Dómsmálaráðuneytið áfrýjar dómi í máli Hussein til Landsréttar

Með dómi héraðsdóms í desember var úrskurður kærunefndar útlendingamála í máli Hussein Hussein felldur niður. Félagsmálaráðherra fagnaði niðurstöðunni en dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að áfrýja dómnum.

Fjöldi félaga­­sam­­taka for­­dæmdi fram­­göngu lög­­regl­unnar við brott­vís­un­ina, þar sem Hussein var tek­inn úr hjóla­stól sínum og lyft í lög­­­reglu­bíl.
Fjöldi félaga­­sam­­taka for­­dæmdi fram­­göngu lög­­regl­unnar við brott­vís­un­ina, þar sem Hussein var tek­inn úr hjóla­stól sínum og lyft í lög­­­reglu­bíl.
Auglýsing

Dóms­mála­ráðu­neytið hefur áfrýjað dómum Hér­aðs­dóms Reykja­víkur í málum Hussein Hussein, fatl­aðs flótta­manns frá Írak, móður hans Maysoon Al Saedi, systra hans Zahraa og Yasameen og bróður hans, Sajjad.

Í svari ráðu­neyt­is­ins til Kjarn­ans segir að ráðu­neytið meti það svo að nið­ur­staða hér­aðs­dóms sé ekki í sam­ræmi við gögn máls­ins og almenna túlkun og fram­kvæmd á lögum um útlend­inga varð­andi máls­með­ferð­ar­fresti og hvernig tafir á ábyrgð umsækj­enda er met­ið.

Hussein og fjöl­skylda voru í fimmtán manna hópi í leit að vernd sem var vísað úr landi og flogið í fylgd 41 lög­­­­­reglu­­­manns, í leiguflug­­­vél á vegum stjórn­­­­­valda, frá Kefla­vík­­­­­ur­flug­velli til Aþenu í Grikk­landi þann 3. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Hluti hóps­ins beið nið­­ur­­stöðu kæru­­nefndar útlend­inga­­mála og hér­­aðs­­dóms, þar á meðal Hussein og fjöl­­skylda.

Auglýsing

Fjöl­­skyldan hafði dvalið á Íslandi í tæp tvö ár. Hussein notar hjóla­stól og fjöldi félaga­­­sam­­­taka for­­­dæmdi fram­­­göngu lög­­­regl­unnar við brott­vís­un­ina, þar sem Hussein var tek­inn úr hjóla­stól sínum og lyft í lög­­­­­reglu­bíl. Þá biðu lög­­­reglu­­menn systra hans, sem stund­uðu nám í Fjöl­brauta­­skól­­anum við Ármúla, að loknum skóla­degi og bróðir þeirra, Sajjad, var hand­­járn­aður og færður á lög­­­reglu­­stöð, áður en fjöl­­skyldan var svo flutt til Grikk­lands um nótt­ina þar sem fjöl­­skyldan hefur hvorki gild dval­­ar­­leyfi né dval­­ar­­stað.

Komu aftur til Íslands og úrskurður kæru­nefndar var felldur úr gildi

Hér­aðs­dómur kvað upp dóm 12. des­em­ber í máli Hussein ann­ars vegar og máli móður hans, systra og bróður hins vegar þar sem úrskurður kæru­nefndar útlend­inga­mála frá 3. febr­úar 2022, þess efnis að hafna kröfu þeirra um end­ur­upp­töku máls var felldur úr gildi.

­Með úrskurð­unum hafði kæru­nefnd hafnað beiðnum Hussein og fjöl­skyldu um end­ur­upp­töku á þeim grund­velli að tafir á með­ferð umsókna hefði verið á ábyrgð þeirra sjálfra og því ættu þau ekki rétt á efn­is­með­ferð þótt 12 mán­uðir væru liðnir frá umsókn­ar­degi.

Hussein og fjöl­skylda komu aftur til Íslands nokkrum dögum áður en dóm­ur­inn var kveð­inn upp og hafa systur hans haldið áfram námi við Fjöl­brauta­skól­ann við Ármúla. Claudia Wil­son, lög­maður fjöl­skyld­unn­ar, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í des­em­ber að nið­ur­staða hér­aðs­dóms væri ótrú­lega mik­ill létt­ir. Sam­kvæmt henni eru for­­sendur dómanna þær að íslenska rík­­inu hafi verið óheim­ilt að kenna fjöl­­skyld­unum um að hafa valdið töfum á flutn­ingi þeirra frá Íslandi. Málið hafi því mikið for­­dæm­is­­gildi fyrir önnur sam­­bæri­­leg mál þar sem íslenska ríkið hefur kennt umsækj­endum um töf á flutn­ingi þeirra frá Íslandi.

Áfrýj­unin byggir á túlkun um „tafir á ábyrgð umsækj­anda“

Dóms­mála­ráðu­neytið und­ir­strikar í svari sínu að nið­ur­staða hér­aðs­dóms snýr ein­göngu að túlkun laga­á­kvæðis á hug­tak­inu „tafir á ábyrgð umsækj­anda“ en ekki að ein­stak­lings­bundnum aðstæðum máls­að­ila eða aðstæðum flótta­manna á Grikk­landi. Ekki var því fjallað um lög­mæti ákvörð­unar stjórn­valda um frá­vísun máls­að­ila til Grikk­lands.

Ráðu­neytið telur einnig aðfinnslu­vert að hér­aðs­dómur hafi reist nið­ur­stöðu sína á „þrauta­vara­kröfu máls­að­ila án þess að fjalla efn­is­lega um aðal- og vara­kröfu þeirra“.

Félags­mála­ráð­herra fagn­aði nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, sagð­ist í ræðu­stól á Alþingi 12. des­em­ber leyfa sér að fagna nið­ur­stöð­unni í máli Hussein og að hann teldi að tryggja þyrfti að umsókn hans um vernd fengi efn­is­með­ferð hér á landi.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

„Ég geri ráð fyrir að það verði tryggt, en auð­vitað ef þar til gerð stjórn­­völd ákvað að áfrýja mál­inu snýr það aðeins öðru­­vísi við,“ sagði Guð­­mundur Ingi sínu í svari við fyr­ir­­spurn Arn­­dísar Önnu K. Gunn­­ar­dóttur þing­­manns Pírata, sem spurði ráð­herra að því hvernig honum hefði liðið með að „þurfa að verja ákvörðun og fram­­kvæmd sem var ólög­­mæt“ og hvort hann treysti Jóni Gunn­­ar­s­­syni dóms­­mála­ráð­herra fyrir þessum mála­­flokki, í ljósi nið­­ur­­stöðu hér­­aðs­­dóms.

„Ég ætla að leyfa mér að fagna því að þetta sé nið­­ur­­staða hér­­aðs­­dóms, því að mér finnst eðli­­legt að tekið sé til­­lit til fötl­unar fólks í mál­efnum umsækj­enda um alþjóð­­lega vernd og þegar við höfum öll haft tæki­­færi til að kynna okkur þennan dóm held ég að það verði áhuga­vert að sjá á hvaða máls­at­vikum það er sem hér­­aðs­­dómur byggir sína nið­­ur­­stöð­u,“ sagði Guð­­mundur Ingi í ræð­u­stól.

Áfrýj­un­ar­frestur rennur út í dag og ekki liggur fyrir hvenær afstaða verður tekin til áfrýj­un­ar­innar en ljóst er að mál Hussein og fjöl­skyldur verður ekki tekið til efn­is­legrar með­ferðar á meðan hennar er beð­ið.

„Verði dómunum ekki áfrýjað er fyr­ir­séð að nið­ur­staða hér­aðs­dóms geti haft áhrif á núver­andi fram­kvæmd stjórn­valda hvað þessi atriði varðar og önnur mál. Að mati ráðu­neyt­is­ins er því mik­il­vægt að Lands­réttur taki fram­an­greind atriði til skoð­un­ar,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent