ég get eig­in­lega ekki fall­ist á það. Ég skil þó alveg að almennt er staða sveit­ar­fé­laga þung, þau halda sína fjár­mála­ráð­stefnu í dag og auð­vitað getum við ekki litið fram hjá því að þessi mikli fjöldi fólks skapar álag, ekki bara á ríkið heldur einnig stofn­anir sveit­ar­fé­laga,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent