Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu

Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.

Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Auglýsing

Palest­ínu­mönnum sem var hafnað um alþjóð­lega vernd og yfir­völd vilja senda úr landi var vísað út úr hús­næði Útlend­inga­stofn­unar að Bæj­ar­hrauni í Hafn­ar­firði nú síð­deg­is. Sam­kvæmt því sem Kjarn­inn kemst næst var að minnsta kosti tveimur vísað út og sjö öðrum til­kynnt að það stæði til. Útlend­inga­stofnun vísar þeim, eftir því sem Kjarn­inn hefur upp­lýs­ingar um, út í ljósi þess að þeir vilji ekki fara í COVID-­próf sem er for­senda þess að hægt sé að flytja þá til Grikk­lands þar sem þeir voru þegar komnir með stöðu flótta­manna.

Þar eru aðstæður hins vegar „óboð­leg­ar“ og ekki „for­svar­an­legt“ af íslenskum stjórn­völdum að senda fólk þang­að, líkt og tveir lög­menn Palest­ínu­manna sem hingað hafa flúið í leit að vernd orð­uðu það í dag. Útlend­inga­stofnun hefur und­an­farið sett hæl­is­leit­endum þá afar­kosti að fara í COVID-­próf og úr landi eða missa að öðrum kosti fram­færslu sína eða hús­næði. Í dag hefur stofn­unin ákveðið að fram­fylgja þessu.

Auglýsing

Nú síð­degis voru menn­irnir enn staddir fyrir utan hús­næðið að leita leiða og aðstoðar við að finna hús­næði. Þeir hafa m.a. sett sig í sam­bandi við Rauða kross Íslands en þau sam­tök eru ekki með neitt hús­næði fyrir þá og hafa þurft að benda þeim á að leita í moskur þó að það sé engin lausn til fram­búð­ar, segir Áshildur Linn­et, teym­is­stjóri hjá Rauða kross­in­um, í sam­tali við Kjarn­ann. Aðrir hafa sett sig í sam­band við sam­tökin No Borders eða lög­menn sína í leit að ráð­um. „Þeir eru í raun á göt­unni nema að ein­hver skjóti yfir þá skjóls­hús­i,“ segir Áshild­ur. Þeir fá ekki að gista í Gisti­skýl­inu, athvarfi fyrir heim­il­is­lausa, því þar mega aðeins þeir gista sem hafa íslenska kenni­tölu.

Faðir ber slasaða dóttur sína út úr rústum húss á Gaza eftir loftárásir Ísraela. Mynd: EPA

„Þetta eru allt ungir menn sem eiga fjöl­skyldur inni á Gaza og eru að upp­lifa mikla ang­ist og hörm­ung­ar,“ segir hún. Ísra­els­menn hafa síð­ustu daga gert harðar loft­árásir á svæðið og tugir hafa fall­ið, m.a. mörg börn. „Í ljósi þess sem er að ger­ast á Gaza er þetta ekki mann­úð­leg­t,“ heldur Áshildur áfram. „Þessir ungu menn kunna að bjarga sér, þeir hafa þurft að gera það, en það verður erf­ið­ara þegar hug­ur­inn er hjá fólk­inu þeirra á Gaza.“

Hafa misst ást­vini á Gaza

Hún segir menn­ina eiga bæði vini og ætt­ingja sem hafi týnt lífi í árásum síð­ustu daga. Það hafi svo einnig aukið á van­líðan þeirra að net- og síma­sam­band á Gaza er mjög stop­ult og því fá þeir sjaldan fréttir af sínum nán­ustu. „Þeim leið því ekki vel fyrir og það virð­ist ekki verið að taka sér­stakt til­lit til þess núna að það eru mjög átak­an­legar aðstæður í þeirra heima­rík­i,“ segir Áshild­ur.

Ungu menn­irnir tóku þátt í mat­ar- og menn­ing­ar­há­tíð ung­menna­húss­ins Ham­ars­ins fyrir helgi. Þar eld­uðu þeir mat fyrir gesti og reyndu að gleðj­ast þó að bæði brott­vísun hafi vofað yfir og hörm­ungar enn og aftur skollið á í heima­landi þeirra.

Engin til­viljun

Arn­dís Anna Gunn­ars­dóttir lög­maður nokk­urra Palest­ínu­manna og Sýr­lend­inga sem vísa á úr landi á næst­unni, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í morgun að það væri engin til­viljun að fólk sem fengið hefði stöðu flótta­manna í Grikk­landi héldu flótta sínum áfram það­an. „Af hverju er fólk sem fengið hefur stöðu flótta­manna á Spáni ekki að koma hing­að? Eða Búlgar­íu? Lit­há­en? Það er af því að flótta­fólk á Grikk­landi hefur enga kosti. Það á sér þar enga fram­tíð. Það er ekk­ert sem það getur gert til að kom­ast út úr þeirri stöðu. Þetta er fólk sem átti heim­ili, fjöl­skyldu og hafði vinnu. En svo missir það allt.“ Stað­reyndin sé sú að í Grikk­landi sé flótta­fólk að deyja á götum úti. Ástandið sé „stóral­var­legt“ og að þangað eigi ekki að vísa fólki. „En það er ekk­ert hlust­að.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent