Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni

Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.

Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Auglýsing

Skúli Magnússon, nýr umboðsmaður Alþingis, gerir ráð fyrir því að óska eftir leyfi frá starfi sínu sem dósent við lagadeild Háskóla Íslands á meðan hann gegnir störfum umboðsmanns. Hann segir við Kjarnann að þessa dagana sé hann að klára síðustu verk sín í bili sem akademískur starfsmaður, til dæmis yfirlestur lokaritgerða. Það sé gert í samráði við forseta Alþingis.

Kjarninn beindi fyrirspurn til umboðsmanns varðaði það hvort hann hygðist láta af starfi sínu við lagadeild Háskóla Íslands, og ef ekki, hvernig yrði þá tekið á málum sem kæmu inn á borð umboðsmanns og vörðuðu Háskóla Íslands.

Skúli er um þessar mundir í 20 prósent starfshlutfalli við lagadeildina. Hann gerir ráð fyrir að óska eftir leyfi, sem áður segir, og telur það svara spurningum um hæfi sitt til þess að fjalla sem umboðsmaður um málefni Háskóla Íslands almennt.

Hann segist þó ekki útiloka að verða vanhæfur til þess að fjalla um mál sem varði lagadeild HÍ af einhverjum öðrum ástæðum, til dæmis vegna kunningsskapar við þau sem þar starfa. Í slíkum tilfellum reiknar hann með að það yrði settur umboðsmaður til að fara með málin. Þetta segir Skúli að sé „allvenjulegt“ og dæmi séu til úr fortíð um að kosinn umboðsmaður hafi ekki talið rétt að hann færi með einstök mál af einhverjum ástæðum.

Kjarninn spurði Skúla um hvernig mannaráðningum hjá embættinu yrði háttað, nú þegar nýr umboðsmaður hefur tekið við. Samkvæmt lögum um umboðsmann Alþingis þarf ekki að auglýsa störf hjá umboðsmanni, þvert á það sem almennt gerist hjá hinu opinbera.

Umboðsmaður Alþingis hefur það meðal annars í verkahring sínum að fylgjast með því hvort stjórnsýslan ráði í störf með réttum hætti samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Fljótt á litið gæti því einhverjum þótt skrítið að stofnunin hafi ekki kvöð um að auglýsa sín eigin störf.

Skúli segir í samtali við blaðamann að hann hafi ekki gert það upp við sig hvernig hann muni halda á mannaráðningum sem umboðsmaður, en segir þó að mjög hæft starfsfólk hafi verið ráðið til starfa hjá stofnuninni til þessa og að það sé ekki svo að mannaráðningar umboðsmanns séu án eftirlits.

„Við þurfum að standa þinginu reikningsskap,“ segir umboðsmaðurinn, sem reiknar með því að ef einhver skringileg vinnubrögð væru viðhöfð í mannaráðningum stofnunarinnar þyrfti hann mögulega að svara fyrir það frammi fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins eða forsætisnefnd.

Reyndar sé staðan hjá umboðsmanni þannig þessa dagana að það sé mjög lítið svigrúm fyrir ráðningar – og blaðamaður ætti ef til vill frekar að spyrja hvort það þyrfti að fækka starfsfólki hjá stofnuninni og hvernig yrði þá staðið að því.

Auglýsing

„Eins og staðan er í dag lítur þetta ekkert sérstaklega vel út,“ segir Skúli og bætir við að fjárveitingar til stofnunarinnar hafi ekki tekið mið af auknum fjölda mála.

Tryggvi Gunnarsson forveri Skúla í embætti kom því skilmerkilega á framfæri á síðasta ári að geta stofnunarinnar til þess að sinna frumkvæðisathugunum væri í algjöru lágmarki. Skúli segir að sú sé vissulega raunin.

„Forsendur eru breyttar með tilliti til fjölgunar mála og launaskrið hefur orðið meira en gert var ráð fyrir.“ Umboðsmaður nefnir að kvörtunum sem berast embættinu hafi fjölgað sem nemi um 10 prósentum frá fyrra ári á fyrstu mánuðum þessa árs. Og þeim fjölgaði sömuleiðis í fyrra miðað við árið 2019, þannig að staðan er töluvert önnur en núverandi fjárveitingar gera ráð fyrir. Þá hafi ábendingum sem leitt geti til frumkvæðismála fjölgað.

Hann segir að eftirlit, sem stofnunin sinnir með frelsissviptu fólki samkvæmt viðauka við pyntingasáttmála Sameinuðu þjóðanna, hafi tekið meiri mannafla og fjármuni en gert hafi verið ráð fyrir. Sá þáttur starfseminnar sé í raun undirfjármagnaður.

Eins og að „standa við færibandið“

Skúli tók við sem umboðsmaður í lok apríl. Hann segir að það sé „mjög óheppilegt“ að stofnun eins og umboðsmaður Alþingis sé bundin við það, vegna fjárskorts, að fjalla einungis um kvartanir sem berast inn – sem hann líkir við það að „standa við færibandið“.

„Ég á eftir að eiga fundi núna með Alþingi og svo verður gengið frá frumvarpi til fjárlaga síðar í sumar eða í haust. Ég vona að við fáum einhverjar undirtektir við okkar sjónarmiðum og það verði viðbrögð við meiri fjölgun mála en gert hefur verið ráð fyrir,“ segir Skúli.

Hann segir ótækt að láta afgreiðslu kvartana tefjast til þess að verja meiri tíma í frumkvæðisathuganir. Skyldur stofnunarinnar séu umfram annað við þá sem koma inn með kvartanir og ekki sé hægt að gefa borgurum sem til leiti umboðsmanns þau svör að það sé ekki tími til að sinna málum þeirra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent