Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu

Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.

Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Auglýsing

Palestínumönnum sem var hafnað um alþjóðlega vernd og yfirvöld vilja senda úr landi var vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar að Bæjarhrauni í Hafnarfirði nú síðdegis. Samkvæmt því sem Kjarninn kemst næst var að minnsta kosti tveimur vísað út og sjö öðrum tilkynnt að það stæði til. Útlendingastofnun vísar þeim, eftir því sem Kjarninn hefur upplýsingar um, út í ljósi þess að þeir vilji ekki fara í COVID-próf sem er forsenda þess að hægt sé að flytja þá til Grikklands þar sem þeir voru þegar komnir með stöðu flóttamanna.

Þar eru aðstæður hins vegar „óboðlegar“ og ekki „forsvaranlegt“ af íslenskum stjórnvöldum að senda fólk þangað, líkt og tveir lögmenn Palestínumanna sem hingað hafa flúið í leit að vernd orðuðu það í dag. Útlendingastofnun hefur undanfarið sett hælisleitendum þá afarkosti að fara í COVID-próf og úr landi eða missa að öðrum kosti framfærslu sína eða húsnæði. Í dag hefur stofnunin ákveðið að framfylgja þessu.

Auglýsing

Nú síðdegis voru mennirnir enn staddir fyrir utan húsnæðið að leita leiða og aðstoðar við að finna húsnæði. Þeir hafa m.a. sett sig í sambandi við Rauða kross Íslands en þau samtök eru ekki með neitt húsnæði fyrir þá og hafa þurft að benda þeim á að leita í moskur þó að það sé engin lausn til frambúðar, segir Áshildur Linnet, teymisstjóri hjá Rauða krossinum, í samtali við Kjarnann. Aðrir hafa sett sig í samband við samtökin No Borders eða lögmenn sína í leit að ráðum. „Þeir eru í raun á götunni nema að einhver skjóti yfir þá skjólshúsi,“ segir Áshildur. Þeir fá ekki að gista í Gistiskýlinu, athvarfi fyrir heimilislausa, því þar mega aðeins þeir gista sem hafa íslenska kennitölu.

Faðir ber slasaða dóttur sína út úr rústum húss á Gaza eftir loftárásir Ísraela. Mynd: EPA

„Þetta eru allt ungir menn sem eiga fjölskyldur inni á Gaza og eru að upplifa mikla angist og hörmungar,“ segir hún. Ísraelsmenn hafa síðustu daga gert harðar loftárásir á svæðið og tugir hafa fallið, m.a. mörg börn. „Í ljósi þess sem er að gerast á Gaza er þetta ekki mannúðlegt,“ heldur Áshildur áfram. „Þessir ungu menn kunna að bjarga sér, þeir hafa þurft að gera það, en það verður erfiðara þegar hugurinn er hjá fólkinu þeirra á Gaza.“

Hafa misst ástvini á Gaza

Hún segir mennina eiga bæði vini og ættingja sem hafi týnt lífi í árásum síðustu daga. Það hafi svo einnig aukið á vanlíðan þeirra að net- og símasamband á Gaza er mjög stopult og því fá þeir sjaldan fréttir af sínum nánustu. „Þeim leið því ekki vel fyrir og það virðist ekki verið að taka sérstakt tillit til þess núna að það eru mjög átakanlegar aðstæður í þeirra heimaríki,“ segir Áshildur.

Ungu mennirnir tóku þátt í matar- og menningarhátíð ungmennahússins Hamarsins fyrir helgi. Þar elduðu þeir mat fyrir gesti og reyndu að gleðjast þó að bæði brottvísun hafi vofað yfir og hörmungar enn og aftur skollið á í heimalandi þeirra.

Engin tilviljun

Arndís Anna Gunnarsdóttir lögmaður nokkurra Palestínumanna og Sýrlendinga sem vísa á úr landi á næstunni, sagði í samtali við Kjarnann í morgun að það væri engin tilviljun að fólk sem fengið hefði stöðu flóttamanna í Grikklandi héldu flótta sínum áfram þaðan. „Af hverju er fólk sem fengið hefur stöðu flóttamanna á Spáni ekki að koma hingað? Eða Búlgaríu? Litháen? Það er af því að flóttafólk á Grikklandi hefur enga kosti. Það á sér þar enga framtíð. Það er ekkert sem það getur gert til að komast út úr þeirri stöðu. Þetta er fólk sem átti heimili, fjölskyldu og hafði vinnu. En svo missir það allt.“ Staðreyndin sé sú að í Grikklandi sé flóttafólk að deyja á götum úti. Ástandið sé „stóralvarlegt“ og að þangað eigi ekki að vísa fólki. „En það er ekkert hlustað.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent