Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni

Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.

Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Auglýsing

Skúli Magn­ús­son, nýr umboðs­maður Alþing­is, gerir ráð fyrir því að óska eftir leyfi frá starfi sínu sem dós­ent við laga­deild Háskóla Íslands á meðan hann gegnir störfum umboðs­manns. Hann segir við Kjarn­ann að þessa dag­ana sé hann að klára síð­ustu verk sín í bili sem akademískur starfs­mað­ur, til dæmis yfir­lestur loka­rit­gerða. Það sé gert í sam­ráði við for­seta Alþing­is.

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til umboðs­manns varð­aði það hvort hann hygð­ist láta af starfi sínu við laga­deild Háskóla Íslands, og ef ekki, hvernig yrði þá tekið á málum sem kæmu inn á borð umboðs­manns og vörð­uðu Háskóla Íslands.

Skúli er um þessar mundir í 20 pró­sent starfs­hlut­falli við laga­deild­ina. Hann gerir ráð fyrir að óska eftir leyfi, sem áður seg­ir, og telur það svara spurn­ingum um hæfi sitt til þess að fjalla sem umboðs­maður um mál­efni Háskóla Íslands almennt.

Hann seg­ist þó ekki úti­loka að verða van­hæfur til þess að fjalla um mál sem varði laga­deild HÍ af ein­hverjum öðrum ástæð­um, til dæmis vegna kunn­ings­skapar við þau sem þar starfa. Í slíkum til­fellum reiknar hann með að það yrði settur umboðs­maður til að fara með mál­in. Þetta segir Skúli að sé „all­venju­legt“ og dæmi séu til úr for­tíð um að kos­inn umboðs­maður hafi ekki talið rétt að hann færi með ein­stök mál af ein­hverjum ástæð­um.

Kjarn­inn spurði Skúla um hvernig manna­ráðn­ingum hjá emb­ætt­inu yrði hátt­að, nú þegar nýr umboðs­maður hefur tekið við. Sam­kvæmt lögum um umboðs­mann Alþingis þarf ekki að aug­lýsa störf hjá umboðs­manni, þvert á það sem almennt ger­ist hjá hinu opin­bera.

Umboðs­maður Alþingis hefur það meðal ann­ars í verka­hring sínum að fylgj­ast með því hvort stjórn­sýslan ráði í störf með réttum hætti sam­kvæmt lögum um rétt­indi og skyldur opin­berra starfs­manna. Fljótt á litið gæti því ein­hverjum þótt skrítið að stofn­unin hafi ekki kvöð um að aug­lýsa sín eigin störf.

Skúli segir í sam­tali við blaða­mann að hann hafi ekki gert það upp við sig hvernig hann muni halda á manna­ráðn­ingum sem umboðs­mað­ur, en segir þó að mjög hæft starfs­fólk hafi verið ráðið til starfa hjá stofn­un­inni til þessa og að það sé ekki svo að manna­ráðn­ingar umboðs­manns séu án eft­ir­lits.

„Við þurfum að standa þing­inu reikn­ings­skap,“ segir umboðs­mað­ur­inn, sem reiknar með því að ef ein­hver skringi­leg vinnu­brögð væru við­höfð í manna­ráðn­ingum stofn­un­ar­innar þyrfti hann mögu­lega að svara fyrir það frammi fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þings­ins eða for­sætis­nefnd.

Reyndar sé staðan hjá umboðs­manni þannig þessa dag­ana að það sé mjög lítið svig­rúm fyrir ráðn­ingar – og blaða­maður ætti ef til vill frekar að spyrja hvort það þyrfti að fækka starfs­fólki hjá stofn­un­inni og hvernig yrði þá staðið að því.

Auglýsing

„Eins og staðan er í dag lítur þetta ekk­ert sér­stak­lega vel út,“ ­segir Skúli og bætir við að fjár­veit­ingar til stofn­un­ar­innar hafi ekki tekið mið af auknum fjölda mála.

Tryggvi Gunn­ars­son for­veri Skúla í emb­ætti kom því skil­merki­lega á fram­færi á síð­asta ári að geta stofn­un­ar­innar til þess að sinna frum­kvæð­is­at­hug­unum væri í algjöru lág­marki. Skúli segir að sú sé vissu­lega raun­in.

„For­sendur eru breyttar með til­liti til fjölg­unar mála og launa­skrið hefur orðið meira en gert var ráð fyr­ir.“ Umboðs­maður nefnir að kvört­unum sem ber­ast emb­ætt­inu hafi fjölgað sem nemi um 10 pró­sentum frá fyrra ári á fyrstu mán­uðum þessa árs. Og þeim fjölg­aði sömu­leiðis í fyrra miðað við árið 2019, þannig að staðan er tölu­vert önnur en núver­andi fjár­veit­ingar gera ráð fyr­ir. Þá hafi ábend­ingum sem leitt geti til frum­kvæð­is­mála fjölg­að.

Hann segir að eft­ir­lit, sem stofn­unin sinnir með frels­is­sviptu fólki sam­kvæmt við­auka við pynt­inga­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna, hafi tekið meiri mann­afla og fjár­muni en gert hafi verið ráð fyr­ir. Sá þáttur starf­sem­innar sé í raun und­ir­fjár­magn­að­ur.

Eins og að „standa við færi­band­ið“

Skúli tók við sem umboðs­maður í lok apr­íl. Hann segir að það sé „mjög óheppi­legt“ að stofnun eins og umboðs­maður Alþingis sé bundin við það, vegna fjár­skorts, að fjalla ein­ungis um kvart­anir sem ber­ast inn – sem hann líkir við það að „standa við færi­band­ið“.

„Ég á eftir að eiga fundi núna með Alþingi og svo verður gengið frá frum­varpi til fjár­laga síðar í sumar eða í haust. Ég vona að við fáum ein­hverjar und­ir­tektir við okkar sjón­ar­miðum og það verði við­brögð við meiri fjölgun mála en gert hefur verið ráð fyr­ir,“ segir Skúli.

Hann segir ótækt að láta afgreiðslu kvart­ana tefj­ast til þess að verja meiri tíma í frum­kvæð­is­at­hug­an­ir. Skyldur stofn­un­ar­innar séu umfram annað við þá sem koma inn með kvart­anir og ekki sé hægt að gefa borg­urum sem til leiti umboðs­manns þau svör að það sé ekki tími til að sinna málum þeirra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent